Dagur - 27.03.1990, Page 10

Dagur - 27.03.1990, Page 10
'ÍO - DAGUR ÞnðjÉictagur'27; tttáteifðOÖ íþróttir Enska knattspyrnan: Crystal Palace vann toppliðið - Man. Utd. að rétta úr kútnum - Staða Leeds Utd. sterk í 2. deild Nú er lokaspretturinn að hefj- ast í Ensku knattspyrnunni, lokað hefur verið fyrir kaup og sölur á leikmönnum og nú verða félögin að treysta á þá leikmenn sem þau hafa í sínum röðum. Það er því Ijóst að meiðsli geta sett mikið úr skorðum hjá liðunum, því ekki verður mögulegt að kaupa nýja leikmenn til að fylla skörð þeirra sem heltast úr lestinni til vorsins. En lítum þá á leikina sem fram fóru á laugardaginn. Óvænt úrslit urðu í leik Crystal Palace og Aston Villa. Villa hafði nýlega keypt miðherjann Tony Cascarino frá Millwall fyrir £1.5 milljónir, en Palace keyptu í vik- unm miðherjann Gary Thomp- son sem áður lék með Villa fyrir £150.000. Og það var hinn ódýri sem stal senunni og skoraði eina mark leiksins. Aðeins 5 mín. höfðu liðið af hans fyrsta leik með Palace er boltinn barst til hans eftir langt innkast Andy Gray og hann þrumaði knettin- um í netið. Cascarino hins vegar átti aðeins tvo skalla að marki sem hvorugur rataði rétta leið. Leikmenn Palace hugsuðu um það eitt eftir markið að halda fengnum hlut sem þeim tókst, en leikurinn varð fyrir vikið lítil skemmtun fyrir áhorfendur og Villa tapaði dýrmætum stigum í baráttunni við Liverpool. Martin Hayes skoraði fyrsta mark Arsenal á 6. mín. er hann jfékk boltann óvaldaður í víta- Iteignum. Kevin Campbell bætti löðru marki við eftir undirbúning 'Perry Groves og á síðustu mín. fyrri hálfleiks skoraði Hayes sitt annað mark en hann fékk bolt- ann úr þverslánni eftir skalla Alan Smith. Bobby Briscoe lag- aði stöðuna fyrir Derby á 52. mín., hans fyrsta mark fyrir Derby, en lengra komst liðið ekki og öruggur sigur Arsenal var í höfn. Everton hefur nú skotist upp í fjórða sæti deildarinnar eftir góða sigra að undanförnu og á laugardag lagði Everton, Nor- wich að velli 3:1. Norwich lék þó betri knattspyrnu í leiknum þrátt fyrir tapið, en það voru leikmenn Everton sem stóðu uppi sem sig- urvegarar. Á síðustu mín. fyrri hálfleiks náði Norwich forystu er Robert Rosario stóð af sér tækl- ingu Ian Snodin og David Phillips afgreiddi sendingu hans af stuttu færi í markið. Tony Cottee hinn lágvaxni miðherji Everton skor- aði síðan tvö skallamörk á fyrstu ^15 mín. síðari hálfleiks og er 5 mín. voru til leiksloka bætti Graham Sharp því þriðja við fyr- ir Everton. Man. Utd. þokaði sér af mesta hættusvæðinu í 1. deild með góðum sigri á útivelli gegn Southampton. Utd. hafði undir- tökin í leiknum, Danny Wallace, Mark Hughes og Colin Gibson voru nálægt því að ná forystu fyr- ir liðið í markalausum fyrri hálf- leik. Snemma í síðari hálfleik skoraði síðan Gibson sem hefur verið meiddur sl. 18 mánuði gott mark með skoti af um 20 metra færi eftir sendingu frá Hughes. Það var síðasta spyrna Gibson í leiknum, því hann hafði verið kallaður útaf og í hans stað kom Neil Webb inná í sinn fyrsta ieik síðan hann meiddist í landsleik með Englendingum í haust. Mark Robins bætti síðara marki Utd. við og gulltryggði sigur liðsins sem lék vel þrátt fyrir rok og erf- iðar aðstæður. Úrslit Full Members Cup Úrslitaleikur. Chelsea-Middlesbrough 1:0 1. deild Coventry-Charlton 1:2 Crystal Palace-Aston Villa 1:0 Derby-Arsenal 1:3 Everton-Norwich 3:1 Luton-Millwall 2:1 Q.P.R.-Nottingham For. 2:0 Southainpton-Manchester Utd 0:2 Wimbledon-Sheffield Wed. 1:1 2. deild Blackburn-Newcastle 2:0 Boumemouth-Watford 0:0 Ipswich-Bradford 1:0 Leeds Utd.-Portsmouth 2:0 Leicester-Plymouth 1:1 Oldham-Hull City 3:2 Oxford-Swindon 2:2 Port Vale-Wolves 3:1 Shefficld Utd.-Barnsley 1:2 Sunderland-West Ham 4:3 W.B.A.-Stoke City 1:1 Úrslit í vikunni. 1. deild Crystal Palace-Derby 1:1 Q.P.R.-Aston Villa 1:1 Manchester City-Chelsea 1:1 Millwall-Everton 1:2 Sheffield Wed.-Manchester Utd. 1:0 Tottenham-Liverpool 1:0 2. deild Port Vale-Barnslcy 2:1 Blackburn-Portsmouth 2:0 Hull City-Stoke City 0:0 Ipswich-Swindon 1:0 Oldham-Bournemouth 4:0 Plyinouth-Middleshrough 1:2 Sunderland-Leeds Utd. 0:1 Watford-Brighotn 4:2 Wolves-W.B.A. 2:1 Bradford-Newcastle 3:2 Oxford-Leicester 4:2 West Ham-Sheffield Utd. 5:0 Colin Gibson trúir vart sínum eigin eyrum. Kallaður útaf strax cftir að hafa skorað fyrra mark Man. Utd. í leiknum gegn Southampton. Arsenal vann góðan sigur á úti- velli gegn Derby 3:1, en í undan- förnum leikjum hefur Arsenal gengið illa að skora mörk. Að þessu sinni gekk þeim vel, en leikmenn Derby sem fengu, álíka möre færi tókst illa að nvta sín. Charlton komst loks af botni deildarinnar með góðum sigri gegn Coventry á útivelli. Coventry náði þó forystu með marki Kevin Gallacher eftir hálftíma leik og góður leikur Charlton virtist ekki ætla að gefa mikið af sér. Steve Ogrizovic varði mjög vel í marki Coventry, Paul Williams og Robert Lee misnotuðu dauðafæri og Andy Peake átti skot í slá. Charlton menn gáfust þó ekki upp og Scott Minto jafnaði fyrir liðið eftir hornspyrnu og er 25 mín. voru til leiksloka kom sigur- mark liðsins. Andy Jones átti þá skot að marki Coventry sem Kevin Drinkel! stýrði í eigið mark og sanngjarn sigur í höfn. Leikur Q.P.R. gegn Notting- ham For. var sýndur í sjónvarp- inu, góður leikur þar sem bæði lið sýndu ágæta spretti. Ray Wilkins var mjög sterkur á miðj- unni hjá Q.P.R. og margir telja að hann ætti að leika með Enska landsliðinu á Ítalíu í sumar. Mörkin komu sitt í hvor- um hálfleik, Andy Sinton skoraði eftir 26 mín. með skoti niðri eftir sendingu Roy Wegerle og 10 mín. fyrir leikslok bætti Simon Barker öðru marki Q.P.R. við eftir að vörn Forest hafði mistek- ist að hreinsa frá eftir horn- spyrnu. Porvaldur Örlygsson var varamaður og kom inná undir lok leiksins, en Forest hefur slakað mjög á í undanförnum leikjum sínum. Luton krækti sér í mikilvæg stig er liðið sigraði Millwall 2:1 í fallbaráttuslagnum. Luton lék betur í leiknum og náði forystu á 42. mín. er Mick McCarthy skor- aði sjálfsmark í sínum fyrsta leik með Millwall. Kinsley Black skoraði síðara mark Luton á 77. mín. með góðu skoti af löngu færi. en mín. síðar niinnkaði Les Briley inuninn fyrir Millwall aðeins 30 sek. eftir að hann kom inná sem varamaður. Við ósigur- inn féll lið Millwall í neðsta sæti 1. deildar. Peter Nicholas fyrirliði Chelsea leiddi lið sitt til sigurs á Wembley á sunnudaginn. Bikar til A sunnudag léku Chelsca ug Middlesbrough til úrslita í Full Members bikarkeppninni á Wembley fyrir 75.000 áhorf- Wimbledon og Sheffield Wed. gerðu jafntefli í sínum leik og voru bæði lið sátt við þau úrslit. Á 50. mín. náði Sheffield forystu er Peter Shirtliff skoraði af stuttu færi eftir góða sendingu Trevor Francis. Wimbledon jafnaði 15 ntín. síðar er John Fashanu var felldur innan teigs og hann skor- aði sjálfur úr vítinu sem var sér- lega kæruleysislega tekið. Dalian Atkinson var nærri að tryggja Sheffield öll stigin, en Hans Segers í marki Wimbledon varði frábærlega frá honum. 2. deild • Leeds Utd. hefur nú náð afgerandi forystu í 2. deild og vann Portsmouth auðveldlega á laugardag. Vinnie Jones og Lee Chapman skoruðu mörk liðsins sitt í hvorum hálfleik. • Sheffield Utd. tapaði á sama tíma á heimavelli gegn Barnsley þrátt fyrir að hafa 1:0 yfir í hálf- leik. Steve Agnew og Andy Saville tryggðu Barnsley sigurinn Martin Hayes skoraði 2 mörk fyrir Arsenal í góðuin sigri gegn Derby. Chelsea endur. í þessari keppni taka þátt lið úr 1. og 2. deild, en nokkur 1. deildarlið nýttu sér þó ekki þátttökuréttinn þó flest þeirra væru með. Leikurinn var líflegur og niikill baráttuleikur sem Chelsea hafði betur í og sigraði með eina marki leiksins. Eina mark leiksins var skorað beint úr aukaspyrnu af enska landsliðsbakverðinum Tony Dorigo eftir 25 mín. leik. Kevin Wilson fiskaði aukaspyrnuna rétt fyrir utan vítateig Middlesbrough hægra megin, kjörið færi fyrir vinstri fótar leikmann og Dorigo sendi laglegan snúningsbolta upp í markhornið fjær og þrátt fyrir að Stephen Pears í marki Middlesbrough kæmi við boltann tókst honum ekki að koma í veg fyrir mark. Leikmenn Middlesbrough sóttu nokkuð í síðari hálfleikn- um, Peter Davenport var hættu- legur, en leikmönnum liðsins tókst þó ekki að skapa sér veru- lega góð marktækifæri. Það var því fyrirliði Chelsea, Peter Nocholas, sem hóf sigur- launin á loft í lokin og var það vel við hæfi þar sem hann var valinn besti maður leiksins. Þ.L.A. Baráttujaxlinn Vinnie Jones skoraði fyrir Leeds Utd. um helgina og lið hans hefur nú gott forskot í 2. deild. með mörkum í síðari hálfleik. • Swindon varð að láta 2:2 jafntefli á útivelli gegn Oxford duga, en er þó í þriðja sæti. • Roger Palmer skoraði tvö af mörkum Oldham í 3:2 sigrinum gegn Hull City og Oldham stend- ur all vel að vígi. • Steve Moran og Scott Sell- ars skoruðu mörk Blackburn gegn Newcastle og Blackburn er komið í fjórða sætið. • John Wark skoraði fyrir Ipswich gegn Bradford í fyrri hálfleiknum. • Sunderland lagði West Ham 4:3 og auðvitað skoraði Marco Gabbiadini fyrir Sunderland. Þ.L.A. Staðan 1 . deild Aston Villa 31 18- 5- 8 47:29 59 Liverpool 29 16- 8- 5 53:25 56 Arsenal 30 15- 5-10 45:30 50 Everton 30 14- 6-10 44:36 48 Chelsea 31 12-11- 8 46:41 47 Tottenham 31 13- 6-12 44:39 45 Nott.Forest. 30 12- 8-10 41:34 44 Coventry 31 13- 5-13 34:43 44 QPR 29 11-10- 8 35:28 43 Southampton 30 11-10- 9 58:52 43 Norwich 31 10-11-10 32:35 41 Wimbledon 29 9-13- 7 38:33 40 Sheff.Wed. 32 10-10-12 30:39 40 Derby 30 11- 6-14 36:31 39 Crystal Palace 3010- 7-1334:5537 Man.Utd. 31 9- 8-14 37:40 35 Luton 31 7-12-12 35:47 33 Man.City 30 7-10-13 33:45 31 Charlton 31 6- 9-16 26:43 27 Millwall 31 5-10-16 36:47 25 2. deild Leeds Utd. 37 21-10- 6 65:40 73 Sheff.Utd. 35 17-12- 6 54:40 63 Swindon 37 17-10-10 68:50 61 Blackhurn 37 15-14- 7 65:48 59 Newcastle 36 15-12- 9 64:46 57 Oldham 34 15-12- 7 54:39 57 Wolves 37 15-11-11 57-53 56 Ipswich 36 15-11-10 50:48 56 Sunderland 36 14-13- 9 56:55 55 West Ham 36 14-10-12 55:45 52 Port Vale 37 13-13-11 49:44 52 Oxford 37 14- 8-15 53:51 50 Watford 37 12-11-14 45:43 47 Leicester 36 12-11-13 51:57 47 Bournemouth 3711-11-1548:5844 W.B.A. 37 10-13-14 57:55 43 Brighton 36 12- 7-17 47:52 43 Portsmouth 36 8-13-15 45:56 40 Hull 36 8-15-13 42:51 39 Middlesbr. 36 10- 9-17 41:53 38 Barnsley 35 9-10-16 36:60 37 Plymouth 35 9- 9-17 47:50 36 Bradford 38 8-12-18 41:56 36 Stoke 37 5-16-16 27:48 31

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.