Dagur - 28.02.1990, Blaðsíða 1

Dagur - 28.02.1990, Blaðsíða 1
73. árgangur__________Akureyri, miðvikudagur 28. febrúar 1990 41. tölublað Altt -fyrir- HAFNARSTRXTI 9? 60Z AKUREYRI SfMI 96 26708 BOX 397 Snjóhengjur og grýlukerti á þakskeggjum geta valdift gangandi vegfarendum tjóni. Húsráðendum skal bent á að fjarlægja þessa afurft vetrarins. Mynd: kl RaíVeita Akureyrar kaupir stjórntölvu frá Portúgal: Fullkominn tölvubúnaður á vakt yfir raforkukerfi bæjarins Rafveita Akueyrar hefur fest kaup á tölvukerfí frá Portúgal sem tengt verður við kerfí veit- unnar í sumar. Þetta kerfí er hliðstætt stjórnkerfí Lands- virkjunar sem tekið var í notk- un fyrir skömmu í nýrri stjórn- stöð í Reykjavík en kerfið hjá Rafveitu Akureyrar safnar saman ýtarlegum upplýsingum um raforkukerfí veitunnar þannig að meira rekstraröryggi fæst, auk þess sem nýir mögu- leikar opnast í sölu á rofínni orku til iðnaðarfyrirtækja. „Ein hlið kerfisins er sú að varna bilunum en jafnframt get- um við með þessu kerfi fjarstýrt spennistöðvunum í bænum þann- ig að ef bilanir verða þá getum við séð strax hvar þær eru og stytt með því hugsanlegan roftíma. Auk þess vakir þetta kerfi yfir álagstoppnum þannig að við náum hagstæðari innkaupum á raforku. Reyndar fullnýtum við ekki alla möguleika kerfisins strax á fyrsta ári en smám saman munum við bæta við kerfið og fullkomna það,“ segir Svanbjörn Sigurðsson, rafveitustjóri. Tölvubúnaðinum verður kom- ið fyrir í stjórnherbergi í verk- stæðishúsi Rafveitu Akureyrar á Gleráreyrum. Búnaðurinn kem- ur hingað til lands í apríl en gert er ráð fyrir að taka hann í notkun í haust. Svanbjörn segir að þessi bún- aður verði fljótur að skila hagn- aði. Álagsvaktin er nú handvirk og kostar miklar vaktir sem hverfa með tilkomu tölvubúnað- arins. Þetta kerfi rafveitunnar hefur hlotið heitið „stjórnvaki". í heild er kostnaður við þetta nýja kerfi um 10 milljónir króna. Könnun var gerð á því hvort þessi kaup yrðu Rafveitu Akureyrar hag- stæð og reyndist svo vera. „Við getum sagt að með þess- um kaupum sé draumur að rætast,“ sagði Svanbjörn. JÓH Skagaíjörður: Mokveidi á innflarðarrækju - bátar með þrjú til ijögur tonn í kasti Mokveiði hefur verið á rækju á Skagafirði. Fjórir bátar stunda veiðar á innfjarðarrækju á Skagafírði, rækjan sem veiðst hefur er stór og góð til vinnslu. Hitaveita Akureyrar og Orkustofnun sækja um styrk hjá Rannsóknarráði Bátarnir fjórir, þrír frá Sauðár- króki og einn frá Hofsósi fengu nokkur mjög góð höl fyrir helgina, allt upp í þrjú til fjög- ur tonn þeir sem mest fengu. Þeir leggja allir upp hjá rækju- vinnslunni Dögun á Sauðár- króki. vegna stórmerkrar tilraunar: Er hugsanlegt að lengja endingar tíma vatns með „niðurdælingu“? Hitaveita Akureyrar og Orku- stofnun hafa nýverið sótt um styrk hjá Rannsóknarráöi ríkisins vegna tilraunar við að dæla niður vatni á Laugalandi, þ.e.a.s að ganga úr skugga um hvort unnt sé að dæla volgu eða köldu vatni niður og freista þess að lengja endingar- tíma þess. Samkvæmt áætlun mun þessi tilraun kosta tvær milljónir króna og ef styrkur- inn fæst verður hún gerð næsta sumar. Stokkahlaðalaug og hugsanlega eina holu á Laugalandi til að staðsetja vinnsluholu. „Eftir fimm ár getum við þurft að fara að gera eitthvað í sam- bandi við stærstu toppa að vetrin- um. Við munum halda þessum rannsóknum áfram, en við erum ekki í neinni „panik“. Þetta velt- ur mikið á niðurstöðum forða- fræðirannsóknanna. Hugsanlega eigum við topp sem endist í hundrað ár miðað við að taka eitthvert hámarksmagn úr hon- um,“ sagði Franz. Að sögn Ólafs G. Flóvenz, hjá jarðhitadeild Orkustofnunar, ollu tilraunaboranir í Botni í des- ember sl. nokkrum vonbrigðum. Hins vegar segir Ólafur að endanlegar niðurstöður þeirra liggi ekki fyrir. Ólafur segir að Orkustofnun beini einnig sjónum að heitu vatni á Laugalandi á Þelamörk. „Við vitum þar af 90 gráðu vatni en við þurfum hins vegar að finna það. Þetta vatn er yfirleitt bundið við mjög þröngar rásir í jörðinni. Vatns- kerfið þarna er á um eins og hálfs kílómetra dýpi en það teygir sig upp og við höfum mestan áhuga á að finna anga þess sem eru grynnra. Tilraunaboranir hafa veitt okkur töluverða vitneskju um þetta svæði en ekki nóga til þess að við treystum okkur til að bora nýja dýra holu," sagði Ólaf- ur. óþh Dögun fékk úthlutað hundrað tonna aukakvóta eftir áramótin og nú þegar eru sextíu tonn veidd. Þau fjörtíu tonn sem eftir eru duga til að halda uppi vinnu í tvær vikur fyrir þá tólf starfs- menn sem vinna í rækjuvinnsl- unni og þá sjómenn sem veiðarn- ar stunda. Að sögn Sigríðar Aradóttur verkstjóra hjá Dögun á Sauðár- króki gengur rekstur rækju- vinnslunnar þokkalega og mark- miðið væri að halda uppi vinnu eithvað fram á vorið. Mikilvægt væri að fá aukningu á kvóta, en umsókn þess efnis verður fljót- lega send Sjávarútvegsráðuneyt- inu. „Það væri gott að fá svolitla aukningu en auðvitað verður að gæta að því að ganga ekki of nærri stofninum," sagði Sigríður að lokum. kg Síldarverksmiðjur ríkisins á Siglufirði: Mesta loðnan á vetrarvertíð í níu ár Síldarverksmiður ríkisins á I bræða loðnu og er unnið á Siglufirði hafa tæpast undan að | vöktum allan sólarhringinn. x Vegir á Norðurlandi: Ofærir eða illfærir Samkvæmt drögum að fjár- hagsáætlun Hitaveitu Akureyrar fyrir árið 1990 er gert ráð fyrir að verja um 13 milljónum króna til jarðhitarannsókna og borana til frekari vatnsöflunar fyrir veit- una. Ætlunin er að nýta fjármun- ina fyrst og fremst til frekari rannsókna á svæðinu við Hrafna- gil og þá verður Þelmerkursvæð- ið áfram skoðað. Að sögn Franz Árnasonar, hitaveitustjóra, verður á þessu ári áfram unnið úr gögnum vegna tilraunaborana á Laugalandi á Þelamörk og Botni við Hrafnagil. Gert er ráð fyrir að vinna fyrir 1200 þúsund að forðafræðilíkani fyrir borholurnar á Laugalandi í Eyja- firði. Að þessu líkani hefur verið unnið í tvö ár, en ætla má að þessari vinnu ljúki ekki fyrr en að tveimur árum Iiðnum. Franz nefnir að til standi að bora nokkrar grunnar holur við Flestir vegir á Norðurlandi voru ófærir eða illfærir í gær og hafa sumir verið lokaðir síð- an á sunnudag. Vegagerð ríkis- ins á Akureyri reyndi ekki að ryðja leiðina suður og ekki heldur austur, hvorki í gær né á mánudaginn. Skafrenningur var á fjallvegum svo og ofan- koma og mokstur tilgangslaus. í gær var rutt frá Akureyri til Dalvíkur, einnig til Svalbarðseyr- ar og fram í Hrafnagil. Ekkert var átt við snjómokstur á öðrum leiðum og er því sem fyrr ófært eða þungfært á flestum vegum norðanlands. í dag er fyrirhugað að ráðast á Öxnadalsheiðina ef veður leyfir og er stefnt að því að opna leið- ina til Reykjavíkur og austurleið- ina ei'nnig. Búast má við að mokstur gangi hægt því fannferg- ið er mikið. SS Nú stefnir í að loðnubræðsian á vetrarvertíðinni verði sú mesta frá upphafi í sögu SR á Siglufirði. Þórhallur Jónasson, rekstrar- stjóri SR, segir að frá áramótum hafi verið landað 57 þúsund tonn- um hjá verksmiðjunni á Siglu- firði. Alls hefur verið landað 77 þúsund tonnum frá því að loðnu- veiðarnar hófust síðastliðið haust. Þróarrými er ennþá laust á Siglufirði, en í gær voru 7 þúsund tonn í þrónum og tekur fjóra til fimm daga að bræða þau. Afköst verksmiðjunnar eru 1400 tonn á sólarhring. „Nú er svo komið að loðnan er komin vestur undir Reykjanes, og lítið þróarrými er eftir í Reykjavík, Akranesi, Bolungar- vík og Grindavík. Af þeim stöð- um sem hafa eitthvert þróarrými aflögu er styttst að fara til Siglu- fjarðar," segir Þórhallur. Öruggt er talið að vetrarvertíð- in í ár slái öll eldri met hjá SR á Siglufirði. Samkvæmt upplýsing- um Þórhalls Jónassonar var eldra metið 60 þúsund tonn, á vetrar- vertíðinni 1981, en ljóst þykir að það met verði slegið nú. „Við sláum ekki metið fyrir vertíðina í heild því haustið var afspyrnu lélegt, eins og menn vita,“ segir hann. EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.