Dagur - 28.02.1990, Blaðsíða 6

Dagur - 28.02.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 28. febrúar 1990 Leikfélag Húsavíkur: Land míns föður - fylgst með undirbúningi og æfingu, en frumsýning er í lok næstu viku Land míns fööur eftir Kjartan Ragnarsson verður frumsýnt í Samkomuhúsinu af Leikfélagi Húsavík- ur í lok næstu viku. Leikstjóri er Sigurður Hall- marsson. David Thompson er tónlistarstjóri, en tónlistin í verkinu er eftir Atla Heimi Sveinsson. Einar Þorbergsson stjónar æfingum á dönsum í verkinu. Að meðtöldum hlóðfæraleikurum eru 47 manns sem koma fram á sýningum og er þetta fjöl- mennasta sýning sem Leikfélag Húsavíkur hefur sett á svið. Margir leikaranna eru þó í 2-3 hlutverk- um og sumir jafnvel í 5-6 smáhlutverkum, enda þarf búningadeildin að sjá leikendum fyrir talsvert á annað hundrað búningum og þar er svo sannar- lega í nógu að snúast þessa dagana. t verkinu taka þátt margir af reyndustu leikurum Húsvíkinga og einnig stígur fólk sín fyrstu skref á sviði í þessum leik. Ánægjulegt er að sjá hóp nem- enda Framhaldsskólans á Húsa- vík koma til liðs við leikfélagið. Þó þetta fólk sé ungt að árum er það vel skólað eftir veru sína í „Þetta er Hrefna Jónsdóttir er aðstoðar- leikstjóri. Hún hefur starfað með leikfélaginu I fjölda ára og leikið mörg eftirminnileg hlutverk, en hið fyrsta þeirra var hlutverk Goldu í Fiðlaran- um á þakinu. Hún var einnig Tobba trunta í Sölku Völku, Maggí í Ofureíli og Meg Dillon í Gísl, svo einhver þeirra séu nefnd. „Ég var búin að vera hvíslari og gera allan fjandann í mörg ár áður en ég fór að leika. Við höf- um verið að rifja þetta upp og hlægja, því að núna eru svipaðir hlutir að gerast. Tveir karlmenn voru fengnir til að vera með og syngja í kórnum, einhvers staðar á bak við eða niður í stiga, en nú eru þeir báðir komnir inn á svið og eru með hlutverk, þó þau séu ekki stór þurfa þeir bæði að leika, syngja og dansa. Svona var þetta með mig á sínum tíma; ég var spurð hvort ég vildi ekki vera með í kórnum og það var allt í fína, og það var líka allt í lagi þó ég segði nokkrar setningar, og svo endaði ég í hlutverki Goldu. Þetta vill oft verða svona,“ sagði Hrefna. Dagur leit við hjá henni í eldhúsi Samkomuhússins, þar sem hún stóð við eldavélina með tvær pönnukökupönnur á lofti í einu og töfraði af þeim þykka stafla af þunnum og himneskum pönnukökum handa stórum hóp af fólki sem vann við að þrífa og setja upp nýju stólana í húsið einn laugardaginn. „Nú er ég aðstoðarleikstjóri og það er afskaplega fínn titill," seg- Myndir og texti: Ingibjörg Magnúsdóttir leiklistarklúbbnum og uppsetn- ingu tveggja verka undir stjórn Einars Þorbergssonar á síðasta ári. Dagur leit inn á æfingu hjá leikfélaginu sl. fösudagskvöld, á tímamótum sem lærdómríkt var að fá að fylgjast með. Hópar fólks voru að koma hver úr sínu ir Hrefna og hlær glaðlega. En hvaða störf, önnur en pönnu- kökubakstur, eru aðstoðarleik- stjóranum ætluð? „Að vera leik- stjóra til aðstoðar, eins og felst í orðinu. Ég held þetta sé hugsað þannig að betur sjái augu en auga. Svo eru praktísku hlutirnir; að sjá um að fólk viti um æfingar og að hjálpa til við að skipuleggja æfingar fram í tímann.“ - Og hvernig líkar þér þetta hlutverk? „Mig hefði langhelst langað til að vera í kórnum, því það er svo hrikalega skemmtileg músík í þessu verki. En það þarf einhver að vinna þessi störf og þetta er ný reynsla fyrir mig. Við erum alltaf að safna okkur reynslu." - Hvað gefur það þér að starfa í leikhúsinu? Hrefna Jónsdóttir, aðstoðarleik- stjóri við pönnukökubakstur. Sigurður Hallmarsson, leikstjóri. horni með leik og dans og söng, og nú skyldi flétta alla þessa séræfðu þætti saman og taka snurðurnar af þræðinum. Einn og „Það gefur mér alveg heilmikla lífsfyllingu. Allir sem eru með í þessu gera það mest vegna félags- skaparins. Hér er góður andi og þetta er ekki hægt nema fólkið vinni saman eins og einn maður. Þeir sem eru á sviðinu geta svo fengið heilmikla útrás. Eg er ein af þessum konum sem ekki kann að prjóna og ég er ómyndarleg húsmóðir. Sumir safna frímerkjum, eða ditten og datten, en ég geri þetta. Þetta er eitthvað sem að heltekur mann og ég held að enginn geti útskýrt af hverju. Þetta er baktería sem ekki er búið að finna bóluefni við.“ - Er ekki mikil vinna við að setja upp svona sýningu? „Þetta er hrikaleg vinna, og það er ekki hægt að búast við að fólk sem aldrei hefur komið nálægt þessu geri sér grein fyrir hve mikil vinna þetta er. Leik- húsgestir sjá bara árangurinn, en ' meðan á undirbúningi sýningar stendur eru það þúsund smáatriði sem þarf að huga að. Á síðustu árurn er fólk þó að átta sig betur á að fleiri koma við sögu en fólk- ið á sviðinu, tæknifólkið og fólkið á bak við, svo sem sviðsmennirn- ir og ljósamennirnir.“ - Finnst þér þetta þakklátt starf af hálfu bæjarbúa? „Fólkið í bænum sýnir þessu starfi vaxandi áhuga, og það styngur í stúf við það að tölur sýna að aðsókn dregst saman. Fólk fylgist samt með og spyr hvar sem við komum um hvernig gangi og hvenær sýningar hefjist. Við finnum að fólkið fylgist með og ég held að almennt séu Húsvíkingar svolítið stoltir af leikfélaginu sínu. Jú, þetta er þakklátt starf og það er auðvitað skemmtilegast þegar vel gengur og húsfyllir er.“ IM einn nýr búningur úr saumastof- unni var að skjótast inn á sviðið, og fyrstu púðurskotunum var laumað í byssurnar. Á þessum punkti, þegar svo margir voru að koma að með sitt vinnuframlag, sást kannski betur en síðar, hve geysileg vinna liggur að baki einnar slíkrar sýningar. Æfingar á verkinu hófust 5. jan. svo æf- ingatíminn er ekki langur miðað við umfang verksins. Þetta er aðeins í þriðja sinn sem Land míns föður er sett á svið. Verkið var fyrst sýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur þar sem það gekk í tvo vetur, og um dag- inn var það frumsýnt á Seyðis- firði. Við spyrjum Sigurð Hallmars- son, leikstjóra, um verkið: „Þetta er verk frá stríðsárunum sem spannar yfir fimm ár. Það sýnir hvernig fólk hafði það hérna þeg- ar stríðið kom og sýnir breyting- una sem varð á lifnaðarháttum og hvernig þjóðfélagið allt raun- verulega raskaðist. Þessi ár áttu líka sinn sjarma og þá kynntust menn ýmsu sem þeir höfðu aldrei séð, sérstaklega í skemmtanalíf- inu. Auðvitað hrifust menn með og sumum varð fótaskortur en öðrum ekki. Þetta leikrit sýnir í rauninni hvaða áhrif koma setu- liðsins hafði á eina fjölskyldu í Reykjavík, og svo eru tekin fyrir ýmis atriði sem þá voru ný fyrir fólki. Það rifjast kannski upp fyrir okkur sem eldri eru hvernig þetta var. Ég var 11 ára þegar stríðið byrjaði og ég man vel eftir þegar Bretarnir komu. Ég var í sveit, í Kinninni, og þegar ég kom í bæinn var Hjarðarhólstúnið, þar sem nú eru blokkirnar við Garð- arsbrautina, fullt af hermanna- tjöldum. Fyrstu tjöldin sá ég í gil- inu við Þorvaldsstaðaána. Ég var afskaplega smeykur því þetta voru menn með byssur og svona, en það leið ekki á löngu þar til við strákarnir vorum sjálfir farnir að grafa sundur Stórhólinn í skotgröfum og þóttumst hafa vél- byssur. Við vorum í hermanna- leik og fengum okkur vinnugalla sem sem líktust einkennisbúning- unum, svo stóðum við á verði og reyktum sígarettur sem við vöfð- um úr sementspokabréfi og heyi. Við vorum orðnir grænir af þessu en æðsta takmark okkar sem her- menn það var að reykja. Það var ekki algengt hér áður að menn reyktu, en með Bretunum kom mikið sígarettuflóð. Auðvitað hafa hermennirnir verið svolítið strekktir á tauginni, en okkur fannst reykingarnar tilheyra her- mennskunni." - Eitthvað sérstakt sem þú vildir segja um verkið á þessu stigi? „Það er með músíkina í verk- inu, að manni finnast þetta vera lög sem maður kannast við, og kannski lög sem maður gleymdi að læra á stríðsárunum, svo vel hefur Atli Heimir náð stíl sem var á lögum þess tíma. Þetta finnst mér stórkostlegt. Verkið er á mörkum þess að vera leikhúsverk eða kvikmynda- handrit og sýningin verkar á áhorfandann svolítið eins og kvikmynd, mörg, stutt atriði. Mér finnst þetta skemmtilegt." IM Svipmyndir frí Hrefna Jónsdóttir, aðstoðarleikstjóri: afskaplega finn títíll“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.