Dagur - 27.03.1990, Side 3

Dagur - 27.03.1990, Side 3
Þriðjudagur 27. mars 1990 - DAGUR - 3 -J fréttir i Aðalfundur Osta- og smjörsölunnar: Tekjuafgangur á síðasta ári 65 milljónir króna - fituminni mjólkurafurðir enn í sókn Aðalfundur Osta- og smjör- sölunnar sf. var haldinn 9. mars sl. Rekstur fyrirtækisins gekk vel á árinu 1989 og skilaði Osta- og smjörsalan tekju- afgangi upp á 65 milljónir króna til mjólkurbúanna. Heildarsalan nam tæpum 3 inilljörðum króna og jókst um 16,9% milli ára. Útflutningur dróst mjög saman. „Þetta var alveg þokkalegt ár og aukning í tlestum þeim afurð- um sem við erum með sölu á. Dregið var úr kostnaði og tapað- ar viðskiptaskuldir voru nánast engar. Hins vegar er útflutning- urinn að mestu leyti dottinn niður, af eðlilegum ástæðum, nema í formi undanrennuosta og Hjalteyrin EA á veiðar eftlr viðgerð Viðgerð er nú um það bil að ljúka á Hjalteyrinni EA, frysti- togara Samherja hf. Skipið hefur verið til viðgerðar undan- farnar vikur hjá Slippstöðini hf. á Akureyri. Hjalteyrin var tekin í slipp þar sem gera þurfti við ísskemmdir á botni togarans. Þá var unnið við að breyta og endurnýja vinnslu- línu um borð. Kristján Vilhelmsson hjá Sam- herja hf. segir að viðgerðin hafi gengið vel en hún tók örlítið lengri tíma en menn hugðu í upp- hafi. Hjalteyrin EA mun halda á veiðar á fimmtudag, og verður atlinn þá frystur um borð. Togar- inn var áður á ísfiskveiðum. Skipstjóri á Hjalteyrinni er Jón ívar Halldórsson. EHB Akureyri: Námskeið í næringarfræði og mataræði Magni Björnsson íþróttalífeðl- isfræðingur gengst fyrir nám- skeiði í næringarfræði og mat- aræði á Akureyri dagana 29., 30. og 31. mars. Námskeiðið verður haldið í Gagnfræða- skóla Akureyrar og hefst kl. 20.00, nema laugardaginn 31. mars, þá hefst það kl. 10.00. Á námskeiðinu verður rætt um alla fæðuflokka (kolvetni-sykur, prótein-eggjahvítu, fitu og vökva). Einnig verður rætt um vítamín og steinefni, um melt- ingu, upptöku og frásog. Loks verður fjallað um sjúkdóma og næringarskort. Skráning þátttakenda á nám- skeiðið fer fram í Heilsuhorninu í síma 21889 og þar eru jafnframt veittar nánari upplýsingar. Athygli þátttakenda er vakin á því að hafa með sér glósubækur á námskeiðið. -KK Slysið við Blöndu: Nafn hins látna Maðurinn sem lést í vinnuslysi við Blönduvirkjun síðastliðinn miðvikudag hét Sveinn Árna- son til heimilis að Heiðargerði 50 Reykjavík. Sveinn var ókvæntur og barnlaus. kaseins," sagði Óskar H. Gunn- arsson, framkvæmdastjóri Osta- og smjörsölunnar. Á árinu 1989 var innanlands- neysla mjólkur- og mjólkur- afurða heldur meiri en innvegin mjólk til samlaganna. Fram- leiðslan var með öðrum orðum minni en neyslan og eru mjólkur- vörubirgðir því í algjöru lág- marki. Framleiðslan hefur minnkað stöðugt og er hún nú svipuð og fyrir 30 árum. Mjólkurneyslan hefur minnk- að og var að jafnaði rúmum sex og hálfum lítra minni á hvert mannsbarn í fyrra miðað við árið áður. Þá er átt við mjólk, léttmjólk, undanrennu, súrmjólk, jógúrt og rjóma. Þó hefur undanrennu- og léttmjólk- urneysla aukist. Sala á ostum jókst um 51 tonn í fyrra eða um 2%. Meðalneysla á íbúa var tíu og hálft kíló. Sala á smjöri dróst saman um 7,5% en sala á smjörva tók kipp og jókst um 10,5%. Þá jókst sala á Léttu og laggóðu um 3,5%. Hlutdéild Osta- og smjörsölunnar á feit- metismarkaðinum var 39% í fyrra en var 30% árið 1986. Af nýjungum á síðasta ári má nefna Dala-Koll, þrjár tegundir af kryddsmjöri og forsteiktan camembert. Á árinu 1990 er fyrirhugað að markaðssetja bökur, sítrónu- og marmara- kökur, 38% gráðaost og Herra- garðsost. SS V$km Endursreiósla viróisaukaskatts til íbúóarbyggjenda Hvað er endurgreitt? V W inna manna á byggingarstað var undan- þegin söluskatti en er nú virðisaukaskattsskyld. Virðis- aukaskattur af vinnu manna sem unnin er á byggingarstað íbúðarhúsnæðis verður endurgreiddur skv. reglugerð nr. 641/1989. Endurgreiðslan nærtil: • Vinnu manna við nýbyggingar íbúðarhúsnæðis. • Hluta söluverðs verksmiðjuframleiddra íbúðarhúsa. • Vinnu manna við endurbætur á íbúðarhúsnæði ef heild- arkostnaður er a.m.k. 7% af fasteignamati íbúðarhús- næðis. Hverjir fa endurgreiðslu? L ndurgreiðslu fá þeir sem byggja á eigin kostnað íbúðarhúsnæði sem ætlað er til sölu eða eigin nota á eigin lóð eða leigulóð. Hvaráaðsækjaum endurgreiðslu? k^ækja skal um endurgreiðslu á sérstökum eyðublöðum til skattstjóra í því umdæmi sem lögheimili umsækjandans er. Eyðublöðineru: • RSK10.17: Bygging íbúðarhúsnæðis til sölu eða leigu. • RSK 10.18: Bygging íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Athygli skal vakin á því að umsækjandi verður að geta lagt fram umbeðin gögn, t.d. sölureikninga þar sem skýrt kemur fram hver vinnuþátturinn er og að vinnan sé unnin á byggingarstað. Hvenær er hægt að sækja um endurgreiðslu? a _*ppgjörstímabil vegna nýbyggingar og verksmiðjuframleiddra íbúðarhúsa ertveir mánuðir, janúar og febrúar, mars og apríl o.s.frv. Umsókn skal berast skatt- stjóra fyrir 15. dag næsta mánaðar eftir að uppgjörstímabili lýkur. Athygli skal vakin á því að skilafrestur vegna janúar og febrúar 1990 framlengist til 30. mars. Uppgjörstímabil vegna endurbóta er aldrei styttra en almanaksár. Umsókn skal berast skattstjóra 15. janúar árið eftir að endurbætur voru gerðar. Nánari upplýsingar veita RSK og skattstjórar um land allt. 91-624422 RSK RIKISSKATTSTJÓRI

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.