Dagur - 15.12.1989, Side 5

Dagur - 15.12.1989, Side 5
Föstudagur 15. desember 1989 - DAGUR - 5 fréffir Kjararannsóknarnefnd metur laun og launahækkanir: Launamunur kynjauna mjög greini- legur hvar í stétt sem litið er - konur í skrifstofustörfum með um 200 krónum minna á tímann en karlar við sömu störf Á 2. ársfjórðungi þessa árs hækkuðu laun landverkafólks í Alþýðusambandinu að jafnaði um 16,6% frá sama ársfjórð- ungi í fyrra. Miðað við hækkun framfærsluvísitölu á sama tímabili sem var 21%, hefur kaupmáttur minnkað um lið- lega 4%. Þetta kemur fram í nýjasta fréttabréfi Kjararann- sóknarnefndar þar sem birt er mat á launum og launahækk- unum á 2. ársfjórðungi 1989. Undanfarin ár hefur Kjara- rannsóknarnefnd sýnt fram á almenna styttingu á meðalfjölda vinnustunda fólks í fullu starfi. Á fyrsta og öðrum ársfjórðungi 1989 hefur vinnutími hins vegar aukist aftur og var rúmar 47 stundir á viku á öðrum ársfjórð- ungi 1989. Þessi lenging vinnu- tíma kemur á sama tíma og mikil umræða fer fram í samfélaginu um samdrátt í efnahagslífinu. Ef nánar er litið á niðurstöður Kjararannsóknarnefndar kemur í ljós að laun skrifstofukvenna hækkuðu hlutfallslega mest á fyrsta ársfjórðungi þessa árs mið- að við sama tímabil í fyrra. Laun þeirra hækkuðu að jafnaði um 25%, en þrátt fyrir það fá þær um 200 krónum minna á tímann en karlar í sömu störfum, en laun þeirra hækkuðu á sama tíma um 19%. Launamunur kynjanna kemur sömuleiðis berlega í ljós þegar litið er á aðrar stéttir. Verkakonur eru að jafnaði með 50 krónum minna á tímann en karlar og karlar í afgreiðslustörf- um eru með um 100 krónum meira á tímann en konur 'í sömu störfum. Þessa staðreynd má svo bera við aðra, sem er að konur í afgreiðslustörfum var sá starfs- hópur sem jók mest vinnustunda- fjölda sinn, eða um 2% að jafn- aði. í yfirliti yfir viku- og mánaðar- tekjur fólks í fullu starfi á 2. árs- fjórðungi áranna 1988 og 1989 kemur í ljós að kaupmáttur skrif- stofukvenna jókst mest eða um 3,3%. Kaupmáttur verkamanna rýrnaði hins vegar mest eða um 7,8%, næst á eftir þeim komu verkakonur með kaupmáttar- rýrnun upp á 7,5%. Við samanburð á breytingu tímakaups milli 1. og 2. ársfjórð- ungs þessa árs kemur í ljós að karlar í afgreiðslustörfum hækka mest eða um 10,7%, næstir koma skrifstofukarlar með 7,7% launa- hækkun og verkamenn með 6,4% launahækkun. Hópar karlmann eru sem sé í þremur efstu sætunum. VG Hraðahindranir á Húsavík: Hannyrðaverslunin í göngugötunni auglýsir Kínverskir jóladúkar úr straufríu efni útsaumaðir með jólarós. Hvítir bómullardúkar með handunn- inni blúndu, mjög fallegir, verð frá 840,- Áprentaðir jóladúkar, margar gerðir. Sænskir handunnir kertalampar (party Ijós). Saumakassarnir væntanlegir aftur fyrir helgi. Broderskæri í gjafakassa, smirnapúðar og vegg- stykki. Grófir púðar og borðrenningar. Útvegsmannafélag Norðurlands boðar til fundar mánudaginn 18. des. kl. 13.00 að Hótel KEA. Fundarefni: Vandi bátaútgerðar. Sveinn Hjörtur Hjartarson hagfræðingur L.Í.Ú. kem- ur á fundinn. Stjórnin. Umsögn nefnda neikvæð - tillagan ekki lögð til hliðar Tillaga, um uppsetningu hraða- hindrana á Húsavík, frá Val- gerði Gunnarsdóttur hefur fengið umsögn í Byggingar- nefnd og Umferðarnefnd. Skiptar skoðanir voru um afstöðu til tillögunnar í Bygg- inganefnd og í atkvæðagreiðslu fékk tillagan jákæða umsögn eins nefndarmanna, neikvæða umsögn þriggja, og einn tók ekki afstöðu. Umferðarnefnd var sammála um að hraða- hindranir skapi fleiri vandamál en þær leysi. Valgerður bar fram fyrirspurn um hvað um tillöguna yrði, að fengnum hinum neikvæðu umsögnum nefndanna, á fundi Bæjarstjórnar sl. þriðjudag. Bjarni Pór Einarsson, bæjar- sjtóri, sagði að tillagan hefði ekki endanlega verið lögð til ltliðar. Hann sagðist reikna með að hún yrði höfð við höndina við gerð fjárhagsáætiunar, og þá athugað með framlag til að gera tilraun með uppsetningu hraðahindrana. 1M Starfsfólk Dögunar á Sauðárkróki: Nýkomið heim frá Amsterdam Starfsfólk Dögunar á Sauðár- króki lagði land undir fót fyrr í þessum mánuði og hélt til Amsterdam í skemmtiferð. Að sögn Sigríðar Aradóttur lukk- aðist ferðin í alla staði mjög vel. Alls fór um 30 manna hópur í ferðina, en við bættust tvær stúlk- ur er út var komið. Ákveðið var í vor að fara þessa ferð og hófst þegar fjáröflun sem m.a. fólst í því að hver starfsmaður vann einn dag launalaust og runnu vinnulaunin í sameiginlegan ferðasjóð. Sigríður sagði að ein svona ferð á ári kæmi fyllilega í staðinn fyrir árshátíðir og skemmtikvöld. Hún sagði að lok- um að allir hefðu hagað sér vel og verið bænum til sóma. kj Dvalarheimili aldraðra Siglufirði: -eKKi Laugardagur kl.14:55 50. LEIKVIKA* 16. des. 1989 1 X 2 Leikur 1 Arsenal - Luton Leikur 2 Charlton - C. Palace Leikur 3 Chelsea - Liverpool Leikur 4 Coventry • Wimbledon Leikur 5 Man. Utd. - Tottenham Leikur 6 Millwall - Aston Villa Leikur 7 Norwich - Derbv Leikur 8 Sheff. Wed. - Q.P.R. Leikur 9 Oxford - Wolves Leikur 10 Portsmouth - Sunderland LeikurH Port Vale - Sheff. Utd. Leikur 12 West Ham - Oldham Símsvari hjá getraunum er 91-84590 og -84464. LUKKULÍNAN S. 991002 Tvofaídur pottur !í! Berast góðar gjafir Framkvæmdanefnd um bygg- ingu dvalarheimilis aldraðra á Siglufiröi hafa borist góðar gjafir frá félagasamtökum í bænum. En eins og komið hef- ur fram í blaðinu, voru sextán íbúðir í nýbyggingu dvalar- heimilis aldraðra, vígðar um síðustu helgi. Lionsklúbbur Siglufjarðar gaf kr. 200.000.-, upp í kaup á elda- vélum og ísskápum. Kvenfélagið Von gaf kr. 360.000,-, sem verja á til kaupa á gluggatjöldum fyrir húsið og Kvenfélag Sjúkrahúss- ins samþykkti að gefa kr. 500.000.- til dvaiarheimilisins. -KK Ódýrir myndlyklar - fáanlegir í Radíónausti Verslunin Radíónaust að Gler- árgötu 26 hefur tekið við sölu- umboði á myndlyklum frá Heimilistækjum fyrir Stöð 2 og Eyfirska sjónvarpsfélagið. Eftir að auglýstir voru einnar rása myndlyklar á um 10.000.- kr., hefur verið mikið spurt eftir þeim á Akureyri en þeir ekki fengist. Nú hefur hins vegar verið frá því gengið við Heimilistæki að Radíónaust sjái urn sölu á þessum myndlyklum og eru þeir þegar komnir í sölu hér fyrir norðan. Smásagnasamkeppni Dag? dg MEI10R — verðlaunaafhending Úrslit í smásagnasamheppni henningarsamtaha Norðlendinga og Dags verða hunngerð í Ciamla Lundi á Ahureyri í dag hl. 16.00 5verrir Páll Erlendsson, formaður dómnefndar, gerir grein fyrir niðurstöðu nefndarinnarogafhendirverðlaun. Ouðjón Pálsson leiK- ur á píanó. Menningarsamtök liorðlendinga - Dagur

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.