Dagur - 27.03.1990, Qupperneq 5
Þriðjudagur 27. mars 1990 - DAGUR - 5
Konur, vmnum með körlum
í Degi 20. mars sl. birtist grein
eftir Lilju Mósesdóttur um slæma
stöðu kvenna bæði hvað varðar
launakjör þeirra og völd í þjóð-
félaginu. Um margt get ég verið
Lilju sammála en tilgangur skrif-
anna er greinilega sá að benda
konum á kvennasamtök sem eina
raunhæfa vettvanginn til úrbóta.
Því er ég ekki sammála og vil því
koma eftirfarandi á franrfæri.
Konur ná aldrei jafnri stöðu
við karla sem sérhagsmunahóp-
ur, hvorki í launum né völdum.
Innan verkalýðshreyfingarinnar
eru víða starfandi verkakvenna-
félög. Þau hafa ekki náð að sýna
frarn á betri árangur í kjarabar-
áttunni en blönduð stéttarfélög.
Aftur á móti er það staðreynd að
skástu kjarasamningar fyrir kon-
ur hafa náðst þar sem ólíkir hóp-
ar hafa unnið samciginlega að
sérkjarasanmingum viö einstök
fyrirtæki. bar hafa betur launaðir
hópar karla þekkt til starfa
kvennanna innan fyrirtækjanna
og tekið heils hugar undir kröfu-
Úlfhildur Rögnvaldsdóttir.
gerð þeirra.
Við skulum ekki gleyma því að
karlar eru 50% þjóðarinnar og
konur verða því að fá þá til liðs
við málefni sín ef þau eiga að ná
fram, í stað þess að líta á karla
sem andstæðinga.
Konum hefur því miður oft
tekist illa upp í jafnréttisumræðu
undanfarinna ára og karlar litið á
okkur sem leiðinda nöldrara.
Bæði innan launþegasamtaka og
í pólitíkinni hafa karlar heyrst
tauta „byrjar hún nú einu sinni
enn á þessu jafnréttiskjaftæði".
En ef karlmaður flytur sömu
ræðuna hlusta ýmsir betur á
hann.
Virkari þátttaka kvenna innan
stéttarfélaganna og í pólitísku
flokkunum er höfuðmálið. Á
þeim vettvangi verðum við konur
að standa saman og vinna karl-
ana til fylgis við baráttumál
okkar. Sem betur fer skilja marg-
ir karlar að okkar hagsmunamál
eru einnig þeirra og fjölskyldunn-
ar allrar. Við veröum að vinna
saman, bæði kynin, á öllum víg-
stöðvum, enda hlýtur það að vcra
eðlilegasta leiðin þegar á allt er
litið.
Úlfhildur Rögnvaldsdóttir.
I löfiuidur er liæjarfulltrúi á Akurejri
lyrir Framsókiiarflokkinn.
Ferðaþjónusta bænda
- Tíu ára búgrein
Uni þessar mundir eru tíu ár liðin
frá því að Ferðaþjónusta bænda
var sett á laggirnar. Hugmyndin
er upphaflega komin frá Finn-
landi, en þar hefur slík ferða-
þjónusta starfað í mörg ár og gef-
ið góða raun. Fyrsti bæklingur
Ferðaþjónustunnar hérlendis var
gefinn út 1981 og var hann í
umsjá Oddnýjar Björgvinsdótt-
ur, sem var fyrsti framkvæmda-
stjóri Ferðaþjónustu bænda og
hugmyndasmiður.
Fjölgun þátttökubæja
Þegar Ferðaþjónusta bænda var
stofnuð voru færri en 30 bæir inn-
an hennar vébanda en í dag eru
þeir orðnir 111 og verða 120 á
næsta ári. Má því glögglega sjá
að mikill vöxtur hefur verið í
þessari nýju búgrein.
FB býður ekki aðeins gistingu,
heldur einnig lax- og silungsveiði
í ám og vötnum, hestaleigu,
gönguferðir, og nú síðast sjó-
stangaveiði og dorg á ísilögðum
vötnum, sem er nýjung hér
norðanlands.
Margir halda að þessi þjónusta
sé fyrst og fremst fyrir útlend-
inga, en jietta er misskilningur.
Æ fleiri Islendingar notfæra sér
þessa þjónustu, enda er hún kjör-
in leið til að kynnast landinu sínu
og fólkinu sem það byggir og að
komast í snertingu við hreina
ómengaða náttúru. Þetta er mik-
ils virði fyrir þéttbýlisbörnin í
dag, sem mörg liver vita varla
hvað orðið sveit merkir.
Viðurkennd búgrein
Ferðaþjónusta er í dag viður-
kennd búgrein og er hún ýmist
stunduð með öðrum búskap eða
ein sér. Hún er stöðluð og með
henni strangt gæðaeftirlit. Bæirn-
ir eru flokkaðir eftir eðli þeirrar
þjónustu sem þar er veitt, gæðum
Helena Uejak.
hennar og verði. Eftirlit er í
höndum svæðisstjóra sem starfa í
umboði heildarsamtakanna í
Reykjavík.
Flakkarar
Ýmis tilboð eru í gangi hjá FB, til
dæniis hinir svokölluðu flakkarar
sem njóta mikilla vinsæla. Gisti-
flakkarinn svokallaði byggist á
því að fólk borgar minnst fimrn 1
gistinætur sem bókaðar skulu
með sólarhrings fyrirvara. Fimni-
tíu bæir taka þátt í þessu tilboði.
Veiðiflakkarinn er einnig mikið
notaður. 27 bæir taka þátt í því
tilboði og tólf bæir til viðbótar
bjóða upp á veiðistangaleigu. Allir
eru þessir bæir staðsettir við gjöf-
ul veiðivötn eða ár. Bæklingar
uni veiði- og gistiflakkarann eru
fáanlegir hjá öllum söluaðilum á
íslensku, þýsku og ensku. Og
bráðlega keniur út pési þar sem
fjallað er um hestaferðir.
Sem fyrr segir, er það tilvalin
leið til að kynnast landi og þjóð
að nýta sér FB. Það gefur okkur
kost á að kynnast fólki frá öðrum
löndum og varla er til betri leið til
að eyða fordómum og tortryggni
á milli þjóða en að eiga saman
unaðsstundir í fegurð og kyrrð
íslenskrar sveitar. Þannig getum
við kennt börnunum okkar og
erlendum vinum að gæta landsins
og bera virðingu fyrir því.
Helena Dejak
Höfundur er framkvæmdastjóri Ferða-
skrifstofunnar Nonna á Akureyri og
svæðisstjóri Ferðaþjónustu bænda á
Norðurlandi.
Áfengisvarnaráð:
Er allt í lagi?
„Rúmt ár er liðið frá því að sala
áfengs bjórs hófst hérlendis. Á
baksíðu Morgunblaðsins sunnu-
daginn 4. mars voru m.a. þessar
fréttir:
1. „Maður var handtekinn á
föstudag fyrir að framvísa fölsuð-
urn lyfseðli í apóteki í Kringl-
unni. Maðurinn á við vímuefna-
vanda að etja og hefur áður verið
staðinn að svipuðu broti."
2. „Ölvaður maður var hand-
tekinn þegar hann reyndi að
brjótast inn í mannlausa íbúð í
Vogahverfi aðfaranótt laugar-
dagsins."
3. „Þrír ökumenn sem grunað-
ir eru um ölvun lentu í árekstri á
föstudag."
4. „Tveir bílar lentu í árekstri
á Ægisíðu um klukkan hálftíu um
kvöldið. Annar ökumannanna
var álitinn ölvaður."
5. „Árekstur varð á mótum
Miklubrautar og Lönguhlíðar á
ellefta tímanum á föstudag. Ann-
ar aðila var grunaður uni ölvun."
6. „Þá olli ölvaður ökumaður
árekstri fjögurra bíla í miðbæn-
um á föstudag. Flytja þurfti einn
ökumanninn á slysadeild."
7. „Að auki voru sex öku-
nienn kærðir fyrir ölvun við akst-
ur á föstudag og aðfaranótt laug-
ardags."
8. „Kona skar mann með gler-
broti í veitingahúsinu Bjórhöll-
inni, í Breiðholti aðfaranótt laug-
ardagsins."
Og inn í blaðinu gat að líta
þessa frétt:
9. „Tveir 15 ára piltar voru
handteknir í miðbænum laust fyr-
ir klukkan fimm í fyrrinótt þar
sem þeir óku jeppa sem þeir
höfðu tekið ófrjálsri hendi. Þeir
eru báðir grunaðir um ölvun."
Sjálfsagt koma ekki öll kurl til
grafar í þessum fréttum. Er ekki
allt í lagi? Eða hvað?“
Afengisvarnaráð
DAGUR
Akure)Ti
0 96*
Norðlcnskt dagblað
Til sölu úr þrotabui
Til sölu er lausafé i eigu þrotabús Þorsteins Más
Aðalsteinssonar, Dalvík.
Þær eignir sem hér er um að ræða eru einkum verk-
færi og tæki til notkunar við loðdýrarækt.
Allar nánari upplýsingar veitir Skarphéðinn Péturs-
son, Hrísum, Dalvík, í símum 96-61502 og 96-61835.
Tilboðum skal skilað til Skarphéðins, Hrísum, Dalvík
eða Árna Pálssonar hdl., Brekkugötu 4, Akureyri,
fyrir 9. apríl nk.
---------------------------------------------------------V
AKUREYRARBÆR
Akureyrarbær Umhverfisdeild - Skólagarðar.
Flokkstjórar óskast
í sumar.
Æskilegt er að umsækjendur hafi náð 20 ára aldri
og hafi reynslu af flokkstjórn. Upplýsingar um
starfið eru veittar á skrifstofu Umhverfisdeildar í
síma 25600.
Upplýsingar um launakjör veitir starfsmannastjóri
Akureyrarbæjar í síma 21000.
Skriflegar umsóknir sendist starfsmannadeild
Akureyrarbæjar Geislagötu 9, 602 Akureyri, á
eyðublöðum sem þar fást.
Umsóknarfrestur er til 6. apríl.
Umhverfisstjóri.
bæjarfulltrúa
Fimmtudaginn 29. mars 1990 kl. 20-22 verða
bæjarfulltrúarnir Freyr Ófeigsson og Heimir Ingi-
marsson til viðtals á skrifstofu bæjarstjórnar,
Geislagötu 9, 2. hæð.
Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum
eftir því sem aðstæður leyfa.
Síminn er 21000.
Bæjarstjóri.
Óbreytt verð
þrátt fyrir virðisaukaskatt
Við hér á Degi, dagblaðinu á landsbyggðinni,
vekjum athygli á að verðið á okkar vinsælu smá-
auglýsingum er óbreytt þrátt fyrir aukna skatt-
heimtu.
Verð fyrir eina birtingu staðgreitt er kr. 860,- og
síðan 200 kr. fyrir sömu auglýsingu endurtekna.
Sem sagt tvær birtingar kr. 1.060,-
Fimm birtingar kr. 1.660,-
Tíu birtingar kr. 2.660,-
Lægra er varla hægt að hafa það.
auglýsingadeild
sími 24222.