Dagur - 13.03.1990, Page 3

Dagur - 13.03.1990, Page 3
Þriðjudagur 13. mars 1990 - DAGUR - 3 fréttir Sameignarfélag um búrekstur í Eyjafirði: „Stærsta máJið að nýta ljárfestingarnar‘‘ - segir Einar Svanbergsson í Torfufelli Samcignarfélagið Torfufell sf. í Eyjafirði var stofnað um síð- ustu áramót og er tilgangur félagsins almennur búrekstur. Steypt var saman tveimur bú- um, þ.e. Hólsgerði og Torfu- felli. Fullvirðisréttur sameign- arbúsins er 196 þúsund lítrar í mjólk og 330 ærgildi í sauðfé. Eigendur Torfufells sf. eru Davíð R. Ágústsson, Elsa Sig- mundsdóttir, Einar Svanbergs- son og Sigrún Sigurðardóttir. Einar sagði í samtali við blaðið að hugmynd að þessu búi hafi fæðst í mars í fyrra. „Við höfum smám saman verið að þróa þessa hugmynd með okkur. Við gerð- Ferlimál á Akureyri:. „Ríkið“ aðgengilegra hreyfihömluðum en útibú Tryggingastofmmar Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra á Akureyri hefur sam- þykkt að til greina komi að veita nokkrum aðilum viður- kenningar vegna bygginga sem séu sérstaklega vel aðgengileg- ar fyrir hreyfihamlaða í bænum. Þetta kemur fram í bókun nefndarinnar, sem í daglegu tali er kölluð ferlinefnd, í fundargerð frá 15. febrúar. Sigurður Hannes- son, formaður bygginganefndar, mætti á fundinn, og var rætt um samstarf ferli- og bygginganefnd- ar, sem hefur verið með góðu móti. Samþykkt var að stefnt skyldi að ráðstefnuhaldi um ferli- mál á Akureyri 28. apríl. I bókun nefndarinnar eru tólf byggingar nefndar til sögunnar sem séu verðugar viðurkenninga, og getið um hversu mörg stig hver fyrir sig fái með tilliti til aðgengis. Fatlaöir eiga ekki að vera í erfiðleik- um með að nálgast vörurnar í útibúi ÁTVR á Akureyri. Áfengis- og tóbaksverslun ríkis- ins fær hæstu einkunn, 91 stig, næst eru 1. og 2. áfangi Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri, Stjörnu- Apótek og íslandsbanki Hafnarstræti 107, allir með 90 stig. Búnaðarbankinn Geislagötu fær 85 stig, Landsbanki íslands Strandgötu 84, Brauðgerð Krist- jáns Jónssonar Hrísalundi 84, Súlnaberg 82, Hótel KEA 89, Glerárkirkja 84, Sjálfbjargarhús- ið við Bugðusíðu 83 og Alþýðu- húsið Skipagötu 83 stig. Sigríður Stefánsdóttir sagði á síðasta bæjarstjórnarfundi að sér •finndist leitt til þess að vita að opinberar skrifstofur bæjarins, útibú Tryggingastofnunar ríkisins og fleiri slíkir þjónustuaðilar væru með svo slæmt aðgengi að byggingum sínum að þeir kæmu ekki til álita við veitingu viður- kenninga. EHB um tilraun í sumarmeð sameigin- legum heyskap og hún gekk mjög vel þannig að við ákváðum að slá til og sameina jarðirnar," segir Einar. Alls eru um 60 kýr í fjósinu í Torfufelli og ný fjárhús í Hóls- gerði eru nýtt fyrir kindur og geldneyti. „Það sem rak okkur út í þetta í upphafi var t.d. það að komast meira frá búinu ef á þyrfti að halda og til viðbótar fannst okkur nauðsynlegt að fara að huga að því að nýta betur þær fjárfesting- ar sem fyrir hendi eru. Á Torfu- felli eru tvö nýleg íbúðarhús, annað í minni eigu en hitt feng- um við með jörðinni. Við þurft- um því ekkert að byggja upp heldur aðeins að lagfæra útihús til að gera þessa sameiningu mögulega," segir Einar. JÓH HAFNARSTRÆTt 96 SIMI96-24423 AKUREYRI Takið eftir Nýjasta nýtt Ný sending, kjólar, pils, blússur, peysur Góðar og fallegar vörur á fínu verði. Veríð velkomin Siguthar GiSrmmdssonarJf. HAFNARSTRÆTI96 SÍMI96-24423 AKUREYRI „ Myndarlegt' samband segir meira en þúsund orí Það er hcegt að spara tnörg orðin, allt að þúsund samkvœmt máltœkinu, með því að nota Póstfax myndsendiþjónustu Pósts og síma. Sjón er jú sögu ríkari. Með myndsendiþjónustunni er hœgt að senda allt sem á annað borð tollir á blaði: Myndir, samninga, bréf skjöl og skýrslur, teikningar, vottorð o.fl., o.fl. Áflestum póst- og símstöðvum geturðu fengið Póstfax myndsendiþjónustu. Þú kemur með frumritið og einni mínútu síðar birtistskýr og nákvœm eftirmynd af því á áfangastað innanlands eða erlendis. Fyrir þá sem vilja eignast sín eigin myndsenditœki selur Póstur og sími ódýr og vönduð tœki. Notaðu myndsendiþjónustu Pósts og stma. Með henni sparast ótrúlegur tími og hlutirnir ganga betur fyrir sig. POSTUR OG SÍMI Við spörum þér sporin mw

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.