Dagur - 24.11.1989, Blaðsíða 2

Dagur - 24.11.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 24. nóvember 1989 fréttir F Hagnaður fyrirtækja sem hlutfall af veltu: Akureyrarhöfii langefst norðlenskra fyrirtækja - eiginfjárhlutfall Akureyrarhafnar einnig mjög gott Akureyrarhöfn er hvergi aö finna á lista Frjálsrar verslunar yfir stærstu fyrirtæki landsins en þegar fyrirtæki eru flokkuð eftir hagnaði sem hlutfalli af veltu er höfnin hins vegar ofar- lega á blaði, eða í 10. sæti. Hagnaður Akureyrarhafnar á árinu 1988 nam 20,8% af veltu. ÁTVR er langefst á þessum lista með hagnað upp á 54,6% af veltu, en síðan koma Viðlagatrygging íslands, íslensk getspá, Fríhöfnin, Kaupþing, Hitaveita Suður- nesja, VISA-ísland, Hitaveita Reykjavíkur og Lánastofnun sparisjóðanna. Akureyrarhöfn er einnig ofar- lega á lista yfir eiginfjárhlutfall fyrirtækja. Þar eru fyrirtæki Reykjavíkurborgar mest áber- andi með eiginfjárhlutfall allt upp í 100, þ.e. skuldlaus með öllu, en Rafveita Akureyrar kemur sér fyrir í 8. sæti með eig- infjárhlutfallið 96 og Akureyrar- höfn er í 14. sæti með 86. Rafveitan og Akureyrarhöfn eru líka ofarlega á lista yfir veltu- fjárhlutfall fyrirtækja og eru ásamt Kísiliðjunni einu fyrirtæk- Heildaraflinn til októberloka: Samdrátturiim á Norðurlandi er fimmfalt landsmeðaltal í lok október var heildarafli landsmanna orðinn 1.218.400 tonn á móti 1.298.700 tonnum Akureyrarbær: Tíu mánaða reikningsyfir- lit lagt fram Á fundi Bæjarráðs Akureyrar 16. nóvember var lagt fram reikningsyfirlit, þ.e. rekstrar- og framkvæmdayfirlit bæjar- sjóðs eins og það var 31. októ- ber. Sigurður J. Sigurðsson, forseti Bæjarstjórnar Akureyrar, segir í þessu sambandi að rekstur bæjar- ins sé á því róli sem fjárhagsáætl- unin gerði ráð fyrir, í langflestum tilvikum. „Segja má að fjárhags- staðan sé viðunandi og í samræmi við það sem áætlað var. Hvað endanlega kemur í ljós um ára- mót er ekki hægt að segja til um á þessu stigi, en ekkert bendir til annars en að allt sé í böndum. Það eru að vísu nokkrir þættir sem við vissum um síðari hluta vetrar og gerðum þá ráðstafanir gagnvart, og fjárhagsáætlun var breytt til að laga hana gagnvart þeim liðum, en að öðru leyti er þetta nokkurn veginn í böndum. Ekki er annað urn þetta að segja en að bæði tekju- og gjalda- liðirnir virðast standast," sagði Sigurður. EHB í fyrra. Þetta er 6,5% sam- dráttur milli ára. Loðnuaflinn er rúmum 50 þúsund tonnum minni, þorskaflinn 17.000 tonnum minni, karfaaflinn 8.300 tonnum, síldaraflinn 7.700 tonnum og rækjuaflinn 4.400 tonnum minni. Grálúðu- afli hefur hins vegar aukist um 11.300 tonn, ýsuafli um 2.500 tonn og ufsaafli um 1.500 tonn. Heildaraflasamdrátturinn er um 80.000 tonn og er hann hlut- fallslega mestur á Norðurlandi. Þar voru komin 200.285 tonn að landi í lok október á móti 267.684 tonnum á sama tíma í fyrra. Þetta er33,5% samdráttur, eða fimmfalt landsmeðaltal. Verulegur samdráttur er einnig á Austfjörðum, 334.241 tonn á móti 384.993 tonnum. Á hinn bóginn hefur afli aukist nokkuð á Suðurlandi og Vestur- landi og verulega á Reykjanesi. Eilítill samdráttur er á Vestfjörð- um og svipað aflamagn hefur far- ið til löndunar erlendis og í fyrra. Skemmst er frá því að segja að þennan mikla samdrátt á Norðurlandi er að finna í nær öll- um tegundum. Þó hefur ívið meira af ýsu, ufsa og hörpudiski borist á land miðað við sama tímabil í fyrra. Togararnir hafa veitt 87.115 tonn á móti 94.238 tonnum og bátarnir 106.673 tonn á móti 167.721. Hins vegar hefur afli smábáta á Norðurlandi aukist nokkuð, er nú 6.497 tonn en var 5.725 tonn í lok október á síðasta ári. SS in á Norðurlandi sem komast meðal 30 efstu fyrirtækja á þess- um lista. Kísiliðjan kemur reynd- ar mjög vel út og er í 4. sæti. Akureyrarhöfn hefur staðið í miklum framkvæmdum á þessu ári og má benda á yfirlit Guð- mundar Sigurbjörnssonar, hafn- arstjóra, í fréttabréfi Akureyrar- bæjar. Þar kemur m.a. fram að steyptur var 210 metra langur kantur ofan á stálþilið í nýju fiskihöfninni og byggð 4 lítil hús á uppfyllingunni og verður komið fyrir ljósamöstrum á þeim. í hús- unum verður einnig aðstaða fyrir afgreiðslu á rafmagni og vatni til skipa, tengingar fyrir snjóbræðslu- kerfi og tenglar fyrir frystigáma. „Lagðar voru vatns- og raf- lagnir í jörð, en alls eru 6 vatns- brunnar og 3 rafmagnsbrunnar við kantinn. Snjóbræðslukerfi verður lagt í 10 metra breitt svæði meðfranj viðlegukantinum, sem er um 180 metra langur. Síð- an verður steypt yfirborð á 15 metra breiðu svæði innan kantsins, alls um 2700 fermetrar. Stigar eru með 15 metra milli- bili utan á stálþilinu og verða þeir upplýstir. Pessi lýsing ásamt snjóbræðslukerfinu er hvort tveggja nýjung í hafnargerð hér á Akureyri,“ segir í Bæjarpóstin- um, fréttabréfi Akureyrarbæjar. SS Akureyri: Viðræður viö ráðimeytið um rekstur íþróttamannvirkja „Það liggur ekki Ijóst fyrir að hve miklu leyti ríkið er tilbúið1 Húsbyggingar aldraðra við Víðilund: Unnið við þakið á síðara fjölbýlishúsinu Staða framkvæmda við síðara fjölbýlishúsið sem byggt er á vegum aldraðra við Víðilund á Akureyri er þokkaleg, að sögn Magnúsar Garðarssonar, bygg- ingaeftirlitsmanns. Nú er verið að vinna við þak hússins og Höepfner KEA, Hafnarstræti 20. Halló — Halló Nú eru jólatilboðin byrjuð á bökunarvörum, ávöxtum og vörum frá K. Jónssyni. Það er gott að versla í lítilli búð. Næg bílastæði. KEA Hafnarstræti 20 uppsteypu er lokið. „Húsið er mjög nálægt því að vera á áætlun,“ segir Magnús. Um þetta leyti í fyrra var Híbýli hf. í svipuðunt sporum með fyrra húsið, en eftir að þeir fóru af stað með gipspússningu kom tímabil sem lítið virtist gerast, að sögn Magnúsar, og tafðist verkið nokkuð. Magnús segir að Fjölnismenn, verktakarnir að síðara húsinu, hafi fengið slæmt vor í ár og tafist um tíma, en starfsmenn lögðu á sig mikla aukavinnu og náðu að vinna upp tafirnar. Vel hefur gengið að selja íbúð- ir í húsinu, og eru þær allar farn- ar ef tvær eða þrjár eru undan- skildar. EHB til að samþykkja íþróttahöllina á Akureyri sem skólamann- virki. Hún er mun stærri en kröfur eru gerðar til íþrótta- iðkana nemenda,“ segir Val- garður Baldvinsson, bæjarrit- ari á Akureyri, en nú standa yfír samningaviðræður milli Akureyrarbæjar og fjármála- ráðuneytisins um hlut ríkis og bæjarins í rekstri íþróttahallar- innar og sundlaugar í Glerár- hverfi. Valgarður segir að ekki liggi fyrir nein ákveðin hlutfallsskipt- ing ríkis og Akureyrarbæjar í rekstri íþróttahallarinnar og því sé áhersla lögð á það nú að koma henni á hreint. „Ríkið hefur veitt á fjárlögum hvers árs ákveðinni upphæð til íþróttahallarinnar án þess að gengið hafi verið frá endanlegri skiptingu,“ segir Val- garður. Auk íþróttahallarinnar er ver- ið að semja um hlut ríkis og Akureyrarbæjar í rekstri sund- laugar í Glerárhverfi. Valgarður segir að þeir samningar séu ekki í höfn en vonir standi til að úr ræt- ist á næstunni. óþh Höldur sf. Arctic vélsleðasýning Á laugardag og sunnudag verður vélsleðasýning í sýningarsal Hölds sf. við Tryggvabraut á Akureyri, og einnig útimarkaður með vélsleða og vélsleðavörur. Sýndar verða 1990 árgerðir af Arctic Cat vélsleðum milli kl. 13.00 og 18.00 báða dagana. Aðstandendur sýningarinnar hvetja alla vélsleðaáhugamenn um að koma og kynna sér það nýjasta frá Arctic, en fyrirtækið nýtur nú mestu söluaukningar allra vélsleða á markaðnum. Á útimarkaðnum verða seldir notaðir sleðar, kerrur o.fl. og geta eigendur komið með tæki sín og látið skrá þau til sölu á sýn- ingarsvæðinu við Tryggvabraut. Siglufjörður: Bæjarmála- punktar ■ Öm Orri Einarsson yfir- Iæknir, hefur sent bæjarráði bréf, þar sem kvartað er yfir mikilli og hættulegri mengun frá sorpbrennsluþró bæjarins. Með bréfinu fylgja undir- skriftalistar margra íbúa í norðurhluta bæjarins þar sem þess er krafist að sorpbrennsl- unni verði fundinn annar staður, „svo að okkur sjálfum og börnum okkar stafi ekki hætta af sorpbrennslu hér lengur." ■ Iþróttafélagið Snerpa hefur skorað á bæjarstjórn og bæjar- stjóra Siglufjarðar til keppni í boccía á jólamóti Snerpu 2. desember n.k. og hefur bæjarráð samþykkt að taka þessari áskorun. ■ Bæjarráði hefur borist bréf frá Háskólanum á Akureyri, undirritað af Haraldi Bessa- syni, þar sem óskað er eftir að bæjaryfirvöld lýsi yfir stuðn- ingi við rekstur skólans, „við þingmenn, ráðherra og aðra þá sem þessa stundina fjalla um andlegt og veraldlegt gengi íslensku þjóðarinnar." ■ Fcrlinefnd fatlaðra kom á fund bæjarráðs nýlega, ásamt Carli Brand frá samstarfs- nefnd um ferlimál fatlaðra á vegum Félagsmálaráðuneytis- ins. Carl fór m.a. yfir lög og reglugerðir um eftirlits- og framkvæmdaskyldu bæjaryfir- valda í þessum málefnum og sýndi margar myndskyggnur máli sínu til stuðnings. Þar voru m.a. myndirfrá Siglufirði sem sýndu ýmislegt sem er ábótavant fyrir aðgengi fatl- aðra. Bæjarráð samþykkti að tilnefndir yrðu varafulltrúar í ferlinefnd fatlaðra á Siglufirði, þar af þrír kosnir af bæjar- stjórn. ■ Á fundi bæjarráðs nýlega, var lagður fram samstarfs- samningur milli bæjarstjórans og Félags áhugamanna um minjasafn á Siglufirði. ■ Bæjarráð samþykkti nýlega að verða við óskum sent lágu fyrir um 2 byggingarlóðir. Onnur var frá Jóni Dýrfjörð v/fiskverkunar við Vestur- tanga 6 en hin frá Vélaleigunni Bás sf. v/iðnaðarhúsnæðis við Egilstanga 1. ■ Á fundi skólanefndar fyrir skömmu, var skýrt frá gjöf til Grunnskólans, sem Lionessu- klúbbur Siglufjarðar afhenti í byrjun skólastarfs í haust. Um var að ræða gólfsessur til nota fyrir yngstu nemendur skólans í upphafi náms og skólagöngu. ■ Á sama fundi var Vigfús Þór Árnason kvaddur sérstak- lega en hann hefur setið í skólanefnd í 13 ár en er horf- inn til nýrra verkefna í Reykja- vík. Einnig þakkaði skóla- stjóri Grunnskólans þeim hjónum Vigfúsi Þór og Elínu konu hans, fyrir störf þeirra í þágu Grunnskóla Siglufjarðar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.