Dagur - 23.01.1990, Blaðsíða 6

Dagur - 23.01.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 23. janúar 1990 Málmfríður Sigurðardóttir: Efling atvinnu íyrir konur Á síðustu áratugum hefur staða kvenna í þjóðfélaginu tekið stór- felldum stakkaskiptum einkum þó með tilliti til atvinnu. Heimil- ið er ekki lengur aðalstarfsvett- vangur þorra kvenna. Þá stað- reynd verður að viðurkenna hvaða augum sem sú breyting er litin. Konur hafa hópast út á atvinnumarkaðinn bæði til sjávar og sveita. Ekki væri rétt að segja að það sé alfarið þeirra eigin ósk. Oft hafa þjóðfélagslegar aðstæð- ur knúið þær til þess, svo sem það hve dýrt er að koma upp húsnæði, kröfur um aukna menntun almennings sem kostar fé og kröfur atvinnumarkaðarins til vinnuframlags þeirra. Nú er staðan nokkuð að breyt- ast. Samdráttur í landbúnaði veldur fólksfækkun í sveitum landsins, nýbúgreinarnar loð- dýrarækt og fiskeldi berjast í bökkum og sú staða bitnar á heimilum og þá jafnt á konum sem körlum þar sem þær eru líka í fyrirvinnuhlutverkinu. Atvinnu- leysi er nú meira í þorpum og þéttbýlisstöðum en áður hafa sést tölur um og ekki er fyrirsjáanlegt að úr því rætist á næstu mánuð- um. Á mörgum sveitaheimilum, einkum þar sem ekki eru ung börn, hefur kona, þó hún sé ein um heimilisforsjá innan stokks, oft tíma aflögu sem hún kysi að nota fyrir sjálfa sig til að læra eitthvað, til að endurhæfa sig eða beinlínis til vinnu heima eða utan heimilis í þeim beina tilgangi að drýgja tekjurnar. Þetta síðast talda er oftar en ekki af brýnni nauðsyn þó svo að efnahagslegar aðstæður bændakvenna séu afar mismunandi. En hvað er svo í boði fyrir sveitakonur til að mæta þessum þörfum? Innan flestra landbún- aðarbyggðarlaga hafa myndast þéttbýliskjarnar og sums staðar eru sjávarpláss í nánd. Þéttbýlis- staðir til sveita eru í kringum ylrækt eða gróðurhús, þar sem konur leggja fram drjúga vinnu, eða þá umhverfis skóla, hótel, elliheimili eða þjónustu af ein- hverju tagi. Sveitakonur sem þurfa að drýgja tekjur heimilisins leita í störf á þessa staði, sem kennarar, sem leiðbeinendur eða starfsstúlkur og í mörgum sveit- um eru þetta einu atvinnutæki- færi kvenna utan heimilis en hafa flest þá ókosti að vera árstíða- bundin, óviss og illa launuð. Konur á sveitabæjum í námunda við sjávarpláss leita einnig nokk- uð í vinnu þangað. í sumum til- fellum við svipuð störf og ég hef nefnt, en auk þess í nokkrum mæli til fiskvinnu. En í þeirri grein er yfirleitt litið á þær sem varavinnukraft og dragi úr atvinnu eru það þær sem fyrst er sagt upp. Það sem ég hef nú sagt undir- strikar mikilvægi þess máls sem hér er til umræðu en það eru var- anlegar úrbætur til að treysta atvinnuöryggi kvenna á lands- byggðinni. Konur vantar vinnu. Atvinnulíf landsmanna utan höfuðborgarsvæðisins er víðast hvar einhæft. Sums staðar stend- ur byggðarlagið og fellur með einni atvinnugrein eða jafnvel einu fyrirtæki. Þessi fábreytni í atvinnulífinu hefur orðið enn afdrifaríkari með breyttum þjóð- félagsháttum, ekki síst með auk- inni þátttöku kvenna í störfum utan heimilis. Er löngu orðið tímabært að taka mið af þeirri staðreynd. Hvað gera aðrar þjóðir? Stjórnvöld á Norðurlöndum hafa áttað sig á því hversu nauðsyn- legt það er að hlusta á hugmyndir kvenna og taka tillit til þeirra þegar rætt er um búsetuþróun. Þar eins og hér bitnar aukið atvinnuleysi og skortur á fjöl- breytilegum störfum fyrst og fremst á konum á landsbyggð- inni. Þær eiga oft ekki annarra kosta völ en að flytja til þéttbýl- isstaða í leit að atvinnu. Hefur því víða verið lögð sérstök áhersla á uppbyggingu atvinnu með tilliti til hugmynda og aðstæðna kvenna. Finnar hafa t.d. ráðunaut um atvinnuuppbyggingu kvenna í dreifbýli og það hefur skilað umtalsverðum árangri og á öllum Norðurlöndunum er eitthvað í gangi einmitt í þá veru að byggja upp þátttöku kvenna í atvinnulíf- inu. Fyrir skömmu var gerð sam- eiginleg könnun í Noregi, Sví- þjóð og Finnlandi á atvinnuhátt- um dreifbýlisins og því hvernig best mætti snúa af vegi fólks- fækkunar og auðnar, styðja landsbyggðina og byggja þar upp heilbrigt og gróandi mannlíf. Þessi könnun leiddi til þeirrar niðurstöðu að við mótun nýs atvinnulífs og atvinnutækifæra væri þátttaka kvenna höfuð- nauðsyn. Áhrifum þeirra yrði að koma að við atvinnureksturinn vegna þess að þær hafa aðra sýn og aðrar viðmiðanir. Þær yrðu að vera með þar sem ráðum væri ráðið og vegna vinnuframlags þeirra yrði að taka tillit til hags- muna þeirra. Ráðamenn í Noregi hafa látið í ljós að við uppbygg- ingu atvinnu í dreifbýli skuli þessar niðurstöður hafðar að leiðarljósi. Vonandi vitrast ráða- mönnum hér þessi sannleikur sem okkur konum finnst reyndar augljós. Árið 1986 var atvinnuþátttaka kvenna hér á landi 90,1%. Þátt- taka giftra kvenna í atvinnu utan heimilis hafði aukist úr um 20% árið 1960 í 84% árið 1986. Nú fer atvinnuleysi hins vegar vaxandi og kemur harðar niður á konum en körlum. Skráð atvinnuleysi er meira meðal kvenna en karla, en þar að auki er vitað mál að dulið eða óskráð atvinnuleysi er meira meðal kvenna en karla, einkum í dreifbýli. Vert er að benda á að 40% lögbýla í landinu bera aðeins eitt ársverk eða minna. Allt ber því að sama brunni. Það vantar ný störf fyrir konur. Frumvarp Kvennalistans Ætla mætti að einhverjir ráða- menn hafi komið auga á fyrr- nefndar staðreyndir, sbr. eftirfar- andi setningu í málefnasamningi núverandi ríkisstjórnar: „Sér- stakt átak verður gert til að auka fjölbreytni í atvinnu kvenna á landsbyggðinni." Efndir á því fyrirheiti eru hins vegar engar enn og því hafa þingkonur Kvennalistans lagt fram frum- varp til laga um breytingu á lög- um um Byggðastofnun, sem hljóðar svo: „1. gr. Við II. kafla iaganna bætist ný grein, er verði 13. gr., og orðist þannig: Við Byggðastofnun starfar deild sem hefur það hlutverk að vinna að uppbyggingu atvinnu fyrir konur. Til starfsemi deildar- innar skulu renna a.m.k. 20% af árlegum framlögum ríkisins til Byggðastofnunar og skal þeim varið til reksturs deildarinnar, ráðgjafar, lána, styrkja og ann- arrar fyrirgreiðslu vegna atvinnu- starfsemi kvenna. Nánari ákvæði um starfsemi deildarinnar setur ráðherra með reglugerð. 2. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1990. í 3. gr. laga um Byggðastofnun segir: „Byggðastofnun fylgist með þróun byggðar í landinu. Stofn- unin getur gert eða látið gera áætlanir um þróun byggða og atvinnulífs í þeim tilgangi að treysta búselu og atvinnu í byggóum landsins. I samræmi við hlutverk stofn- unarinnar veitir hún lán eða ann- an fjárhagslegan stuðning í því skyni m.a. að bæta aðstöðu til búsetu í einstökum byggðarlög- um og koma í veg fyrir að óæski- leg byggðaröskun eigi sér stað eða lífvænlegar byggðir fari í eyði.“ Stofnun sérstakrar deildar við Byggðastofnun, sem eingöngu fjalli um málefni kvenna, er ein leiðin til að fást við þann vanda sem leiðir af núverandi fábreytni og skorti á störfum fyrir konur. Eðlilegt er að konur hafi frum- kvæði í þessum efnum, en hvatning, ráðgjöf og bætt skilyrði eru nauðsynleg. Konur skortir sjálfstraust á þessum vettvangi. Þær hafa lítið sótt í atvinnuþró- unarsjóði. Eignaleysi kvenna hindrar þær í að stofna til skulda. Efla þarf frumkvæði kvenna Fyrsta verkefni kvennadeildar Byggðastofnunar yrði' að efla frumkvæði hjá konum, t.d. með fræðslufundum, hugmyndasam- keppni, almennri fræðslu, ráð- gjöf og handleiðslu og námskeið- um fyrir konur sem vilja stofna fyrirtæki. Þannig má minnka það forskot sem karlar hafa í þessum efnum. Tryggja þarf skilning á sérstöðu kvenna. Þess vegna er nauðsynlegt að við deildina starfi eingöngu konur sem hafa reynslu af kvennaráðgjöf og jafnréttis- málum. Fræðsla fyrir konur þarf að miðast við reynslu þeirra og þá staðreynd að iconum henta betur vinnu- og kennsluaðferðir sem byggjast á hópvinnu og óformleg- um samskiptum og efla frum- kvæði og áræði. Það er ekki nóg að breyta „hann“ í „hún“. Á óþekktu sviði eiga konur sérstak- lega erfitt með að meta hvað þær geta og hvað ekki og hverjar eru þeirra veiku og sterku hliðar. Kvennadeild á Akureyri Kvennadeild Byggðastofnunar er hreint byggðaverkefni. Þess vegna telja Kvennalistakonur mikilvægt að hún hafi aðsetur utan höfuðborgarsvæðisins og við bendum á Akureyri sem kjörinn stað í því efni. Rökin fyrir því eru þau að þar hefur á undan- förnum árum verið unnið að sam- norræna verkefninu „BRYT“ eða „Brjótum múrana“ sem er þróunarverkefni á sviði jafnrétt- ismála. Þá er á Akureyri útibú frá Byggðastofnun, hið eina á land- inu. Á sama stað er svo aðsetur Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar sem unnið hefur markvisst að atvinnuþróun á Eyjafjarðarsvæð- inu. Kvennalistakonur leggja því til að sett verði ákvæði í reglugerð um að kvennadeildin starfi við útibú Byggðastofnunar á Akur- eyri. Enn fremur vcrði í rcglu- gerð ákvæði um að viö deildiha starfi cingöngu konur með reynslu ai jainrettisstaríi og kvennaráo- gjöf sem hafi með höndum rekst- ur deildarinnar, meti umsóknir um aðstoð, veiti ráðgjöf og hand- leiðslu og annist námskeið fyrir konur. Einnig komi frant í reglu- gerð ákveðin stefna þar sem t.d. þær hugmyndir fái forgang sem stuðla að nýjungum í atvinnu- rekstri byggðarlagsins eða byggj- ast á hráefni eða annarri auðlind byggðarlagsins. Einnig væri hugs- anlegt að veita þeim konum for- gang sem fara út í óhefðbundinn atvinnurekstur, annaðhvort óhefðbundinn fyrir byggðarlagið eða óhefðbundinn fyrir konur. Átak til eflingar atvinnu fyrir konur í dreifbýli getur vissulega fallið undir almenna starfsemi Byggðastofnunar. Reynslan hef- ur þó sýnt að hætt er við að önnur verkefni fái sjálfkrafa forgang. Þess vegna þarf að marka kvenna- deild sérstakan sess með lögum, deild sem vegna sérstöðu sinnar ætti auðveídara með að tileinka sér og tryggja ný vinnubrögð sem eru aðgengileg konum. Fyrir rúmu ári héldu kvenna- listakonur ráðstefnu á Hvanneyri um atvinnumál kvenna í dreif- býli. Ýmsar athyglisverðar niður- stöður komu þar fram en athygl- isverðast þótti mér að heyra hug- myndaauðgi kvennanna um möguleika á margvíslegri atvinnu- starfsemi fyrir konur og langsam- lega athyglisverðast hvernig þær hugsuðu sér uppbyggingu þess. Hugmyndir þeirra byggjast allar á samvinnu kvenna. Atvinnu- reksturinn taki mið af börnum og heimili og því að störfum skuli hagað þannig að konur séu ekki knúðar til að varpa frá sér ábyrgð á fjölskyldunni. Við getum að gamni litið á á móti hvernig karlar byggja upp atvinnufyrirtæki. Þar eru konur, börn og þarfir þeirra ekki inni í myndinni þó að gengið sé út frá því að vinnuframlag kvenna sé nýtt. Þó er ávallt vísað til karl- anna sem hinna ábyrgu aðila. Konur miða við að byrja smátt en efla reksturinn hægt og örugg- lega. Karlar vilja byrja stórt, verða ríkir strax og sorglegar afleiðingar þess hugsunarháttar blasa allt of víða við. Vandi Iandsbyggðarinnar Landsbyggðinni er nú bráður og stórkostlegur vandi á höndum um atvinnumál og atvinnuupp- byggingu sem ég fæ ekki séð að verði leystur nema með aðstoð stjórnvalda í einhverju mæli. En heimamenn verða sjálfir að eiga frumkvæði, hugmyndir og tillög- ur um hvað gera skuli og þar verða konur að hafa frumkvæði að sínum hluta og hugmyndirnar skortir þær ekki. Það skiptir öllu máli um framtíð landsbyggðar- innar að tillit sé tekið til þess að þannig þarf að búa að konum að þær geti komið inn í atvinnulífið á eigin forsendum, að atvinnu- uppbyggingin taki mið af því hvað hentar konum því án þátt- töku kvenna verður ekki um neinar raunhæfar úrbætur að ræða í atvinnumálum dreifbýlis- ins. Og með tilvitnun til þeirra orða í stjórnarsáttmálanum „að sérstakt átak verði gert til að auka fjölbreytni í atvinnu kvenna á landsbyggðinni“ skora Kvenna- listakonur á ríkisstjórnina að láta nú athafnir fylgja orðum, tryggja þessu frv. framgang. I stjórnarsáttmálanum eru einnig fyrirheit um að taka fyllsta tillit til byggðamála við uppbygg- ingu atvinnulífsins og einnig um það að stuðlað verði að æskilegri byggðaþróun sem hlýtur að þýða það að vilji ráðamanna sé að byggð haldist sem víðast um landið. Til þess að svo verði þarf nýja strauma og stefnur í atvinnulífinu og að því miðar þetta frv. Það skiptir meira máli um byggðafestu en margir gera sér ljóst að konur um landið allt, til sjávar og svcita, eigi kost á atvinnu sem miðast við þarfir þeirra. Konur vantar vinnu. Málmfríður Sigurðardóttir. Höfundur er þingmaður fyrir Kvennalist- ann í Norðurlandskjördæmi eystra. Sólveflir 7 á Akureyri er tíl sölu Húsiö býður upp á fjölbreytta nýtingu svo sem - ein- býli - fjölbýli - sambýli. Upplýsingar gefnar í síma 96-24000 á daginn og 96- 22424 á kvöldin. Tilboð óskast. Réttur áskilinn að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. uievmiö ekki að gefa smáfuglunum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.