Dagur - 16.01.1990, Síða 8

Dagur - 16.01.1990, Síða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 16. janúar 1990 íþróttir i Handknattleikur/2. deild kvenna: Selfossstúlkur of sterkar Stefán Magnússon. Þrátt fyrir ágætan endasprctt tókst Þórsurum ekki að vinna upp sex marka forskot Selfyssinga í 2. deild- inni í handknattleik karla á laugar- daginn. Lokatölur urðu 21:19 gest- unum í vil og sigla því Þórsarar lygn- an sjó um miðja deild. Leikur Selfyssinga og Þórs átti að fara fram á föstudagskvöldið en var frestað vegna veðurs og fór hann því fram á laugardaginn. Leikurinn var fjörugur og þvi hin besta skemmtun fyrir áhorfendur. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Selfyssingar voru þó öllu sterkari aðilinn. Þar munaði mestu að sóknarmenn Þórs voru ekki nógu hittn- ir og Klemens markvörður gestanna varði mjög vel á sama tíma og Her- mann fann sig ekki í Þórsmarkinu. Sel- foss leiddi því í leikhléi 13:11. Sævar Árnason reynir hér markskot gegn Selfyssingum en Klemens markvörður varði eins og oftar í leiknum. Fyrstu 15 mínúturnar í síðari hálf- Mynd: kl leik voru hreinasta hörmung hjá Þórs- bóga. Gestirnir náðu tveggja marka forskoti fyrir leikhlé, 11:9. í síðari hálfleik tóku Selfoss- stúlkurnar öll völd á vellinum og juku muninn jafnt og þétt. Á tímabili var orðinn átta marka munur 19:11 en Þórsstelpurnar klóruðu í bakkann undir lok leiksins og munurinn var ekki nema 5 mörk, 23:18, er dómar- arnir flautuðu til leiksloka. Hjá Þór bar mest á Maríu Ingi- mundardóttur og var hún nánast sú eina sem hafði í fullu tré við Selfossstúlkurnar. Að vanda var Þórunn Sigurðardóttir einnig áberandi í Þórsliðinu. Selfossliðið er skipað jöfnum stúlkum og ætti liðið að geta spjarað sig í 1. deildinni en það stefnir allt í það að liðið fari upp í þá deild. Mörk Þórs: María Ingimundardóttir 7, Pórunn Sigurðardóttir 6, Harpa Örvars- dóttir 2, Eva Eyþórsdóttir 1, Hugrún Fel- ixdóttir 1, Þórdís Sigurðardóttir 1. Mörk Selfoss: Auður Hermannsdóttir 8, Hulda Bjarnadóttir 6, Guðbjörg Bjarnadóttir 3, Inga F. Tryggvadóttir 3, Hulda S. Hermannsdóttir 2, Kristjana Aradóttir 1. Þórsstelpurnar sóttu ekki gull í greipar efsta liðs 2. deildar, Selfoss, er liðin mættust í íþróttahöllinni á Akureyri á laugardaginn. Gestirnir voru mun sterkari og sigruðu 23:18. Jafnræði var þó með liðunum í fyrri hálfleik en Selfyssingar voru þó oftast fyrri til að skora. Leikur liðanna í fyrri hálfleik var ekki sérstaklega vel spilaður og var töluvert um mistök á báða María Ingimundardóttir var best Þórsstúlkna gegn Selfyssingum. Har Lokasprel 1. deildin í blaki: Létt hjá KA - HSK án lykilmanna KA-menn leyfðu því öllum varamönnunum að spreyta sig og áttu þeir í litlum erfiðleikum að KA lenti í litlum erfiðleikum með vængbrotið lið HSK í 1. deildinni í blaki á laugardag- inn. Leikurinn fór fram í Gler- árskóla og lauk með sigri KA 3:0. Flesta lykilmenn HSK-liðsins vantaði vegna veikinda og var því leikur liðsins hvorki fugl né fiskur. í HSK vantaði bræðurna Andrés og Pétur Guðmundssyni og Sigfinn Viggósson þannig að það var fátt um fína drætti hjá liðinu. leggja gestina að velli. Fyrsta hrinan fór 15:6, önnur hrinan 15:6 og þriðja hrinan 15:9. Bestur KA-manna var Stefán Magnússon en í heildina var liðið mjög jafnt. Lítið er hægt að segja um HSK-liðið. Leikmenn liðsins reyndu þó að berjast en mættu algjörum ofjörlum sínum að þessu sinni. íslandsmótið í innanhússknattspyrnu: Þór og KA upp í 1. deild - Umf. Fram á Skagaströnd upp um deild íslandsmótið í innanhússknatt- spyrnu, 2., 3. og 5. deild, fói fram í Laugardalshöll um helg- ina. KA og Þór unnu bæði sína riðla í 2. deild og leika því í 1. deild á næsta ári. í 5. deildinni unnu Skagstrendingar sig upp um deild. í A-riðli 4. deildar unnu Vals- menn öruggan sigur. Leiknir R. lenti í öðru sæti, HSÞ-b þriðja sæti en Njarðvíkingar féllu niður í 3. deild. KA lenti með frekar slökum liðum og vann B-riðilinn með fádæma yfirburðum. KA vann Skallagrím 15:1, Einherja 9:1 og Sindra 3:1. Sindri féll niður í 3. deild en Skallagrímur og Einherji héldu sætum sínum. Þórsarar lentu í erfiðum riðli en stóðust þrekraunina og kom- ust upp í 1. deild. Þeir gerðu jafntefli við FH 2:2 í fyrsta leikn- um, en unnu Hauka 3:1 og Vík- verja 5:2 og tryggðu sér þar með l. deildarsæti. Víkverji féll niður í 3. deild. í C-riðli sigraði Breiðablik en Hvöt féll niður í 3. deild. Siglfirð- ingar byrjuðu vel er þeir gerðu jafntefli en náðu ekki að fylgja þeirri góðu byrjun eftir, töpuðu m. a. fyrir Hvöt, og lentu í þriðja sæti í riðlinum. í 3. deildinni voru tvö lið af Norðurlandi, Reynir frá Árskógsströnd og Kormákur frá Hvammstanga. Reynismenn voru hársbreidd frá því að komast upp í 2. deild. Þeir voru hins vegar með lakara markahlutfall en Hveragerði og Sunnlendingarnir fóru því upp um deild en ekki piltarnir frá Árskógsströnd. Kormáki frá Hvammstanga tókst ekki að komast upp en þeir lentu í öðru sæti í sínum riðli á eftir Árvakri. Árvakursmenn með Sæbjörn Guðmundsson, fyrrverandi KR-ing, í fararbroddi voru með mjög sterkt lið og var sigur þeirra aldrei í hættu. Það voru sem sagt Árvakur, Hvera- gerði, Víkingur Ó. og.Ármann sem komust upp en Reynir S., Höttur, Grundarfjörður og BÍ féllu niður í 4. deild. í 5. deildinni voru þrjú lið að norðan, Umf. Fram á Skaga- strönd, Neisti frá Hofsósi og SM úr Eyjafirðinum. Páll Leó Jónsson og félagar í Umf. Fram á Skagaströnd unnu sig örugglega upp um deild. Páll Leó fór á kostum í flestum leikjunum og skoraði meirihluta marka Skagstrendinga. Umf. Fram er að hugsa um að taka þátt í 4. deildinni utanhúss næsta sumar en það skýrist á allra næstu dögum. Neisti frá Hofsósi lenti í öðru sæti í A-riðli. SM gekk ekki vel og lenti i næst-neðsta sæti í C- riðli. í 4. deild leika því Fram, Eyfellingur og Fjölnir að ári. Helgina 26.-28. janúar fer síð- an síðari hluti Islandsmótsins fram. Þá verður leikið í 1., 4., og 1. deild kvenna. Eina norðanlið- ið í 1. deildinni er Leiftur og eru þeir í heldur erfiðum félagsskap, Fram, ÍA og ÍK. í 1. deild kvenna verður KA og mörg norðanlið eru í 4. deild karla, m.a. UMSE-b, Magni, Æskan, Tindastóll, Dalvík og TBA.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.