Dagur - 16.01.1990, Page 7

Dagur - 16.01.1990, Page 7
Þriðjudagur 16. janúar 1990 - DAGUR - 7 Rafmagnið í Höllinni: Taflan sprakk í naumu tapi Þórsara - íslandsmeistarar ÍBK sluppu með skrekkinn í frábærum leik Það gekk mikið á í íþróttahöll- inni á Akureyri á sunnudags- kvöldið er Þór og Keflvíkingar mættust í Urvalsdeildinni í körfuknattleik. Svo mikil spenna var í loftinu að skor- taflan sprakk er tæpar tvær mínútur voru til leiksloka. Leikur liðanna var hnífjafn fram á síðustu sekúndu en skot Þórsara geigaði og Islands- meistarar Keflavíkur fóru með sigur af hólmi með minnsta mun, 106:104. Þórsarar léku þennan leik mjög vel og var grátlegt fyrir þá að fara ekki með sigur af hólmi. Þeir leiddu framan af fyrri hálf- leik en misstu gestina fram úr sér í síðari hluta hálfleiksins. Þá var áhorfendum farið að lít- ast illa á stöðuna því ÍBK náði 12 stiga forskoti og fóru leikmenn ÍBK á kostum á þessum leik- kafla, m.a. skoraði Sandy Ander- son sirkuskörfu. Þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 59:50 ÍBK í vil. En heimamenn komu mjög grimmir til leiks í síðari hálfleik. Vel studdir af áhorfendum söx- uðu þeir jafnt og þétt á forskot gestanna og náðu að komast yfir 65:63. En Þórsarar létu ekki staðar nuinið og náðu 8 stiga forskoti á tímabili, 87:79. Keflvíkingar gáf- ust ekki upp og náðu að jafna leikinn 94:94. Lokamínúturnar voru æsispennandi, ÍBK náði for- ystunni hvað eftir annað en frá- bær langskot frá Kennard, Jóni Erni og Konráði héldu Þórsurum á floti. En lokaskotið, þegar rúm- ar 5 sekúndur voru eftir brást, og Keflvíkingar hrósuðu sigri. Þórsliðið átti mjög góðan dag að þessu sinni og var það svekkj- andi að tapa leik á slíkum degi. Þetta var besti leikur liðsins á heimavelli í vetur og lofar góðu unt framhaldið. Jón Örn Guð- mundsson var fremstur í flokki Þórsara að þessu sinni og átti hann frábæran leik. Konráð Ósk- arsson var daufur í fyrri hálfleik en var óstöðvandi í þeim síðari. Jóhann Sigurðsson var feikna- sterkur í vörninni og átti einnig góða spretti í sókninni. Dan Kennard var frekar daufur að þessu sinni en var sterkur í vörn- inni að vanda. Guðmundur Björnsson meiddist í upphitun og gat því ekkert leikið með og munar um minna. ÍBK-liðið er skipað mjög sterkum leikmönnum og er engin skömm að tapa fyrir slíku liði. Guðjón Skúlason fór á kostum í fyrri hálfleik en var rólegur í þeim síðat i. Þá tók Falur Harðar- son við og skoraði úr flestum skottilraunum sínum. Einnig var Bandaríkjamaðurinn Sandy Anderson góður og leikur hann vel fyrir liðið. Dómarar voru þeir Leifur Garðarsson og Guðmundur Mar- íasson. Þeir dærndu leikinn með sóma enda leikmennirnir prúðir. Stig Þórs: Jón Örn Guðmundsson 34, Dan Kennard 18, Konráð Óskarsson 17, Eiríkur Sigurðsson 17, Jóhann Sigurðs- son 10, Björn Sveinsson 4, Ágúst Guð- mundsson 2, Davíð Gíslason 2. Stig ÍBK: Guðjón Skúlason 32. Falur Harðarson 25, Sandy Anderson 20, Nökkvi Jónsson 9, Albert Óskarsson 7, Sigurður Ingimundarson 6, Magnús Guð- finnsson 5, Einar Einarsson 3. Knattspyrna: Hörður í Leiftur Hörður Benonýsson hefur ákveðið að ganga til liðs við Olafsfirðinga og leika með þeim í 2. deildinni í sumar. Hann var reyndar búinn að ráða sig til HSÞ-b en skipti um Hörður Benonýsson. skoðun og verður því í Ólafs- firði næsta sumar. Rúnar Guðlaugsson formaður knattspyrnudeildar Leifturs sagði reyndar að ekki væri búið að ganga frá félagaskiptum Harðar en það væri nánast formsatriði. Þorlákur Árnason markaskor- ari frá Þrótti N. verður með Ólafsfirðingum næsta sumar og sagði Rúnar að ekki væri rétt sem komið hefði fram í Múla, blaði þeirra Ólafsfirðinga, að Þorlákur myndi þjálfa fyrir austan næsta sumar. Garðar Jónsson framlínumað- ur verður hins vegar ekki með Leiftri í sumar. Hann mun að öll- um líkindum þjálfa Síndra frá Hornafirði á næsta keppnistíma- bili. Næsta verkefni Leiftursmanna er þátttaka í 1. deildinni innan- húss helgina 26.-28. janúar. Þar eru Ólafsfirðingar í mjög erfiðum riðli en andstæðingarnir eru Fram, ÍA og ÍK. Gantla kempan Eiríkur Sigurðsson átti góðan leik gegn ÍBK, eins og reyndar allt Þórsliðið. Mynd: KL Sænskt Skíði: ur skíðat riálfari til Ólafsfíarðar Ólafsfiröingar liafa loksins ráðið skíðaþjáifara eftir langa leit. Hún heitir Viktoria Westberg og er sænsk að þjóðerni. Viktoria er reyndur skíðaþjálfari þrátt fyrir ungan aldur og er hún væntanleg til Ólafsfjarðar 24. janúar. Það var Kajsa Nyberg landsliðs- þjálfari sem kotn Ólafsfirð- ingum í samband við Viktoriu en hún kemur frá bænum Taby í Svíþjóð. „Við erum auðvitað í sjöunda hintni,“ sagði Björn Þór Ólafs- son skíðafrömuður í Ólafsfirði. „Það vantar bara snjóinn til þess að þetta sé fullkomiö," bætti hann viö. Skíöamenn í Ólafsfirði eru farnir að taka frant skíðin. Nokkur snjór hefur fallið á lág- lendi þannig að göngumenn hafa getað stundaö sína íþrótt þokkalega. Litli stökkpallurinn í bænum er kominn í gagnið og yngri kynslóðin stekkur þar af fullurn krafti. Nýbúið er að setja upp lyftu í bænum þannig að þeir yngstu geta farið að æfa sig á svigskíðunum. Með hinum nýja sænska skíðaþjálfara má búast við góð- unt árangri keppnisfólks frá Ólafsfirði á mótum vetrarins.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.