Dagur - 15.12.1989, Page 6
- 889 í •'ísdmsaefo
psbujsoí
6 - DAGUR - Föstudagur 15. desember 1989
Audvari 1989
Andvari, tímarit Hins íslenska
þjóðvinafélags og Bókaútgáfu
Menningarsjóðs, er kominn út.
Þetta er 114. árgangur ritsins, en
hinn 31. í nýjum flokki. Ritstjóri
er Gunnar Stefánsson.
Aðalgrein Andvara hverju
sinni er æviágrip einhvers for-
ystumanns í þjóðlífi Islendinga.
Að þessu sinni er æviágrip Þor-
björns Sigurgeirssonar, prófess-
ors, skráð af Páli Theodórssyni
eðlisfræðingi. Sveinn Skorri
Höskuldsson skrifar um Gunnar
Gunnarsson og Sigfús Daðason
um Þórberg Þórðarson og nýút-
gefin rit með æskuskrifum hans.
Gunnar Kristjánsson á grein sem
heitir „Prestar á vogarskálum" og
fjallar um nýjar ævisögur presta.
Eftir Ástráð Eysteinsson er ítar-
leg grein um þýðingar fyrr og nú,
„Af annarlegum tungum“. Tvær
greinar um ljóðlist eru í ritinu:
Gunnar Stefánsson skrifar í
tilefni af síðustu bók Jóhanns
Hjálmarssonar og Eysteinn Þor-
valdsson um Þorstein skáld
Valdimarsson.
Þá eru greinar sögulegs efnis:
Einar Pálsson á greinina „Krúna
í Kantaraborg“, þar sem athug-
uð er grein eftir Barða Guð-
mundsson um Njálu. Eysteinn
Sigurðsson gerir athugasemd við
umsögn Þóris Óskarssonar um
bók Eysteins um Bólu-Hjálmar.
Þá er birtur fyrirlestur eftir Bene-
dikt S. Benedikz um Guðbrand
Vigfússon málfræðing í Oxford
og Sigurjón Guðjónsson á grein
um Sálmabókina 1886. Þórarinn
Þórarinsson skrifar um Jónas frá
Hriflu og sköpunarár Framsókn-
arflokksins, athugasemd við
grein Helga Skúla Kjartanssonar
um það efni í ritinu fyrir tveimur
árum. Loks er ítarleg grein eftir
Hannes Jónsson um (slenska
hlutleysisstefnu, mótun hennar,
inntak og endalok.
Ljóð eru í Andvara eftir Gylfa
Gröndal, Hjört Pálsson, Berg-
lindi Gunnarsdóttur og Þórunni
Valdimarsdóttur. Ritið er 244
blaðsíður.
Umferðarráð:
Öryggisbúnaður fyrir
böm í jólapakkann
Öryggi barna í bílum er efni
bæklings sem Umferðarráð hefur
gefið út. í honum er kynnt hvaða
öryggisbúnaður er á boðstólum
fyrir börn í bílum. Sagt er með
skýrum hætti hvernig ganga eigi
frá þeim öryggisbúnaði sem til er
og hvað hentar hinum ýmsu ald-
ursflokkum barna.
„Algengt er að sjá fullorðið
fólk sitja í bílum með beltin
spennt, en börnin eru höfð laus í
aftursætinu. Sumir foreldrar virð-
ast halda að sitji börn afturí séu
þau örugg. Pad er rangt. Enginn
nýtur nauðsynlegs öryggis í bíl,
nema hann noti bílbelti eða sér-
stakan öryggisbúnað," segir í
bæklingi Umferðarráðs. Bent er
á að miklu máli skipti að fólk noti
aðeins viðurkenndan öryggisbún-
að fyrir börn í bílum. Slíkur bún-
aður hefur verið gæðaprófaður
og samkvæmt staðli sem miðaður
er við Evrópumarkað sé hann
merktur ECE 44 eða E 44. „Þess
eru mörg dæmi að barnabílstólar
séu illa, eða alls ekki, festir í bíla
og gera þar af leiðandi lítið eða
ekkert gagn. Þess eru dæmi að
fólk noti veigalitla hvíldarstóla
fyrir börn í bílum og telji þá full-
nægja öryggiskröfum. Það gera
þeir ekki og er vitað um a.m.k.
tvö slys hér á landi á þessu ári þar
sem börn köstuðust úr slíkum
stólum við árekstur.“
SBA
SÉRLEYFISBÍLAR AKUREYRAR S/F
Aknreyri - Mvvatn - Akurevri
ferðir um jól 1989
Frá Akureyri:
21/12 kl. 20.00
22/12 kl. 16.30
28/12 kl. 20.00
29/12 kl. 16.00
Frá Mývatnssveit:
22/12 kl. 08.00 og 20.00
27/12 kl. 08.00
29/12 kl. 08.00
2/1 kl. 08.00
Upplýsingar á Umferðamiðstöðinni Akureyri, sími
24442 og símsvari 24475.
Sérleyfisbílar Akureyrar.
Á morgun, laugardaginn 16. des-
ember kl. 14.00, verður opnuð
sýning á verkum Hrings Jóhann-
essonar í Myndlistarskólanum á
Akureyri í Kaupvangsstræti.
Sýning á málverkum Hrings
hefur staðið yfir í Listasafni ASI í
Reykjavík undanfarið og þegar
sýningin hefur verið hér á Ákur-
eyri verður hún sett upp á Egils-
stöðum.
Jafnframt sýningu á verkum
Hrings kemur út bók um lista-
manninn á vegum Listasafns ASÍ
og Lögbergs. í formála eftir
Björn Th. Björnsson í umræddri
bók segir m.a.:
„Ekkert væri fjær myndhugsun
Hrings en að mála jökía og fjöll í
Hringur Jóhannesson.
Myndlistarskólinn á Akureyri:
Sýning á verkum
Hrings Jóhannessonar
fjarsýn, ekki einu sinni sveitabæ
séðan neðan af vegi, hvað þá
konu setta niður á stól eða hluti
sem er raðað á borð. Til þess að
augu hans lifni til myndar þarf
hann að finna hið óvænta, en hið
óvænta er samt alltaf það venju-
lega, sem við að vísu þekkjum,
en höfum aldrei staldrað við.
Rétt eins og himinninn getur
spegiast í tærum vatnsdropa,
þannig getur og smáveröldin í
myndum Hrings vísað langt út
fyrir sjálfa sig. Örlítið mýrar-
auga, grónar götur eftir hófa-
traðk aldanna, reipi og hagldir í
bœkur
Fimm
hittast á ný
Komin er út hjá Iðunni ný og
spennandi bók eftir Enid Blyton
um félagana fimm, sem allir
þekkja. Nefnist hún Fimm hittast
á ný og segir frá æsandi ævintýr-
um þeirra Júlla, Jonna, Georg-
ínu, Önnu og Tomma í sumar-
leyfinu. I kynningu útgefanda á
bókinni segir meðal annars:
„I sumarfríinu sínu slá krakk-
arnir upp tjöldum á enginu iieima
hjá Billa, syni Hannesar prófess-
ors. En nótt eina gerast válegir
atburðir heima hjá Hannesi. Ein-
hver hefur á dularfullan hátt
komist inn í turninn og rænt dýr-
mætum skjölum uppfinninga-
mansins . . . en hver? Þjófurinn
er horfinn og nú er illt í efni.
Krakkarnir ákveða að finna
felustað fyrir þau skjöl sem eftir
eru áður en þjófurinn ræðst til
atlögu á ný. En einhver fylgist
með úr fjarska . . .
Sævar Stefánsson þýddi bók-
ina.
hlöðudyrum, biðukolla á móti
bláum himni, allt er það í senn
sjónræn lifun, uppgötvun augans,
sem og hluti lands, náttúru og
þjóðar í víðum skilningi.“
Hringur Jóhannesson er fædd-
ur að Haga í Aðaldal 1932. Hann
nam við Handíða- og myndlistar-
skólann í Reykjavík 1949-52.
Hringur hefur oft verið nefnd-
ur intimistinn í íslenskri
myndlist; myndheimur hans á sér
enga hliðstæðu. Hringur Jóhann-
esson hefur haldið tugi einkasýn-
inga og tekið þátt í fjölmörgum
samsýningum heima og erlendis.
Lífsbók
Laufeyjar
Frjálst framtak hf. hefur sent frá
sér bókina Lífsbók Laufeyjar
sem skráð er af Ragnheiði Davíðs-
dóttur blaðamanni. Fjallar bókin
um Laufeyju Jakobsdóttur sem
oft hefur verið kölluð „amman í
Grjótaþorpinu".
Laufey Jakobsdóttir á sér
merka sögu. Hún ólst upp við
erfiðar aðstæður og kröpp kjör
eins og margir aðrir íslendingar á
hennar aldri. Hún hefur tekið
virkan þátt í kvenréttindabarátt-
unni og þá ekki síður í baráttunni
í þágu lítilmagnans í þjóðfélag-
inu.
Um árabil var Laufey mikil
hjálparhella fjölmargra unglinga
í Reykjavík, þeirra er sóttu hið
svokallaða Hallærisplan og í mið-
borgina. í bókinni segir Laufey á
hispurslausan og opinskáan hátt
frá skuggahliðum þessa þáttar
mannlífsins í Reykjavík. Þótt sú
frásögn sé ófögur mun hún ekki
láta neinn ósnortinn og vafalaust
opna augu margra fyrir þeim að-
stæðum er margir unglingar búa
við eða skapa sér sjálfir.
Lífsbók Laufeyjar er 185 blað-
síður auk 16 síðna myndaarkar.
Sprengingin
okkar
Hjá Iðunni er komin út ný,
spennandi unglingasaga eftir
norska rithöfundinn Jonn Mich-
elet, og nefnist hún Sprengingin
okkar. í sögunni er gamni og
alvöru fléttað saman á óvenju-
legu sögusviði, því að hér segir
frá hvítri fjölskyldu búsettri í
Nú gefst okkur gott tækifæri til
að njóta hinna litríku og einstöku
málverka Hrings Jóhannessonar.
Aðgangur að sýningunni er
ókeypis.
Á sýningunni í Myndlistar-
skólanum á Akureyri verður hin
nýja bók Aðalsteins Ingólfssonar
um listmálarann Hring Jóhannes-
son til sölu.
Sýningin á Akureyri hefst sem
fyrr segir á morgun, 16. desem-
ber og lýkur 26. desember. Sýn-
ingin er opin virka daga kl. 16.00-
20.00 og um helgar kl. 14.00-
20.00. Lokað aðfangadag og jóla-
dag.
Afríku, sem verður reynslunni
ríkari á stuttum tíma í framandi
umhverfi. í kynningu forlagsins á
bókinni segir svo:
Það var eitthvað dularfulll á
seyði hjá nágrannanum. Hvervar
eiginlega maðurinn með fíla-
beinsstafinn? Og hvers vegna
hafði hann lífvörð? Hlutirnir
urðu stöðugt flóknari og óskiljan-
legri.
Það var heldur ekki á hverjum
degi sem við urðum vitni að
átakamiklum atburðum - og það
í næsta nágrenni við okkur.
Svo dró til tíðinda . . . með
háum hvelli! Og hvers skyldum
við þá hafa orðið vísari?“
Kristján Jóhann Jónsson þýddi
bókina.
Frændi töfra-
mannsins
Almenna bókafélagið hefur nú
gefið út sjöttu bókina um töfra-
landið Narníu eftir C. S. Lewis
og nefnist hún Frændi töfra-
mannsins. Þýðandi er sem fyrr
Kristín R. Thorlacius.
Frændi töframannsins er ævin-
týrið um dularfulla vinnustofu
Ándrésar frænda og grænu og
gulu töfrahringina hans sem
flytja leiksystkinin Pálu og Dið-
rik til áður ókunnra heima. í
hrörlegri höll í þagnarheimi
vekja þau í ógáti til lífsins Jadísi
drottningu, norn fulla af hatri og
valdagirnd. Hún slæst f för með-
þeim og veldur ýmsum vanda
þessa heims og annars. Vandinn
leysist þegar ljónið Aslan syngur
og til verður töfralandið Narnía
þar sem dýr tala, tré ganga og
epli lífsins vaxa.
Bókin Frændi töframannsins er
208 bls. að stærð.