Dagur - 06.01.1990, Page 16
mam
Akureyri, laugardagur 6. janúar 1990
Sauðárkrókur
95-35960
Húsavík
96-41585
Loðnumiðin:
Loksins sáu loðnusjómenn til sólar
- veiðin í fyrrinótt sjötti hluti heildarveiðinnar í vetur
í gærmorgun tilkynntu alls 13
loðnubátar um afla í fyrrinótt,
alls 8670 tonn. Veiðin á þessari
nóttu er því sjötti hluti
einu
aflans sem kominn er á land
frá því loðnuveiðarnar hófust í
haust. Ohætt er því að segja að
loðnusjómenn hafi nú loks tek-
Bæjarþing Sauðárkróks:
Um 40 ný nauðungaruppboðsmál
þingfest á síðasta ári
- þar af þrjár endanlegar sölur
Árið 1989 voru um 40 nauð-
ungaruppboðsmál þingfest hjá
bæjarþingi Sauðárkróks. Er
það svipað og verið hefur síð-
Húsavík:
Ný hótelstjóri
Þórdís Hrönn Pálsdóttir tók
við stöðu hótelstjóra á Hótel
Húsavík um áramót. Þórdís
Hrönn er Reykvíkingur, en af
húnvetnskum ættum. Hún
lauk námi í hótelstjórn frá
svissneskum skóla i desember
sl., en hefur starfað á hótelum
á sumrin og á námstímanum
þurfti hún að afla sér starfs-
reynslu við hótelstörf.
Þórdís Hrönn mun taka við
stjórn hótelsins af rekstrarnefnd
þess, en síðastliðið ár hefur
nefndin séð um reksturinn, án
þess að sérstakur hótelstjóri væri
ráðinn.
„Mér líst mjög vel á það sem
ég hef séð hér fram að þessu. En
ég er ekki alveg búin að átta mig
á öllu og það tekur sinn tíma að
kynna sér hlutina," sagði Þórdís
Hrönn, er Dagur innti hana eftir
hvernig henni litist á aðstöðuna
og hvort einhverjar nýjungar
væru á döfinni í framtíðinni. IM
Þórdís Hrönn Pálsdóttir.
Slökkvilið
Hvammstanga:
Eitt útkall í fyrra
Slökkvilið Hvammstanga var
aðeins kvatt út einu sinni á
nýliðnu ári. Þar var um að
ræða eld í bíl sem var á leið til
Akureyrar.
Bíllinn sem var sendiferðar-
bifreið eyðilagðist og farmur
hennar einnig.
Ólafur Valdimarsson slökkvi-
liðsstjóri sagði að þetta hefði ver-
ið með allra rólegustu árum sem
hann myndi eftir. Árið á undan
voru útköllin hins vegar 6 talsins.
kj
ustu þrjú ár.
Að sögn Halldórs Þ. Jónssonar
sýslumanns og bæjarfógeta voru
endanlegar sölur á uppboðum
þrjár. Af þeim var ein á fyrirtæki
í atvinnurekstri sem reyndar var
íbúðarhúsnæði líka. Halldór
sagði að endanlegar sölur vegna
nauðungaruppboða hefðu mest
farið upp í 6 á undanförnum
þremur árum. Hann sagði enn-
fremur að alltaf væru í gangi 40-
50 mál í einu á sama tíma en
endanlegar sölur ekki Iíkt því
eins margar. kj
ið gleði sína á ný eftir afspyrnu '
slæma haustvertíð. I
Þeir 13 bátar sem tilkynntu afla
í gærmorgun fóru allir til iöndun-
ar á Raufarhöfn, Þórshöfn eða
Austurlandshöfnum. Yfir 20 skip
biðu í gær eftir nóttinni og ætluðu
að freista þess að fá fullfermi,
enda flestir komnir með einvern
afla eftir nóttina. Gera má því
ráð fyrir að heildarveiðin á mið-
unum í fyrrinótt hafi verið 10-15
þúsund tonn. i
Eftirtaldir bátar tilkynntu um
afla í gærmorgun og sigla á eftir-
talda staði: Háberg 650 tonn til
Þórshafnar og Björg Jónsdóttir|
550 tonn til Þórshafnar. Óákveðn-
ir með löndunarstað voru: Örn
með 750 tonn, Gullberg með 620
tonn og ísleifur með 620 tonn. Á j
Raufarhöfn lönduðu: Keflvíking- j
jur 530 tonnum, Dagfari 520
tonnum, Þórður Jónasson 710
tonnum, Erling 100 tonnum og
Gígja 750 tonnum. Börkur land-
aði í gær 1200 tonnum á Nes-
kaupstað og Jón Kjartansson
1000 tonnum á Eskifirði. JÓH
Slappað af.
Mynd: KL
Ekki ljóst hvað Landvernd fær í kassann fyrsta „plastpokaárið“:
Mun færrí vilja haldapoka í
kjölfar gjaldtöku Landvemdar
- samdrátturinn nemur allt að 50%
„Við erum mjög hress með
fyrsta árið og að okkar dómi
hafa viðbrögð almennings ver-
ið mjög góð. Það er auðvitað
ómetanlegt að fá með þessu
móti tekjur til landgræðslu og
umhverfismála, sem óhætt er
að segja að hafi til þessa verið
fjársvelt,“ sagði Svanhildur
Skaftadóttir, framkvæmda-
stjóri Landverndar, þegar hún
var spurð um reynslu af fyrsta
tæpa árinu í sölu plastpoka til
styrktar Landvernd.
Ekki liggur fyrir hversu miklar
Uggvænleg þróun í íbúaQölda í Norður-Þingeyjarsýslu:
„Fæ ekki betur séð en að
við séum í útrýmingarhættu“
- fækkað um 301 íbúa á þessum áratug
„Þetta er uggvænleg þróun og
er verðugt umhugsunarefni
fyrir þingmennina okkar og
aðra j>á sem ráða í þjóðfélag-
inu. Eg fæ ekki betur séð en að
við séum í útrýmingarhættu,“
segir Ingunn St. Svavarsdóttir,
oddviti Presthólahrepps, um
bráðabirgðatölur Hagstofunn-
ar um mannfjölda I Norður-
Þingeyjarsýslu.
Fram kemur í tölunum að 1.
desember sl. voru íbúar í sýslunni
1467 og hafði fækkað um 53 frá
fyrra ári. Hlutfallsfækkunin nemur
3,5 prósentustigum. íbúum fækk-
ar í 6 sveitarfélögum í sýslunni,
íbúatala stendur í stað f einu og
íbúum fjölgar í einu. Mannfjöldi
var annars þessi samkvæmt
bráðabirgðatölum Hagstofunnar:
Kelduneshreppur 133 en 128 árið
1988, Öxarfjarðarhreppur 115 en
121 árið 1988, Fjallahreppur 12,
sem er sami fjöldi og 1988, Prest-
hólahreppur 263 en 271 árið
1988, Raufarhafnarhreppur 395
en 402 1988, Svalbarðshreppur
125 en 129 1988, Þórshafnar-
hreppur 374 en 404 árið 1988 og
Sauðaneshreppur 50 en 53 1988.
Ef litið er til þessa áratugar lít-
ur dæmið ekki vel út. Frá árinu
1980 til ársins 1989 fækkar íbúum
Norður-Þingeyjarsýslu um
hvorki meira né minna en 301.
Árið 1980 voru íbúar sýslunnar
1768, árið 1981 1744, árið 1982
1714, árið 1983 1745, árið 1984
1678, árið 1985 1668, árið 1986
1638, árið 1987 1574, árið 1988
1520 og árið 1989 1467.
Þessi mikla fækkun í Norður-
Þingeyjarsýslu milli áranna 1988
og 1989 svarar til að Akureyring-
um hafi fækkað um 490 íbúa,
Reykvíkingum um 3380 íbúa og
landsmönnum öllum um 8800
íbúa.
Útibú Byggðastofnunar á Ak-
ureyri vinnur nú að almennri út-
tekt á byggðaþróun og atvinnu-
málum í Norður-Þingeyjarsýslu.
Skýrslunni er ætlað að vera til
ráðgjafar og leiðbeiningar um
stefnu í byggðamálum á svæðinu.
Að sögn Valtýs Sigurbjarnarson-
ar, forstöðumanns útibúsins,
verður allt kapp Iagt á að vinna af
krafti við gerð skýrslunnar á
næstu vikum og mánuðum. Hann
sagðist ekki vilja spá um hvenær
skýrslugerðinni lyki. Jafnframt
sagðist Valtýr vona að skýrslunn-
ar biðu ekki þau örlög að rykfalla
í skrifborðsskúffum í kerfinu.
Hún verði unnin til þess að tekið
verði fullt mark á því sem þar
stendur. óþh
tekjur Landvernd fær í kassann
af plastpokagjaldinu svokallaða
frá því að það var tekið upp í
mars sl. Svanhildur segir það
ekki verða ljóst fyrr en að tveim
mánuðum liðnum, eftir að allir
hlutaðeigandi aðilar hafa lokið
uppgjöri.
Eins og fram hefur komið
gerði Landvernd samning við
Kaupmannasamtökin og kaup-
félögin um gjaldtöku fyrir plast-
poka og skyldu fimm krónur af
hverjum poka renna til Land-
verndar til uppgræðslu og ann-
iarra verkefna á sviði umhverfis-
mála. Svanhildur segist binda
vonir við að framhald verði á
plastpokagjaldinu. „Við höfum
átt mjög gott samstarf við Kaup-
mannasamtökin, Sambandsversl-
anir og aðra sem standa að samn-
ingnum,“ segir Svanhildur.
Á fundi fulltrúa kaupmanna og
Landverndar nýverið kornu fram
upplýsingar um mikinn samdrátt.
í plastpokanotkun almennings í
kjölfar gjaldtöku. Fram kom í
máli eiganda stórrar verslunar á
höfuðborgarsvæðinu að sam-
drátturinn næmi allt að 50% en
almennt telja kaupmenn að sam-
drátturinn sé á bilinu 20-30%.
„Við erum ánægð með þennan
samdrátt því að það var m.a.
markmiðið hjá okkur með gjald-
töku að fá fólk til að minnka
þessa gegndarlausu plastpoka-
notkun,“ sagði Svanhildur.
Síðar í þessum mánuði verður
auglýst eftir umsóknum um styrk
úr plastpokasjóði Landverndar
og að sögn Svanhildar er stefnt
að næstu úthlutun í mars nk. óþh