Dagur - 13.03.1990, Qupperneq 13
Þriðjudagur 13. mars 1990 - DAGUR - 13
- Lítil kveðja -
Kæri vinur og frændi.
Nú, þegar elli, kvef og ófærð hafa
sameinast um að útiloka mig frá
að kveðja þig, er þú leggur í för
þá, sem okkur öllum er fyrirbúin,
langar mig til að senda þér fáein-
ar línur, trúandi því, að þær birt-
ast þér, hvar á „plani“, sem þú
ert staddur.
Svo margar minnis- og mark-
verðar eru þær minningar, sem
upp koma í huga minn við þessi
tímamót, að varla tekst mér að
færa þær allar í letur, heldur verð-
ur þar fremur tilviljunin að ráða
hvað á pappírinn fer og hvað
framhjá flýgur.
Öllum er okkur áskapað að
þola bæði skúri og skin á vegferð
okkar og að á skiptist ljúft og
leitt; og má óhætt segja að þú
hafir ekki verið þar nein undan-
tekning, Veikindi á barnsaldri,
sem þú alla ævi barst menjar eftir
og á sinn hátt, settu þér þau
takmörk, sem þú áttir erfitt að
sætta þig við, móðurmissir
skömmu síðar, sem góðrar fóstru
hugur og hendur lögðu þér líkn
við, svo sem unnt var, margskon-
ar tilfelli, eins og maga-„perfor-
ing“, sem telja má til óskiljan-
legra undra að ekki varð þér að
aldurtila á miðri ævi, „Parkinson-
veiki“ og garnli ættardraugurinn
„glákan“ á síðari árum, allt.þetta
setti á þig sín mörk, sem hlutu að
verða meira og meira ljós, þeim
sem með þér fylgdust. En ljósu
„punktarnir“ urðu líka margir.
Þér hlotnaðist góð og ntikil eigin-
kona, sem ávallt hefir staðið með
þér, jafnt í blíðu sem stríðu. Þið
hafið eignast, alið upp og fært
þjóðinni myndarlegan hóp glaðra
og góðra barna, sem til alls góðs
eru líkleg. Þú hefir myndað um
þig drjúgan hóp vina, sem ávallt
hefir farið stækkandi. Og ótaldar
ánægjústundir hefir þú átt með
þeim „Musiku“ og „Braga“, sent
mér er kunnugt að víða hafa bor-
ið nafn þitt og hróður. Það má ég
því fullyrða, að sjóður þess, sem
mölur og ryð fá ekki grandað og
nafni þínu er og verður tengdur,
mun nú þegar dávænn orðinn og
líklegur til þroska er fram líða
stundir.
Ljúft væri mér, ef þú safnaðir
saman gömlum söngfélögum
okkar, konum jafnt sem körlum,
til móttöku, þegar ég stíg yfir
strikið.
Hafðu svo þökk fyrir samver-
una og farðu heill.
Páll Helgason.
Minnmg:
Sr. Trausti Pétursson
Sigríður Sveinsdóttir
Sr. Trausti Pétursson fyrrverandi
sóknarprestur á Djúpavogi
andaðist á Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri 5. mars s.l. Hann
var fæddur 19. júlí 1914. Fjórum
dögum áður andaðist tengda-
móðir hans, Sigríður Sveinsdóttir
á elliheimilinu Seli.
Trausti kom til Djúpavogs
1949 ásamt eiginkonu sinni,
Maríu Rögnvaldsdóttur, Sigríði
dóttur þeirra og Sigríði Sveinsd.
móður Maríu.
Sigríður var alla tíð hjá
Trausta og Maríu þar til hún
fluttist á elliheimilið Sel fyrir
rúmu ári. Hún hefði orðið 100
ára 11. apríl n.k. var fædd 11.
apríl 1890.
Sr. Trausti var sóknarprestur á
Djúpavogi í rúm 30 ár. Mín
fyrstu kynni af honum voru þegár
hann kom í Miðhús 14. mars
1951 og tilkynnti lát systur minn-
ar Önnu Margrétar sem lést suð-
ur í Reykjavík. Þá um vorið
fermdi sr. Trausti mig og skírði
yngstu systur mína, sent fæddist 4
dögum eftir lát þeirrar eldri.
Þarna hófst vinátta milli þessara
heimila, sem enst hefur alla tíð
síðan. Vil ég nú þakka fyrir þá
miklu góðvild og vináttu sem for-
eldrar mínir nutu ávallt og var.
það gagnkvæmt.
Þegar ég var unglingur fannst
mér sr. Trausti strangur og alvar-
legur og bar ég alltaf mikla virð-
ingu fyrir honum. Þegar ég varð
eldri fann ég hins vegar að oft var
stutt í gamansemina.
Hann var stofnandi skógrækt-
arfélagsins á Djúpavogi og þar er
sá minnisvarði sem aldrei mun
mást. Ég man eftir því að hann
fór með nokkrum unglingum á
vörubíl inn í Veturhús að sækja
staura til að girða skógræktina.
Það var ekki bílfært alla leið og
fórum við gangandi einstigi, sótt-
um staura og bárum þá til baka.
Nú eru liðin um 40 ár síðan þetta
var og hef ég ekki séð fallegri
grenitré annars staðar.
Það verður ekki minnst á
Trausta og Maríu án þess að Sig-
ríðar Sveinsdóttur sé minnst um
leið. Hún var höfðingleg á að líta
hvort sem maður hitti hana í eld-
húsinu að morgni eða við messu á
sunnudegi. Og þó svo að hvarflað
hafi að manni að ekki hafi alltaf
verið auðvelt að hafa tengda-
mömmu sína á heimilinu, varð
maður aldrei var við annað en
góðvild og gott samkomulag á
milli allra.
Sr. Trausti og María eiga eina
dóttur á lífi og einn fósturson,
Trausta Pétur, sem þau tóku að
sér árið 1954.
Trausti og Sigríður voru jarð-
sungin mánudaginn 12. mars.
Elsku María. Innilegar samúðar-
kveðjur til þín og barnanna í
þessum mikla missi.
Margs er að minnast
margt er hér að þakka
Guði sé loffyrir liðna tíð.
Margs er að minnast
margs er að sakna
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Fjóla Björgvinsdóttir.
Norræn ráðstefna um
almenningssamgöngur í þéttbýli
Dagana 9.-11. ntaí nk. verður
haldin norræn ráðstefna í
Reykjavík um almenningssam-
ÞURRKUBLÖÐIN VERÐA
AÐ VERA ÓSKEMMD
og þau þarf aö hreinsa reglulega.
Slitin þurrkublöö margfalda áhættu
í umferöinni. UMFERÐAR
göngur í þéttbýli. Gert er ráð
fyrir 500 þátttakendum frá öll-
um Norðurlöndunum. Ráð-
stefnan verður haldin í sölum
Háskólabíós og þar verður
einnig sýning á rafeindabúnaði
fyrir fargjaldagreiðslukerfi.
Flestir þátttakendur koma frá
fyrirtækjum sem annast almenn-
ingsflutninga, en þar verða einnig
stjórnmálamenn, embættismenn
sveitarfélaga, sérfræðingar, fram-
leiðendur almenningsfarartækja
og tæknibúnaður hvers konar.
Ráðstefnur sem þessi eru
haldnar annað hvert ár til skiptis
á Norðurlöndum, að þessu sinni
eru það Strætisvagnar Reykja-
víkur, sem standa fyrir ráðstefn-
unni. Náið samstarf er milli nor-
rænna fyrirtækja á sviði almenn-
ingssamgangna og hefur SVR á
ýmsan hátt notið góðs af því.
Ýmsar breytingar eru að eiga
sér stað í grannlöndunum m.a. í
átt til einkavæðingar eins og t.d. í
Kaupmannahöfn og verður rekstr-
ar- og eignarform í almennings-
samgöngum því ofarlega á baugi.
Markaðsmál, fargjaldastefna,
umhverfismál, umferðarmál og
starfsmannamál verða einnig á
dagskrá ráðstefnunnar.
TÍMABUNDIÐ
HLUTASTARF
★ Við leitum að starfsmanni til starfa við síma-
vörslu, fjölföldun, sendiferða og annarra tilfall-
andi starfa.
Þarf að geta hafið störf strax!
Nánari upplýsingar á skrifstofu okkar.
□□□□RÁÐNINGAR
Endurskoðun Akureyri hf., Glerárgötu 24, sími 26600
Vélstjóra vantar
á 50 tonna netabát
Upplýsingar í síma 96-51122 og 985-24315.
Hótel Laugar auglýsir
eftir starfsfólki sem hefur áhuga á að vinna
við ferðaþjónustu í sumar.
Nánari upplýsingar í síma 27242 eða 43135.
Skriflegar umsóknir er tilgreina aldur, menntun og
fyrri störf sendist fyrir 30. mars n.k. til Hjördísar
Stefánsdóttur, hótelstjóra, 650 Laugum.
Vantar blaðbera
í Grænugötu, Eiðsvallagötu og syðri hluta Norður-
götu.
Gleymið ekki
að gefa smáfuglunum.
.t
Móðir okkar,
ANNA MARÍA KRISTJÁNSDÓTTIR,
frá Kollugerði,
Lönguhlíð 15, Akureyri,
lést á Hjúkrunarheimilinu Seli laugardaginn 10. mars.
Börn hinnar látnu.
Fyrir hönd ættingja, flytjum við bestu þakkir öllum þeim fjölmörgu
sem heiðruðu minningu föður okkar,
Jóhanns Frímann,
skólastjóra, frá Akureyri,
við andlát hans hinn 28. febrúar og jarðarför þriðjudaginn 6. mars
1990.
Guð blessi ykkur öli.
Systkinin.
Bergijót Frímann,
Sigyn Frímann,
Valgarður Frímann.