Dagur - 13.03.1990, Side 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 13. mars 1990
Bjarni E. Guðleifsson, Möðruvöllum:
Álverið endurtekið - tvöfalt
Enn eru erlendir forstjórar vænt-
anlegir til að líta á Eyjafjörð fyrir
álver, en óljóst er hvort þetta er
gert í alvöru eða til skemmtunar.
Mikið hefur verið skrifað um
þörfina á álveri, og höfum við nú
hlustað alllengi á sama söng og
var hér sunginn fyrir fimm til tíu
árum, þörfin fyrir álver er mest
við Eyjafjörð. Peir sem töldu á
sínum tíma að áiver væri siæmur
kostur fyrir eyfirskt atvinnulíf
hafa hins vegar lítið látið til sín
heyra opinberlega, og hefur þetta
verið túlkað sem svo að öll and-
staða við byggingu álvers við
Eyjafjörð væri horfin. Meira að
segja hefur verið tekið þannig til
Frá Dysnesi í Arnarneshreppi.
orða að „nú vilji allir álver“ eða
að „mikill meirihluti Eyfirðinga“
sé hlynntur slíkri atvinnustarf-
semi. Petta dreg ég í efa, og veit
að andspyrna mun verða við
byggingu álvers hér í þessu
blómlegasta landbúnaðarhéraði
íslands. Ef til vill bíður iðnaðar-
ráðherra eftir slíkri andspyrnu
þannig að hann geti með góðri
samvisku gert andstæðingana að
blórabögglum og kennt þeim um
að hafa eyðilagt þetta tækifæri til
að byggja stóriðju annars staðar
en á suðvesturhorninu. Pess
vegna getur verið að væntanlegar
heimsóknir eriendra forstjóra séu
bara sakiausar skemmtiferðir
norður í land, og við þurfum ekki
að óttast byggingu mannvirkja
sem leiða til sjónmengunar og
efnamengunar.
Síðast þegar rætt var um bygg-
ingu álvers við Eyjafjörð var
aðallega klifað á sex atriðum því
til framdráttar:
1. Bjarga þurfti fyrirsjáanlegu
atvinnuleysi við Eyjafjörð.
2. Renna þurfti fleiri stoðum
undir atvinnulíf þjóðarinnar.
3. Styrkja þurfti atvinnulífið á
landsbyggðinni.
4. Treysta þurfti efnahag þjóðar-
innar.
5. Nota þurfti hina ódýru
íslensku orku.
6. Mengunin var svo lítil að hún
skipti ekki máli.
Fróðlegt verður að sjá hvað
fleira verður nú tínt til. Pað væri
annars dapurlegt að þurfa aftur
að deila um þetta ófrjóa efni,
vegna þess að manni sýnist að
iðnaðarráðuneytismenn hafi ekk-
ert lært síðan í síðustu orrahríð
annað en tvisvarsinnumtöfluna.
Álverið sem nú er boðið uppá er
tvöfalt stærra en það sem fyrr var
rætt um og geta menn því séð að
mengunarhættan hlýtur að hafa
aukist verulega. Hefur kannski
hreinsitækninni fleygt fram eða
er hún orðin ódýrari en hún var?
Hvers vegna er ekki boðið uppá
einhverja aðra iðnaðaruppbygg-
ingu sem félli betur að íslensku
þjóðfélagi og byggðamunstri,
atvinnustarfsemi sem yrði einnig
öðrum landsvæðum en Eyjafirði
eða suðvesturhorninu að gagni?
Svarið er eflaust að við höfum
EINDAGINN
ER 15.
HVERS MÁNAÐAR
Launagreiðendum ber að skila afdreg-
inni staðgreiðslu af launum og reikn-
uðu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin
skulu gerð eigi síðar en 15. hvers mán-
aðar.
Með skilunum skal fylgja greinar-
gerð á sérstökum eyðublöðum, „skila-
greinum“, blátt eyðublað fyrir greidd
laun og rautt fyrir reiknað endurgjald.
Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó
svo að engin staðgreiðsla hafi verið
dregin af í mánuðinum.
Allar fjárhæðir skulu vera í heil-
um krónum.
Gerlð skil tímanlega
vaxtarhyggju og halda að lögmál
stærðarinnar sé algilt og leggja
ekki í erfiðari og stundum flókn-
ari en hagkvæmari lausnir.
Lausnir okkar íslendinga og lík-
lega enn fremur lausnir okkar
Eyfirðinga í atvinnumálum geta
verið og hljóta að vera allt aðrar
en lausnir stóru iðnríkjanna.
Við sem gjarnan viljum fara
aðrar leiðir í atvinnuuppbygg-
ingu hér við Eyjafjörð erum eðli-
lega spurð hvað annað við getum
bent á. Ég tel það hlutverk
stjórnvalda og ráðgjafa þeirra
sem ætla að færa okkur álverið á
silfurfati að benda á aðra val-
kosti. Tilboðið virðist vera:
Álver eða ekkert. Það stendur
hins vegar ekki uppá okkur að
leggja til hvernig eigi að nota til
atvinnuuppbyggingar það fjár-
magn sem við eigum og getum
ráðstafað sjálf, til dæmis gætum
við nýtt skynsamlega þær 500
milljónir sem sveitarfélögin við
Eyjafjörð vilja leggja í hafnar-
framkvæmdir sem agn fyrir álver.
AKUREYRARBÆR
Viðtalstímar
bæjarfulltrúa
Fimmtudaginn 15. mars 1990 ki. 20-22 veröa
bæjarfulltrúarnir Gísli Bragi Hjartarson og Sigurð-
ur Jóhannesson til viötals á skrifstofu bæjar-
stjórnar, Geislagötu 9, 2. hæö.
Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum
eftir því sem aðstæður leyfa.
Síminn er 21000.
Bæjarstjóri.
slæma ráðgjafa sem einungis
kunna að margfalda og stækka og
leysa málin með einni stórri og
einfaldri (en kannski vitlausri)
lausn. Þeir hljóta að vera hug-
myndasnauðir eða blindaðir af
KJARVALSSTOFA
í PARÍS
Kjarvalsstofa í París er íbúð og vinnustofa, sem ætluð er
til dvalar fyrir íslenska listamenn. Fteykjavíkurborg,
menntamálaráðuneytið og Seðlabanki (slands lögðu fram
fé til þess að koma upp slíkri starfsaðstöðu í Parísarborg
með samningi við stofnun, sem nefnist Cité Internationale
des Arts, og var samningurinn gerður á árinu 1986. Kjar-
valsstofa er í miðborg Parísar, skammt frá Notre Dame
dómkirkjunni.
Sérstök stjórnarnefnd fer með málefni Kjarvalsstofu og
gerir hún tillögu um úthlutun dvalartíma þartil stjórnar Cité
Internationale des Arts, er tekur endanlega ákvörðun um
málið. Dvalartími er skemmstur 2 mánuðir en lengst er
heimilt að veita listamanni afnot Kjarvalsstofu í 1 ár.
Þeir sem dvelja í Kjarvalsstofu greiða dvalargjöld, er
ákveðin eru af stjórn Cité Internationale des Arts og miðast
við kostnað af rekstri hennar og þess búnaðar, sem þeir
þarfnast. Þessi gjöld eru lægri en almenn leiga í Parísar-
borg. Dvalargestir skuldbinda sig til þess að hlíta reglum
Cité Internationale des Arts varöandi afnot af húsnæði og
vinnuaðstöðu, og jafnframt skuldbinda þeir sig til þess að
dvöl lokinni að senda stjórn Kjarvalsstofu stutta greinar-
gerð um störf sín.
Hér með er auglýst eftir umsóknum um afnot Kjarvals-
stofu, en stjórnin mun á fundi sínum í apríl fjalla um afnot
listamanna af stofunni tímabilið 1. ágúst 1990 til 31. júlí
1991. Skal stíla umsóknirtil stjórnarnefndar Kjarvalsstofu.
Tekið er á móti umsóknum til stjórnarnefndarinnar í skjala-
safni borgarskrifstofanna að Austurstræti 16, en þar liggja
einnig frammi umsóknareyðublöð og afrit af þeim reglum,
sem gilda um afnot af Kjarvalsstofu.
Fyrri umsóknir þarf að endurnýja, eigi þær að koma til
greina við þessa úthlutun.
Umsóknum skai skila í síðasta lagi 6. apríl nk.
Reykjavík, 9. mars 1990,
Stjórnarnefnd Kjarvalsstofu.