Dagur - 09.01.1990, Side 10

Dagur - 09.01.1990, Side 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 9. desember 1990 íþróttir Enska bikarkeppnin: Dagur hinna smáu í FA-bikamum - Tottenham, Forest, Luton og Wimbledon úr leik Um helgina fór fram á Eng- landi 3. umferð FA-bikarsins, en í þeirri umferð hefja liðin úr 1. og 2. deild þátttöku. Að venju var nokkuð um óvænt úrslit eins og alltaf eru í þessari keppni, þar sem leikmenn smáliðanna berjast af tvöföld- um krafti gegn sér betri og frægari leikmönnum. En þá er að renna yfir leikina 29 á laug- ardaginn. • Coventry sem varð bikar- meistari 1987 sótti 3. deildar lið Northampton heim og þar urðu óvænt úrslit. Eina mark leiksins var skorað 3 mín. fyrir Iok fyrri hálfleiks, Steve Berry skoraði fyrir Northampton eftir sendingu Bobby Barnes. Það munaði litlu að Barnes bætti öðru marki við fyrir Northampton er hann komst einn í gegn, en skot hans hafnaði í stöng. Coventry lagði allt í söl- urnar í síðari hálfleik til að jafna, en án árangurs og sigur Nort- hampton var sanngjarn. • Terry Venables stjóri Totten- ham fékk ekki sigur á afmælis- degi sínum. Lið hans tapaði heima gegn Southampton sem lék mun betur í leiknum. Jimmy Case, Matthew Le Tissier og Rod Wallace áttu mjög góðan leik hjá * Urslit FA-bikarínn, 3. umferð. Birmingham-Oldham 1:1 Blackburn-Aston Villa 2:2 Blackpool-Burnlcy 1:0 Brighton-Luton 4:1 Bristol City-Swindon 2:1 Cambridge-Darlington 0:0 Cardifl City-Q.P.R. 0:0 Charlton-Bradford 1:1 Chelsea-Crewe 1:1 Crystal Palace-Portsmouth 2:1 Exeter-Norwich 1:1 Hereford-Walsall 2:1 Huddersneld-Grimsby 3:1 Hull City-Ncwcastle 0:1 Lceds Utd.-Ipswich 0:1 Leicester-Barnsley 1:2 Manchester City-Millwall 0:0 Middlcsbrough-Everton 0:0 Northampton-Covcntry 1:0 Nottingham For.-Man. Utd. 0:1 Plymouth-Oxford 0:1 Port Vale-Derby 1:1 Reading-Sunderland 2:1 Rochdale-Whitley Bay 1:0 Shelfield Utd.-Bournemouth 2:0 Stoke City-Arsenal 0:1 Swansea-Liverpool 0:0 Torquay-West Ham 1:0 Tottenham-Southampton 1:3 Watford-Wigan 2:0 W.B.A.-Wimbledon 2:0 Wolves-SheRield Wed. 1:2 Eftirtalin lið leika saman í 4. umferð FA-bikarsins þann janúar. Hereford-Manchester Utd. 27. Manchester City/Millwall-Cam- bridge/Darlington Rochdale-Northampton Blackpool-Torquay Exeter/Norwich-Swansea/Liverpool Arsenal-Cardiff City/Q.P.R. Shefiield Utd.-Watford Sheffield Wed.-Middlesbrough/ Everton Southampton-Oxford Bristol City-Chelsea/Crewe Blackhurn/Aston Villa-Port Vale/ Derby Reading-Newcastle Barnsley-lpswich Birmingham-OIdham-Brighton Crystal Palace-Huddersficld W.B.A.-Charlton/Bradford Southampton. Le Tissier skoraði fyrsta markið á 28. mín. eftir sendingu frá Case og 4 mín. fyrir hlé opnaði Le Tissier vörn Tott- enham og Barry Horne bætti öðru marki liðsins við. Totten- ham lék mun betur í síðari hálf- leik og David Howells mirínkaði muninn með hörkuskoti, en á síðustu mín. leiksins skoraði Rod Wallace þriðja mark Southamp- ton með skalla. • 3. deildar lið Crewe náði að gera jafntefli við Chelsea á úti- velli og fær því annað tækifæri. Liðið lék mjög góða vörn með gömlu kempuna Kenny Swain sem besta mann og náði forystu í síðari hálfleik með marki Steve Walters. Chelsea sótti mjög eftir markið og náði að jafna á 76. mín., skot Kerry Dixon fór í stöng, en Steve Clarke fylgdi vel á eftir og skoraði úr frákastinu. • Torquay sem leikur í 4. deild sló West Ham úr keppninni þó sigurinn væri ósanngjarn. Eina mark leiksins kom á 77. mín. gegn gangi leiksins, Paul Smith braust þá upp kantinn án þess að varnarmönnum West Ham tækist að stöðva hann. Sending hans barst til Dean Edwards sem kiks- aði, en boltinn barst fyrir fætur hins 19 ára varnarmanns Paul Hir- ons sem þrumaði boltanum í net- ið framhjá Phil Parkes með sinni fyrstu spyrnu í leiknum. • Annað 4. deildar lið, Exeter gerði það gott gegn Norwich og liðin verða að leika að nýju eftir jafntefli. Darren Rowbotham náði forystu fyrir Exeter með því að skalla yfir Bryan Gunn í marki Norwich. En leikmenn liðsins fögnuðu markinu full lengi því Robert Fleck braust fram og jafnaði fyrir Norwich 45 sek. síðar. • Frábærum leik Blackburn og Aston Villa lauk með 2:2 jafntefli og getur Villa þakkað Nigel Spink sigurinn, en hann varði tvívegis mjög vel í lokin. Ian Olney náði forystu fyrir Villa á 14. mín., en Frank Stapleton jafnaði fyrir Blackburn á 34. mín. Eftir að David Platt hafði skotið í slá fyrir Villa náði Ian Ormondroyd forystunni að nýju eftir klukkutíma leik. Þá tóku leikmenn Blackburn við sér og á 65. mín. jafnaði Scott Sellars leikinn og liðið var óheppið að sigra ekki í lokin. • Swansea úr 3. deild gerði sér lítið fyrir og náði markalausu jafntefíi gegn bikarmeisturum Liverpool í hörkuleik og var fögnuðurinn mikill í leikslok. Liðið fékk nokkur færi í leiknum og var Keith Walker næst því að skora. En liðið getur þakkað Á sunnudag fóru fram þrír síö- ustu leikirnir í 3. umferð FA- bikarsins. Þar á meðal var stórleikur umferðarinnar, leik- ur Nottingham For. og Man- chester Utd. og var honum sjónvarpað beint á Englandi. Mikil stemmning var fyrir leik Forest og Utd., talið var að tap Utd. myndi kosta Alex Ferguson stjóra liðsins stöðu sína. Á hinn bóginn er FA-bikarinn það eina sem Brian Clough stjóra Forest hefur ekki tekist að sigra á glæsi- legum ferli sínum. En því miður markverði sínum Lee Bracey jafnteflið, hann átti stórleik og varði glæsilega frá Steve McMa- hon tvívegis og Ian Rush. Liver- pool ætti að vinna auðveldlega á Anfield, en Swansea getur hugg- að sig við að fá væna fjárfúlgu í “ kassann eftir leikina. • Darlington sem féll úr 4. deild í fyrra er eina utandeilda liðið sem enn er eftir, liðið gerði markalaust jafntefli á útivelli gegn Cam- bridge og fær því annað tækifæri. • Bakvörður Reading, Linden Jones, var í eldlínunni er lið hans sló Sunderland út. Á fyrstu mín. datt hann er hann ætlaði að senda til markvarðar síns og Gordon Armstrong náði af honum bolt- anum og skoraði. Hann bætti fyr- ir mistökin í síðari hálfleik er hann skoraði tvö mörk fyrir Reading og tryggði liðinu sigur. • Wimbledon sem sigraði í bik- arnum fyrir tveimur árum féll á útivelli fyrir W.B.A. Gary Rob- son og Kevin Bartlett skoruðu sitt markið hvor. • Leeds Utd. tapaði heima gegn Ipswich þar sem Jason Dozzell skoraði eina markið í upphafi síðari hálfleiks. • Arsenal marði sigur gegn Stoke City á útivelli eins og menn sáu í sjónvarpinu þar sem Niall Quinn skoraði sigurmarkið með skalla á 74. mfn. Sigurður Jóns- son kom inná sem varamaður hjá Arsenal í heldur slökum leik. • Nigel Gleghorn náði forystu fyrir Birmingham gegn Oldham, en Frankie Bunn jafnaði fyrir Oldham. • Cardiff City úr 3. deild náði markalausu jafntefli á heimavelli gegn Q.P.R. • Vikan var slæm hjá Luton, framkvæmdastjórinn, Ray Har- ford, rekinn og síðan steinlá liðið fyrir Brighton 4:1. Keith Dublin, Gary Nelson, Robert Codner og Alan Curbisley gerðu mörk Brighton, en eina mark Luton skoraði Danny Wilson. • 1. deildar liðin Manchester City og Millwall verða að leika að nýju eftir markalaust jafntefli. • Bristol City vann góðan sigur gegn Swindon, Bob Taylor og Rob Newman skoruðu fyrir liðið. Duncan Shearer skoraði eina mark Swindon. • Everton ætti að komast áfram, en liðið gerði 0:0 jafntefli á úti- velli gegn Middlesbrough. • Newcastle sigraði Hull City á útivelli með marki Liam O’Brien í síðari hálfleik. • Blackpool náði að knýja fram sigur gegn Burnley í lokin með eina marki leiksins. • Gay Wittingham náði forystu stóð leikurinn ekki undir þeim væntingum sem við hann voru bundnar og eitt mark dugði til að gera út um leikinn. Markið sem öllu skipti kom á 10. mín. síðari hálfleiks, Mark Hughes sendi fyr- ir mark Forest frá hægri þar sem Mark Robins kastaði sér fram og skallaði í mark Forest. Fyrri hálf- leikur var afspyrnu slakur hjá báðum liðum, en eftir markið jókst sjálfstraustið hjá Utd. og Mike Phelan lék vel á miðjunni. Forest náði aldrei þeim leik sem liðið hefur sýnt að undanförnu, en liðið fékk þó tækifæri og Jim Jim Leighton markvörður Man. Utd. sunnudaginn. fyrir Portsmouth gegn Crystal Palace, en Portsmouth sem rak stjórann John Gregory í vikunni tókst ekki að halda út. Palace náði að sigra, Andy Gray skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á síð- ustu mín., en áður hafði Geoff Thomas jafnað. • Walsall virtist hafa sigur í hendi sér gegn Hereford, en á 88. mín. jafnaði Hereford og gerði sigurmarkið á sömu mínútunni. • David Gilbert skoraði fyrst Forest Leighton í marki Utd. varði þrí- vegis mjög vel og átti stóran þátt í sigri Manchester liðsins. Þor- valdur Örlygsson lék að venju vel hjá Forest, en fór útaf er 3 mín. voru til leiksloka. Hinum leikjunum tveimur lauk báðum með 1:1 jafntefli, 2. deild- ar lið Bradford náði jafntefli á útivelli gegn Charlton og Port Vale úr 2. deild var nærri sigri á heimavelli gegn Derby, en Peter Shilton landsliðsmarkvörður Englands bjargaði liði sínu sem fær nú annað tækifæri. Þ.L.A. var leikmönnum Furest erfiður á fyrir Grimsby gegn Huddersfield, en fyrir heimamenn svöruðu Mark Smith, Craig Maskell og sjálfsmark Mark Lever. • Alan Paris kom Leicester yfir á heimavelli gegn Barnsley, en í síðari hálfleik tryggðu David Currie og Steve Lowndes Barns- ley sigurinn. • Oxford vann góðan sigur á úti- velli gegn Plymouth þar sem sigurmarkið kom undir lok leiks- ins. • Utandeilda lið Whitley Bay féll úr keppni gegn liði Rochdale úr 4. deild. Steve Johnson skor- aði sigurmarkið í síðari hálfleik. • Ian Bryson og Tony Agana tryggðu Sheffield Utd. sigur gegn Bournemouth með tveimur mörkum í fyrri hálfleik. • Watford komst áfram eftir 2:0 sigur gegn Wigan þar sem þeir Glenn Roader og Glyn Hodges skoruðu mörkin. • Wolves var óheppið að tapa fyrir Sheffield Wed., Steve Bull fór illa að ráði sínu í fyrri hálfleik er hann lét Chris Turner í marki Sheffield verja frá sér vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur. Honum tókst þó síðar að ná forystu fyrir Wolves, en Peter Shirtliff jafnaði fyrir Sheffield og á síðustu mín- útu leiksins skoraði Dalian At- kinson sigurmarkið úr víta- spyrnu. Þ.L.A. Man. Utd. lagði

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.