Dagur - 23.01.1990, Blaðsíða 16

Dagur - 23.01.1990, Blaðsíða 16
Samherji hf.: Togararnir veiddu fyrir 1,1 milljarð Togararnir fímm sem Samherji hf. á Akureyri gerði út á síð- asta ári veiddu samtals 13.786 tonn. Heildarverðmæti aflans losaði milljarð, var nánar til- tekið 1.113.913 þúsund krónur. Hjalteyrin II er með í þessum tölum en togarinn var seldur til Grenivíkur. Happafleytan Akureyrin EA- 10 var aflahæst íslenskra fiski- skipa á árinu 1989 og hún kom einnig með mestu verðmætin að landi. Heildaraflinn var 6.24/ tonn og aflaverðmætið 510.398 þúsund krónur. Margrét veiddi 3.955 tonn fyrir rúmar 298,5 milljónir kr. Odd- eyrin veiddi 1.507 tonn, aflaverð- mætið 158.208 þúsund. Hjalteyr- in II kom með 1.097 tonn að landi og var verðmæti aflans 88.665 þúsund krónur og loks veiddi Hjalteyrin I 980 tonn og fékk fyrir aflann rúmar 58 millj- ónir króna. SS M Ólafsijörður: Olvaður maður stal og ók íjórum bflum Snemma í gærmorgun gekk ölvaður maður milli bíla í Ólafsfírði og stal fjórum, reyndi að stela þeim fímmta og skemmdi þann sjötta. Bílunum fjórum ók hann upp í snjó- skafla vítt og breitt um bæinn. Lögreglan telur að snjórinn hafí bjargað því að bílarnir Sigluíjörður: Heimsmet í maraþondansi Siglfírðingar hafa ekki gert mikið af því að setja heims- met, fremur en aðrir Islending- ar, en um helgina komust þeir þó á spjöld sögunnar er nemendur í Grunnskóla Siglu- fjarðar settu heimsmet í mara- þondansi. Nemendurnir dönsuðu sam- fleytt í 56 klukkutíma samkvæmt ákveðnum reglum sem gilda um slíkan maraþondans og slógu þar með íslandsmetið. Rcyndar gerðu þeir gott betur því þetta afrek mun væntanlega koma þeim á síður Heimsmetabókar Guinnes. Pétur Garðarsson, skólastjóri, sagðist í samtali við Dag ekki hafa átt kost á að fylgjast með maraþondansinum en hann var að vonum stoltur af nemendum skólans. SS skemmdust ekki meira en raun ber vitni. „Petta hefði getað orðið stór- tjón ef hann hefði keyrt alla bíl- ana út af í auðu. Pað var mikil ferð á sumum þeirra, bílarnir fóru marga metra upp á ruðning- ana. Sem betur fer var Múlinn lokaður, annars hefðum við get- að misst hann þar fram af eða inn eftir,“ sagði lögregluþjónn í Ólafsfirði. Maðurinn viðurkenndi verkn- aðinn strax og var hann mjög drukkinn. Aðfaranótt mánudags var annar ökumaður tekinn á götum Ólafsfjarðar, grunaður um meinta ölvun við akstur. SS Þorrablótsnefndin í Bárðardal flutti bráðskemmtilega dagskrá á þorrablótinu á laugardagskvölúið. Þetta mynd- arlega naut leit við á samkomunni, sein við fáum að frétta nánar af í Degi á morgun. Mynd: im Friðsemd á fyrstu helgi í þorra - og ekki beðið með blótin Fyrsta helgin í þorra fór friðsamlega fram að sögn lög- reglu á Húsavík og Egilsstöð- um. Þorrablót voru víða haldin, m.a. í Bárðardal og á Tjörnesi, einnig var dansleik- ur á Breiðumýri í Reykjadal. Samkvæmt upplýsingum frá Húsavíkurlögreglunni gekk allt vel í sambandi við þetta samkomuhald og var helgin róleg hjá lögreglu, nema eitthvað var um að aðstoða þyrfti Ökumenn vegna veðurs og færðar á föstudagskvöld. Á Egilsstöðum biðu menn ekkert með að blóta þorra, heldur drifu í því strax á bónda- daginn. Varð úr hið besta blót þar sem menn átu súra punga og fylgdust með skínandi dagskrá, samkvæmt upplýsing- um lögreglunnar. Á laugardag var haldið þorrablót á Borgar- firði eystri og á sunnudag blót- uðu eldri borgarar á Egilsstöð- um þorra. Um næstu helgi verð- ur haldið þorrablót í Feilabæ. Helgin var óhappalaus á Hér- aði, og dásamlega tíðindalaus að sögn lögreglunnar. IM Fjárhagsáætlun Hitaveitu Akureyrar fyrir yfirstandandi ár: Vaxtagreiðslur erlendra lána áttfalt hærri en afborganir - prhagsáætlun Akureyrarbæjar til fyrri umræðu í dag Frumvarp að fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar kemur til fyrstu umræðu í bæjarstjórn í dag. Samkvæmt rekstraráætl- un frumvarpsins verður velta bæjarsjóðs í heild um 1299 milljónir króna á árinu. Þetta er 136 milljónum króna meiri velta en var samkvæmt sam- þykktri fjárhagsáætlun fyrir síðasta ár. Stærstu liðir á tekjuhliðinni eru útsvar, aðstöðugjald og fasteignagjald en tekjur af þessum þremur lliðum eru áætlaðar um 1235 milljónir. Fram kemur í frumvarpinu að erlend lán Hitaveitu Akureyrar voru um áramót tæplega 3,2 milljarðar króna. Áætlað er að á árinu verði afborganir erlendra lána rösklega 30 milljónir en í vexti af þessum lánum greiði veit- an hins vegar tæplega 238 millj- Raftækjaverslunin Akurvík á Akureyri: ónir króna. Samkvæmt rekstrar- áætluninni fær veitan 414 milljón- ir í tekjur og er þar reiknað með að vatnssala gefi 370,3 núlljónir. Samkvæmt fjárhagsáætlun veit- unnar verður hækkun á vatninu á árinu 18,5%. Rekstrarafgangur veitunnar fyrir afskriftir, fjár- magnskostnað og eignabreyting- ar er áætlaður um 330 milljónir króna. Lokað í gær Bæjarfógetaembættið á Akur- eyri kyrrsetti um helgina eignir raftækjaverslunarinnar Akur- víkur hf. á Akureyri. Þetta var gert að ósk Heimilistækja hf. í Reykjavík og er ástæðan van- skil Akurvíkur við Heimilis- tæki hf. Verslunin Akurvík var af þessum sökum lokuð í gær og var tilgreint í glugga versl- unarinnar að ástæðan væri krafa Heimilistækja hf. um vörutalningu í versluninni. Gunnar Gunnarsson, skrif- stofustjóri hjá Heimilistækjum, sagði það harla langsótta skýr- ingu að fyrirtækið hafi farið fram að kröfu Heimilistækja hf. í Reykjavík á vörutalningu. Innheimtuað- því hafi lögfræðingur Heimilis- gerðir hafi ekki borið árangur og tækja ekki séð annað fært en 'LOKAÐ j V<5;3«7Ck \/<yrUÍ£tln.!tmr veqna. KRöFU í mimusrm . H.r. •Ssíúnt $.'£? éHieoo 'Sx'Stm ?i!fp óska eftir því að eignirnar yrðu kyrrsettar meðan skuldin væri ógreidd. Gunnar vildi hins vegar ekki gefa upp um hversu mikla vanskilaskuld sé að ræða. „Þetta er tryggingaráðstöfun vegna ákveðinnar skuldar. Hefði krafan verið borguð þá hefði þetta verið í lagi en það var ekki gert svo að svona fór. Það er hins vegar búið að funda mikið með eigendum en ekki tekist enn að finna útgönguleið. En að sjálf- sögðu getur verslunin losað sig með því að borga þessa kröfu,“ sagði Othar Örn Petersen, lög- maður Heimilistækja í gær vegna þessa máls. JÓH Rekstrarliðinn félagsmál ber hæst í útgjaldahlið rekstraráætl- unar bæjarsjóðs. Útgjöld vegna félagsmála eru áætluð rúmlega 291 milljón króna en næst hæsti liðurinn er fræðslumái, 165,3 milljónir. Pá eru útgjöld vegna umhverfismála áætluð 72 milljón- ir. Þegar tekjur, rekstrargjöld, fjármunatekjur og gjöld og gjald- færður kostnaður hafa vcrið reiknuð saman er niðurstaðan sú að afgangurinn er 132,4 millj- ónir króna sem varið er til ýmissa framkvæmda á vegum bæjarins, svo og afborgana af lánum. Eins og áður segir verður frumvarp að fjárhagsáætlun til fyrri urnræðu í dag en síðari umræða er ráðgerð að mánuði liðnum. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.