Dagur


Dagur - 13.03.1990, Qupperneq 15

Dagur - 13.03.1990, Qupperneq 15
Þriðjudagur 13. mars 1990 - DAGUR - 15 ÁRLAND f/ myndosögur dags 7i Teddi, þú baöst mig um aö vera hrein- skilna, viltu frekar ,að ég Ijúgi að þér?' Ja, kannski stund- um. Gott! Eg haföi rangt fyrir mér! Þú hefur ekki fitnaö. Þú lítur æðislega vel út! Geggjaöur! í topp formi! ANDRÉS ÖND HERSIR BJARGVÆTTIRNIR Þú ert mjög heppinn félagi... Sárin ^ Hvert í logandi!... Ef þeir voga sér aö^ eru ekki alvarleq. en bér blæöir illa .. J snerta hana ...! Málið er... hvar eiq-í # Ðankalánið Eftirfarandi atvik gerðist fyr- ir nokkrum árum. Náms- maður nokkur var illa stadd- ur fjárhagslega síðari hluta vetrar, og þurfti nauðsyn- lega úrlausn mála sinna. Hann átti ekki mikil viðskipti við banka eða peninga- stofnanir, eins og gefur að skilja, en fyrsta spurningin sem margir bankastjórar leggja fyrir umsækjendur um lán er hvort viðkomandi sé með einhver viðskipti við bankann. Námsmaðurinn hafði þó haft einhverja launaveltu við tiltekinn banka sumarið áður, og lagði leið sína til banka- stjórans til að biðja um lán til nokkurra mánaða. Þegar í loankann kom fékk hann ágætar undirtektir, og lof- orð um skuldabréfalán, sem átti að greiðast út daginn eftir. # Lán í óláni Ungi maðurinn kom í bank- ann á tilsettum tíma næsta dag. Þá var ekki búið að ganga svo frá málum að hann gæti fengið peningana greidda, en útibússtjóran- um þótti miður að geta ekki staðið við gefið fyrirheit, og lét því greiða honum til- skylda upphæð. Skulda- bréfið yrði tilbúið tfl undirrit- unar daginn eftir. Þegar sá dagur rann upp var hringt til námsmannsins og honum tilkynnt, að hann ætti að mæta til að kvitta fyrir láni hjá bankanum. Hann fór á staðinn, var sagt að skrifa undir skuldabréfið - og fékk lánið greitt í annað sinn! Námsmaðurinn var svo undrandi á þessu að hann gerði enga athugasemd við þessa afgreiðslu mála, en gekk út með peningana - og var nú búinn að fá helmingi hærri upphæð en hann átti rétt á. Það var sagt um bankastjórann að hann hefði aldrei gleymt þessum degi, því mistökin komust upp sama daginn. Ungi maðurinn gaf síðan út vixil fyrir mismuninum svo ekki hallaði á bankann, en pen- ingunum var hann búinn að eyða. dagskrá fjölmiðla Sjónvarpið Þriðjudagur 13. mars 17.50 Súsí litla. (Susi.) Dönsk barnamynd þar sem fylgst er með daglegu lífi þriggja ára hnátu og hvernig hún skynjar umheiminn. 18.05 Æskuástir (3). (Forelska.) 18.20 Upp og nidur tónstigann (5). 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Yngismær (74). 19.20 Barði Hamar. 19.50 Bleiki pardusinn. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Ferð án enda. (The Infinite Voyage.) Náttúruhamfarir. Bandarískur fræðslumyndaflokkur. Fjallað er um eldgos, jarðhræringar, skriðuföll o.fl. 21.30 Skuggsjá. 21.45 Að leikslokum. (Game, Set and Match) Ellefti þáttur af þrettán. 22.35 Hjónabandið - umræðuþáttur. Staða hjónabandsins í nútímasamfélagi. Þátttakendur: Bjöm Björnsson prófessor, Ingibjörg Jóna Jónsdóttir kynfræðingur, Nanna Sigurðardóttir félagsráðgjafi og séra Þorvaldur Karl Helgason sóknar- prestur. Áhorfendum gefst kostur á að hringja inn fyrirspurnir. 23.00 Ellefufréttir. 23.10 Hjónabandið frh. 23.50 Dagskrárlok. Stöð 2 Þriðjudagur 13. mars 15.00 Greystoke - goðsögnin um Tarsan. (Greystoke - The Legend of Tarsan.) Skemmtileg ævintýramynd fyrir alla. Aðalhlutverk: Christopher Lambert, Cheryl Campell, James Fox og Nigel Davenport. 17.05 Santa Barbara. 17.50 Jógi. (Yogi's Treasure Hunt) 18.10 Dýralíf í Afríku. (Animals of Africa.) 18.35 Bylmingur. 19.19 19:19. 20.30 Landslagið. Lag og ljóð. Flytjandi: Ari Jónsson. Lag og texti: Eirikur Hilmarsson. 20.35 Stórveldaslagur i skák. 20.45 Háskóli íslands. Mjög athyglisverður þáttur um sögu Happdrættis Háskóla íslands.. Einnig verða hæstu tölur úr Happdrætti Háskóla íslands birtar, þar sem dregið verður þennan sam dag. 21.05 Paradísarklúbburinn. (Paradise Club.) 22.00 Hunter. 22.50 Stórveldaslagur í skák. 23.20 Með grasið í skónum. (Shakedown on the Súnset Strip.) Á skuggalegum strætum Los Angeles- borgar gerast margir óhugnanlegir atburðir í skjóli nætur. Charles Stoker er metnaðarfullur lögregluþjónn í siðgæðis- deild og ætlar að vinna sig upp í starfi með því að koma einni alræmdustu gleði- konu borgarinnar bak við lás og slá. Aðalhlutverk: Perry King, Season Hubley, Joan Van Ark og Vincent Baggetta. Bönnuð börnum. 00.55 Dagskrárlok. Rás 1 Þriðjudagur 13. mars 6.45 Veðurfregnir • Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið. - Baldur Már Arngrímsson. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Auglýsingar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. 9.00 Fréttir. 9.03- Litli barnatíminn: „Eyjan hans Múmínpabba" eftir Tove Jansson. Lára Magnúsardóttir les (7). 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 Landpósturinn - Frá Vestfjörðum. Umsjón: Finnbogi Hermannsson. 10.00 Fréttir. 10.03 Neytendapunktar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð. Hermann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. 11.53 Á dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir • Dánarfregnir • Aug- lýsingar. 13.00 í dagsins önn - Baráttan við Bakkus; aðstandendur. Umsjón: Guðrún Frímannsdóttir. (Frá Akureyri) 13.30 Miðdegissagan: „Fátækt fólk" eftir Tryggva Emilsson. Þórarinn Friðjónsson les (15). 14.00 Fréttir. 14.03 Eftirlætislögin. Svanhildur Jakobsdóttir spjallar við Kristján Kristjánsson, K.K., sem velur eftirlætislögin sín. 15.00 Fréttir. 15.03 Hvað er dægurmenning? Dagskrá frá málþingi Útvarpsins og Nor- ræna hússins um dægurmenningu. 15.45 Neytendapunktar. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. 16.08 Þingfréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Konsert fyrir píanó og hljómsveit nr. 1 í d-moll, op. 15 eftir Johannes Brahms. 18.00 Fréttir. 18.03 Að utan. Fréttaþáttur um erlend málefni. 18.10 Á vettvangi. 18.30 Tónlist • Auglýsingar • Dánarfregnir. 18.45 Veðurfregnir • Auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Auglýsingar. 19.32 Kviksjá. 20.00 Litli barnatiminn. 20.15 Tónskáldatimi. 21.00 Draugar. 21.30 Útvarpssagan: „Ljósið góða" eftir Karl Bjarnhof. Arnhildur Jónsdóttir les (2). 22.00 Fréttir. 22.07 Að utan. Fréttaþáttur um erlend málefni. 22.15 Veðurfregnir • Dagskrá morgun- dagsins. 22.20 Lestur Passíusálma. Ingólfur Möller les 25. sálm. 22.30 Leikrit vikunnar: „Gamlar konur í dýragarði" eftir David Ashton. 23.20 Djassþáttur. - Jón Múli Árnason. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. 01.00 Veðurfregnir. Rás 2 Þriðjudagur 13. mars 7.03 Morgunútvarpið - Úr myrkrinu, inn i ljósið. Leifur Hauksson og Jón Ársæll Þórðarson hefja daginn með hlustendum. 08.00 Morgunfréttir. - Morgunútvarpið heldur áfram. 9.03 Morgunsyrpa. Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir. 11.03 Gagn og gaman með Jóhönnu Harðardóttur 12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. - Gagn og gaman heldur áfram. 14.03 Brot úr degi. Eva Ásrún Albertsdóttir. 16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarp. Stefán Jón Hafstein, Guðrún Gunnars- dóttir og Sigurður Þór Salvarsson. - Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.00. - Stórmál dagsins á sjötta tímanum. 18.03 Þjóðarsálin, þjóðfundur i beinni útsendingu, sími 91-38500. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Zikk zakk. Umsjón: Sigrún Sigurðardóttir og Sigriður Arnardóttir. 20.30 Gullskífan. Að þessu sinni „Raw and the cooked sampler" með Fine Yong Cannibals. 21.00 Rokk og nýbylgja. - Happy Mondays á íslandi. Skúli Helgason kynnir. 22.07 „Blítt og létt..." Gyða Dröfn Tryggvadóttir rabbar við sjó- menn og leikur óskalög. 23.10 Fyrirmyndarfólk lítur við í kvöldspjall. 00.10 í háttinn. Ólafur Þórðarson leikur miðnæturlög. 01.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir eru sagðar kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11,12,12.20, 14, 15,16,17,18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 01.00 Áfram ísland. 02.00 Fréttir. 02.05 Snjóalög. 03.00 „Blítt og létt..." 04.00 Fréttir. 04.05 Glefsur. 04.30 Veðurfregnir. 04.40 Á vettvangi. 05.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 05.01 Bláar nótur. 06.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 06.01 Norrænir tónar. Ríkisútvarpið á Akureyri Þriðjudagur 13. mars 8.10-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. Hljóðbylgjan Þriðjudagur 13. mars 17.00-19.00 Pálmi Guðmundsson fylgir ykkur heim úr vinnunni með ljúfri tónlist. Fréttir kl. 18.00.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.