Dagur - 15.12.1989, Side 15
Föstudagur 15. desember 1989 - DAGUR - 15
Póst- og símamálastofnunin:
Almennt gagnahólfa-
og skeytaflutningskerfi
í byrjun næsta árs mun Póst- og
símamálastofnun hefja nýja
þjónustu til tölvusamskipta fyrir
fyrirtæki og aðra notendur hins
almenna símakerfis. Þessi þjón-
usta, sem nefnd er gagnahólf og
skeytaflutningur er útbreidd er-
lendis einkum í Evrópu og
Bandaríkjunum og er gert ráð
fyrir að notkun gagnahólfa fari
ört vaxandi. Ástæðan fyrir auk-
inni notkun er að samþykktur
hefur verið alþjóðlegur staðall
(X.400) fyrir gagnahólfa- og
skeytaflutningskerfi. Þessi staðall
opnar möguleika til samskipta
milli tölva mismunandi framleið-
enda, en vandkvæði hafa verið á
slíku fram að þessu.
Gagnahólf gera þeim aðilum
kleift, sem á þurfa að halda, að
skiptast á hvers konar tölvugögn-
um án tillits til hvort þeir nota
sams konar tölvubúnað eða ekki.
Með tölvugögnum er átt við
tölvutækar upplýsingar s.s. texta,
myndir, viðskiptaskjöl eða
annað. Auk þess getur áskrifandi
gagnahólfs haft samskipti við
notendur annarra fjarskiptamiðla
t.d. sent telex, telefax og látið
prenta og bera út skeyti sín til
viðtakanda.
Þar sem gagnahólf allra landa
munu fylgja sama staðli verður
auðvelt að senda skilaboð hvert
sem er í heiminum og nánast
hverjum sem er og vegna teng-
ingar við telex og telefaxbúnað
einnig þeim sem eru ekki notend-
ur gagnahólfa.
Til að nota gagnahólf þarf ein-
göngu einkatölvu ásamt mótaldi
og samskiptahugbúnaði. Einka-
tölvan, sem er til í flestum fyrir-
tækjum getur því leyst telex af
hólmi og síðar einnig telefaxtæki.
I upphafi verður þó eingöngu
hægt að senda telefax frá kerfinu
til telefaxtækja.
Þjónusta, sem veitt er af
gagnahólfakerfum er ekki ósvip-
uð venjulegri póstþjónustu.
Sendandi vinnur „bréf“ sitt á
tölvunni, tiltekur nafn og heim-
ilisfang viðtakanda og setur bréf-
ið í gagnahólf. Kerfið flytur og
afhendir bréfið viðtakanda ásamt
nafni og heimilisfangi sendanda.
Ef sendandi óskar geta fleiri en
einn viðtakandi fengið bréfið.
Kerfinu er sama hvert innihald
bréfsins er. Því er hugsanlega
unnt að flytja í sama bréfi teikn-
ingar, stafrænt tal og uppsett við-
skiptaskjöl.
Viðtakandi skeyta þarf ekki að
tengjast kerfinu samtímis send-
anda, þar sem kerfið tekur við
skeytum og geymir eftir þörfum.
Komist skeyti af einhverjum
ástæðum ekki til skila er send-
andi látinn vita.
Gagnahólfakerfið, sem sett
verður upp hér byggir á SYST-
EM/88 tölvubúnaði frá IBM, sem
hefur mun meira rekstraröryggi
en algengt er um tölvubúnað.
Allar einingar í tölvunni eru tvö-
faldar og sama á einnig við um
vinnsluna, t.d. eru öll skeyti
skráð á sitt hvorn diskinn.
Hugbúnaðurinn er keyptur frá
breska fyrirtækinu ICL. ICL er
þekkt fyrirtæki og stendur fram-
arlega í gerð hugbúnaðar fyrir
tölvufjarskipti.
Tilkynning til sölu-
skattsgreiðenda
Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því að
gjalddagi söluskatts fyrir nóvember er 15. desember.
Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna ríkis-
sjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti.
Fjármálaráðuneytið.
egustu skemmtidagskrá fyrr og síðar -
í höfuðstað Norðurlands
Veislustjóri: Rósa Ingólfsdóttir
Hátíðarmatseðill
Ingimars Eydal leikur fyrir dansi
„Sem sagt hið besta mál“
Fögnum nýjum áratug með glæsibrag
Miðasala og borðapantanir daglega ísíma 22770
Lokað!
Vegna vörutalningar verður lager Efna-
verksmiðjunnar Sjafnar við Austursíðu
lokaður 28. og 29. des.
Gleöileg jól!
Efnaverksmiðjan
Sjöfn
Viðskiptavinir
Sanitas athugið!
Afgreidslan er opin sem hér
seglr í desember:
Mánudaga-föstudaga frá kl. 8.00-17.00.
Föstudag 22. desember frá kl. 8.00-19.00 og
Þorláksmessu frá kl. 10.00-17.00.
Sanitas hf.
Norðurgötu 57
lÍÍl framsóknarmenn ||g|
AKUREYRI
Bæjarmálafundur
verður haldinn mánudaginn 18. desember að Hafnar-
stræti 90 kl. 20.30.
Kynnt drög aö aðalskipulagi Akureyrarbæjar til ársins 2007.
Rætt um dagskrá næsta bæjarstjómarfundar. Þeir, sem sitja
í nefndum hjá Akureyrarbæ fyrir Framsóknarflokkinn, eru
eindregiö hvattir til aö mæta og einnig varamenn.
Björn Sigurðsson, Húsavík
Símar: Afgr. 42200 Verkst. 41666 Heima 41534
Húsavík - Akureyri - Húsavík
SÉRLEYFISFERÐIR:
10.12.89-07.01.90.
Frá Frá
Húsavík Akureyri
Fimmtud. 14. des. kl. 08.00 kl. 16.00
Föstud. 15. des. kl. 08.00 kl. 16.00
Laugard. 16. des. kl. 09.30 kl. 17.00
Sunnud. 17. des. kl. 19.00 kl. 21.00
Mánud. 18. des. kl. 08.00 kl. 16.00
Þriðjud. 19. des. kl. 08.00 kl. 16.00
Miðvikud. 20. des. kl. 08.00 kl. 16.00
Fimmtud. 21. des. kl. 08.00 kl. 16.00
Föstud. 22. des. kl. 08.00 kl. 16.00
Föstud. 22. des. kl. 20.00
Laugard. 23. des. kl. 09.30 kl. 16.00
Miðvikud. 27. des. kl. 08.00 kl. 16.00
Fimmtud. 28. des. kl. 20.00
Föstud. 29. des. kl. 08.00 kl. 16.00
Þriðjud. 02. jan. kl. 08.00 kl. 16.00
Miðvikud. 03. jan. kl. 19.00 kl.21.00
Fimmtud. 04. jan. kl. 08.00 kl. 16.00
Föstud. 05. jan. kl. 08.00 kl. 16.00
Sunnud. 07. jan. kl. 19.00 kl.21.00
Síðan venjuleg vetraráætlun.
AFGREIÐSLUR:
Húsavík: Björn Sigurðsson, Garðarsbraut 7, sími 96-42200
Akureyri: Umferðamiðstöðin, Hafnarstræti 82, simi 96-24442
Akureyri: Vöruafgr. Rfkisskip v/Sjávargötu, sími 96-23936
Farsímar: 985-20034 • 985-20035 • 985-20036 • 985-25730 • 985-27540
Erum flutt með skrifstofu og afgreiðslu að Garðarsbraut 7,
Húsavík, sími 42200.