Dagur - 23.01.1990, Blaðsíða 5

Dagur - 23.01.1990, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 23. janúar 1990 - DAGUR - 5 kvikmyndorýni T Umsjón: Jón Hjaltason Indiana Joncs og pabbi ganili í kröggum, Harrison Ford og Sean Connery. Indiana Jones og síðasta krossferðin Á sunnudaginn byrjaði Borgarbíó að sýna: Indiana Joncs og síðasta krossferð- in (Indiana Jones And Thc Last Crus- ade.) Leikstjóri: Steven Spielberg. Ilclstu leikendur: Harrison Ford og Sean Connery. 1989. Það er ekki einleikið hvað ævin- týrið er hugstætt Hollywood- stjórunum um þessar mundir, einmitt þegar ég hélt að kynlífið væri að taka völdin. Fram á svið- ið geisast Munchausen barónn og Leðurblökumaðurinn, sem báðir eiga sér nokkuð langa sögu að baki. Indiana-Jones er yngri en þessir báðir en ekki minna þekktur. Hönd í hönd við fyrrverandi James Bond, Sean Connery, er Indi, Harrison Ford, kominn á kreik í þriðja sinnið á æviferli sínum. Draugar fortíðar elta hann uppi og æðisgengið kapp- hlaup hefst við nasista Hitlers. Fyrstu verðlaun eru eilíft líf. Með ódauðleikann á leiðar- enda flýgur Indi heimshorna á milli, bjargar föður sínum í leið- inni, ersvikinn í tryggðum, kem- ur þó aftur niður á báða fætur - og allir vita hvernig ævintýri enda. Að vísu verður Indi að sætta sig við að fá enga drauma- dís í lokin. Ég man svo langt að myndir eins og Indiana-Jones voru kall- aðar barnamyndir og sýndar klukkan þrjú á sunnudögum. Ævintýrið er stórkostlegt og Indi ntikil hetja. Engir örðugleikar eru svo stórir að hann fái ekki yfirstigið þá. Hvorki bálandi haf né brennandi eldur. svo ég minn- ist nú ekki á lítilræði eins og byssu- kúlur, fá bugað karlmennið. Hann kann ráð við öllu, veit allt og getur allt. Indi er hin sanna barnahetja sem gefur svarið, jafnvel áður en spurt er. Á sunnudaginn hóf Borgarbíó sýningar á: Úlkaslaranum (Roadhouse). Aðalhlutvcrk: Palrick Swayze. Enn einu sinni gerir Hollywood gælur við þann besta. Að þessu sinni er það útkastarinn Dalton sem Patrick Swayze leikur, hinn þekkti hjartaknúsari úr Dirty Dnnzing. f upphafi myndar er Dalton við starfa sinn á sæntilega útlítandi skemmtistað þegar til hans kem- ur miðaldra maður og býður hon- um vinnu. Unt er að ræða útkast- arastarf á sorastað sem sá mið- aldra á. Dalton þekkist boðið, mest vegna þess að í því felst ögr- un og þó nokkur hætta. Síðan er ekki að sökum að spyrja, Dalton kemur eins og kúrekahetjan forðum í smástaðinn þar sem einn vondur maður ræður öllu. Hann lætur hendur standa fram úr ermum og það sverfur til stáls með honum og vonda mannin- um. Jafnframt kynnist hinn harð- svíraði Dalton ástinni. Það er ekki ofsögum sagt að Útkastarinn er heldur þunnur þrettándi. Swayze er jafn sann- færandi í elskhugahlutverkinu og hann er lítið sannfærandi sem bardagamaðurinn. í og með er þetta vegna kunnáttuleysis í bar- 'dagalistum og réttum líkams- burði en einnig vegna persónu- sköpunarinnar sjálfrar sent hand- ritshöfundur og leikstjóri bera ekki síður ábyrgð á en leikarinn. Sú karlmennskuímynd, sem þess- ir þrír freista að draga upp í j Útkastaranum er jafn forvitnileg 1 og hún er erfið fyrir okkur karla. Dalton leitar þangað sem vand- ræðin er að finna. Hann yfirgefur nokkuð svo þægilegt starf fyrir annað sem er greinilega lífs- hættulegt. Hann kippir sér ekki upp við sár sem þarf þó að saurna átta spor í. Og eins og það sé ekki nóg að bíta á jaxlinn á leið- inni til læknis þá neitar hinn hug- prúði Dalton allri dcyfingu á meðan á saumaskapnum stendur. Dalton er maður fáorður en að sama skapi girnilegur í augum kvenna. Hann á þunga hugat- raun að bera, enda margt á dag- ana drifið í starfinu. Enginn skyldi þó halda útkastarann venjulegan slagsmálahund, ónei hann er háskólagenginn og gott ef ekki með gráðu í heimspeki. Og svo segið þið kvenntenn að ykkar staða sé erfið, hvað má þá segja um þessa karlmennsku- íntynd sem við karlarnir berum á bakinu og þurfum sífellt að rembast við að falla inn í? Bílaklúbbur Akureyrar Fundur í Dynheimum þriðjud. 23. jan. kl. 20.00. Fundarefni: ískross, árshátíö og video. Stjórnin. Fombílaahugamenn Fundur í Dynheimum miðvikudaginn 24. jan. kl. 20.00. Allir velkomnir. Fornbíladeild Bílaklúbbs Akureyrar. AKUREYRARBÆR Auglýsing um lausar íbúðarhúsalóðir í Síðuhverfi Lausar eru til umsóknar lóðir í Síðuhverfi. Um er að ræða lóðir fyrir einbýlishús á einni hæð, einni hæð með risi og tvær hæðir. Einnig tvær raðhúsalóðir, fyrir raðhús á einni hæð með risi og tveggja hæða raðhús. Nánari upplýsingar um lóðirnar og umsóknar- eyðublöð er hægt að fá hjá embætti byggingar- fulltrúa Geislagötu 9, Akureyri. Byggingarfulltrúi Akureyrar. vsk.'f£> Kynning á virðisaukaskatti Kynningin um virðisaukaskatt sem fresta varð síðastliðinn laugardag verður haldin miðvikudaginn 24. janúar 1990 að Hótel KEA og hefst kl. 16.00. DAGSKRÁ: Kl. 16.00 Almennt um virðisaukaskatt: Ólafur Nilsson, löggiltur endurskoöandi. Kl. 16.45 Umræðuhópar: Verslun og þjónusta: Arnar Árnason, löggiltur endurskoðandi, Valtýr Hreiðarsson, viðskiptafræöingur. Útgerð og fiskvinnsla: Björgólfur Jóhannsson, löggiltur endurskoöandi, Ingólfur Hauksson, löggiltur endurskoöandi. Iðnaður: Þorsteinn Kjartansson, löggiltur endurskoöandi, Baldur Guövinsson, viöskiptafræöingur. Kl. 18.00 Kaffihlé. Kl. 18.30 Fyrirspurnir. Kl. 19.00 Áætluð dagskrárlok. Endurskoðun Akureyri hf. Glerárgötu 24, Akureyri. Sími 96-26600 • Símfax 96-26601. Gleymið ekki að gefa smáfuglunum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.