Dagur - 06.01.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 06.01.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 6. janúar 1990 fréttir Þingsályktunartillaga um sameiningu sveitabýla: leiklist Vetraríþróttahátíð ÍSÍ 1990: • •• • • • / * Á nýársdag voru tvö kynntngarspjöld er minna á Vetraríþróttahátíð ÍSÍ 1990, afhjúpuð á Akureyri. Annað spjaldið stendur á gatnamótum Hörgárbrautar og Hlíðarbrautar og hitt austan við Ieikhúsið. Kl. 15.30 hljóp ungt skíða- og skautafólk með logandi kyndla frá spjaldinu við Hörgárbraut inn að spjaldinu austan leikhússins og stóð þar heiöursvörð. Forseti bæjarstjórnar Akureyrar, Siguröur J. Sig- urðsson ílutti ávarp og Hjálparsveit skáta var með flugeldasýningu. „Sameining skilar árangri þegar upp er staðið“ „Ég er viss um að hjá mörgum mætti sameina bú til hag- ræðingar í rekstrinum. Þetta skilar árangri þegar upp er staðið,“ segir Benedikt Hjalta- son á Hrafnagili í Eyjafirði um - segir Benedikt Hjaltason hjá Þristi í Eyjafirði þingsályktunartillögu Ásgeirs Hannesar Eiríkssonar, þing- manns Borgaraflokks, þess efnis að Alþingi feli landbún- aðarráðherra að kanna hvort hagræða megi í landbúnaði með því að sameina sveitabýli í búrekstri. Ásgeir Hannes segir í greinar- gerð með tillögu sinni að atvinnu- rekendur reyni nú í flestum greinum atvinnulífsins að leita ! leiða til sameiningar með hagræð- ingu í huga. Því sé vert að láta kanna á hvern hátt slíkri samein- ingu verði best komið á í bú- rekstri. Ásgeir Hannes tekur sem dæmi sameiningu þriggja búa í Eyjafirði sl. sumar, þ.e. Kropps, Hrafnagils og Merkigils, þar sem ábúendur á Kroppi og Hrafnagili sameinuðu rekstur sinn á jörð- inni Merkigili sem þeir keyptu með vélum og áhöfn. Nýja búið fékk síðan nafnið Þristur. „Þetta er erfitt fyrst af því að við erum að kaupa eina jörðina en að öðru leyti er þetta mjög gott. Auk þess þarf minni mann- skap við þetta eftir sameiningu en áður,“ segir Benedikt. í lok greinargerðar sinnar legg- ur Ásgeir Hannes til að kannað verði hvort ekki sé rétt að veita fé af greiðslum landbúnaðarins, sem annars færu til annarra verk- efna, til sameiningar búa. „Auk- in hagræðing mundi bæta bænd- um strax allan hugsanlega tekju- missi,“ segir Ásgeir Hannes. JÓH Stressuðum einstaklingum Qölgar: Atvimmrekendur og há- skólamenntaðir verstir - eldri húsmæður kvarta minnst Um afleiðingar vinnustreitu er það að segja, að þeir Sem af henni þjást, leita meira til lækna vegna magasára og bakverkja og þeir kvarta meira um þreytu og höfuðverk en aðrir. Þessir aðilar eru sömuleiðis meira frá vinnu vegna veikinda og vinna mikla aukavinnu. í riti landlæknis er reynt að leita svara við hvað til ráða er gegn þessu vandamáli. Bent er á að leggja megin áherslu á önnur gildi en efnahagsleg í uppeldi og skólastarfi, auðvelda ungu fólki að eignast þak yfir höfuðið og draga úr kostnaði við helstu lífs- nauðsynjar. Þá ættu þeir sem bet- ur búa að hugleiða það, að unnt er að öðlast ágæta lífsfyllingu án þess að skipta um bifreið á 2ja- 3ja ára fresti eða endurnýja eld- húsinnréttinguna á 10 ára fresti. VG Laugardaginn 16. desember frumsýndi Leikfélag Blönduóss leikritið „Sveitasinfónía“ eftir Ragnar Arnalds, alþingismann. Þetta er annað Ieikrit Ragnars Arnalds. Fyrra verkið er „Upp- reisnin á ísafirði", sem frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu fyrir nokkr- um árum og Leikfélag Skagfirð- inga sýndi á síðasta leikári í Mið- garði í Varmahlíð. „Sveitasinfónía" er gamanleik- ur. Ragnar Arnalds á greinilega létt með að skrifa lipran og smell- inn samræðutexta. Einnig hefur honum tekist að skapa persónur, sem hafa sín ákveðnu sérkenni - reyndar nokkuð stöðluð á köfl- um, en þó greinileg og eftir- minnileg. Um „Sveitasinfóníuna" sagði höfundur í blaðaviðtali: „Ég held að gamanleikrit, sem er bara grín, verði ekkert skemmtilegt. Alvara lífsins verður að fylgja með.“ Einnig þvertók hann fyrir það í sama blaðaviðtali, að per- sónur eða atburðir verksins ættu sér fyrirmyndir í raunveruleikan- um. Þrátt fyrir þetta fer ekki hjá því, að fram í huga áhorfandans komi atburðir og persónur sam- tíðar okkar, sem óneitanlega minna á sig á sviðinu. Þar virðist - hvað sem höfundur hefur ætlað sér - vera höfðað til ýmislegs, sem sannarlega hefur gerst. Þessi samsvörun gefur verkinu það, sem höfundur vill ná: Alvöru lífsins; kunnuglegar kringum- stæður og persónur, sem settar eru fram í skoplegu ljósi. Leikstjóri uppsetningar Leik- félags Blönduóss á „Sveitasin- fóníunni“ er Þórhallur Sigurðs- son. Þórhallur setti verkið einnig upp hjá Leikfélagi Reykjavíkur, þegar það fyrst kom á fjalirnar. Uppsetning Þórhalls á Blöndu- ósi er oftast prýðilega lipurleg. Sérstaklega ganga ýmsar hópsen- ur vel og ná léttum brag og jafn- vel spennu. Hinu er ekki að neita, að á stundum hefði leik- stjórinn mátt vera kröfuharðari. Einna helst er hér höfðað til inni- haldslítillar framsagnar hjá nokkrum leikendanna og klaufa- legrar sviðsframkomu, sem einn- ig bregður fyrir. Þetta lýtir þó ekki að marki heildarsvip sýning- arinnar, sem er góður. Sviðsbúnaður, lýsing og bún- ingahönnun eru öll í góðu lagi. Sviðið er einfalt. Á því er mikil brekka, sem nær þvert yfir sviðs- myndina og nýtist prýðilega til þess að gæða uppsetninguna fjöl- breytni. Sviðsmyndin er öll í hlutlausum litum, en snoturleg landslagsmynd, dregin fínlegum dráttum á skásetta hliðarfleka, lyftir henni og gefur henni hlýleg- an svip. Sviðsskiptingar felast mest í breytingum á lýsingu og því að færa til muni, bæta þeim við eða fjarlægja þá. Allt þetta gengur hnökralaust fyrir sig og er full- nægjandi. Sextán leikarar taka þátt í upp- setningu Leikfélags Blönduóss á „Sveitasinfóníunni". Þar ber hæst túlkun Sveins Kristjánsson- ar sem skapaði eftirminnilega persónu í hinum drykkfellda séra Jósefi, presti og bónda á Fossi, og leik Benedikts Blöndals Lár- ussonar, sem náði vel að túlka meinleysingjann og menningar- sinnann Alexander sýslumann. Jón Ingi Einarsson nær allgóð- um tökum á persónu Ásgeirs, hreppstjóra og oddvita í Tungu, og Helga Þorleifsdóttir er prýði- lega sannferðug í hlutverki hinn- ar umburðarlyndu og þýskættuðu Emmu. Njáll Þórðarson í hlut- verki Friðriks, lögreglumanns á Tanganum, og Kolbrún Zophon- íasdóttir í hlutverki Báru, eiga líka ágætan leik. Hið sama má Leikarar og starfsfólk ásamt leikstjóra, Þórhalli Sigurðssyni. segja um Sturlu Þórðarson, sem fer með hlutverk Björns stór- bónda, bróður séra Jósefs. Hlutverk Soffíu, systur Ásgeirs hreppstjóra og oddvita, er í höndum Sigurlaugar Þorsteins- dóttur. Sigurlaug á góða spretti - sér í lagi, þegar henni hitnar í hamsi. Hins vegar kemur fyrir, að nokkra innlifun skorti í hóg- látari köflunum. Þórður Njálsson fer með hlut- verk Örlygs, bónda á Illagili. Þórði tekst iðulega að ná þeim kæruleysis- og glaumgosablæ í fas persónunnar, sem er við hæfi. Nokkuð vantar þó á samfellu í leik Þórðar ekki síst hvað fram- sögn snertir, en hún er á stundum of sviplaus og lestrarleg. Þórður fer hér í fyrsta sinn með hlutverk á vegum Leikfélags Blönduóss. Sé það haft í huga, er frammi- staða hans í þessu stóra hlutverki góð. Þá má ekki láta ógetið Kristín- ar Guðjónsdóttur, sem fer með hlutverk Þórdísar, dóttur séra Jósefs á Fossi. Kristín skilar all- góðum leik og er skemmtilega frjálsleg og hispurslaus á sviði. í blaðaviðtali segir Ragnar Arnalds, höfundur „Sveitasin- fóníunnar", að í verkinu sé hann „auðvitað að dásama þessa þrot- lausu iðju áhugamanna, sem að vísu hafa ekkert lært til verka, en gera kraftaverk í menningarmál- um með bjartsýninni einni“. Þó að vissulega megi finna ýmsa galla á uppsetningu Leik- félags Blönduóss á „Sveitasin- fóníunni“, er hún örugglega dæmi um enn eitt „kraftaverkið“. Haukur Ágústsson. Ungt menntað fólk sem hefur mannaforráð í vinnu sinni er áberandi í hópi þeirra sem kvarta um vinnustreitu við lækna sína. Fólk sem kvartar yfir vinnustreitu reykir líka meíra en atlrir, ’þyngist, en stundar þó mun meira íþróttir og virðist hugsa meira um heilsuna en aðrir. Þetta kemur m.a. fram í riti landlæknis um streitu, vinnu og heilsu í vel- ferðarþjóðfélagi sem nýlega kom út. Niðurstöður rannsókna sýna, að þeim sem kvarta um vinnu- streitu hafi fjölgað marktækt á árunum 1967-1985, sérstaklega fólki á aldrinum 34-44 ára. Á árunum 1970-1985 tvöfaldaðist fjöldi þeirra sem kvarta undan vinnustreitu. Atvinnurekendur og háskólamenntaðir kvarta mest undan vinnustreitu, en eldri hús- mæður minnst. Leikfélag Blönduóss: Sveitasinfóma

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.