Dagur - 15.12.1989, Blaðsíða 18

Dagur - 15.12.1989, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Föstudagur 15. desember 1989 bœkur eins og þið viljið hafa bað KEA hangikjötið er meðhöndlað samkvæmt norðlenskri hefð af færustu kjötiðnaðar- mönnum. KEA hangikjötið, bragðgott og ilmandi eins og þið viljið hafa það — á jólum! mm Tómas Einarsson kennari og Helgi Magnússon útgáfustóri, en myndritstjóri er Örlygur Hálf- dánarson. Hin nýja útgáfa er helguð minningu Asgeirs S. Björnssonar útgáfustjóra sem lést 20. ágúst sl., en hann lagði ásamt fyrr- greindum ritstjórum grunninn að tilurð verksins. í íslandshandbókinni er efninu skipt eftir sýslum landsins og í stafrófsröð innan þeirra. í upp- hafi hvers sýslukafla er kort af sýslunni. Á því korti eru sýndir allir vegir sem um sýsluna liggja ásamt tilheyrandi vegnúmerum. Kortið kemur að notum þegar fólk skipuleggur för sína um sýsl- una og sem vegakort eftir að haldið er af stað. í íslandshandbókinni eru um 1300 litmyndir sem ætlað er það hlutverk að draga enn frekar fram þau sérkenni sem lýst er í textanum. Aldrei áður munu jafnmargar litmyndir hafa verið birtar í einu riti hér á landi. íslandshandbókin er í tveimur bindum, alls rúmlega 1000 blað- síður. Bækurnar eru í fallegri og haganlega gerðri öskju. Fyrra bindið hefst á Reykjavík og end- ar á Norður-Þingeyjarsýslu. Seinna bindið hefst á Norður- Múlasýslu og endar hvað sýslu- lýsingar varðar á Vestmannaeyj- um, en þá taka við lýsingar á öll- um helstu hálendisleiðum og fylgir hverri þeirra sérstakt leiða- kort sem gerð hafa verið sérstak- lega fyrir verkið. Hálendis- leiðirnar eru Kjalvegur, Sprengi- sandsleið, Gæsavatnaleið, Veiði- íslands- handbókin - náttúra, saga og sérkenni Út er komið hjá Erni og Örlygi mikið rit, nýr lykill að landinu, ætlað þeim sem vilja fræðast um landið sitt, náttúru þess, sögu og sérkenni, hvort sem þeir eru heima hjá sér, á ferðalagi eða vinnustað. Ritið nefnist íslands- handbókin og ber undirtitilinn náttúra, saga og sérkenni. Efni ritsins er að nokkru sótt í hið vin- sæla rit Landið þitt ísland en uppbygging og framsetning efnis er með allt öðrum hætti. Ritstjórar ritaðs máls eru þeir vatnaleið, Landmannaleið og Fjallabaksvegur syðri. Einnig er sérstakur kafli um Vatnajökul og sérkort af honum. Að lokum er í seinna bindinu ítarleg örnefnaskrá beggja bind- anna. Skyttur á veiðislóð Út er komin hjá Iðunni bókin Skyttur á veiðislóð eftir Eggert Skúlason, fréttastjóra á dagblað- inu Tímanum, og Þór Jónsson, fyrrverandi blaðamann Tímans. í bókinni er stórbrotnum mannlýs- ingum og náttúrulýsingum fléttað saman við fjörmiklar og lifandi nir af veiðum og veiðiferð- um. Bókin flytur frásöguþætti af níu skotveiðimönnum og lýsir sérstæðri og margháttaðri lífs- reynslu sem tengist veiðum. Skotveiðimenn geta eflaust lært margt af þeim reyndu veiði- mönnum sem hér hafa orðið. f bókinni veita þeir innsýn í þær veiðiaðferðir sem þeir beita og útskýra hvernig þeir fara að við veiðarnar. Þeir veiðimenn sem segja frá í bókinni eru: Ari Albertsson, sjómaður í Ólafsfirði, Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2 í Reykjavík, Sverrir Scheving Thorsteinsson, jarðfræðingur Reykjavík, Magnús Kristjáns- son, skrifstofustjóri Vík í Mýrdal, Sverrir Hermannsson, bankastjóri Reykjavík, Markús Stefánsson, skrifstofumaður Reykjavík, Karl H. Bridde, bakarameistari Reykjavík, Snorri H. Jóhannesson, bóndi Augastöðum Hálsahreppi og Sól- mundur T. Einarsson, fiski- fræðingur Reykjavík. Snorri á Húsafelli Hjá Almenna bókafélaginu er komin út bókin Snorri á Húsa- felli, Saga frá 18. öld, eftir Þór- unni Valdimarsdóttur. í þessari bók hefur Þórunn lagt í þriggja alda ferð aftur í tímann til að rannsaka og túlka sögulegar heimildir. Textinn opnar dyr inn í öld sem lá í landi fyrir u.þ.b. 250 árum. Misjafnt litróf mannlífsins verður sýnilegt. Líf Snorra Björnssonar varpar ljósi á magn- aða þætti á skeiði sem hefur verið álitið tímabil endalausra harð- inda og niðurlægingar. Kringum Snorra eru miklar heimildir þar sem hann er embættismaður, rímnaskáld og sálmaskáld, höfundur fyrsta leikrits á íslensku, náttúrufræðingur, áhugamaður um hið yfirnáttúru- lega og þjóðsagnapersóna. Við fylgjumst með Snorra vaxa upp, frá því fjandinn er særður úr honum dagsgömlum í Mela- kirkju. Sem í skáldsögu horfir höfundur þessa verks, Þórunn Valdimarsdóttir, í gegnum sjón- pípu heimildanna. Hún lýsir því hvernig fólkið sér stórtíðindi aldarinnar, í stað þess að greina frá þeim úr kaldri og yfirvegaðri sögulegri fjarlægð. Þórunn Valdimarsdóttir er einn virkasti ungur sagnfræðing- ur okkar. í þessu verki fer hún ótroðnar slóðir, tengir þekkingu sína og fræðilegan metnað frá- sagnargáfu og skáldlegu innsæi. Getraunanúmer KA er Getraunanúmer Þórs er

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.