Dagur - 27.03.1990, Síða 7

Dagur - 27.03.1990, Síða 7
Þ'riðjudagur 27. mars Í990 — DAGUR - 7 Birgitta Guðjónsdóttir lcikinaður KA lcmur boltann í gólfíð hjá Stúdínum í leik liðanna á sunnudag. Mynd: ki íslandsmótið í handknattleik 1. deild: Úrslitakeppnin í blaki: Karlaliðið vann ÍS og tryggði sér siifurverðlaunm - kvennaliðið tapaði hins vegar fyrir ÍS KA hefndiófaranna í bikarnum og lagði ÍBV að velli í Evjum 15:13, aðra hrinuna 15:10 og þriðju hrinuna einnig 15:10. Leikur KA og ÍS var jafnframt síðasti leikurinn í úrslitakeppn- inni og nú er aðeins eftir úrslita- leikurinn í bikarnum en þar mæt- ast KA og Þróttur Reykjavík. KA-stelpurnar náðu sér ekki á strik gegn Stúdínum, eftir að hafa tapað fyrstu hrinunni naum- lega. Stúdínur byrjuðu betur í fyrstu hrinunni en KA-stelpurnar náðu að jafna leikinn og komast yfir 11:9. En þær sunnlensku reyndust sterkari á endasprettin- um og sigruðu í hrinunni, 15:12. ÍS vann aðra hrinuna 15:8 og þá þriðju 15:10. Kvennalið KA á eftir að leika einn leik í úrslitakeppninni, gegn UBK en það mun þó ljóst nú þegar að liðið endar í fjórða sæti. Leikurinn gegn UBK fer fram á Akureyri á laugardaginn en dag- inn áður eigast þessi sömu liö við í bikarkeppninni og fer sá leikur i einnig fram á Akureyri. -KK tapsins í bikarnum fyrr í vik- unni. KA hefur nú unnið síð- ustu tvo leiki sína í deildinni og hefur liðið með því komið sér af mestu hættusvæðinu, í bili að minnsta kosti. Segja má að KA hafi unnið tímamótasigur, því langt er síðan liðinu hefur tekist að hafa betur í viðureign við heimamenn í Eyjum. KA-menn mættu mjög ákveðnir til leiks í Eyjum á laugardag og ætluðu sér greinilega ekkert ann- að en sigur í leiknum Þeir voru með undirtökin frá upphafi og höfðu ná fjögurra marka forystu í hálfleik, 13:9. KA-menn gáfu hvergi eftir í síðari hálfleik og héldu nokkuð öruggri forystu. Um miðjan síð- ari hálfleik gerðu heimamenn örvæntingafulla tilraun til þess að jafna metin og tóku þá tvo KA- menn úr umferð. Liðinu tókst þó ;aðeins að minnka muninn í tvö mörk á tímabili en nær komust þeir ekki og KA-menn juku mun- inn í þrjú rnörk á ný og sigruðu sem fyrr sagði 24:21. KA-menn unnu þennan leik fyrst og fremst á góðri mark- vörslu og góðri vörn en Axel Stefánsson stóð í markinu allan leikinn. Allir þeir leikmenn sem þátt tóku í leiknum stóðu sig vel og uppskáru samkvæmt því. Sem fyrr var Sigurður Gunn- arsson atkvæðamestur hjá ÍBV en þó tókst Erlingi Kristjánssyni að halda honum nokkuð vel niðri. Sigurður skoraði 10 mörk og þar af 6 úr vítaköstum. Mörk KA: Sigurpáll Aöalsteinsson 6, Erlingur Kristjánsson 6/2, Jóhannes Bjarnason 4, Pétur Bjarnason 4, Karl Karlsson 2 og Guðmumlur Guömunds- son 2. Mörk IBV: Siguröur Gunnarsson 10/6, Guðmundur Albertsson 3. Siguröur Friðriksson 3, Hilmar Sigurgtslason 2, Sigbjörn Óskarsson 2 og Guöfinnur Kristmarsson 1. -KK KA sigraði ÍS mjög örugglega 3:0, er liðin áttust við í úrslita- keppni karla á Islandsmótinu í blaki á sunnudaginn. Það dugði KA þó aðeins til þess að krækja í annað sæti keppninn- ar, því daginn áður hafði Þróttur Reykjavík tryggt sér Islandsmeistaratitilinn með sigri á HK í Kópavogi. í úrslitakeppni kvenna, snéru Stúdínur við dæminu og sigr- uðu KA-stúIkur mjög örugg- Iega 3:0. Leikið var í Iþrótta- höllinni á Akureyri. Strákarnir í KA mættu rnjög ákveðnir til leiks gegn Stúdentum og náðu strax yfirhöndinni í fyrstu hrinu og áttu Stúdentar alltaf á brattan að sækja. Því var eins farið í hinum hrinunum tveimur og var sigur KA aldrei í hættu. KA vann fyrstu hrinuna íslandsmótið í handknattleik, 4. flokkur 1. deild: Þórsarar unnu bronsverðlaun - FH varð íslandsmeistari og Stjarnan hafnaði í öðru sæti Strákarnir í 4. flokks liði Þórs í handbolta, nældu sér í brons- verðlaun á Islandsmótinu en síðasta fjölliðakeppni vetrarins fór fram í Valsheimilinu um helgina. FH varð Islandsmeist- ari í ilokknum, Stjarnan hafn- aði í öðru sæti, Þór í því þriðja en Valur, sem flestir reiknuðu með að stæði uppi sem meist- ari, varð að gera sér fjórða sætið að góðu. Eftir góðan árangur í Norður- landsriðli og síðan í 2. deild á Akranesi, öðluðust Þórsarar rétt til þess að leika í lokakeppni 1. deildar. „Þessi árangur liðsins er mun betri en ég átti von á fyrir- fram og það var frábært hjá strákunum að leggja Valsmenn að velli en þeir eru með besta liðið, þó svo að hlutirnir hafi ekki gengið upp hjá þeim að þessu sinni,“ sagði Árni Gunnarsson þjálfari Þórs í samtali við Dag. Alls tóku átta lið þátt í 1. deildarkeppninni og léku allir við alla. Þórsarar héldu suður á fimmtudag og léku þá einn leik, síðan annan leik á föstudag, þrjá á laugardag og loks tvo á sunndag og þótti þessi niðurröðun frekar óhagstæð liðinu. Þórsarar unnu fimm leiki en töpuðu tveimur. Þórsliðið var eina lið keppninar sem náði að vinna sigur á Val í hörkuleik og hafði íslandsmeistaratitilinn af lið- inu fyrir vikið. Þór tapaði aðeins fyrir FH og Stjörnunni en þessi tvö lið höfnuðu í tveimur efstu sætunum. Urslit í leikjum Þórs urðu sem hér segir: Þór-Týr 15:14 Þór-Reynir S 20:14 Þór-Víkingur 15:12 Þór-Stjarnan 16:19 Þór-Valur 16:12 Þór-KR 15:14 Þór-FH 9:12 Valsmenn sáu um framkvæmd keppninnar og að sögn Árna Gunnarssonar var öll skipulagn- ing mótsins til mikillar fyrir- myndar. Valsmenn veittu auka- verðlaun til þriggja einstaklinga og prúðasta liðsins, til minningar um Magnús Blöndal sem starfaði mikið sem unglingaþjálfari félag- ins. FH-ingar áttu besta mark- vörðinn, Týrarar besta sóknar- manninn og Valsmenn besta al- hliða leikmanninn en prúðasta liðið var lið Reynis í Sandgerði. -KK Hafsteinn Jakobsson leikmaður KA gerir sig líklegan til þess að „smassa“ í leiknum gegn 1S á sunnudag. KA sigraði í leiknum og hafnaði í öðru sæti Islandsmótsins. Mynd: kl KA-menn gerðu góða ferð til Vestmannaeyja er þeir mættu heimamönnum í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik á laugardaginn. Þeir höfðu á brott með sér bæði stigin í i24:21 sigri og hefndu þar með Staðan 1. deild Úrslit leikja í 14. uinferð 1. deild- ar íslandsmótsins í handknattleik urðu þess: FH-Stjarnan 29:17 HK-Grótta 27:25 Valur-Víkingur 30:23 ÍBV-KA 21:24 KR-ÍR 25:18 Staðan í deildinni er þessi: FH 14 12-1-1 379:316 25 Valur 14 11-1-2 375:320 23 Stjarnan 14 8-2-4 331:306 18 KR 14 7-3-4 304:297 17 ÍBV 14 5-3-6 324:321 13 ÍR 14 5-2-7 305:313 12 KA 14 5-1-8 318:339 11 Grótta 14 3-1-10 297:337 7 Víkingur 14 2-3-9 313:343 7 HK 14 2-3-9 291:340 7

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.