Dagur - 03.03.1990, Síða 5

Dagur - 03.03.1990, Síða 5
Laugardagur 3. mars 1990 - DAGUR - 5 HESTAR Umsjón: Kristín Linda Jónsdóttir Fóðrun og hófliirða íslenski hesturinn, sem eitt sinn var þarfasti þjónninn, gegnir breyttu hlutverki í dag. Nú, ekki síður en þá, á hann þó fjölmarga aðdáendur. Hann hefur áunnið sér sess á óteljandi vegu svo sem í tómstundum, íþróttum, landbúnaði, útflutningi og eflaust mætti lengi telja. Svo fjölbreytt er hlutverk þarfasta þjónsins enn í dag. Okkur hestamönnum hefur oft þótt súrt í broti hve litla umfjöllun hesta- mennska hefur fengið í fjölmiðlum en nær ein- göngu hefur verið fjallað um hross í sérritum svo sem Eiðfaxa og Hestinum okkar. Með þessum þáttum, sem munu birtast hálfsmánaðarlega í helg- arblaði Dags, er gerð tilraun til að fjalla reglu- bundið um hesta og hestamennsku í dagblaði. Leitast verður við að fjalla um hesta og hestamenn á sem fjölbreyttastan hátt og ef vel tekst til munu hestamenn hafa gagn og gaman af. Ef til vill verður áhugi og athygli annarra einnig vakin. Allar upp- lýsingar og ábendinga um efni eru vel þegnar. Auk þess er forráðamönnum hestamannafélaga og hrossaræktarsambanda svo og öðrum áhugamönn- um á lesendasvæði Dags bent á að hestaþátturinn er kjörinn vettvangur fyrir hvers kyns upplýsingar og skoðanaskipti. Heilbrigði hestsins - undirstaða árangurs Heilbrigður og vel alinn gæðingur veitir eiganda sínum óinælda ánxgju. Fátt er meira heillandi en full- komið samspil manns og hests, gæðings og knapa sem gefa hvor öðrum allt í algleymi andartaks- ins. Öll hljótum við að vera því sammála að undirstaða slíkrar samvinnu er vellíðan og heil- brigði hestsins og vitaskuld einn- ig knapans. Því verður í þessum fyrsta þætti byrjað á grunninum og fjallað um fóðrun, hirðingu og járningar hrossa. Að fóðra hross Hesturinn er í eðli sínu steppu- dýr. Honum er því eðlilegt að vera á sífelldri hreyfingu og éta lítið í einu en oft. Þessir grunn- eðlisþættir hans verða fyrir mik- illi röskun þegar hross eru tekin í hús. Lítil og ójöfn hreyfing og of fáar en stórar gjafir bjóða hætt- unni heim. { upphafi vetrar er nauðsynlegt að líta yfir hópinn, athuga ástand hestanna, heilsu, hárafar og holdafar. í fyrsta lagi er nauðsyn- legt að hross séu ormahreinsuð og losuð við lús. Fullorðin hross þurfa ormahreinsun a.m.k. þrisv- ar á ári. Yngri hross eru mun við- kvæmari fyrir ormum og því ætti að gefa þeim ormalyf oftar en fullorðnu hrossunum. Einnig er nauðsynlegt að athuga hvort hrossin þjáist vegna tannbrodda, þ.e. séu með gadd. Hross með gadd eiga erfitt með að tyggja og fóðrast því oft illa. Gadd þarf að sverfa með tannaraspi, annars sárnar hrossið í munni. í öðru lagi er mjög mikilvægt að hestum sér gefið tvisvar til þrisvar á sólarhring. Sé hrossum gefið aðeins einu sinni á sólar- hring rífa þau í sig fóðrið sár- svöng á stuttum tíma, standa svo og híma aðgerðarlaus við stallinn meirihluta sólarhringsins. Hross- um er hins vegar nauðsynlegt að tyggja fæðuna vel. Það tryggir eðjilega slípun jaxlanna, nægi- lega munnvatns- og magasafa- myndun og minnkar álag á melt- ingarfærin. í þriðja lagi verða hestamenn ávallt að hafa það í huga, að hross hafa viðkvæm meltingar- færi og þola illa allar snöggar fóð- urbreytingar, þær geta valdið hrossasótt og meltingarsleni. Hestahey Þurrhey er aðaluppistaðan í fóðri hrossa hér á Iandi og eru gæði þess æði misjöfn. Þeir sem reynslu hafa af því að fóðra skepnur fara oft nærri um það hvert er fóðurgildi þeirrar töðu sem þeir gefa. Fyrir þá sem vilja átta sig betur á fóðurgildi heyja sinna er sjálfsagt að taka heysýni og láta efnagreina það, t.d. hjá Ræktunarfélagi Norðurlands á Akureyri. Slæmt hey, mettað ryki og myglusveppum er ekki hestahey. Það hefur því miður tíðkast hér á landi að heyruddi sem ekki er talinn boðlegur öðr- um skepnum sé talinn fullgóður fyrir hross. Talið er að skemmt hey sé ein aðalorsök heymæði á íslandi. Fóðurbætir Kjarnfóður og graskögglar eru gjarnan gefin hrossum auk þurr- heys sem fóðurauki, einkum þeg- ar hey eru rýr og þegar notkun hrossanna eykst undir vorið. Reiðhestablöndur eru yfirleitt of eggjahvíturíkar handa hrossum með þokkalegu heyi. Grasköggl- ar, hafrar, maís, hveitiklíð og geldstöðublanda geta hentað hestum. Listin við kjarnfóðurgjöf er einmitt sú að eggjahvítuinni- hald heildarfóðurs verði ekki of hátt. Hross þola það að vísu mis- vel en það skapar aukið álag á lif- ur og er talin ein af orsökum múkks og jafnvel einnig rots í tagli og faxi. Bætiefni Ýmiss konar bætiefni og vítamín eru fáanleg handa hestum. Sum hafa náð vinsældum, önnur ekki. Eitt þessara efna er Mararmjöl sem er íslensk framleiðsla. Það er unnið úr breiðfirskum þara og inniheldur öll nauðsynleg bæti- efni fyrir hross. Almennt séð er gamla góða reglan enn í fullu gildi bæði fyrir hross og knapa: 1-2 msk. af lýsi á dag hressa, bæta og kæta. Auk þess eru saltsteinar bráðnauðsynlegir við hvern stall, ormalyf í hvert hross og vítamín- sprauta í rassinn á vansælasta hrossinu í húsinu. Fersk-gras Nú í sumar kom í fyrsta sinn á markað hér svokallað Fersk-gras. Það er framleitt á Selfossi undir eftirliti Marksway í Bretlandi, en þaðan er þessi heyverkunarað- ferð ættuð. Þarna er um að ræða gras sem hefur verið léttþurrkað, bundið í 25 kg bagga, þjappað um helming og síðan pakkað í sérstaka hálfgegndræpa poka. Pokarnir hleypa frá sér gasi sem myndast í þeim þegar grasið gerj- ast og tekur verkunin í pokunum 40-60 daga. Eftir það getur grasið geymst í allt að 18 mánuði. Þetta nýja fóður hefur ýmsa kosti, það er ryk- og myglulaust, tekur lítið pláss og hcfur lágt eggjahvítu- innihald. Þetta er því spennandi nýjung fyir eigendur heyveikra hesta og fyrir hestamenn sem eru með ofnæmi fyrir heymaur og ryki. Auk þess gæti Fersk-gras- ið reynst þægilegt á ferðalög- um. Vinsældir Fersk-grass eru nú þegar slíkar að það er nær ein- göngu afgreitt til þeirra sem lagt hafa inn pantanir. Hófhirða Því miður eru illa járnaðir hestar; ljotir, sprungnir og þurrir hófar, of algeng sjón hér á landi. Það ætti því ekki að koma á óvart að helti er í flestum tilfellum tengd hófum. Heilbrigði hófanna getur skipt sköpum hvað varðar end- ingu hrossa og notagildi. Hross sem standa á básum fá oft of þurra hófa. Ástæðan er tvíþætt, annars vegar hreyfingarleysi og hins vegar of þurrt undirlag. Séu hrossin í stíum eru báðir þessir þættir í betra lagi, hins vegar get- ur verið hætta á hóftunguroti ef hross standa tímunum saman í blautu taði. Það er mikilvægur þáttur í uppeldi hrossa að snyrta hófa reglulega. Það stuðlar að réttri fótastöðu og betri lögun hófanna. Járningar eru vandasamt verk og það er athyglisvert að erlendis eru járningar viðurkennd iðn- grein. Mikilvægustu þættir járn- ingar eru annars vegar að tálga hófinn rétt. Við tálgun leitast járningamaðurinn við að ná sem réttastri stöðu á hófinn. Hins vegar er grundvallaratriði að skeifurnar passi vel. Algengustu mistök eru þau að skeifurnar séu of litlar eða ekki nægilega gleiðar á hælinn. Ekki verður fjallað nánar um járningar hér en áhersla lögð á að þær skipta geysilegu máli og ætti aldrei að vanrækja. Bíotín Fóður hestsins hefur ótvíræð áhrif á heilbrigði hófanna. Nú er komið á markaðinn bíótín-bæti- efni fyrir hross sem getur ger- breytt hófum og hefur auk þess góð áhrif á hárvöxt hestsins. Hóf- ur vex fram á rúmu ári og sé bíót- ínið gefið á hverjum degi í tvo til þrjá mánuði má vænta harðari, heilsteyptari og betri hófa. Nú í vetur hófst framleiðsla á þessu efni hér á landi. Heitir það Bíovet og er frá Delta og er mun ódýrara en innflutta efnið sem fyrir var á markaðinum. Sleipnir sport skeifukerfið Helsta nýjung í járningum í dag er Sleipnir sport skeifukerfið. Jóhann G. Jóhannesson tamn- ingamaður á Höskuldsstöðum, sem lært liefur þessa nýju járn- ingaraðferð, telur hana fyrst og fremst vera athyglisverðan kost fyrir þá sem eiga hross sem eiga við fótkvilla að stríða. Hesturinn er járnaður á svipaðan hátt og venjulega með járnskeifu, að því loknu er slitsóli úr seigu uretan- efni festur á grunnskeifuna. Slit- sólinn dempar höggið þegar hóf- urinn slær harða götuna um allt að 80%. Ýmsar gerðir eru til af slitsólum og auðvelt er að skipta um sóla ef þörf krefur. Erlendis er reynsla fyrir því að hross sem talin voru óreiðfær vegna fót- kvilla svo sem bólgu og annarra álagssjúkdóma hafi náð sér fyrir tilstilli þessara skeifna. Þessi járningaraðferð er um það bil helmingi dýrari en hefðbundin járning, en ef járningin skilar okkur heilbrigðari hesti er það vissulega peninganna virði. Hitt er svo annað mál að enn er ekki komin reynsla á þessar skeifur við íslenskar aðstæður. Hvernig skyldu þær henta íslenskum hestum? Verða hágengu töltar- arnir sælir og glaðir með högg- deyfana undir hófunum? í næsta þætti verður fjallað um hestamanna- mót og sýningar á kom- andi sumri. Hér sjáum við Sleipnir sport grunnskeifu og siitsóla, en sólanuni er sniellt á skcifuna. Hann er síðan tekinn af með þar til gerðri töng.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.