Dagur - 11.01.1990, Side 3
Fimmtudagur 11. janúar 1990 - DAGUR - 3
Bæjarstjórnarkosningar á Húsavík í Dagsljósinu:
Fjórir af níu fulltrúum ákveðnir í að hætta
- ekki vitað um nein sérframboð, nema hvað Bakkus er í framboði
Fulltrúar fimm lista eiga sæti í Bæjarstjorn Husavikur a þessu
kjörtímabili. Meirihluta bæjarstjórnar skipa tveir fulltrúar
Alþýðuflokks, tveir fulltrúar Framsóknarflokks og einn fulltrúi
Sjálfstæðisflokks. í minnihluta bæjarstjórnar eru þrír fulltrúar
Alþýðubandalags og óháðra og einn fulltrúi Víkverja. Sam-
kvæmt samtölum er Dagur hefur átt við alla bæjarfulltrúa verða
miklar breytingar á bæjarstjórninni eftir kosningarnar 26. maí í
vor, hvernig sem atkvæði skiptast á milli flokka, því fjórir af
níu fulltrúum segjast ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Þar er
um að ræða báða fulltrúa Framsóknarflokks, annan fulltrúa
Alþýðuflokks og fulltrúa Víkverja. Samkvæmt heimildum
Dags er ekki ákveðið um framboð nema fjögurra lista að þessu
sinni. Framboð Víkverja eða Kvennalista er ekki ákveðið og
ekki er vitað um neitt sérframboð nema þá sérframboð Bakk-
usar, en kosið verður um opnun áfengisútsölu á Húsavík sam-
hliða bæjarstjórnarkosningunum
Alþýðuflokkur
„Það hefur ekkert verið ákveðið
ennþá hvernig stillt verður upp á
listann, hvort við höfum prófkjör
eða forval. Ég hef lagt það til við
flokksfélagið að kosin verði sér-
stök uppstillingarnefnd,“ sagði
Jón Ásberg Salómonsson, að-
spurður um hvernig Alþýðu-
flokkurinn muni standa að vali á
frambjóðendum fyrir kosning-
arnar í vor. Jón Ásberg er annar
bæjarfulltrúi flokksins en hinn er
Guðrún Kristín Jóhannsdóttir.
„Hvað mig varðar hefur ekkert
Þorvaldur Vestmann
Magnússon, Sjálf-
stæðisflokki: Tala við
samstarfsmenn á und-
an fjölmiðlum.
Pálmi Pálmason, Vík-
verjum: Ljóst að ég fer
ekki fram.
verið rætt um það ennþá og ég
hef ekki ákveðið mig hvort ég gef
kost á mér á framboðslistann eða
ekki. Ég tel það alfarið flokksins
að ákveða framboðið en ekki
frambjóðendanna, svo framar-
lega sem menn gefi kost á sér.“
„Ég er alveg ákveðin í að gefa
ekki kost á mér,“ sagði Guðrún
Kristín Jóhannsdóttir. Hún sagði
að sér finndist þetta vera of mikið
starf með heimilinu og fullri
vinnu utan heimilis og hún yrði
einhversstaðar að bakka. „Þegar
manni finnst orðið að maður geri
engan hlut almennilega, þá er
þetta orðið of mikið,“ sagði
Guðrún Kristín.
Framsóknarflokkur
Komin er hreyfing á framboðs-
mál hjá framsóknarmönnum á
Húsavík og nk. laugardagsmorg-
un munu þeir funda um komandi
kosningar. Ekki er reiknað með
að gengist verði fyrir skoðana-
könnun um val á frambjóðendum
að þessu sinni, heldur að kjörin
verði uppstillingarnefnd úr full-
trúaráði félagsins, og að nefndin
gangi frá framboðslista í samráði
við stjórn.
Fulltrúar Framsóknarflokksins
í Bæjarstjórn Húsavíkur eru þau
Tryggvi Finnsson og Hjördís
Árnadóttir, en hvorugt þeirra
mun gefa kost á sér til endur-
kjörs. „Ég gef ekki kost á mér.
Ég er búinn að vera í bæjarstjórn
í átta ár, eða tvö kjörtímabil sem
aðalmaður og önnur tvö sem
næsti varamaður og ætli að það
verði ekki að telja að það sé
nóg,“ sagði Tryggvi.
„Það er alveg fastáKveðið að
ég gef ekki kost á mér,“ sagði
Hjördís. Hjördís hefur setið eitt
kjörtímabil í bæjarstjórn og seg-
ist hafa lært margt og kynnst
mörgu, en vegna ýmsra aðstæðna
henti henni ekki að gefa kost á
sér aftur.
Sjálfstæðisflokkur
Fyrir undangengnar bæjarstjórn-
arkosningar hafa sjálfstæðismenn
verið með skoðanakannanir fyrir
val frambjóðenda á lista sinn.
Farið hefur verið eftir niðurstöð-
um skoðanakannananna á svip-
aðan hátt og um prófkjör væri að
ræða, þ.e.a.s. að úrslit þeirra eru
bindandi fyrir uppstillingarnefnd-
ina, ef þátttaka nær ákveðnu
marki og frambjóðandi fær visst
prósentuhlutfall. Rætt hefur ver-
ið um að hafa þennan hátt á
áfram en ekki er búið að ákveða
hvenær skoðanakönnunin fer
fram.
Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í
bæjarstjórn er Þorvaldur Vest-
mann Magnússon sem tók við á
kjörtímabilinu af Katrínu Ey-
mundsdóttur. Aðspurður um
hvort Þorvaldur ætlaði að gefa
kost á sér til endurkjörs sagði
Kristján Ásgeirsson,
Alþýðubandalag og
óháðir: Fer eftir valkost
unum.
Valgerður Gunnarsdótt-
ir, Alþýðubandalag og
óháðir: Tilbúin að halda
áfram ef stuðnings-
menn vilja.
Örn Jóhannsson,
Alþýðubandalag og
óháðir: Samráð við
fjölskyldu og flokks-
systkini.
Hjördís Árnadóttir,
Framsóknarflokki:
Alveg fastákveðið að ég
gef ekki kost á mér.
Tryggvi Finnsson,
Framsóknarflokki: Gef
ekki kost á mér.
Jón Ásberg Salómons-
son, Alþýðuflokki: Hef
ekki ákveðið hvort ég
gef kost á mér.
Guðrún Kristín
Jóhannsdóttir, Alþýðu-
flokki: Alveg ákveðin að
gefa ekki kost á mér.
hann: „Ég hef ekki tilkynnt mín-
um samstarfsmönnum um það
neitt formlega og ætla að tala við
þá á undan fjölmiðlunum."
Alþýðubandalag
Þrír fulltrúar sitja í bæjarstjórn
fyrir Alþýðubandalagið og
óháða, sem buðu fram sameigin-
legan lista fyrir síðustu kosning-
ar, eins og gert hefur verið nokk-
ur undanfarin kjörtímabil. Bæj-
arfulltrúarnir eru Kristján
Ásgeirsson, Valgerður Gunnars-
dóttir og Örn Jóhannsson.
„Þetta er ekki komið í gang hjá
okkur en það fer að líða að því
að menn fari að huga að þeim
málum hvernig staðið verði að
þessu. Annað er ekki hægt að
segja í dag,“ sagði Kristján,
aðspurður um hvernig staðið yrði
að uppsetningu listans. Hvað sitt
framboð varðaði sagði Kristján:
„Það fer eftir því hvaða valkostir
eru í þessu, eins og gefur að
skilja.“
„Mér finnst þetta ekki bara
vera mitt mál en lít á þetta sem
mál þeirra sem styðja mig líka,“
sagði Valgerður, fulltrúi óháðra á
listanum. „í sjálfu sér er ég til
þess að gera tilbúin að halda
áfrarn því að á fyrsta kjörtímabil-
inu lærir maður heilmikið.“ Val-
gerður segir samstarfið við
Alþýðubandalagið hafa verið
tnjög gott á kjörtímabilinu og
hún sjái í sjálfu sér ekkert sem
mælti á móti að halda því áfram.
Aðspurður um hvort Örn Jó-
hannsson gæfi kost á sér til
áframhaldandi setu í bæjarstjórn
svaraði hann: „Þetta er hlutur
sem tekin verður ákvörðun um í
samráði við mína fjölskyldu og
ntín flokkssystkini.“
Víkverjar
Pálrni Pálmason, tryggingafull-
trúi situr í Bæjarstjórn Húsavík-
ur fyrir Þ-lista, lista Víkverja.
„Það er allavega ljóst að ég fer
ekki fram aftur. Hvað aðrir sem
að þessu framboði stóðu síðast
gera nú hefur ekki verið rætt, en
ef af verður verð ég ekki með í
þeirri baráttu,“ sagði Pálmi
aðspurður um framboð fyrir
kosningarnar í vor.
Pálrni sagði að markmið Vík-
verja hefði verið enn meiri
heimavarnarbarátta en mönnum
fannst vera fyrir hendi fyrir fjór-
um árum síðan, nú væri sú bar-
átta að koma frarn miklu meira
unt landið en verið hefði þá. IM