Dagur - 03.03.1990, Page 17

Dagur - 03.03.1990, Page 17
Laugardagur 3. mars 1990 - DAGUR - 17 Öskudagsball í Dynheimum Zonta konur á Akureyri stóðu fyrir öskudagsballi í Dynheimum á öskudaginn. Þar var gríðarlegt fjör og dönsuðu börn sem fullorðnir af miklum móð. Veitt voru verðlaun fyrir bestu búningana og síðan var haldin grettukeppni. Börnin geifluðu sig og skældu sem mest þau máttu við mikla kátínu áhorfenda. íris Rán hlaut aukverðlaun fyrir svipbrigði sín en Eggert Hannesson bar sigur úr býtum í grettukeppninni og sjáum við sigurgrettu hans hér á myndunum. SS/Myndir: KL efst í hugo Af snjóbarningi Það sást til sólar. Ekki veit ég hvort það var vegna mistaka veðurguðanna eða hvað. Sá norðan garri sem nú hefur níst og barið menh, hefur gert mörgum gramt í geði. Þeir sem aka um götur á vígreif- um blikkfákum hafa bölvað því að ekki megi stoppa á Ijósum án þess að þurfa að fara út og skafa rúður og Ijós. Og enn verri verða þeir yfir færð gatna. Alls stað- ar þar sem menn hittast er rætt um hve illa sé nú rutt. Ekki séu ruddar nema aðalleiðir fyrir strætisvagna og varla það. Heyra má hinn mesta harmasöng: „Þeir hafa ekki sést í minni götu lengi. Þeir koma aldrei til okkar. Þetta er alltof dýrt,“ rymur í bæjarstjórninni o.s.frv. Éinn er sá hópur sem minnst heyrist í en er þó verst settur. Á meðan flest okk- ar láta bílinn hita á sér botninn á leið til vinnu berjast fótgangandi við hina verstu drauga. Ekki er nóg með að úti sé fimbul-' kuldi heldur eru í veginum mörg, mikil og stór Ijón. Þessi Ijón eru í formi mishárra skafia. Þar sem áöur voru gangstéttir eru nú himinhá snjófjöll. Eitt veit ég að ekki vildi ég reyna að klífa þessi fjöll á leið til vinnu eða skóla. Þannig er því og varið með flesta aðra. Himinhá fjöll eru engum fær nema fuglinum fljúgandi, í stað þess að nota gangstéttir verða gangandi veg- farendur að flytja sig út á göturnar. Af þessu skapast augljós hætta. Um götur æða urrandi drekar sem illt er að stoppa í þessari færð ef allt í einu er barn á veg- inum þegar komið er fyrir horn. Þó börn séu fjölmenn meðal gangandi vegfarenda eru fleiri í þeim hópi. Eldra fólk á yfirleitt ekki gott með að fóta sig í þungri og hálli færð. En þegar í ofanálag bætast við himinháir ruðningar er ekki létt fyrir þetta fólk að fóta sig. Að standa fyrir hreinsun gatna er sjálf- sagt ekki auöhlaupið mál og sjálfsagt dýrt en betur má ef duga skal. Það hljómar því ankanalega í eyrum þegar forráðamenn bæjarins segja í fjölmiölum að þegar sé búið að eyða þeim fjármun- um sem áætlaðir voru til snjóhreinsunar. Sé horft til síðasta vetrar hefði mátt ætla að ríflegar væri skammtað þennan vet- urinn. En hvað um það, það hlýtur aö vera krafa bæjarbúa að meiri áhersla sé lögð á hreinsun gangstétta en nú er gert. Sú hætta sem skapast af núverandi ást- andi hlýtur að leiða hugann að því hvort sé mikilvægara ( þjóðfélaginu: Blikkbelj- an eða fólkið. Þessari spurningu verðum við að velta fyrir okkur í alvöru. Kristján Logason ra spurning vikunnar Hver ertu? (Spurt á öskudaginn) Brynjar: „Ég er Súpermann. Ég er ofsa- lega sterkur. Já, ég búinn að borða dálítiö mikið sælgæti. Það er svo gott.“ Magnús Smári: „Ég heiti bara Hrói höttur. En ég heiti samt Magnús Smári. Kom- um við í Degi? Nei, mér finnst sælgæti ekki vont.“ Margrét: „Ég er indíáni. Ég vildi alveg vera indíáni í alvörunni. Samt veit ég ekki hvað þeir gera en þetta er spennandi. Það er búið að vera mjög gaman í dag.“ Valdís: „Ég er draugur. Það er fínt aö vera draugur. Nei, það hefur enginn orðið hræddur við mig. Sælgæti? Nei, við höfum ekki borðað ofsalega mikið sælgæti í dag, bara pínu.“ Svanhvít Elva: „Ég er svona pönkari. Það er gaman. Nei, ég held að ég ætli ekki að verða pönkari þegar ég verð stærri.*1

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.