Dagur - 06.01.1990, Síða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 6. janúar 1990
Fréttagetraun
deseiubermánaðar
Nú er komið að síðustu frétta-
getraun ársins 1989, getraun-
inni fyrir desembermánuð.
Astceða er til að hvetja sem
flesta til að taka þátt í þessari
fréttagetraun því ekki hefur
verið tekin ákvörðun um það
hvort við höldum leiknum
áfram á nýju ári. Spurning-
arnar eru 12 og tengjast frétt-
um Dags í desember. Svar-
möguleikar eru þrír en að-
eins eitt svar rétt. Fyllið út
svarseðilinn hér á síðunni og
sendið okkurfyrir þriðjudag-
inn 6. febrúar. Dregið verður
úr réttum lausnum og úrslit
kunngerð í helgarblaðinu 10.
febrúar.
1) „Engin reglugerð og menn
vita því ekkert í sinn haus.“
Um hvað var bæjarstjóri
Ólafsfjarðar að ræða?
(1) Reglugerð um virðisauka-
skatt og sveitarfélög.
(X) Áfengiskaup Magnúsar
Thoroddsens.
(2) Sameiningu lífeyrissjóða á
Eyj afj arðarsvæðinu.
2) Hver voru algengustu yrkis-
efnin í smásagnasamkeppni
Dags og MENOR?
(1) Ástir og örlög.
(X) Gjaldþrot og dauði.
(2) íþróttir og afreksmenn.
3) Hvaða myndlistarmaður
lýsti aðbúnaði fanga í Ijósi eig-
in reynslu?
(1) Kristinn G. Jóhannsson.
(X) Anna G. Torfadóttir.
(2) Óli G. Jóhannsson.
4) Hvaða fyrirtæki átti Snæ-
fellið og hvaða fyrirtæki keypti
það síðan í desember?
(1) Samherji hf. átti skipið uns
það var selt til Kaldbaks á Greni-
vík.
(X) Útgerðarfélag Kaupfélags
Eyfirðinga. Þorbjörn hf. í
Grindavík keypti skipið.
(2) Útgerðarfélag Kaupfélags
Eyfirðinga. Þormóður rammi á
Siglufirði keypti togarann.
5) Hvað óttast heilbrigðis-
nefnd Dalvíkur, samkvæmt
frétt Dags?
(1) Flugur, lykt, rottur og mýs frá
Böggvisstaðabúinu.
(X) Salmonellu í sviðahausum.
(2) Hneggjandi fálka í refaskál-
um á Ytra-Holti.
Þessi ungi maður sigraði í smásagnasamkeppni Dags og MENOR. En hver voru algengustu yrkisefnin í keppninni?
Viiuiingshafar í
nóvembergetraun
Vinningshafar í fréttagetraun
nóvembermánaðar eru: María
Steinmarsdóttir, Lönguhlíð 10,
Akureyri. Björn Snæbjörns-
son, Steinahlíð 3i, Akureyri.
Fjóla Rósántsdóttir, Hólum,
Öxnadal. Þau fá viðurkenn-
ingu sem sigurvegarar í frétta-
getraun nóvembermánaðar.
Rétt röð í getrauninni var
þessi:
1) X 7) 2
2) 1 8) 1
3) X 9) 1
4) 2 10) 2
5) 2 11) 1
6) X 12) X
Þátttaka í nóvemberget.raun-
inni var ágæt og viljum við þakka
þeim sem sendu inn svarseðla.
Flestir voru með öll svörin rétt og
það var því býsna vænn bunki
sem dregið var úr, en sem fyrr
eru það aðeins þrír sem fá viður-
kenningu.
6) Sveitarstjórnarmenn við
Eyjafjörð sendu iðnaðarráð-
herra tilboð. Hvernig hljóðaði
það í stuttu máli?
(1) „Ef þú lætur okkur fá álver,
Jón minn, þá skulum við sjá til
þess að þú fáir 1. sætið á lista
Alþýðuflokksins í Norðurlands-
kjördæmi eystra."
(X) „Ef þú lætur okkur fá álver,
þá erum við reiðubúnir að kosta
byggingu hafnarmannvirkja og
bera ábyrgð á rekstri hafnarinn-
ar.“
(2) „Ef þú lætur okkur fá álver,
þá munu sveitarfélögin sjá starfs-
mönnum þess fyrir hentugu hús-
næði á sanngjörnu verði.“
7) Hvaða jólagjöf sendi Gagn-
fræðaskólinn í Ólafsfirði og
hvert?
(1) Sjávarnasl til allra gagnfræða-
skóla á Norðurlandi eystra.
(X) Myndband Skúla Pálssonar
af jarðgangagerð í Ólafsfjarðar-
múla til félaga í skólum á
Norðurlöndunum.
(2) Nokkra poka af Sjávarnasli til
skóla á Norðurlöndunum,
kvennaskóla í Bretlandi og skóla
í Kanada.
8) Hvert hverfa 37 þúsund lítr-
ar af rjóma, samkvæmt frétt
Dags?
(1) Ofan í höfuðborgarbúa frá
Mjólkursamlagi KEA.
(X) Ofan í Eyfirðinga yfir jóla-
hátíðina.
(2) Ofan í svelginn vegna um-
framframleiðslu.
9) Hvað heitir plata Geir-
mundar Yaltýssonar sem sló í
gegn fyrir jólin?
(1) Látum sönginn hljóma hátt.
(X) í syngjandi sveiflu.
(2) Ég syng þennan söng.
10) Hvernig á góð skata að
vera, að áliti fisksalans Gunn-
ars Skjóldals?
(1) „Maður á að þurfa að halda
fyrir nefið þegar maður borðar
skötuna."
(X) „Skatan á að vera svo stæk
að tárin leki úr augunum þótt
maður sé í næsta herbergi.“
(2) „Þétt í sér, laus frá beinum,
með gulum blæ og fínlegu hland-
bragði.“
11) Hverjir voru útnefndir
menn ársins í atvinnulífinu?
(1) Vilhelm Þorsteinsson, Bald-
vin Þorsteinsson og Finnbogi
Baldvinsson.
(X) Kristján Vilhelmsson, Þor-
steinn Már Baldvinsson og Þor-
steinn Vilhelmsson.
(2) Jón Óttar Ragnarsson, Ólafur
H. Jónsson og Sighvatur Blön-
dahl.
12) „Ekki hægt að hafa þetta
ódýrara og varla betra.“ Hver
mælti og af hvaða tilefni?
(1) Kjötiðnaðarmaður aðspurður
um gæði svínakjötsins um þessi
jói.
(X) Jón Ottar Ragnarsson um
rekstur Stöðvar 2.
(2) Framkvæmdastjóri Sjallans
eftir að nýársfagnaði var aflýst.
Með fréttagetraun desember-
mánaðar hefur árið 1989 verið
lagt til hliðar og þakkar Dagur
lesendum sínum fyrir þátttökuna
í þessum leik sem hugsaður var
til fróðleiks og skemmtunar. SS
1. Svarseðill (1, X eða 2) 7.
2. 8.
3. 9.
4. 10.
5. 11.
6. 12.
Nafn:
Heimilisfang:
Sími:
Utanáskriftin er: Dagur - fréttagetraun,
Strandgötu 31 Pósthólf 58 602 Akureyri