Dagur - 28.02.1990, Síða 5

Dagur - 28.02.1990, Síða 5
Miðvikudagur 28. febrúar 1990 - DAGUR - 5 Tómas Ingi Olrich. athyglisvert svæði, sem í senn verður helgað útivist og þar getur fólk fræðst um ólíkar trjátegund- ir. Ég trúi að trjásafnið verði með tímanum álíka eftirsótt og Lysti- garðurinn. Á svæðinu sunnan Gróðrar- stöðvarinnar og suður að Btunná hefur verið mikið plantað og ligg- ur nærri að þar sé nú komið sam- fellt gróðrarsvæði. Þær fram- kvæmdir hefur Skógræktarfélag Eyfirðinga annast fyrir Hitaveitu Akureyrar. Ég vona að þetta fátæklega yfirht gefi nokkra mynd af því starfi, sem unnið hefur verið síð- astliðin tíu ár í umhverfismálum, og á mikinn þátt í að gera Akur- eyri að bæjarfélagi, sem nýtur virðingar hérlendis og erlendis fyrir framlag sitt til þessara mála. (Og hefur þá ekki verið minnst einu orði á þá stórkostlegu aðstöðu, sem bæjarbúum er búin í Hlíðarfjalli.) Þessu til staðfest- ingar vil ég benda þér á umsögn A. Robertson í ársriti Skógrækt- arfélags fslands. Robertson er skógvísindamaður við skógrann- sóknastofnunina í St. John’s á Nýfundnalandi. Hann hefur m.a., rannsakað mildandi áhrif gróðurs á vind og skrifað um ráðstafanir, sem hægt er að gera með gróðri til að bæta staðviðri. í umfjöllun sinni í skógræktarritinu nefnir hann nokkur dæmi um tilraunir í þessa veru á íslandi. Hann klykk- ir út með eftirfarandi athuga- semd: „Að sjálfsögðu er besta lausnin að fylgja fordæmi Akur- eyringa og planta trjám og runn- um saman í íbúðarhverfum, iðn- aðarsvæðum og almenningsgörð- um. Umhverfisskógræktin á Akureyri bætir mjög umhverfið með því að skýla bæjarbúum fyr- ir kaldri norðaustanáttinni. Þessi skógrækt eykur hróður þessa garðyrkjubæjar norðursins." Ég er þeirrar skoðunar að ekki sé með sanngirni hægt að saka þetta bæjarfélag um að bera ekki fyrir brjósti hag þeirra, sem vilja njóta útivistar. Það á einnig við um skipulagsnefnd bæjarins, sem er einn þeirra mörgu aðila sem starfa að hagsmunum bæjarbúa í umhverfismálum. Garðyrkjudeild Akureyrar- bæjar hefur eflst mjög mikið á níunda áratugnum. Efast ég um að önnur bæjarfélög eyði meiri tekjum hlutfallslega til umhverf- ismála en Akureyrarbær. Þessi mikli vöxtur umhverfisdeildar- innar kemur ekki síst fram í því hve gróðursetning á vegum bæj- arins hefur aukist mikið á þessum áratug. Allan áratuginn hefur verið plantað á innsvæðum bæj- arins (þ.e. fyrir utan það sem gróðursett hefur verið í Kjarna- skógi og bæjarbrekkum) 10 til 20 þúsund trjám árlega. Þess utan hafa 20 til 50 þúsund tré verið gróðursett í útsvæði bæjarins á ári hverju. Hins vegar er það eðli upp- græðslustarfs, að árangurinn sést ekki fyrr en að árurn eða áratug- um liðnum. Það er því skiljanlegt að óþolinmæði gæti, ekki síst hjá þeim sem ekki fást sjálfir mikið við gróðurstörf. Þvt' vil ég nú, Jón Hjaltason, nota tækifærið og bjóða þér inngöngu í Skógrækt- arfélag Eyfirðinga, því þar starfa margir, sem, eins og þú, bera hag bæjarbúa fyrir brjósti, ekki síst í umhverfismálum. Þú ert, eins og ég, hrifinn af Kjarnaskógi. Starf- ið þar hófst fyrir tæpum fjörutíu árum. Umhverfismálin eiga sér oft langan aðdraganda eins og þú sérð af þessu dæmi. Af þessum sökum verður þú líka að umbera mér að ræða um málin jafnt í nútíð, fortíð sem framtíð. Okkur skógræktarmönnum er þetta eðli- legt, við getum ekki að því gert. Að því er varðar athugasemdir þínar um íbúðarhúsagötur og samanburð þinn við Breiðholts- hverfi, er þetta að segja. „Botn- langar" geta verið góðir, en hafa eins og önnur mannanna verk, sína annmarka. Þeir sem búa yst við „botnlangann" verða að þola alla þá umferð, sem um götuna „Ég er þeirrar skoðunar að ekki sé með sanngirni hægt að saka þetta bæjarfélag um að bera ekki fyrir brjósti hag þeirra, sem vilja njóta útivistar. Það á einnig við um skipulagsnefnd bæjarins, sem er einn þeirra mörgu aðila sem starfa að hagsmunum bæjarbúa í umhverfismálum. “ fer. í mörgum tilfellum er æski- legra að hafa íbúðarhúsagötur opnar í báða enda, en sjá til þess í skipulagi að engin óþarfa umferð laðist að hverfinu. Ég skal gefa dæmi. Suðurbyggðin er opin til beggja enda, og þangað fara fáir akandi sem ekki eiga þangað erindi. Þess ber og að gæta að mikill snjór getur gert íbúum í botnlangagötum crfitt fyrir. Þessi mál verða því að ráð- ast af aðstæðum. Við þurfum ekki að deila um Dalsbrautina, alla vega ekki sunnan Þingvallastrætis, því báð- ir erum við hcnni mótfallnir. Hins vegar er rétt að geta þess hér um hvað sú deila snýst. Akureyringar búa við fremur erfiðar aðstæður í umferðinni: Tengsl milli Suður-Brekkunnar annars vegar og Miðbæjar og Oddeyrar hins vegar eru erfið. Neðsti hluti Þingvallastrætis er afar þröngur. Neðan Mýrarvegar eru íbúðarhús við götuna. Kaup- angsstræti er mjög bratt; Oddeyr- argatan er þröng og brött íbúð- argata, þangað sem afar óæski- legt er að beina gegnumakstri. Hrafnagilsstræti er að mestu mjó íbúðarhúsagata, og Eyrarlands- vegur bæði mjór og brattur. Þórunnarstræti er að vísu breið gata, en við það standa fjölmörg íbúðarhús auk þess sem neðsti (austasti) hluti götunnar er brattur. Þegar sunnar kemur fer mikil umferð gangandi fólks yfir Þórunnarstrætið. Með þrenging- um og umferðarljósum hefur ver- ið leitast við að auka öryggi gang- andi vegfarenda, en það breytir því ekki að óæskilegt er að beina aukinni umferð á Þórunnarstræt- Af öðrum leikurum er rétt að minnast á Atla Bjarnason, sem leikur Nilla og á nokkra góða spretti í hlutverki sínu, og Þuríði Schiöth, sem leikur ömmuna og einnig ráðskonu á elliheimili. Þuríður er skemmtilega hressileg í hlutverki sínu sem amman, en nokkuð deyfðarleg í ráðskonu- hlutverkinu. Ekki má svo við þetta efni skiljast, að ekki sé minnst á Kristján Jónsson, sem leikur Engilbert, gamlan mann, sem Daddi heimsækir reglulega. Kristján nær góðum tökum á persónunni og skapar skemmti- lega og sannferðuga mynd af gömlum manni, sem hefur annars vegar allt á hornum sér í van- máttugri tilraun til þess að láta, sem hann þarfnist engra, en er hins vegar undir niðri smár og einmana í þeirri höfnun, sem þjóðfélagið sýnir eldri borgurum sínum. Leikstjóri uppsetningar Leik- félags Öngulsstaðahrepps á „Dagbókinni hans Dadda“ er Jón Stefán Kristjánsson. Hann hefur unnið verk sitt snyrtilega. Stöður ganga vel upp og hreyfingar flytj- enda eru hnökralausar. Hins veg- ar skortir nokkuð á snerpu í flutningi, svo að við borð liggur að á stundum sé of rólega farið. Freyvangsleikhúsið á sér all- glæsilega fortíð, þó ekki sé langt liðið frá því að það var sett á laggirnar. Skammt er að minnast ,góðra uppsetninga þess á til dæmis „Tobacco Road“ og „Kviksandi" fyrir nokkrum árum. Starfsemi félagsins hefur verið í nokkurri lægð undanfarin fáein ár. Uppsetning félagsins á „Dagbókinni hans Dadda“ vekur vonir um, að félagið sé aftur á uppleið og er það fagnaðarefni ef svo reynis. Haukur Ágústsson. ið. Af þessum sökum hafa skipu- lagsfræðingar og skipulagsnefnd- armenn leitað leiða til að bæta samgöngukerfið milli Brekkunn- ar og Miðbæjarins. í gildandi aðalskipulagi, sem nú er verið að breyta, var gert ráð fyrir að Dalsbraut þjónaði einkum þessu hlutverki að miðla umferð til Oddeyrar og Miðbæjar og draga þar með úr umferðaþunga á Hrafnagilsstræti, Þingvallastræti, Þórunnarstræti, Oddeyrargötu og Kaupangsstræti. Dalsbrautin tengdist í gamla aðalskipulaginu til suðurs fyrirhuguðu bygginga- svæði við Naust og Hamraborgir. Auk þess var gert ráð fyrir að Mýrarvegur tengdist til norðurs við Dalsbraut. í þcim tillögum að nýju aðal- skipulagi, sem nú er að fæðast, er ekki gert ráð fyrir að Dalsbrautin tengist íbúðarsvæðunum við Naust og Hamraborgir beint. í því skipulagi er miðað við að svokallaður Mjólkursamlagsveg- ur verði mjög mikilvæg sam- gönguleið milli Suðurhverfanna og Síðuhverfis og liggi til suð- austurs frá Mjólkursamlaginu fram á brekkubrún við Nausta- bæina. Þaðan er svo tenging nið- ur á Drottningarbraut, sem ég geri ráð fyrir að muni gegna all- vel því hlutverki áð beina umferð frá suðurhverfunum til Miöbæjar og Oddeyrar. Ég tel að þessar tcngibrautir, ásamt Dalsbraut norðan Þingvallastrætis, muni leysa þann tengslavanda við Miðbæ og Oddeyri, sem rætt var um hér að framan. Því fcr aö vísu fjarri að lausnin sé fullkomin. Réttara væri að lýsa henni sem skásta kosti, frá mínum bæjar- dyrum séð. Ég hef þessi orð ckki fleiri að sinni. Rétt er að leggja áherslu á það í lokin, að Akureyri stæði ekki framarlega í umhverfismál- um, ef hér færu ekki saman mikill skilningur bæjaryfirvalda á þess- um málaflokki og rótgróin hefð í garðyrkju, sem ríkir meðal bæj- arbúa. Starf einstaklinganna skiptir ekki síður sköpurn cn starf bæjarfélagsins. Milli þessara aðila á að ríkja samstarf, en einn- ig samkeppni, gagnkvæm hvatn- ing. Þess ber einnig að geta, að þó ég telji að bæjaryfirvöld hafi staðið vel að umhverfismálum, þá má lengi gera betur. Ég vil að lokum, Jón, þakka þér fyrir umfjöllun þína um skipulags- og umhverfismál. Það er mikils vert að menn komi sjón- armiðum sínum á framfæri. Bráðlcga verður aðalskipulag Akureyrar fyrir næst 20 árin aug- lýst. Ér ég sannfærður um að skrif þín verða fólki hvatning til að skoða það náið og láta skoðanir sínar í ljósi. Akureyri 25.2.1990, Tómas Ingi Olrich. -• 2.33 fglSi m 5 S10: Z c. > 33 0 00 00 00 fi> c </> V 0 Í' c p+ 3 0) Menntamálaráðuneytið Um rannsóknarstyrki frá J. E. Fogarty International Research Foundation. J.E. Fogarthy-stofnunin í Bandaríkjunum býður fram styrki handa erlendum vísindamönnum til rannsókna- starfa við vísindastofnanir í Bandaríkjunum. Styrkir þessir eru boðnir fram á alþjóðavettvangi til rannsókna á sviði læknisfræði eða skyldra greina (biomedical or behavioral sciences), þar með talin hjúkrunarfræði. Hver styrkur er veittur til 12 eða 24 mánaða frá miðju ári 1991 og á að standa straum af dvalarkostnaði styrk- þega (18.000 til 22.000 bandaríkjadalir), auk ferða- kostnaðar til og frá Bandaríkjunum. Einnig er greiddur ferðakostnaður innan Bandarikjanna. Til þess að eiga möguleika á styrkveitingu þurfa umsækjendur að leggja fram rannsóknaáætlun í sam- ráði við stofnun þá í Bandaríkjunum sem þeir hyggjast starfa við. Nánari upplýsingar um styrki þessa veitir Atli Dag- bjartsson, læknir, barnadeild Landspítalans (s. 91- 601000). - Umsóknir þurfa að hafa borist menntamála- ráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Fteykjavík, fyrir 15. júlí n.k. Menntamalaráðuneytið, 16. febrúar 1990.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.