Dagur - 10.03.1990, Page 18

Dagur - 10.03.1990, Page 18
18 - DAGUR - Laugardagur 10. mars 1990 tómstundir Ljósmyndun, vinsælt tómstundagaman: „Fólk og falleg form í náttúruimi óska myndefni“ - konulíkaminn hefur alltaf verið heillandi Ljósmyndun á vaxandi vin- sældum að fagna sem tóm- stundagaman. Fyrir þá sem ekkert vita um Ijósmyndun koma upp ótal spurningar. Fiestir hafa átt vasamyndavél og tekið myndir við ýmis tæki- færi með misjöfnum árangri. En hvað þarf til að taka góðar myndir? Hvað kostar góð myndavéi, flass, linsur? Borg- ar sig að framkalla fílmurnar sjálfur og hvaða aðstöðu þarf til þess? Margt fleira kemur upp í hugann. Til að leita svara við þessum spurningum og fræðast meira um Ijósmyndun heimsótti blaðamaður Dags tvo pilta, þá Skúla Gunnarsson og Einar Einarsson, sem feng- ist hafa við Ijósmyndun og eru félagar í Ijósmyndaklúbbi Fjöl- brautaskólans á Sauðárkróki. Það lá beinast við að byrja spjallið á því að spyrja hvenær áhuginn hafi kviknað. Skúli: „Það er nú ekki mjög langt síðan hjá mér, ekki nema tvö ár.“ Einar: „Það byrjaði strax í níunda bekk fyrir alvöru, það heillaði mann strax að geta fest liðnar minningar á filmu og pappír". - Hvað með kostnaðarhliðina, er ljósmyndun ekki frekar dýrt sport? Skúli: „Það verður jú að segj- ast alveg eins og er. Þetta er frek- ar dýrt til að byrja með en þegar þú ert kominn með það sem þú þarft er þetta ekki svo dýrt“. Gott að vera í Ijósmyndaklúbb Þeir Skúli og Einar eru í ljós- myndaklúbbi Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki, reyndar báðir í stjórn klúbbsins. Fyrir þá sem ætla að framkalla filmurnar sjálf- ir og koma þeim síðan á pappír er gott að vera í ljósmynda- klúbbi, þá er hægt að nota sam- eiginlega aðstöðu og tæki, svo sem stækkara og vökva. Félags- skapurinn er líka mikilvægur, fólk hittist og skoðar myndir og ræðir um nýjungar í faginu. - Er vaxandi áhugi á ljós- myndun meðal krakka? Skúli: „Já ég held að óhætt sé að segja það. Það er fastur kjarni sem kemur saman og þeir sem meira kunna reyna að segja hin- um til. Þetta eru bæði stelpur og strákar enda er þetta gott áhuga- Félagarnir Skúli og Einar í myrkrakompunni. ' Raflagnir. Viðgerðir á raflögnum. Raftækjaviðgerðir. Dyrasímaviðgerðir. Dyrasímar. Efnissala. tgzsmæm rafQrka Kotárgerði 22 Sími 23257 mál fyrir bæði kynin. Það tekur ekki langan tíma að læra fram- köllun, en maður verður að fylgj- ast með og æfingin skapar meist- arann í þessu eins og svo mörgu öðru.“ Að taka myndir Þeir félagar eru skólaljósmyndar- ar við Fjölbrautaskólann. Þar þurfa þeir að taka myndir fyrir skólablaðið og einnig andlits- myndir af öllum íbúum heima- vistarinnar sem síðan birtast í sérstakri vistarbók sem gefin er jút árlega. Ég spurði þá félaga jhvernig það gengi að fá fólk til að myndast vel. Skúli: „Ljósmyndarinn þarf að geta látið fólk slappa af í návist sinni og helst að fá það til að gleyma því að verið sé að mynda það. Hins vegar myndast sumir alltaf vel og aðrir miður. Við því getur stundum verið lítið hægt að ,gera.“ - Það dugar ekki alltaf að segja sís? Éinar: „Nei, blessaður vertu, sumir hafa fallegt bros og aðrir eru hreinlega óeðlilegir ef þeir opna munninn. Það er, eins og Skúli sagði, fyrir öllu að fá fólk til að vera bara eðlilegt, tilgerð myndast yfirleitt mjög illa.“ Hvaða myndefni er skemmtilegast? Einar: „Fólk og allar lifandi ver- ur hefur alltaf verið mitt uppá- halds myndefni.“ Skúli: „Falleg og sérstök form úti í náttúrunni heilla mig alltaf, það er líka gaman að taka myndir af fólki sem veit ekki að maður er að mynda það. Fólki hættir svo oft til að verða óeðlilegt og til- gerðarlegt ef það veit að á að fara að mynda það. Það er líka ágæt regla, sem ljósmyndarar eiga að virða, að vera ekki að mynda fólk sem ekki vill láta mynda sig.“ - Hvað um konulíkamann, það er nú frægt myndefni. Skúli: „Konulíkaminn er auð- vitað óskamyndefni allra Ijós- myndara, það er allavega mín skoðun. Erfiðleikarnir eru skort- ur á módelum, og ég lýsi kannski bara hér með eftir sjálfboðalið- um.“ Einar: „Það væri vissulega upplífgandi að fá tækifæri til að fást við þetta myndefni en eins og Skúli sagði er ekki vinsælt að mis- nota vinkonurnar í þetta og ekki er sjálfboðaliðunum fyrir að fara.“ Á meðan við spjölluðum sýndu þeir Skúli og Einar blaðamanni hluta af myndasafni sínu og þar var að finna margar sérstaklega fallegar myndir og greinilegt að myndefnin eru óþrjótandi ef hug- myndaflugið er látið ráða. Þegar að því kom að blaðamaður skyldi mynda þá félaga urðu þeir hálf feimnir enda örugglega vanari að vera hinum megin við myndavél- ina. kg Húsavíkurkirkja: Sharon og David Thompson með tónleika á sunnudag Sharon P. Thompson, sópran, og David B. Thompson, píanó- leikari, halda tónleika í Húsa- víkurkirkju sunnudaginn 11. mars kl. 17. Þau hjónin hafa starfað á Húsavík síðan á haustmánuðum 1988. Sharon er kórstjóri Húsavíkurkirkju og kennir við Tónlistarskóla Húsavíkur og Barnaskóla Húsavíkur. David er organisti Húsavíkurkirkju og píanókenn- ari við Tónlistarskóla Húsavík- ur. Á efnisskrá tónleikanna eru íslensk sönglög og verk eftir ameríska höfunda, negrasálmar og lög úr söngleikjum. David mun einnig leika þrjú ítölsk orgelverk frá sautjándu öld. Sharon er með BA gráðu í tónlistarkennslu og MA gráðu í söng frá Háskólanum í Suður- Karólínu. Hún hefur starfað sem söngkennari og kórstjóri við margar kirkjur. Hún hefur komið fram sem einsöngvari með kórum og hljómsveitum, sungið óperu- hlutverk og farið meö einsöngs- hlutverk í kirkulegum verkum. David er með MA gráðu frá Háskólanum í Suður-Karólínu, bæði sem píanókennari og ein- leikari, og hefur réttindi til að kenna á öllum stigum píanó- náms. IM Sharon og David Thompson. Mynd: IM

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.