Dagur - 23.01.1990, Blaðsíða 10

Dagur - 23.01.1990, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 23. janúar 1990 íþrótfir Enska knattspyrnan: Toppliðin sigruðu öll - Charlton á leið í 2. deild GÍæsimark Tony Adains fvrirliða Arsenal dugði gegn Tottenham. Efstu liðunum í 1. deild gekk vel í Ieikjum helgarinnar og forystuliðin þrjú sigruðu öll í sínum leikjum. Breytingar urðu því ekki á toppnum, en Nottingham For. hefur nú brotist upp í fjórða sætið. Charlton er nú að dragast afturúr á botni deildarinnar og Úrslit 1. deild Arsenal-Tottenliam 1:0 Aston Villa-Southainpton 2:1 Chelsea-Charlton 3:1 Crystal Palaee-Liverpool 0:2 Derby-Nottingham For. 0:2 Everton-Sheffield Wed. 2:0 Luton-Q.P.R. 1:1 Manehester City-Coventry 1:0 Millwall-Wimblcdon 0:0 Norwich-Manchester Utd. 2:0 2. deild Barnsley-Plymouth 1:1 Bournemoulh-Ipswich 3:1 Leeds Utd.-Stoke City 2:0 Leicester-Watford 1:1 Oldham-Newcastle 1:1 Oxford-Blackburn 1:1 Portsmouth-Bradford 3:0 Port Vale-Brighton 2:1 Sheffield Utd.-Middlesbrough 1:0 Sunderland-W.B.A. 1:1 West Ham-Hull City 1:1 W'olves-Swindon 2:1 3. deild Bolton-Cardiff City 3:1 Brentford-Bristol Rovers 2:1 Bristol City-Bury 1:0 Crewe-Birmingham 0:2 Mansfield-Chester 1:0 Notts County-Leyton Orient 1:0 Preston-Rothcrham 0:1 Shrewsliury-Reading 1:1 Swansea-Huddersfield 1:3 Tranmere-Fulham 2:1 Wigan-Blackpool 1:1 4. deild Aldershot-Gillingham 1:0 Burnley-Rochdale 0:1 Cambridge-Grimsby 2:0 Carlisle-Hereford 2:1 Colchester-Chesterlield 1:0 Doncaster-Exeter 2:1 Hartlepool-Halifax 2:0 Maidstone-Peterborough 1:1 Scunthorpe-Lincoln 1:1 Torquay-Stockport 3:0 Wrexham-Scarborough 0:2 York City-Southend 2:1 Bikarleikir í vikunni: FA-bikarinn endurt. jafntellisleikir í 3. umferð. Everton-Middlesbrough 1:0 Millwall-Manchester City 3:1 Deildabikarinn: 4. umfeð endurtekinn jafnteflisleik- Soutliampton-Swindon 4:2 5. umferð. Nottingham For.-Tottenham 2:2 Southampton-Oldham frestað Sunderland-Coventry 0:0 West Ilam-Derby 1:1 Þá var dregið til undanúrslita í keppninni þar sem leikið er heima og heiman. Nottingham For./Tottenham Sundcrland/Coventry - Southampton/Oldham - West Ham/ Derby allt sem bendir til þess að liðið falli niöur í 2. deild, en erfið- ara að spá hvaða tvö lið muni fylgja Charlton niður. En skoðum þá leiki helgarinnar nánar. Crystal Palace tókst ekki að hefna 9:0 ósigursins gegn Liver- pool frá fyrri umferðinni er liðin mættust í London á laugardag. Palace fékk þó marktækifæri í leiknum, dæmt var af þeim mark, þeir skutu í stöng og léku einum færri síðustu 20 mín. leiksins. Liverpool hélt þó sínu striki og skoraði mark í hvorum hálfleik. Ian Rush á 9 mín. gerði þá sitt 11 mark í jafnmörgum leikjum í röð eftir undirbúning Peter Beardsley. Beardsley skoraði síðan sjálfur síðara mark Liverpool á 63. mín. og kom þar með í veg fyrir allar hefndaraðgerðir Crystal Palace. Aston Villa gefur ekkert eftir í baráttunni við Liverpool á toppn- um og vann góðan sigur gegn Southampton á heimavelli sjnum. Southampton kom, sá, en tókst ekki að sigra þökk sé Kevin Gege sem skoraði sigurmark Villa 13 mín. fyrir leikslok. Hann fékk boltann í dauðafæri sem hann lét sér ekki úr greipum ganga. Villa átti sigurinn skilinn, liðið átti skot í stöng og slá auk þess sem Southampton bjargaði á línu. Southampton lék þó vel og eftir jöfnunarmark Glenn Cock- erill rétt eftir hlé sótti liðið stíft og var nærri að bæta við mörkum. Varnarleikur Villa var þó góður og liðið leikur vel. Tony Daley skoraði fyrir liðið í fyrri hálfleik, en sást varla eftir það. Sjónvarpið bauð uppá hörku- leik nágrannanna Arsenal og Tottenham, en ekki fengum við að sjá þá Sigurð Jónsson og Guðna Bergsson takast á í þess- um leik. Sigurður var meiddur og Guðni komst ekki í liðið hjá Tottenham. Leikurinn var mjög fjörugur og vel leikinn, en mark- ið sem réð úrslitum skoraði fyrir- liði Arsenal Tony Adams með glæsilegu skoti í stöng og inn á 18. mín. síðari hálfleiks eftir horn- spyrnu Kevin Richardson. Meist- arar Arsenal standa því enn vel að vígi eftir þennan mikilvæga sigur, í þriðja sæti aðeins fjóruin stigum á eftir Liverpool og Aston Villa. Nottingham For. vann góðan sigur á útivelli gegn Derby 2:0 og er nú í fjórða sæti. Derby hóf leikinn mjög vel og hafði yfir- burði fyrstu 15 mín. hans, en fékk síðan á sig tvö mörk á tveim mín. sem gerðu út uni leikinn. Steve Sutton í marki Forest varði glæsilega frá Geraint Williams Það er ekkert lát á hörmung- um Manchester Utd. þessa dagana og á sunnudag fengu sjónvarpsáhorfendur á Eng- landi að sjá í beinni útsendingu enn eitt áfallið. Þá mætti liðið Norwich á útivelli og bætti enn einu tapinu í sarpinn. Norwich sigraði í leiknum, hafði mikla yfirburði og var óheppið að sigra aðeins 2:0. Robert Fleck skoraði bæði mörk Norwich í leiknum á 70. og 85. mín. fyrst eftir að hafa leikið lítt truflaður í gegnum vörn Utd. og síðan potaði hann boltanum í markið eftir að Jim Leighton í marki Utd. hafði slegið langskot frá Ian Crook uppundir þver- strax á 2. mín. og þegar Dean Saunders ætlaði að pota frákast- inu inn tókst honum liggjandi að slá boltann frá. Á 15. mín. sendi Stuart Pearce langa sendingu fram til Steve Hodge sem sendi fallegt skot framhjá Peter Shilton markverði Derby. Áður en Derby hafði jafnað sig á markinu bætti Forest öðru við, Nigel Jem- son vann boltann á miðjunni lék í gegnum vörn Derby og skoraði auðveldleg. Derby barðist vel til loka og átti tvívegis skot í slá, en Des Walker og félögum hans í vörn Forest tókst að halda hreinu. Porvaldur Örlygsson átti góðan leik með Forest að venju. Everton er að rétta úr kútnum og vann sigur gegn liði Sheffield Wed. á heimavelli sínum, en þessi lið munu mætast aftur um næstu helgi í FA-bikarnum. Sheffield lék vel í leiknum, John Sheridan snjall á miðjunni og þeir Dalian Atkinson og David Hirst hættulegir frammi, en Neville Southall markvörður Everton sá við þeim. Everton fékk þó flest marktækifærin og þeir Graeme Sharp og Stuart McCall hefðu átt að skora fyrir liðið í fyrri hálfleik. En það var Kevin Sheedy með tvö mörk á fjórum mín. snemma í síðari hálfleik sem vann leikinn fyrir Everton. Fyrra markið með góðu skoti úr þröngu færi eftir send- ingu Ian Snodin og síðan með viðstöðulausu skoti frá vítateig. Millwall og Wimbledon gerðu markalaust jafntefli í leik þar sem harkan réði ríkjum. Millwall lék þó betur, en tókst ekki að nýta færin sem liðið fékk. Wimbledon fékk engin færi og 4 mín. fyrir leikslok fékk Jimniy Carter gullið tækifæri til að tryggja Millwall sigurinn, en Hans Segers í marki Wimbledon varði vel. Luton og Q.P.R. gerðu einnig jafntefli. David Preece náði for- ystu fyrir Luton á 6. mín. eftir mistök Ray Wilkins hjá Q.P.R. sem ætlaði að senda til David Seaman markvarðar síns sem hafði varið vel frá Kurt Nogan og Iain Dowie í sömu sókninni. Pað voru einnig varnarmistök sem urðu til þess að Q.P.R. jafnaði leikinn, Mark Falco skoraði af stuttu færi rétt fyrir hlé. Skömmu síðar skaut Danny Wilson í stöng úr vítaspyrnu eftir að Nogan hafði verið felldur og á síðustu mín. brenndi Wilson af úr dauða- færi fyrir Luton. Heppnin var því ekki með Luton að þessu sinni. , slána. Robert Rosario misnotaði tvö góð færi fyrir Norwich í leiknum og Fleck átti auk þess þrumuskot í þverslá. Brian McClair fékk eina umtalsverða marktækifæri Utd. í leiknum, en skallaði framhjá. Framtíð Alex Ferguson er dökk hjá Utd. eftir þennan leik og hann virðist nú vera kominn með höfuðið í snöruna, áhorf- endur og flestir hluthafar í félag- inu krefjast þess að hann verði látinn víkja. Staða liðsins er orð- in alvarleg, liðið er í fjórða neðsta sæti aðeins einu stigi á undan Millwall, en það eru þrjú neðstu liðin sem falla í 2. deild í vor. Þ.L.A, Manchester City sigraði Coventry heima með eina marki leiksins, David White skoraði markið 7 mín. fyrir leikslok og City virðist vera að bjarga sér úr fallhættu. City hafði undirtökin í leiknunr, en svo virðist sem bar- átta þeirra nægði aðeins til jafn- teflis þar til Wayne Clarke skall- aði aukaspyrnu Andy Hinchcliffe fyrir markið þar sem White varð á undan Steve Ogrizovic mark- verði Coventry í boltann. Chelsea vann öruggan sigur gegn Charlton sem virðist vera á leið niður í 2. deild. Kevin Wilson á 4. og 38. mín. skoraði tvívegis fyrir Chelsea. Kerry Dixon gerði þriðja mark liðsins á 85. mín., en eina mark Charlton skoraði Paul Williams á 23. mín. 2. deild Leeds Utd. og Sheffield Utd. virðast vera að stinga önnur lið af á toppi 2. deildar, en tvö lið fara beint upp í 1. deild. Bæði þessi lið unnu sína leiki urn helgina. Leeds Utd. sigraði Stoke City á heimavelli með mörkum Carl Shutt og Chris Fairclough í síðari hálfleik, en markvörður Leeds Utd. Mervyn Day varði víta- spyrnu í leiknum. Tony Agana skoraði sigurmark Sheffield Utd. heima gegn Middlesbrough. Næstu lið töp- uðu öll stigum. Þ.L.A. Staðan 1. deild Liverpool 24 13- 7- 4 48:22 46 Aston Villa 23 14- 4- 5 40:22 46 Arsenal 23 13- 3- 7 38:24 42 Nott. Forest. 23 10- 6- 7 33:22 36 Southampton 23 9- 8- 6 45:38 35 Chelsea 23 9- 8- 6 36:32 35 Everton 23 10- 5- 8 31:28 35 Nonvieh 23 9- 7- 7 28:23 34 Tottenham 23 9- 6- 8 32:30 33 Derby 23 9- 5-10 29:22 32 Coventry 23 9- 4-10 18:29 31 Wimbledon 23 7-10- 6 26:25 31 Q.P.R. 23 7- 9- 7 25:23 30 Man. City 23 7- 5-11 27:37 26 Crystal Palacc 23 7- 5-11 26:4526 Sheff. Wed. 24 6- 7-11 20:34 25 Man. Utd. 23 6- 6-11 27:33 24 Millwall 23 5- 8-10 29:34 23 Luton 23 4-10- 9 25:33 22 Charlton 23 3- 7-13 18:34 16 2 . deild Leeds Utd. 27 16- 7- 4 46:26 55 Sheff.Utd. 27 14- 8- 4 42:29 51 Swindon 27 12- 7- 8 49:37 43 Sunderland 27 11-10- 6 45:41 43 Oldharn 27 11-10- 6 38:32 43 lpswich 26 11- 8- 7 39:36 41 Newcastle 26 11- 8- 7 47:36 41 Wolves 27 10- 9- 8 43:38 39 Port Vale 27 9-10- 8 39:35 37 Öxford 27 10- 7-10 38:37 37 Blackburn 26 8-12- 6 47:42 36 Bournemouth 2710- 6- 1143:4536 West Ham 27 9- 8-10 38:34 35 W'atford 27 9- 7-11 36:34 34 Leicester 27 9- 7-11 38:45 34 Plymouth 26 8- 7-11 41:37 31 Portsmouth 27 6-11-10 37:41 31 Middleshr. 27 8- 7-12 33:40 30 W.B.A. 27 7- 9-11 45:45 30 Brighton 27 8- 5-14 33:40 29 Hull 26 6-11- 9 31:38 29 Bradford 27 6-10-11 32:38 28 Barnsley 27 7- 7-13 29:50 28 Stoke 26 4-10-12 23:39 22 Fleck sá um Utd.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.