Dagur - 06.01.1990, Page 8
8 - DAGUR - Laugardagur 6. janúar 1990
Eyjólf Sverrisson ættu flestir íþróttaáhugamenn að
kannast við og líklega enn fleiri. Hann hefur gert
það gott á íþróttasviðinu undanfarin ár hvort heldur
í körfuknattleik eða knattspyrnu. Hann gerði nýlega
atvinnumannasamning við v-þýska stórliðið Stutt-
gart og heldur þangað út á morgun, sunnudag. Hann
var í vikunni valinn „Norðlendingur ársins“ eftir
harða keppni við „Knattspyrnumann ársins“ Þorvald
Örlygsson og sýnir það kannski best vinsældir hans
sem íþróttamanns. Hann lék með landsliði U-21 í
knattspyrnunni á síðasta ári og varð markahæsti
maður liðsins og annar íslendingurinn frá upphafi til
að skora fjögur mörk í einum og sama leiknum. Þá
var hann valinn í landslið íslands í körfuknattleik, en
hann gat ekki sótt æfingar sökum annríkis í knatt-
spyrnunni. Bræður hans eru einnig miklir íþrótta-
menn og náðu þeir þeim merka áfanga að leika allir
með í sama liðinu þegar Tindastóll lék í þriðju deild.
Nú fá lesendur Dags kjörið tækifæri til að kynnast
þessum dáða íþróttamanni nánar því hann er einmitt
í helgarviðtalinu að þessu sinni.
- Hvenær og hvar ertu
fæddur?
„Ég er fæddur 3. ágúst 1968 á
Hólavegi 24 á Sauðárkróki í
hjónarúminu hjá pabba og
mömmu.“
- Hverjir eru foreldrar þínir
og hvað gera þau?
„Þau eru Guðný Eyjólfsdóttir
og Sverrir Björnsson. Pabbi er
húsasmíðameistari og mamma
hefur í nægu að snúast sem hús-
móðir.“
- Ertu alinn upp hér á Krók?
„Ég er hreinræktaður Króks-
ari.“
„Wembley“ árin
minnisstæð
- Manstu eftir einhverju atviki
úr æsku sem er minnisstætt?
„Ég man alltaf eftir því þegar
við vorum á róluvellinum
skammt frá heimili mínu. Þar var
leikinn fótbolti frá morgni til
kvölds. Svo man ég líka vel eftir
„Wembley" völlunum okkar
númer eitt, tvö og þrjú. Það voru
okkur mikil vonbrigði þegar haf-
ist var handa við að byggja á
þeim.“
- Hvernig voru æskuárin?
„Ég held að þau hafi nú ekki
verið mikið frábrugðin hjá mér
Eyjólfur lætur hér ríða af bylmingsskot og andartaki síðar lá boltinn í marki andstæðinganna
miðað við hjá öðrum. Maður
reyndi fyrir sér í allskonar íþrótt-
um og var ég mikið í sundi. Petta
var yfirleitt þannig að maður var
í fótbolta frá því maður vaknaði
og þangað til sundlaugin var opn-
uð kl. fimm á daginn, þá var farið
í sund og dvalið þar þangað til
lauginni var lokað kl. níu.“
- Þú átt einhver systkini er
það ekki?
„Jú, mikil ósköp. Ég er næst-
yngstur af fimm systkinum. Ég á
þrjá bræður og eina systur."
- Hvernig var að alast upp í
svona stórri fjölskyldu?
Hörð barátta um
stöður og stæði
„Það má eiginlega segja að þetta
hafi verið „Survival of the
fittest". Pctta var mikil barátta
oft. Ég þurfti oft að láta í minni
pokann fyrir eldri systkinum
mínum. Það var barist um öll
stæði og stöður á heimilinu."
- Nú hafa foreldrar þínir ekki
verið bendlaðir mikið við íþrótt-
ir. Er ekki ráðgáta á heimilinu
hvernig þau hafa alið af sér alla
þessa íþróttamenn?
„Þau voru ekkert í íþróttun-
um. Ég held að pabbi hafi komist
næst því að stunda íþróttir þegar
hann synti í Húseyjarkvíslinni á
sínum yngri árum. En annars
held ég að maður hafi hrifist með
fjöldanum. Pað er gífurlega mik-
iíl íþróttaáhugi hérna í bænum og
svo voru eldri bræður mínir byrj-
aðir að stunda íþróttir. Og það
voru líka leikjanámskeið í gangi
sem að kyntu undir áhugann."
- Hvenær byrjaðirðu að
stunda skipulegar íþróttaæfing-
ar?
„Snemma byrjaði ég að stunda
allar æfingar sem ég mögulega
komst á, s.s. sund, fótbolta,
frjálsar, körfubolta og í rauninni
allt sem iðkað var hérna á Krókn-
um þá. Þá hafði maður nægan
tíma fyrir þetta allt en svo kom
að því að þetta fór að stangast á,
sundið á sömu tímum og fótbolt-
inn þannig að þetta gekk ekki
upp og ég valdi að lokum fótbolt-
ann á sumrin og körfuna á vet-
urna.“
Kemur aö uppgjöri
milli íþróttagreina
- Hvernig líst þér á það að
krakkar stundi körfu á veturna
og fótbolta á sumrin?
„Ég held að það sé mjög gott
að gera þetta á meðan krakkar
hafa nægan tíma. Þau halda sér í
góðri þjálfun allt árið. Þetta er
gott upp að vissum aldri, því
þetta færist alltaf nær hvort öðru
með tímanum þ.e. fótboltatíma-
bilið fer að ná inn á körfutímabil-
ið og svo öfugt og það kemur allt-
af að því að menn verða að velja
á milli, því fljótlega fara menn að
stofna fjölskyldu og þá er enginn
tími til þess að snúast í hvoru-
tveggja.“
- Éf ekki er valið á milli getur
það þá komið niður á árangri?
„Þegar ég var í þessu var ekki
mikið um fótbolta á veturna og
körfuboltinn var enginn á
sumrin. En það er aðallega, held
ég, vegna tímaskorts sem að fólk
verður að velja á milli í tæka
tíð.“
- Er eitthvað til í því að fót-
bolti byggi upp fyrir körfubolt-
ann og öfugt?
„Já ég held að megi segja það.
Allavega hér um slóðir og þá sér-
staklega ungu strákarnir, sem
geta haldið sér í góðu formi.“
- Nú hefur þú yfir miklum
stökkkrafti að ráða sem hefur
nýst þér vel í fótboltanum. Er
það vegna áhrifa frá körfuboltan-
um?
„Það er margt sem nýtist í báð-
um greinunum. Og þar nýtist
stökkkrafturinn einna best. Sér-
staklega í skallaboltana. Það er
einmitt mjög gott fyrir framherja
að búa yfir góðum stökkkrafti.
Það má segja það sama um
sprengikraftinn almennt sem þarf
í báðum þessum greinum."
- Hvort er erfiðara að spila
körfubolta eða fótboltá?
„Ég veit það eiginlega ekki. Ég
tók yfirleitt ekki þáttií undirbún-
igstímabilum fyrir hvora grein
því mótin náðu svo langt inn á
þau. En ég held að mér hafi fund-
ist erfiðara að koma :úr körfunni
yfir í fótboltann vegna þess að í
fótboltanum eru miklu lengri
sprettir sem maður þarf að taka.“
Fyrsti leikurinn meö
meistaraflokki tapaðist 7:0
- Hvað varstu gamall þegar þú
lékst þína fyrstu leiki með
meistaraflokkum í körfubolta og
fótbolta?
„Ætli ég hafi ekki verið 15 ára
þegar ég lék minn fyrsta leik í
körfunni og 16 ára í fótboltan-
um.“