Dagur - 08.12.1989, Blaðsíða 10

Dagur - 08.12.1989, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Föstudagur 8. desember 1989 jpumin^ikunna^Jg^ Um jól eru flestir vanir að veita sér ýmis veraldleg gæði, hverra þeirra vildir þú síst þurfa að vera án? Spurt á Húsavík „Samstarfið við viðmælendur mína öllu öðru ánægjulegra“ - segir Erlingur Davíðsson, en um þessar mundir er að koma út 18. og síðasta bók hans í bókaflokknum „Aldnir hafa orðið“ Viðar Baldvinsson: Ég get ekki svarað því hvers ég vildi síst vera án, það er svo margt Sem maður er orðinn vanur að veita sér. Ég vildi ekki vera án hangikjöts og laufa- brauðs og ekki sleppa jólatrénu heldur. Það eru líka forréttindi að geta verið heima hjá sér um jólin. Friðrika Jónasdóttir: Ég hef alltaf haft allt af öllu, þannig séð. Ég mundi sakna þess mest að geta ekki verið með fjölskyldunni. Gísli Halldórsson: Ég mundi mest sakna hátíð- legrar stundar með fjölskyld- unni við jólaborðið. Við höfum alltaf verið með London lamb í matinn á aðfangadagskvöld og þessa jólaborðhalds mundi ég sakna, og einnig stundarinnar við jólatréð með konu og börnum. Kristbjörg Jónsdóttir: Ég hugsa minna um veraldleg gæði, en óska að fjölskyldan sé heilbrigð og ánægja ríki. Mér finnst mikilvægast að fjölskyld- an geti verið saman á jólum. Árni Halldórsson: Þetta er býsna harðsnúin spurning. Ef ég hefði verið spurður þessarar spurningar hér áður fyrr hefði ég eflaust svarað stutt og laggott: „Jóla- maturinn“, en nú er þetta öðru- vísi, meiri fjölbreytni ( mat allt árið svo tilhlökkunin er ekki eins mikil á því sviði. Þar sem ég hef alltaf verið við fjárbúskap hefur alltaf verið nóg að gera um jólin, þá er lagður grundvöllur að llfs- afkomunni og ekki síður að vor- boðunum sem eru lömbin. Meðal bóka, sem Degi hefur borist til umsagnar er Aidnir hafa orðið, átjánda bindi. Höfundur er Erlingur Davíðs- son en útgefandi Skjaidborg hf. Þessi nýja bók þessa bóka- flokks er 365 blaðsíður aðj stærð, í sama broti og á sama veg upp sett og allar fyrri bækurnar í flokknum. Höfundur og útgefandi til- kynna í bókinni, að þessi sé hin síðasta í þessum bókaflokki, sem orðinn er einstæður, bæði að umfangi og efni - í flokki bóka og bókaflokka hér á landi. Bækurnar Aldnir hafa orðið náðu strax miklum vinsældum og voru stundum í tölu þeirra bóka í jólamánuði, sem taldar voru hæstar í sölu. Eins og nafnið bendir til segja aðeins aldnir frá og sjö eru þeir talsins í hverri bók, frá fyrstu bók til hinnar síðustu. Alls eru viðmælendur Erlings í þessum bókum orðnir 126 og í síðustu bókinni þessir: Bjarni Jóhannesson skipstjóri frá Flatey, Einar Malmquist Ein- arsson fyrrum útgerðarmaður á Siglufirði, Eiríkur Björnsson bóndi og oddviti, fyrrum á Arnarfelli, Guðný Pétursdóttir hjúkrunarkona frá Borgarfirði eystra, oft kennd við Snæland í Kópavogi, bændurnir Ketill Þórisson í Baldursheimi í Mývatnssveit og Þorsteinn Guðmundsson á Skálpastöð- um og Þórður Oddsson læknir í Reykjavík. í tilefni þess, að þessum bóka- flokki er nú lokið með áður nefndri átjándu bók lögðum við nokkrar spurningar fyrir Erling Davíðsson og fer viðtalið hér á eftir: - Hver eru tildrögin að útgáfu bókanna „Aldnir hafa orðið“? „Þau voru af tveim togum spunnin. Mér þótti gaman að aldi Ásgeirssyni, hagkvæmt að prenta bækur til að tryggja rekst- urinn með auknum verkefnum. Stakk Svavar upp á því einhverju sinni, að ég skrifaði viðtalsbók fyrir hið nýja fyrirtæki, Skjaldborg. Okkur samdist um það. Þetta var nú upphafið. Síðar kom þriðji prentarinn, Björn Eiríksson, til sögunnar. Hann eignaðist Skjaldborg og er nú meðal stærstu bókaútgefanda á landinu. Rekur hann fyrirtæki sitt í Reykjavík en hefur útibú á Akureyri (í gömlu Kassagerð KEA). Nýju bókina nefndi ég Aldnir hafa orðið. s Atján sinnum ein! - Og þær áttu í upphafi ekki að verða fleiri? „Fyrirfram var aðeins rætt um eina bók í tilraunaskyni. í gamni sló einhver því fram, að eflaust væri hægt að finna efni í fleiri við- talsbækur og hlógum við að þeirri gamansemi. En sannleikurinn er sá, að fyrstu bókinni var svo vel tekið, að það þótti sjálfsagt að gefa út aðra svipaða og þannig gekk það koll af kolli.“ - Hver var svo árangurinn? „Hann varð átján bækur. Útgefandinn mun eflaust eiga svör við því, hver árangurinn hafi orðið, frá hans sjónarmiði. Hvað sjálfan mig snertir er samstarfið við viðmælendur mína, sem urðu 126 talsins, öllu öðru ánægju- legra, síðan vitundin um að „Aldnir hafa orðið“ geymi heim- ildir um þjóðhætti, atvinnulíf, ættfræði og margt fleira frá fyrri hluta tuttugustu aldar. Auk þessa hafa ritlaunin verið mér kær, einkum á síðustu árum.“ - En hvers vegna að hætta útgáfu hins vinsæla bókaflokks nú? „Við Björn ákváðum það í sumar, að láta bókaflokknum lokið með þessari átjándu bók. Ástæðan var einkum sú, að síð- asta bók seldist verr en þessar Ævi hvers og eins er sérstakt ævintýri - Hvernig valdir þú þér viðmæl- endur? „Ég lét nú tilviljunina að mestu um það, reyndi þó að hafa þá úr sem flestum landshlutum og starfsstéttum þjóðfélagsins. Vandinn er ekki sá að velja fólk, heldur að vinna úr þeim efnivið, sem manni er lagður í hendur. Ævi hvers og eins er sérstakt ævintýri og mikið frásagnarefni hversu lygnt sem yfirborðið er.“ - Undirbýrðu þig sérstaklega áður en þú tekur viðtölin? „Nei, og forðast að mynda mér skoðanir um væntanlegan við- mælanda og viðhorf hans til mála. Verður þá frásögnin hans en ekki mín. Áð sjálfsögðu ber ég fram margar spurningar á meðan á viðtali stendur, næstum óteljandi, og segulbandið geymir það allt þar til skrásetning fer fram. En þá vinn ég heillega frá- sögn upp úr þessum viðtölum og læt mínar spurningar hverfa.“ Meiri hlédrægni kvenna en karla - Vill útgefandi ekki hafa hönd í bagga með vali viðmælenda? „Fyrir kemur að hann stingur upp á viðmælendum, er tiltækir séu. Oftar leita ég álits hans á þeim, sem ég hef sjálfur fundið eða haft í huga. í því efni samdist okkur Birni Eiríkssyni vel, svo sem á öðrum sviðum útgáfu- mála.“ - Hvers vegna eru svona fáar konur í þessum bókum þínum? „Ástæðan er meiri hlédrægni kvenna en karla. Þær hafa marg- ar hafnað ósk minni um viðtöl til birtingar í „Aldnir hafa orðið“ og kann ég ekki nánari skýringu á því.“ - Ýmislegt hefur nú borið til tíðinda á meðan þú varst að skrifa allar þessar bækur? „Já, til dæmis fór ég fjórar ferðir í annað hérað til að hitta taka viötol viö eldra tolk og birta þau og ól með mér þann draum að skrifa viðtalsbækur. í öðru lagi þótti nýjum eigendum Prent- smiðju Björns Jónssonar, prent- urunum Svavari Ottesen og Har- bækur hafa að jafnaði áður selst, enda fjöldi hvers konar viðtals- bóka kominn á markaðinn. Var þá ekki sjálfsagt að láta staðar numið? Okkur kom saman um það.“ merka konu og taka við hana viðtal í „Aldnir hafa orðið“. Við sömdum góðan þátt í ágætu sam- starfi. En þegar til átti að taka og átti að fara að prenta, snéri kon- an við blaðinu, harðbannaði birt- Sala á jólatrjám hefst um helgina: Um tvö þúsund tré bíða kaupenda hjá Skógræktinni - ágóði af sölu eins trés kemur 50 plöntum í jörð Skógræktarféiag Eyfírðinga hefur sölu á jólatrjám um helg- ina, nánar tiltekiö á föstudag- inn. Eins og venjulega veröa söiumenn með aðstöðu í göngu- götunni á Akureyri, en auk þess verður opið í Gróðrarstöð- inni í Kjarnaskógi alla virka daga og helgina 16.-17. des- ember. Opnunartími verður að öðru leyti sá sami og hjá versl- unum. Að sögn Hallgríms Indriðasonar eru trén mjög góð í ár sem gefur von um góða barrheldni. Trén koma bæði frá svæðum í Eyjafjarð- arsýslu og Þingeyjarsýslum. Hallgrímur segir það alls ekki slæmt að kaupa jólatré snemma. Þessa dagana hafi veður reyndar verið þurrt og hvassviðrasamt og því væri æskilegt að hlífa trjám standi þau úti, t.d. með því að setja þau í poka svo þau þorni ekki upp. Meðferðarleiðbeiningum verð- ur dreift með trjánum og þeir sem óska fá trén pökkuð í net. Að sögn Hallgríms hefur það gef- ið mjög góða raun að láta högg- sárið á fætinum í sjóðandi vatn um stund áður en tréð er sett upp. Ef raki er að auki látinn halda sér við sárið verður barr- heldnin mun meiri. „Það voru margir sem reyndu þetta í fyrra og voru mjög ánægðir," sagði hann. Verðbólgan hefur ekki náð til jólatrjáa en verðhækkun milli ára nemur í mesta lagi um 10%. Meðal rauðgrenitré kostar í ár á bilinu 1000-1800 krónur en það er mjög svipað verð og í fyrra. „Þetta er nú munaður sem fólk veitir sér yfirleitt fyrir jólin svo salan hefur verið heldur vax- andi.“ Starfsfólk hjá Skógræktarfélagi Eyfirðinga býr sig undir að selja

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.