Dagur


Dagur - 16.01.1990, Qupperneq 4

Dagur - 16.01.1990, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 16. janúar 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (iþróttir), KARL JÓNSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON . DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SIMFAX: 96-27639 Framandi hugtök í eftiahagsumræðu Það hefur færst mjög í vöxt á síðari árum að framkvæma skoðanakannanir um nánast allt milli himins og jarðar. Einstaka fjölmiðlar gera eða láta gera skoðanakannanir reglu- lega, m.a. til að skapa sér fréttaefni og aug- lýsa sjálfa sig í leiðinni. Oftast er viðfangsefni slíkra skoðanakannana að mæla fylgi stjórn- málaflokka og starfandi ríkisstjórnar á hverj- um tíma. Mjög skiptar skoðanir eru um það hversu marktækar niðurstöður slíkra kann- ana eru, enda algengast að u.þ.b. helmingur aðspurðra sé óákveðinn í afstöðu sinni til málsins ellegar neiti að svara. Stöku sinnum gerist það þó að stærstur hluti aðspurðra tek- ur afdráttarlausa afstöðu. Þá er viðfangsefni skoðanakönnunarinnar líka allt annars eðlis. Niðurstöður einnar slíkrar könnunar voru birtar fyrir skemmstu og hafa vakið verð- skuldaða athygli. Þarna er um að ræða könnun sem Félags- vísindastofnun Háskóla íslands gerði fyrir viðskiptabankana meðal landsmanna á aldr- inum 18-75 ára. í könnuninni voru þátttak- endur m.a. spurðir hvort þeir vissu hvað hugtök eins og nafnvextir, raunvextir og verðtrygging þýddu. Niðurstaðan er afdrátt- arlaus: Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna, um 67%, eða tveir af hverjum þremur íslend- ingum, segist ekki skilja merkingu þessara orða. Aðeins 1% aðspurðra færðist undan að svara spurningunni. 92% aðspurðra var þess jafnframt fullviss að almenningur vissi ekki nægilega vel hvað ofangreind hugtök þýddu. Þótt þessi niðurstaða sé afdráttarlaus er hún að sama skapi ótrúleg. Ef marka má niðurstöðuna er t.d. ljóst að meirihluti sjálf- stæðra atvinnurekenda skilur ekki hugtökin verðtrygging, nafnvextir og raunvextir. Sömu sögu er að segja af þorra þeirrar kynslóðar sem hefur hvað lengsta skólagöngu að baki. Ef marka má niðurstöðuna er ennfremur ljóst að bankakerfið í heild sinni hefur brugðist. Það kerfi byggir að meira eða minna leyti á verðtryggingu fjármagns og hlýtur því að hafa skyldum að gegna við að upplýsa almenning um merkingu svo mikilvægra hug- taka á fjármagnsmarkaði. Síðast en ekki síst opinberar þessi niðurstaða, ef rétt er, alvar- lega gloppu í skólakerfinu. Það er ekki að furða þótt efnahagsumræðan í þjóðfélaginu fari fyrir ofan garð og neðan hjá meginþorra landsmanna og fjármagnskostnaður rjúki upp úr öllu valdi ef fæstir vita um hvað er ver- ið að ræða. BB. „Nauðsynlegt að endurskipu- leggja samvinnureksturinn“ - spjallað við Jóhannes Geir Sigurgeirsson um samvinnumálefni Jóhannes Geir Sigurgeirsson hefur um langt árabil tekið virkan þátt í störfum innan samvinnuhreyfingarinnar. Hann er m.a. varaformaður stjórnar KEA, og hefur vegna reynslu sinnar af samvinnu- málum ákveðnar skoðanir á skipulagsmálum og hefur bent á nauðsyn þess að breyta upp- byggingu samvinnurekstrarins. - Mikið hefur verið rætt og rit- að undanfarið um rekstrarvanda Sambandsins. Hvaða orsakir tel- ur þú vera fyrir vandanum? „Pær eru margar, en skoðun mín er sú að ein sú veigamesta sé að Sambandið hafi ekki brugðist rétt við breyttum aðstæðum undanfarin ár. Á tímum óverð- tryggðs fjármagns gekk ágætlega að reka Sambandið í því formi sem nú er gert og lántaka virkaði eins og nýtt eigið fé. Menn þurftu ekki að greiða lánið aftur nema að hluta. Við slíkar aðstæður gekk ágætlega að reka fjölþætta starfsemi í einum reikningi. Yfirsýnin tapaðist Á síðustu árum, þegar lánsfjár- magn er verðtryggt og miklar kröfur eru gerðar til ávöxtunar, koma ókostir slíks samreksturs greinilega fram. Ég tel að á ein- hverju stigi þróunarinnar hafi menn tapað yfirsýn og ekki náð að vinna sig enn frá vandanum. Ymsir aðilar innan Sambands- ins hafa áttað sig á þessu og viljað taka á vandanum með róttækum skipulagsbreytingum. í þeim hefði falist að gera hvern þátt rekstursins mun sjálfstæöari og gera þær kröfur að viðkomandi eining standi undir fjármagns- kostnaði á hverjum tíma. í þessu sambandi má minna á að fyrrver- andi stjórnarformaður Sam- bandsins, Valur Arnþórsson, hafði frumkvæði að því fyrir tveimur árum að leggja fram rót- tækar tillögur um skipulagsbreyt- ingar. Þær náðu ekki fram að ganga, því miður, og nú er svo komið að stjórn Sambandsins verður nánast að taka því sem að henni er rétt.“ Mikilvægt fyrir Sambandið að bregðast rétt við - Hefði verið unnt að koma í veg fyrir þessa stöðu mála? Jóhannes Geir Sigurgeirsson. „Alltaf er auðvelt að vera vitur eftirá, í þessum málum sem öðrum. Hitt er mikilvægast fyrir Sambandið, að bregðast rétt við nú. Vandinn er stór og fari á versta veg fyrir Sambandinu er það ekkert einkamál þess. Slíkt kemur m.a. við lánstraust okkar íslendinga erlendis. Pví finnst mér það óskiljanlegt þegar for- maður Sjálfstæðisflokksins krefst þess að ekki sé gengið frá sölu eignarhluta Sambandsins í Sam- vinnubankanum fyrr en Alþingi hefur fjallað um málið. Þarna er um að ræða blint pólitískt ofstæki og það að horft er framhjá því sem tvímælalaust er þjóðarhagur, óháð því hvar menn standa í stjórnmálum.“ - Þú minntist á nauðsyn endurskipulagningar innan Sam- bandsins. Þarf þá ekki um leið að huga að endurskipulagningu kaupfélaganna í landinu? „Þegar samvinnustarfsemin hófst var lítið urn fjármagn í þjóðfélaginu. Þá var eigið fé kaupfélaganna byggt upp gegn- um stofnsjóði þeirra og arð- greiðslur. I dag byggist allt þjóð- félagið meira og minna á fjár- magninu. Sá rekstur sem ekki á greiðan aðgang að því, bæði láns- fjármagni og nýju eigin fé, hlýtur að daga uppi. Þeirri hugmynd vex mjög fylgi að æskilegt sé að leita til fólks sem á peninga, almennings í landinu og fyrir- tækja, um að leggja þetta fé að einhverju leyti beint í rekstur í stað þess að hafa bankakerfið sem millilið. Ég hef bent á þetta sjónarmið um árabil, m.a. á aðalfundum Sambandsins. Viðbrögðin hafa verið jákvæð að sumu leyti en meirihlutinn hugsar sem svo að fyrst samvinnureksturinn hafi gengið á núverandi kerfi um ára- tugaskeið hljóti hann að geta gengið áfram.“ Upprunalegu markmiðin þurfa ekki að breytast — Myndi slík stefnubreyting ekki þýða stórkostlegar breyting- ar í samvinnurekstrinum? „Vissulega, en þó ætti ekki að þurfa að verða nein breyting á upprunalegum markmiðum sam- vinnuhreyfingarinnar. Markmið- in voru einföld; að beita sam- takamættinum til hagsbóta fyrir fjöldann. Þetta getum við alveg gert áfram þótt breytt verði um form. Eins og komið er fyrir sam- vinnurekstrinum hlýtur maður að velta fyrir sér hvort þetta sé ekki eina leiðin ef ekki er vilji til að breyta samvinnulögunum frá 1937. Samvinnumenn verða að taka upp nýtt rekstrarform og hagnýta sér það besta sem völ er á. í þessu samhengi horfi ég fyrst og fremst til almenningshlutafé- laga, en þau standa eiginlega nær upprunalegri hugsjón samvinnu- hreyfingarinnar en einkarekstr- arforminu. Almenningshlutafé- lög geta verið uppbyggð með þeim hætti að ákvörðunarvald í þeim sé bundið við félagsaðild fremur en fjármagnseign. Óneit- anlega hvarflar sú hugsun að manni hvort ekki komi að því að kaupfélögum landsins verði breytt í slík félög, í eigu félags- manna frá þeim tíma sem þau væru .tekin upp.“ Kaupfélögin þurfa samnefnara - Verður Sambandið þá óþarft? „Kaupfélögin myndu eftir sem áður þurfa á samnefnara að halda. Þau myndu væntanlega sameinast um einstaka rekstrar- þætti Sambandsins. Sambandið var og er hugsað sem þjónustuað- ili kaupfélaganna en það fór á ákveðnu stigi að lifa sínu eigin lífi og fjarlægðist við það upprunaleg markmið og hagsmuni umbjóð- enda sinna. Það fór að þjóna innri hagsmunum, og þegar svo er komið verður nauðsynlegt að taka málin til endurskoðunar. Þetta er hætta sem stór fyrirtæki geta lent í.“ - Má þá líta svo á að sam- vinnuhugsjónin sé ekki í takt við tímann? „Hún er ekki úrelt, síður en svo, og sjálfsagt hafa íslendingar sjaldan eða aldrei haft eins ríka þörf fyrir samtakamátt þjóðar- innar eins og nú. Menn tala oft um að fé landsbyggðarinnar streymi suður í gegnum banka- kerfið, lífeyrissjóði og á annan hátt. Endurskipulagning sam- vinnurekstursins í almennings- hlutafélög myndi sporna gegn öfugþróuninni og gera fólki kleift að setja peninga í atvinnu- rekstur á samvinnu- og sameign- argrundvelli í eigin byggðarlög- um. Félagsmenn myndu einnig veita félögunum meira aðhald en nú er og vera sér meira meðvit- andi um stöðu þeirra og hlutverk." EHB Tíu ára gömul mynd frá aðalfundi Sambandsins. í dag stendur Sambandið á vegamótum og forsvarsmenn þess vega og meta kosti þess að selja eignir eins og hlut Sambandsins í íslenskum aðalverktökum.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.