Dagur


Dagur - 13.03.1990, Qupperneq 4

Dagur - 13.03.1990, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 13. mars 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (Iþróttir), KÁRI GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Hvað kostar sú byggðaröskun...? Það sem á hátíðlegum stundum er nefnt byggða- stefna stjórnvalda hefur á síðustu árum fyrst og fremst einkennst af tilviljanakenndum aðgerðum til að bjarga einstaka sveitarfélögum og jafnvel heilu byggðarlögunum frá hruni. Þótt fólksflutningarnir miklu frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins hafi staðið yfir í marga áratugi, hefur engin áætlun um það hvernig beri að bregðast við, litið dagsins ljós. Það er staðreynd að í nútímaþjóðfélagi er hverri þjóð nauðsynlegt að eiga öfluga höfuðborg. Slíka borg höfum við íslendingar byggt okkur og ör vöxt- ur hennar og viðgangur hefur vissulega stuðlað að framförum á flestum sviðum þjóðlífsins. En þar kemur í sögu hverrar þjóðar að vissum tímamótum er náð í byggðaþróuninni; tímamótum þegar höfuð- borgin er orðin nógu öflug til að fjölþætt þjón- ustustarfsemi, menning, listir og vísindi geti dafnað. Eftir að þeim tímamótum er náð skapar áframhaldandi ör fólksfjölgun á höfuðborgarsvæð- inu dýran vanda. Líklega stóð íslenska þjóðin á þessum tímamót- um í byrjun 9. áratugarins, þótt þess yrði ekki vart í byggðaaðgerðum stjórnvalda. Áframhaldandi byggðaröskun hefur haft í för með sér mikinn kostnað og umtalsvert óhagræði fyrir þjóðina. Víða um land standa mannvirki vannýtt vegna fólks- fækkunar. Sömu sögu er að segja um ýmsar auð- lindir þjóðarinnar. Fólksfækkunin hefur einnig leitt af sér verulega erfiðleika í atvinnulífi á landsbyggð- inni og skapað ýmis vandamál í rekstri sveitar- félaga. Á sama tíma hefur þurft — og þarf - að byggja þjónustumannvirki á höfuðborgarsvæðinu, sem í mörgum tilfellum eru til annars staðar. Einnig hefur þurft - og þarf - að byggja dýr umferðar- mannvirki á höfuðborgarsvæðinu til að anna stór- auknum umferðarþunga þar. Vaxandi félagsleg vandamál valda einnig auknum sameiginlegum kostnaði og þannig mætti lengi telja. Þessi „þróun" er vafalaust bæði efnahagslega og félagslega óhag- kvæm þjóðinni í heild. Um það verður ekki deilt. Það er löngu tímabært að fá svör við tveimur grundvallarspurningum varðandi þróun byggðar hér á landi. Annars vegar má spyrja: Hvað kostar sú byggðaröskun, sem spáð er að verði hér á landi næstu ár og áratugi, þjóðina? Og hins vegar: Hvað kosta aðgerðir sem líklegar eru til að breyta byggðaþróuninni á hagkvæmari veg? (Þar má m.a. nefna stórbættar samgöngur innan einstakra landshluta, svo sem jarðgöng bæði á Vestfjörðum og Austurlandi). Þessum spurningum verða stjórn- völd að svara, því svörin við þeim hljóta að verða lögð til grundvallar þegar ný og markviss byggða- stefna verður mótuð. BB. Vélsleðakeppnin í Mývatnssveit um liðna helgi: Skemmtilegri keppni með hveiju árinu Það var margt um inanninn í Mývatnssveit um helgina þar sem fram fór vélsleðakeppnin „Mývatn ’90“. Aðsókn að þessari keppni hefur sjaldan verið önnur eins og nú og telja þeir sleðamenn sem blaðið hefur rætt við framkvæmd keppninnar með miklum sóma. Með sama áframhaldi verði þessi keppni enn stærri viðburður í vetraríþróttum hér á landi í framtíðinni. „Við sluppum fyrir horn hvað veðrið varðar því skömmu eftir keppnina á laugardaginn var veð- ur orðið svo slæmt að við hefðum ekki getað keppt við slíkar aðstæður,“ sagði Pálmi Vil- hjálmsson, formaður fram- kvæmdanefndar mótsins í gær. Pálmi segist ánægður með aðsókn, margir hafi lagt Ieið sína á svæðið til að fylgjast með keppninni en einnig hafi margir keppendur skráð sig til leiks. „í heild voru 173 skráningar í allar greinar hjá okkur,“ sagði Pálmi. Mótssetning var um hádegi á föstudag og strax að henni lok- inni voru keppendur ræstir í fjallarall. Þessi grein þykir mörg- um sleðamönnum skemmtileg enda um að ræða akstur á langri og erfiðri leið sem krefst leikni og þjálfunar. Nýtt form var á þessari keppnisgrein nú þar sem um var að ræða sveitakeppni. Nokkur munur var á 1. og 2. sæti í þessari grein en hins vegar var baráttan hörð um annað og þriðja sætið. En úrslitin urðu sem hér segir: Sveitakcppni: 1. Sveit HK-þjónustunnar í Kópavogi: Arnar Valsteinsson, Polaris Indy 400 Gunnar Hákonarson, Polaris Indy 400 Marinó Sveinsson, Polaris Indy Trail Tími: 55:14,69 2. Sveit Bifreiða og landbúnaðarvéla: Egill Steingrímsson, Artic Cat Prowler IngóIfurSigurðsson, Artic Cat Prowler Jóhannes Reykjalín, ArticCat Prowler Tími: 58:04,31 3. Sveit Hjólbarðaþjónustunnar á Akureyri skipuð: Ingvar Grétarsson, P.Indy 400 Þorlákur P. Jónsson, P. Indy Trail Jón Ingi Sveinsson, P. Indy 400 Tími: 58:14,15 Fjallarall: Fimm bestu tímar einstakra kcppenda: 1. Arnar Valsteinsson, Pol. Indy 400 26:12,27 2. Ingólfur Sigurðsson, Art. Prowler 28:25,40 3. Jón Ingi Sveinsson, Pol. Indy 400 28:43,39 4. Hinrik Árni Bóasson, Pol. Indy 400 28:45,92 5. Gunnar Hákonarson, Pol. Indy 400 29:02,42 Eftir fjallarallið hófst spyrnu- keppni þar sem keppt var í fimm flokkum. Þar fór fyrst fram undankeppni en síðan úrslita- keppni. Athygli sleðamanna vakti árangur Tryggva Aðal- björnssonar á Yhamaha Phazer en hann fékk besta tímann í undankeppninni og skaut aftur- fyrir sig mörgum mun kraftmeiri sleðum. Keppt var í fimm flokk- um og fylgja úrslit hér á eftir. Röð flokkanna er eftir stærðum sleðanna. Spyrna: Opinn flokkur (breyttir sleðar) 1. Ingvar Grétarsson, Indy 650 9,06 2. Vilhelm Vilhelmsson, Magic 9,68 3. Benedikt Valtýsson, Indy 650 9,70 4. Finnur Aðalbj.son, Wild Cat 10,00 5. Magnús Jónasson, Wild Cat 10,54 6. Guðmundur Leifsson, Exciter 10,98 7. Ingólfur Arnarson, V.Max 11,09 8. Þorgeir Jóhannesson, EITigre 11,10 9. Árni Kópsson, V.Max 11,37 Flokkur AA-standard: 1. Kristján Bragason, Indy 650 10,11 2. Árni Grant, Ski doo Mach 1 10,44 3. Rúnar Gunnarsson, Indy 650 10,54 4. Hólmgeir Þorst.son, Indy 650 10,58 5. Gunnl. Gunnlaugss., Indy 650 10,60 Flokkur A-standard: 1. Haukur Þórhallsson, Pol. Indy 600 10,71 2. Magnús Þorgeirsson, Kaw. Interceptor 10,93 3. Halldór Bragason, Pol. Indy 600 10,99 Flokkur B-standard: 1. Heiðar Jónsson, Indy 500 10.53 2. Arnþór Pálsson, Indy 500 10,64 3. Gunnar Hákonars., Indy 500 10,67 Flokkur C+D+F: 1. Arnar Valsteinsson, Indy 400 11,22 2. Tryggvi Aðalbj.son, Y.Phazer 11,36 3. Viðar G. Sigþórss., Indy Trail 11,53 Á laugardagsmorgun kl. 10 voru keppendur mættir til braut- arkeppni og fór undankeppnin fram fyrir hádegi. Úrslitakeppnin fór fram eftir hádegið og þar kfækti ■ Akureyringurinn Arnar Valsteinsson sér í þriðja vinning- inn á mótinu þegar hann sigraði í flokki minnstu sleðanna. Akur- eyringar voru að vanda sigursælir á mótinu en þó gerðist það nú í fyrsta skipti að gull fór suður yfir heiðar þegar Arnþór Pálsson sigraði í sínum flokki. Að þessu sinni var keppt til úrslita í sam- hliða brautum sem gerir keppnina skemmtilegri, bæði fyrir kepp- endurna sjálfa og áhorfendur. Þessi breyting þótti mjög góð. En úrslitin tala sínu máli um hve hörð keppnin var. Brautarkeppni: Flokkur 5: 1. Arnar Valsteinsson, Indy 400 3:24,22 2. Jóhannes Reykjalín, Art. Prowler 3:24,25 3. Hinrik Árni Bóasson, Indy 400 3:25,95 Flokkur 6: 1. Amþór Pálsson, Indy 500 3:16,25 2. Jón Ingi Sveinsson, Indy 500 3:16,61 3. Guðlaugur Halldórsson, Indy 500 3:20,85 Flokkur 7: 1. Árni Grant, Ski doo Mach 1 3:16,67 2. Heimir Ásgeirsson, Indy 650 3:27,98 3. Halldór Jóhannesson, Indy 650 3:33,87 Opinn flokkur: 1. Ingvar Grétarsson, Indy 650 3:30,77 2. Vilhelm Vilhelmsson, Art. 3:32,74 3. Leifur Jónsson, Artic Wild Cat 3:58,95 Mótið í Mývatnssveit gaf stig til íslandsmeistaratitils í vélsleða- akstri. Úrslitin ráðast hins vegar í keppni sem haldin verður á Suð- urlandi að mánuði liðnum, þ.e. aðeins í brautarkeppninni en Iíta má á sigurvegarana í spyrnu- keppninni í Mývatnssveit á föstu- dag sem íslandsmeistara í sínum flokkum árið 1990. íslandsmeistaratitil í brautar- keppninni á Jón Ingi Sveinsson frá Kálfskinni á Árskógsströnd og mun hann væntanlega reyna að verja hann í síðari keppninni. JÓH Tveir af keppendum í brautarkeppninni á laugardaginn geysast af stað. Þessi grein þótti nii skeinmtilegri á að horfa en oft áður enda var keppt í samhliða brautum í úrslitum. Myndirnar á síðunni hér á móti eru úr undan- og úrslita- keppninni í brautarkeppni. Myndir: kl

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.