Dagur - 16.01.1990, Síða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 16. janúar 1990
Tilkynning til sölu-
skattsgreiðenda
Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að
gjalddagi söluskatts fyrir desembermánuð er 15.
janúar.
Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna ríkis-
sjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti.
Fjármálaráðuneytið.
Evrópuráðsstyrkir
á sviði félagsþjónustu
Evrópuráðið veitir starfsmönnum stofnana og sam-
taka á sviði félagsþjónustu styrki vegna kynnisferða
til aðildarríkja ráðsins á árinu 1991.
Umsóknareyðublöð fást í félagsmálaráðuneytinu,
Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, sem jafnframt veitir
nánari upplýsingar.
Umsóknarfrestur er til 15. febrúar nk.
Félagsmálaráðuneytið, 11. janúar 1990.
AKUREYRARB/ER
Viðtalstímar
bæjarfulltrúa
Fimmtudaginn 18. janúar 1990 kl. 20-22 verða
bæjarfulltrúarnir Guðfinna Thorlacius og Sigurður
Jóhannesson til viðtals á skrifstofu bæjarstjórnar,
Geislagötu 9, 2. hæð.
Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum
eftir því sem aðstæður ieyfa.
Síminn er 21000.
Bæjarstjóri.
kvikmyndarýni
i______________________
[ Umsjón: Jón Hjaltason
Kevin Bacon (til vinstri) er skjólstæðingurinn en Gary Oldman verjandinn. Skjólstæðingurínn er sannarlega engin
skemmtimynd en hún vekur óneitanlega upp spurningar og er áleitin við áhorfendur. Kannski líður hún svolítið fyrir
það að aðstandendur hennar hafa ekki getað gert upp við sig hvort hún ætti að vera hryllingsmynd eða sálarvekjandi
spennumynd.
Skilsmuimr hefndar og réttvísi
Borgarbíó sýnir: Skjólstæðinginn
(Criminal Law).
Lcikstjóri: Martin Campcll.
Höfundur handrits: Mark Kasdan.
Hclstu leikarar: Gary Oldman og
Kevin Bacon.
Hemdalc Film Corporation 1989.
Kevin Bacon segir í þessari mynd
skiliö við huggulega unglinginn og
sveiflar sér yfir í hlutverk unga
mannsins morðóða. Gary Oldman
leikur verjanda Bacons er að lok-
um breytist í helsta ákæranda
hans. Hvorugan þessara leikara er
að finna í hinu ágæta uppflettiriti
Quinlands, útgefnu 1986. Ogsatt
að segja man ég ekki eftir því að
hafa séð Oldman á hvíta tjaldinu
fyrr, Bacon hefur hins vegar leik-
ið í nokkrum fallegum unglinga-
myndum áður. En það er
skemmst frá því að segja að í
Skjólstæðingnum fara þeir báðir,
Oldman og Bacon, á kostum.
Oldman er í byrjun myndar
hinn dæmigerði uppi sem hugsar
um það eitt að ná árangri og hafa
það gott. Smám saman þokar hin
óhóflega sjálfumgleði fyrir nag-
andi efa sem síðar breytist í sam-
viskubit og seinast í iðrun. Öllu
þessu kemur Oldman til skila á
þann hátt að varla verður gert
betur.
Bacon er af bandaríska aðlin-
um. Hann er ríkur og þarf ekki
að hafa áhyggjur af brauðstriti. í
upphafi myndar situr hann á
sakabekk, ákærður fyrir hrylli-
legt morð, en Oldman fær hann
sýknaðan. í raun og veru er
Bacon sekur. Fleiri morð eru
framin og sérstæð tengsl myndast
á milli morðingjans og verjand-
ans. Greinilegt er að Bacon vill
að Oldman viti sannleikann og
ekki aðeins það; lögmaðurinn á
einnig að dæma morðingjann og
um leið að fullnægja dóminum,
en morð Bacons eru einmitt í
samræmi við dóma sem hann hef-
ur sjálfur kveðið upp. Það er þó
að mínu mati svolítill feill hjá
Mark Kasdan, höfundi handrits,
að láta morðin líta út sem veru-
lega geðtruflaður maður fremji
þau. Þetta dregur óneitanlega
broddinn úr aðalspurningu
myndarinnar; hver er skilsmunur
hefndar og réttvísi?
í annan stað vekur Skjólstæð-
ingurínn upp spurningar um rétt-
mæti dómskerfis sem gerir kröfu
um verjendur og dómendur?
Lögmönnum ber beinlínis skylda
til að bera í bætifláka fyrir skjól-
stæðing sinn alveg óháð sekt eða
sýknun. Ég spyr; má ekki finna
betra kerfi?
Bond og Dalton
Borgarbíó sýnir: Lcyfið ariurkallað
(Licence to Kill).
Leikstjóri: John Glcn.
Helstu leikendur: Timothy Dalton,
Carey Lowell og Robert Davi.
Unitcd Artists 1989.
Ég skal vera hreinskilinn og játa
það hér og nú að ég hef aldrei
verið tiltakanlega hrifinn af
James Bond bíómyndanna.
Leyfið afturkallað er ekki líkleg
til að breyta þessu áliti mínu í
neinu. Timothy Dalton er eflaust
ágætis náungi en karlmennskan
skín ekki af honum í neinum við-
i líka mæli og af Sean Connery né
heldur hefur hann fágaðan en
þóttafullan stærileika Roger
Moore. Connery og Moore eru
báðir ákaflega ánægðir með
sjálfa sig og það lætur engan
ósnortinn; þeir ætlast til að bíóið
sé þeirra og það gengur eftir.
Dalton er einfaldlega ekki nógu
grobbinn á sama skemmtilega
hátt og tveir fyrirrennarar hans
eða, til að nefna nærtækara
dæmi, Kristján okkar Jóhanns-
son. I meðförum hans eignast
Bond aldrei neinn stórbrotinn
persónuleika og þess vegna nær
glæponinn, Robert Davi, til að
skyggja gjörsamlega á aðalhetj-
una.
Annars líður þessi Bond-mynd
fram á svipaðan hátt og aðrar
slíkar sem ég hef séð; kvenfólk er
ávallt innan seilingar, miklir pen-
ingar eru í húfi, vondi maðurinn
er skepna og Bond morðóður
dýrlingur. Ótrúlegir atburðir ger-
ast og hvað eftir annað hangir líf
Bonds á bláþræði en ekkert fær
sálgað honum. Hann leggur
nálega einsamall til atlögu við
öfluga eiturlyfjasala sem hafa
myrt vinkonu hans og limlest eig-
inmann hennar. Bond vill hefnd
og hana fær hann.
Nær okkur á myndinni situr James Bond, eða Timothy Dalton, til alls líklegur.