Dagur - 15.12.1989, Side 2
2 - DAGUR - Föstudagur 15. desember 1989
fréttir
-------------------------------------------------------
Norðaustanátt hrekur ísinn vestur með Norðurlandi:
„Þessi átt er næstbesti kosturínn núna“
- segir Þór Jakobsson á hafísdeild Veðurstofu íslands
Hafís gæti lokað siglingaleið-
inni fyrir Horn á næstu dögum
þar sem vindur hefur nú snúist
Fiskifélag íslands:
Nóvember-
aflinn rýr
Nóvemberaflinn var rýr miðað
við saina mánuð í fyrra enda
var litla loðnu að fá. Sam-
kvæmt bráðabirgðatölum
Fiskifélags íslands komu alls
138.763 tonn á land í mánuðin-
um á móti 244.872 tonnum í
nóvember 1988. Minni loðnu-
veiði skýrir nær allan þennan
mun enda veiddust ekki nema
rúm 35 þúsund tonn af loðnu
nú á móti 142.235 í sama mán-
uði í fyrra.
Þorskaflinn í nóvember var
24.181 tonn en var 28.384 tonn í
fyrra. Hins vegar veiddist 2000
tonnum meira af ýsu nú, 4000
tonnum meira af karfa, öllu
meira af rækju og nokkru meira
af grálúðu og steinbít. Veiði á
ufsa og síld er rninni í þessum
mánuði miðað við sama mánuð í
fyrra.
Öll kjördæmi sýna minni
nóvemberafla nú en í sama mán-
uði á síðasta ári. Á Norðurlandi
komu 34.488 tonn á land en afl-
inn var helmingi meiri í fyrra,
eða 69.298 tonn, sem er rúmlega
100% samdráttur. Loðnuleysið
vegur þar þyngst, 24.535 tonn á
móti 55.544 tonnum í nóvember
1988. Þá er þorskaflinn á
Norðurlandi 2.600 tonnum minni
í nóvember nú. SS
til norðaustlægrar áttar. Að
sögn Þórs Jakobssonar, veður-
fræðings á hafisdcild Veður-
stofu Islands, er ekki hætta á
að hafís geri sjómönnum í
Grímsey erfitt um vik en hins
vegar verði sjófarendur með
ströndinni á vestanverðu
Norðurlandi að fara að öllu
með gát.
Landhelgisgæslan fór í
ískönnunarflug í fyrradag og
Þannig var hafísinn fyrir Norðurlandi
á að siglingaleið fyrir Horn lokist.
kannaði hafís úti fyrir Vestfjörð-
um og Norðurlandi. í ljós kom að
ísbrúnin lá næst landi, 55 sjóml.
NV- frá Barða, 23 sjóml. N- frá
Kögri, 7 sjóml. N- frá Horni og
12 sjóml. NV- frá Grímsey. A
siglingaleið frá Straumnesi að
Horni og á Húnaflóa voru stakir
jakar sem varað er sértaklega
við, séu skip á siglingu í slæmu
skyggni og myrkri.
„Þessi vindátt er góð fyrir haf-
ísinn í heild sinni, þrátt fyrir að
erfiðleikar geti orðið á siglinga-
leiðinni fyrir Horn. Þetta gerir að
verkum að ísinn hrekst til vesturs
og suður með Grænlandi. Suð-
austanátt væri besti kosturinn
fyrir okkur ef við viljum losna við
ísinn frá landinu en við getum
sagt að þessi norðaustanátt sé
næst besti kosturinn," sagði Þór
Jakobsson í samtali við Dag.
JÓH
Verðkönmin NAN
NAN hefur að undanförnu kannað verð á kjöti sem líklegt er að verði
á jólaborðinu. Farið var í 6 verslanir að þessu sinni, KEA Hrísalundi,
Matvörumarkaðinn, Hagkaup og Svarfdælabúð á Dalvík. Einnig voru
tekin verð í KEA Nettó og Plús markaðnum en þær verslanir hafa eins
og kunnugt er aðra uppbyggingu en hinar og grundvöllur verðs þar
'annar. Það skal tekið fram að Hagkaup er með kjöt frá nokkrum aðil-
um og því geta verið fleiri verð í gangi en getið er hér. Svo kann einnig
að vera í hinum verslununum í einstaka tilfellum. í þessari verðkönnun
er ekki lagt mat á gæði vöru eða þjónustu.
Nýtt svinakjöt: KEA Matvöru- Hagkaup Svarfdæla- Hrisalundi markaóurinn búó KEA Nettó Plús markaóurinn Mism. á hæsta Mismunur og l«gsta verói %
læri m/beini lkq 517,- 486?- 514.- 517,- 31.- 6.3
lari úrbeinað Xkq 894.- 759?- 854.- 135.- 17-7
bóaur hrinqskorinn lkq 397?- 469,- 460.- 397?- 72.- 1 R . 1
K<!>tilettur Ikg 9.33 ■ - 81.0,- 842.- 933.- 933.- 797?- 136,- 17.0
lærissneiðar lkq 550.- 514 .- 521.- 556.- 495?- 61 .- 12.3
Reykt svinakjöt:
hamborqarhrvqqur m/beini lkq 1032.- 898,- 889?- 1032.- 1032 .- 898,- 143.- 16.0
hamborqarhrvuaur úrbeinaöur lkq 1640,- 1418.- 1348?- 1640.- 292.-
læri m/beini lkq 530?- 585,- 697.- 530?- .. 167.- 31.5
læri úrbeinað lka (Bavonneskinka) 795.- 798,- 695?- 795.- 795,- 798.- 103,- 14.8
kambur úrbeinaóur lkq 898,- 829?- 879.- 898,- 898.- 829?- 69.- 8.3
bóqur hrinqskorinn lkq 584 .- 460.- 584,- 405?- 179.- 44.1
Lambakjöt:
hryqqur nýr lkg 717.- 716.- 730.- 717.- 548?- 182 .- 33.2
læri nýtt lkq 760,- 805,- 823.- 768,- 616?- 207.- 33.6
læri rauðvinsleqið lkq 932.- 777?- 777?- 155.- 19.9
londonlamb úr framparti lkq 806.- 794*- 749t- 806 .- 794?-
londonlamb úr læri lkq 1070.- 794*- 749Í- 1070.- 794+-
hanqilæri m/beini lkq 784 ,- 772.- 698?- 784.- 784.- 772 .- 86.- 12.3
hangilæri úrbeinað lkg 1177,- 1168,- 979?- 1177,- 1177,- 1168,- 198.- 20.2
hanqikiöt úr framp. m/beini lka 480.- 486,- 478?- 480,- 486.- 8,- 1.6
hanqikiöt úr framp. úrb. lkq 00 00 ÞJ 1 869.- 785?- 882 ,- 882.- 869.- 97,- 1.2
hrvqqur léttreyktur lkq 530,- 529?- 659,- 530,- 530,- 618.- 130.- 24.5
Nautakiöt:
lundir lkg 2461,- 1435?- 1999,- 1858.- 1026.- 71.4
'innanlærisvöðvi lkq 1824,- 1099?- 1669.- 1200.- 725,- 65.9
Fuglakjöt:
rjúpur hamflettar 1 stk 480.- 42 5?- 55. - 12.9
rjúpur óhamflettar lstk 430?- 435,- 5,- 1 . 1
aliqæs lkg 722?- 1050.- 328.- 45.4
kalkúnn lkq 998,- 995?- 3.- 0.3
x merkir lægsta verð * ekki tekið fram hvort um frampart eða læri er að ræða
Siglufjörður;
Bæjarmála-
punktar
■ Bæjarráð hefur samþykkt
að útsvarsprósenta á árinu
1990 skuli vera í hámarki lög-
um samkvæmt, þ.e. 7,5%.
Fasteignamat rtkisins hefur
sént bæjarráði bráðabirgða-
yfirlit um heildarniðurstöðu-
tölur fasteignamats á Siglufirði
og öðrum sveitarfélögum á
Norðurlandi eins og þær koma
til með að verða í fasteigna-
skrá sem tók gildi 1. des 1989.
Heildargjaldstofn á Siglufirði
hækkar um 95,5% frá gjald-
stofni við álagningu fasteigna-
gjalda 1989.
■ Bæjarráði hefur borist bréf
frá umdæmisverkfræðingi
Vegagerðar ríkisins á Sauðár-
króki, þar sem staðfest er, í
framhaldi af fundi hans með
bæjarráði þann 20. okt. sl. að
ákveðið hafi verið að opnun-
ardagar á Siglufjarðarvegi frá
Hofsósi til Siglufjarðar verði
mánudagar. þriðjudagar og
föstudagar. Opnunardagar á
Norðurlandsvegi frá Reykja-
vík til Akureyrar eru mánu-
dagar, miðvikudagar og föstu-
dagar.
■ Bæjarráð hefur samþykkt
að bæjarstjóri skuli vera full-
trúi Siglufjarðar í samstarfs-
nefnd um uppbyggingu og
framtíðarrekstur Fjölbrauta-
skólans á Sauðárkróki og að
bæjarritari verði varamaöur.
■ Slökkviliðsstjóri sendi
bæjarráði nýlega greinargerð
yfir vinnu manna og tækja sem
látin hafi verið í té án endur-
gjalds við nýbyggingu slökkvi-
stöðvar á Siglufirði í ár, sam-
tals að fjárhæð kr. 529.750,-
Ráðið samþykkti að færa
slökkviliðsstjóra og slökkviliði
bæjarins alúðar þakkir fyrir
þetta myndarlega framlag.
■ Húsnæðisstofnun ríkisins
hefur sent bæjarráði bréf, þar
sem tilkynnt er að félags-
íbúðanefnd H.R. hafi sam-
þykkt heimild til Siglufjarðar-
kaupstaðar að selja leigu/sölu
íbúðir að Laugarvegi 37-39,
sem verkamannabústaði.
Bæjarráð samþykkti að vísa
málinu til framkvæmda hjá
stjórn verkamannabústaða.
■ Veitunefnd hefur borist
lausleg kostnaðaráætlun frá
Orkustofnun varðandi rann-
sóknarboranir í Skarðsdal
199*0.' Áætlunin gerir ráð fyrir
að kostnaður sé 7 til 9,3 millj-
ónir króna. Veitnpfnd hefur
samþykkt að fela veitustjóra
að sækja um jarðhitaleitarlán
vegna fyrirhugaðra fram-
kvæmda 1990 á grundvelli
framangreindrar áætlunar.
■ Veitunefnd hefur samþykkt
að fela veitustjóra að kaupa
tvo bíla af gerðinni „Toyota
Hilux Double Cab.“, til afnota
fyrir Rafveitu og Hitaveitu,
þar sem þær bifreiðar sem nú
eru í notkun eru úr sér
gengnar. Verð bílanna sam-
kvæmt tilboði er kr.
1.490.000.- hvor bíll og til-
heyri þeir fjárfestingum veitn-
anna á árinu 1990. Jafnframt
eru veitustjóra falið að selja
eldri bíla veitnanna fyrir hæsta
fáanlega verð, staðgreitt.