Dagur - 24.11.1989, Blaðsíða 7
Föstudagur 24. nóvember 1989 - DAGUR - 7
Félagsmiðstöðin í Glerárskóla
Þessa viku stendur yfir kynning á starfsemi Æskulýðsráðs Akureyrar og félags- I unglingar í félagsmiðstöð Glerárskóla hafa unnið sérstaklega í tilefni kynning-
miðstöðvanna í bænum. Þar er almenningi gefinn kostur á að kynna sér þá arvikunnar. Opið hús er í félagsmiðstöð Glerárskóla á mánudagskvöldum
starfsemi sem fram fer á veguni æskulýðsráðs. Hér að neðan birtist efni, sem kl. 20.00-22.00.
Hér er góður félagsskapur
og okkur líkar mjög vel
- segja Vera og Svavar, sem eru á starfslista
svara spurningum okkar. Við
spurðum hann fyrst um hans skil-
greiningu á starfslista.
„Sko, það eru krakkar sem
vinna að og skipuleggja starfið í
f élagsmiðstöðinni. “
- Hvað starfar þú þar?
„Ég sé um að taka vídeóspólur
og selja inn á vídeóið.“
- Hvenær byrjaðir þú á starfs-
listanum?
„Eins og Vera byrjaði ég sl.
haust.“
- Hefur þú starfað í öðrum
félagsmiðstöðvum?
„Nei, bara í Glerárskóla.“
- Hvað ertu gamall?
„Ég er 13 ára.“
- Hvað er á dagskrá í vetur?
„Það verða alls konar keppnir,
dans-, borðtennis- og hljómsveit-
arkeppni og fleira.“
- Hvernig líkar þér í félags-
miðstöðinni?
„Mjög, mjög, mjög, mjög
vel.“
- Finnst þér þörf á að breyta
einhverju í félagsmiðstöðinni?
„Nei, þetta er fínt svona.“
- Viltu segja eitthvað að
lokum?
„Nei, þetta er fínt.“
Vera og Svavar láta vel af starfinu í
félagsmiðstöðinni.
Við tókum tvo unglinga á starfs-
lista félagsmiðstöðvarinnar í
Glerárskóla tali, þau Veru og
Svavar, og lögðum fyrir þau
nokkrar spurningar. Vera varð
fyrst fyrir svörum.
- Hvað er starfslisti?
„Starfslisti er hópur krakka
sem vinnur í félagsmiðstöðinni."
- Hvað starfar þú þar?
„Ég sé um að afgreiða í sjopp-
unni.“
- Hvenær byrjaðir þú á starfs-
listanum?
„Bara núna í haust.“
- Hefur þú starfað í öðrum
félagsmiðstöðvum?
„Nei, aðejns í Glerárskóla."
- Hvað ertu gömul?
„Ég er 15 ára.“
- Hvað er á dagskrá í vetur?
„Það eru ýmiss konar nám-
skeið í gangi og svo er borðtennis-
keppni, danskeppni, hljómsveit-
arkeppni og margt fleira.“
- Hvernig líkar þér í félags-
miðstöðinni?
„Mér líkar mjög vel, finnst
þetta góður félagsskapur.“
- Finnst þér þörf á að breyta
einhverju í félagsmiðstöðinni?
„Nei, en mér finnst að fleiri
ættu að sækja félagsmiðstöðvarn-
ar í bænum.“
- Viltu segja eitthvað að
lokum?
„Nei.“
Þá var komið að Svavari að
Þessar stúlkur eru greinilega niðursokknar í „bobbið“.
„Unga Akureyri“ komið út:
Handhægt uppsláttamt
um félagsstarf á Akureyri
„Unga Akureyri“, upplýsinga-
rit um félagsstarf ungs fólks á
Akureyri veturinn 1989-1990
er komið út. Það er Æsku-
lýðsráð Akureyrar sem gefur
ritið út og hefur því verið dreift
í öll hús í bænum.
í ritinu er að finna greinargóð-
ar upplýsingar um félagsstarf
ungs fólks á Akureyri. Þar er að
finna upplýsingar um öll
æskulýðs-, íþrótta- og tóm-
stundafélög á Akureyri, alls rúm-
lega 40 félög. Einnig eru í ritinu
upplýsingar um starfsemi félags-
miðstöðvanna og þá starfsemi
sem fram fer í íþróttamannvirkj-
um bæjarins. Loks er þar að
finna skrá yfir skóla á Akureyri
og upplýsingar um þá félagslegu
þjónustu sem Akureyrarbær veit-
ir.
Ástæða er til að benda fólki á
að geyma „Unga Akureyri", því
eins og fyrr segir gildir það fyrir
veturinn 1989-1990 og er hand-
hægt uppsláttarrit um félagsstarf
í bænum.
UPPLVSINGARIT UM FÉLAGSSTARF
UNGS FÖLKS A AKUREYRl SB»
„Unga Akureyri" er 30 bls. að
stærð. Dagsprent hf. annaðist
setningu, filmuvinnslu og
prentun.
Ein fjölmargra uppákoma á „Opnu húsi“ í félagsmiðstöð Glerárskóla.
Allt að 200 unglingar
á staðnum sum kvöld
Starfsemi í félagsmiðstöðinni í
Glerárskóla hófst árið 1981.
Aðsókn að félagsmiðstöðinni er
mjög góð og sum kvöld eru allt
að 200 unglingar á staðnum, sem
hlýtur að teljast mjög gott. Þetta
sýnir hversu mikil þörf er fyrir
starfsemi sem þessa.
Starfsemin er að hluta til rekin
af unglingunum sjálfum og sjá
þeir um sjoppuna, vídeóið, leiki
og annað sem boðið er upp á.
Félagsmiðstöðin er í vesturálmu
skólans, að hluta til í kennslu-
stofum, og setur það starfseminni
vissar skorður.
Opið hús er á mánudagskvöld-
um milli kl. 19.30 og 22.30. Hug-
myndin er að hafa einnig opið á
miðvikudögum eftir áramót.
Sjáumst öll hress. Starfsfólk.
HOTEL KEA
Hótel KEA í samvinnu við Skotveiði-
félag Eyjafjarðar halda sitt árlega
Villibráðarkvöld
næstkomandi laugardagskvöld
og hefst borðhald kl. 20.00.
Veislustjóri: Gestur Einar Jónasson.
★
Kristján Guðmundsson leikur fyrir matargesti.
Hljómsveitin Styrming
frá Sauðárkróki leikur fyrir dansi