Dagur - 03.03.1990, Qupperneq 8
8 - DAGUR - Laugardagur 3. mars 1990
II
Tilboð
Vátryggingafélag íslands hf. Akureyri, óskar eftir
tilboðum í eftirtaldar bifreiðar, skemmdar eftir
umferðaróhöpp.
1. Renault GTL árg. 1989
2. Space Wagon 4 WD árg. 1988
3. Chevrolet Monza CL árg. 1988
4. Subaru 1800 st árg. 1987
5. Toyota Camry XL st árg. 1987
6. Mazda 323 GLX 1500 árg. 1987
7. Galant 2000 GLS árg. 1985
8. Ford Sierra 1600 árg. 1984
9. MMC Tredia árg. 1983
Bílarnir verða til sýnis mánudaginn 5. mars n.k. í
geymslu við Glerárósa, frá kl. 12.30 til 16.00.
Tilboðum sé skilað til Vátryggingafélags íslands
hf. fyrir kl. 17.00 þriðjudaginn 6. mars 1990.
vatryggingafelag ^rlaF ÍSLAINDS HF
Pyrir
fenningamar!
Teppi og dúkar í úrvali
66° N loðfóðraðir
gallar á góðu verði
Yerfð velkomiii
á.
Byggingavörur
Lónsbakka
Sími 96-30300
Fremst á myndinni er Vorrar frúar kirkja (Vor Frue Kirke) og í fjarska sér yfir Eyrarsund.
„Lykken er et smil,“ segja
Danir. Víða rekst maður á þessi
orð í Danmörku, jafnvel skrif-
uð inn í blóðrautt hjarta. Ekki
veit ég með vissu hvernig á að
segja þetta á íslensku, enda höf-
um við íslendingar ekki brosað
síðan land byggðist - nema þeg-
ar við urðum reiðir, eins og
Skarphéðinn á Bergþórshvoli.
Hvergi hef ég séð fólk brosa
meira en í Danmörku. Brosið
er eins og hluti af umgengnis-
venjum fólks. Maður getur átt
það á hættu að brosað sé til
manns án minnsta tilefnis, jafn-
vel á miðri götu - og án þess að
fólk meini nokkuð með því, það
er brosað til þín í lestinni frá
Farum inn til Kaupmannahafn-
ar og í mjólkurbúðinni. Rekist
þú á í mannþröng er sennilegt
að þú fáir fallegt bros og af-
sökunarbeiðni: „Undskyld."
Að ég tali nú ekki um bros
afgreiðslufólks í verslunum og
bönkum. Þú ert ekkert að
trufla.
Það er ótrúlegt hvað fallegt
bros getur haft mikil áhrif á geð
manna. Sennilega hefur ekkert
betri áhrif á heilsu manna en
bros - nema ef vera kynni að
syngja. Þetta hafa menn vitað
lengi. í Hávamálum segir:
Vini sínum
skal maður vinur vera
og gjalda gjöf við gjöf,
hlátur við hlátri,
skulu höldar taka,
en lausung við lygi.
Hávamál eru hér sem annars
staðar raunsæ í boðskap sínum.
Auðvitað eigum við að brosa til
vina okkar - en við eigum að
gjalda lausung við lygi, gjalda
Tryggvi
Gíslason
skrifar
líkum líkt, „tönn fyrir tönn,“
eins og Hamúrabí sagði.
Einar Benediktsson hefur
hins vegar - eins og oft endra-
nær - orðað setningu um brosið
betur en aðrir menn í kvæði
sínu EINRÆÐUM STARK-
AÐAR:
Eitt bros getur dimmu í
dagsljós breytt,
sem dropi breytir veig heillar
skálar.
Pel getur snúist við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Ósköp er gott að geta brosað
til vinar síns, til náungans og til
þess sem þú þekkir ekkert.
„Eitt bros getur dimmu í dags-
ljós breytt."
En Danir eru auðvitað líka
að hugsa um viðskipti og versl-
un, þegar þeir brýna fyrir fólki
að brosa. „Spis og vær glad.“
Rejs og vær glad,“ segir Spies.
Danir eru duglegastir allra Evr-
ópuþjóða að selja, jafnvel það
sem þeir eiga ekki. Þeir eiga
engar orkulindir, enga Blöndu
eða Þjórsá, en þeir eiga viðmót
sem vekur hlýju. „Lykken er et
smil.“
Það er gott að mæta hlýlegu
viðmóti - öllum. Illt er að lenda
í þeim ógöngum að það sé talið
tortryggilegt að brosa, menn
séu taldir undarlegir, eitthvað
brenglaðir ef þeir brosa til
ókunnugs fólks - að ekki sé nú
talað um að brosa til barna, en
það er önnur saga.
Gamall Akureyringur sagði
mér fyrir mörgum árum að
hann hefði tamið sér að brosa til
fólks, jafnvel fitja upp á viðræð-
um á förnum vegi af litlu tilefni.
Þetta vakti hins vegar tortryggni
meðal hugsandi manna, og varð
jafnvel til þess að hann var tal-
inn skrýtinn í þessum „danska"
bæ, Akureyri, þar sem brosið
ætti að vera hluti af hversdags-
leikanum.
„Si det með blomster," segja
Danir líka, og það fylgir bros og
ef til vill hvatning að kaupa
blóm handa konunni eða móður
sinni. Það var því notalegt, þeg-
ar ég gekk um lystigarðinn á
Húsavík í sumar leið með forn-
vinum mínum innan um öll
blómin, að fá fallegt bros frá
húsvískri yngismey, þegar ég
leit til hennar á göngu okkar í
blómagarðinum og brosti.
Kannski danska brosið sé líka á
leið til íslands.
Danmerkur-
pistill I
Danska brosið