Dagur - 27.03.1990, Blaðsíða 11
hér & þar
Jerry Paren horfir á mynd af konu sinni.
Eiginkona biður um hjálp
Bandaríkjamaður nokkur, Jerry
Paren að nafni, varð fyrir vægast
sagt einkennilegri reynslu sem
vafalaust myndi flokkast undir
dulræn áhrif.
Frásögn hans hefur orðið
mörgum umhugsunarefni. í 44 ár
var hann hamingjusamlega giftur
fjölskyldufaðir, en með konu
sinni, Shirley, átti hann fjögur
börn. Shirley lést í mars árið
1986, og dauði hennar var mikið
áfall fyrir Jerry.
Hún var jarðsett í svonefndri
neðanjarðargrafhvelfingu í kirkju-
garðinum í heimaborg sinni,
Toledo. „Hún var eina konan
sem ég hef nokkru sinni elskað,
og ég hlakkað alltaf jafn mikið til
að koma heim,“ segir Jerry.
Þremur mánuðum eftir útför-
ina byrjuðu martraðirnar. „Mig
dreymdi alltaf sama drauminn.
Konan mín grét, og ásakaði mig
um eitthvað sem ég skildi ekki.
Pað eina sem hún sagði var:
„Hvers vegna gerir þú mér
þetta?“ og ég skildi ekkert í
þessu. Svona gekk þetta í 16
mánuði, ég vaknaði alltaf milli
klukkan tvö og þrjú á nóttunni,"
segir Jerry.
I september 1987 ákvað Jerry
að láta opna gröf konu sinnar og
flytja líkið í annán kirkjugarð.
handan grafar og dauða
Svona leit gröfín út eftir að kistan hafði verið fjarlægð. Vatn hafði sigið nið-
ur með lokinu.
Hann taldi að sú ráðstöfun myndi
binda endi á martraðirnar, sem
voru farnar að taka á sig nýja
mynd, því jafnvel að degi til
heyrði hann rödd hennar kalla á
hjálp.
Þegar gröfin var opnuð kom í
ljós að djúpt vatn var í steinhvelf-
ingunni sem kistan hvíldi í. Jerry
varð reiður þegar þetta uppgötv-
aðist, en vatnið hafði sigið niður
gegnum sprungu í samskeytum.
Kistan hafði flotið í vatninu.
„Nú skildi ég af hverju þessar
martraðir ásóttu mig. Konan mín
var að kvarta yfir meðferðinni,
handan grafarinnar.“
Jerry lét flytja kistuna í annan
kirkjugarð, en hefur höfðað mál
á hendur uprrunalega kirkju-
garðinum. Krefst hann skaða-
bóta vegna meðferðarinnar á líki
konu sinnar.
kvikmyndarýni
Umsjón: Jón Hjaltason
Morðingiim Jack
Borgarbíó sýnir: Endurkomu Jacks
(Jack’s Back).
Leikstjóri: Rowdy Herrington.
Helstu hlutverk: James Spadcr
og Cynthia Gibb.
Simcom 1989.
Óttasleginn kvenmaður kemur
hlaupandi út úr mistri stórborgar-
innar. (Skyldi þetta eiga að vera
þoka eða mengun sem leikstjór-
arnir nota ætíð í svona tilfellum?)
Ráðþrota hallar hún sér upp að
timburvegg og fyrr en varir er
hún liðið lík. Þannig byrjar þessi
eilítið furðulega ntynd leikstjór-
ans Herrington’s, setn er jafn-
framt höfundur handrits. Eitt
morðið rekur annað og að
minnsta kosti í þrígang fannst
mér einskonar endapunkti vera
náð en jafnoft hrökk allt aftur í
James Spader leikur tvö hlutverk í
Endurkomu Jack's, læknanemann
og bróður hans.
gang. Þrátt fyrir þennan
skrykkjótta gang fannst mér
kvikmyndin eins og gagnsæ; það
mátti sjá atburðina fyrir,
sérstaklega þó endalokin. Þetta
er engu að síður spennandi bíó
en svolítið blóðidrifið.
Áður en þið hristið af ykkur
hausinn yfir framanskrifuðum
mótsögnum vil ég minna ykkur á
að mætur maður sagði eitt sinn;
gott ef það var ekki Matthías
Jochumsson; að maðurinn lifði
ekki á samkvæminni einni
saman.
Hvað sem þessu líður þá geri
ég ráð fyrir því að geðjist ein-
hverjum á annað borð að
hryllings-spennumyndum þá
verði hann varla svikinn af
Endurkomu Jacks.
Þriöjudagur. 27j fnars T990 - OAGUR -;1f1
Bókmenntasamkeppni
Bókaklúbbs AB
í tilefni af 15 ára afmæli Bóka-
klúbbs Almenna bókafélagsins
sem var í september 1989 ákvað
Almenna bókafélagið að veita
300 þúsund krónum til bók-
menntaviðurkenningar. Viður-
kenningin skal vcitt frumsömdu
íslensku verki, áður óprentuðu,
sem gefa má út sem bók.
Upphæðin verður veitt cinu
verki eða skipt á milli tveggja eft-
ir því sem dómnefndin ákveður.
Þó skal hærri viðurkenning ekki
vera lægri en kr. 200 þúsund
krónur.
Eftirtaldar tegundir bókmennta-
verka gætu komið til geina til
viðurkenningar.
Skáldsaga, leikrít, Ijóð, endur-
minningar, smásögur, ferðasaga.
Handritunum skal skilað gegn
kvittun í skrifstofu Almenna
bókafélagsins, Austurstræti 18,
Rcykjavík, fyrir 1. júní 1990.
Þau séu vélrituð og heft eða i
gatamöppu. HandrÍtin verði
merkt dulnefni en rétt nafn og
heimilisfang fylgi með í lokuðu
umslagi. Eingungis verður opnað
af útgáfunni það umslag (þau
umslög) merkt dulnefni sem
viðurkenning hlýtur (hljóta).
Dómnefndina skipa:
Davíð Scheving Thorsteins-
son, framkvæmdastjóri; Einar
Már Guðmundsson, rithöfundur;
Eiríkur Hreinn Finnbogason,
útgáfustjóri; Helga Guðrún
Johnson, fréttamaður; Kjartan
Árnason, lesandi.
Almenna bókafélagið áskilur
sér útgáfurétt þess handrits
(þeirra handrita) sem viðurkenn-
ingu hlýtur (hljóta), gegn fullum
höfundarlaunum skv. samning-
um Félags íslenskra bókaútgef-
anda og Rithöfundasambands ís-
lands.
Telji dómnefndin ekkert inn-
kominna handrita vert viður-
kenningar áskilur Almenna
bókafélagið sér rétt til að ákveða
nýjan skilafrest eða fella viður-
kenninguna niður.
Nauðungaruppboð
á eftirtöldum fasteignum fer
fram í dómsal embættisins,
Hafnarstræti 107, 3. hæð,
Akureyri,
á neðangreindum tíma:
Borgarsíða 11, Akureyri, þingl. eig-
andi Árni Björgvinsson, föstud. 30.
mars ’90, kl. 15.15.
Uppboðsbeiðendur eru:
Veðdeild Landsbanka íslands og
Ásgeir Thoroddsen hdl.
Helgamagrastræti 48, e.h. Akureyri,
talinn eigandi Odda M. Júlíusdóttir,
föstud. 30. mars, ’90, kl. 16.00.
Uppboðsbeiðendur eru:
Hreinn Pásson hdl. og Gunnar
Sólnes hrl.
Höfðahlíð 3, 1. h. og ris, Akureyri
þingl eigandi Þórarinn Stefánsson,
föstud. 30. mars '90, kl. 13.45.
Uppboðsbeiðandi er:
Veðdeild Landsbanka íslands.
Mímisvegur 16, Dalvík, talinn eig-
andi Rafvélar sf. föstud. 30. mars
’90, kl. 14.00.
Uppboðsbeiðendur eru:
Innheimtumaður ríkissjóðs og Hró-
bjartur Jónatansson hdl.
Nonni EA-188, Grímsey, þingl. eig-
andi Sigurbjörn Júlíusson, o.fl.,
föstud. 30. mars ’90, kl. 14.15.
Uppboðsbeiðandi er:
Gunnar Sólnes hrl.
Sandskeið 10-12, Dalvík, þingl. eig-
andi Hallgrímur Antonsson, föstud.
30. mars '90, kl. 14.15.
Uppboðsbeiðandi er:
Hróbjartur Jónatansson hdl.
Sandskeið 31, Dalvík, þingl. eigandi
Ölunn hf., föstud. 30. mars '90, kl.
14.30.
Uppboðsbeiðendur eru:
Hróbjartur Jónatansson hdl. og inn-
heimtumaður ríkissjóðs.
Skarðshlíð 22 e, Akureyri, þingl.
eigandi Jóhanna Valgeirsdóttir,
föstud. 30. mars ’90, kl. 14.30.
Uppboðsbeiðandi er:
Ólafur Gústafsson hrl.
Stórholt 9, n.h., Akureyri, þingl. eig-
andi Birgir Antonsson, föstud. 30.
mars ’90, kl. 14.45.
Uppboðsbeiðendur eru:
Sveinn H. Valdimarsson hrl. og
Gunnar Sólnes hrl.
Sæból, Dalvík, þingl. eigandi Hauk-
ur Tryggvason, föstud. 30. mars
'90, kl. 14.45.
Uppboðsbeiðendur eru:
Hróbjartur Jónatansson hdl. og
Eggert B. Ólafsson hdl.
Sænes EA-75, þingl. eigandi Rán
hf., föstud. 30. mars ’90, kl. 15.15.
Uppboðsbeiðandi er:
Tryggingastofnun ríkisins.
Bæjarfógetinn á Akureyri
og Dalvík,
Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu.
Nauðungaruppboð
annað og síðara,
á eftirtöldum fasteignum fer
fram í dómsal embættisins,
Hafnarstræti 107, 3. hæð,
Akureyri,
á neðangreindum tíma:
Borgarhlíð 6 a, Akureyri, þingl. eig-
andi Jakob Jóhannesson, föstud.
30. mars ’90, kl. 16.00.
Uppboðsbeiðendur eru:
Gunnar Sólnes hrl., Veðdeild
Landsbanka íslands, Guðjón
Ármann Jónsson hdl. og innheimtu-
maður ríkissjóðs.
Draupnisgata 3, M-N-O, hl. Akur-
eyri, þingl. eigandi Valgeir A. Þóris-
son, föstud. 30. mars ’90, kl. 13.30.
Uppboðsbeiðendur eru:
Iðnlánasjóður, Ásgeir Thoroddsen
hdl. Gunnar Sólnes hrl., innheimtu-
maður ríkissjóðs og Landsbanki
íslands.
Grenilundur 15, Akureyri, þingl. eig-
andi Haukur Adolfsson, föstud. 30.
mars '90, kl. 15.45.
Uppboðsbeiðandi er:
Innheimtumaður ríkissjóðs.
Hafnarstræti 75, Akureyri, þingl.
eigandi Svavar Ottesen, föstud. 30.
mars '90, kl. 14.00.
Uppboðsbeiðandi er:
Guðjón Ármann Jónsson hdl.
Hjallalundur 17 a, Akureyri, þingl.
eigandi Björk Dúadóttir, föstud. 30.
mars '90, kl. 15.45.
Uppboðsbeiðendur eru:
Jónas Aðalsteinsson hrl., Veðdeild
Landsbanka íslands, Ólafur Birgir
Árnason hdl., Gunnar Sólnes hrl. og
Bæjarsjóður Akureyrar.
Tjarnarlundur 8 h, Akureyri, þingl.
eigandi Magnús Jónsson, föstud.
30. mars '90, kl. 15.30.
Uppboðsbeiðendur eru:
Veðdeild Landsbanka íslands,
Bæjarsjóður Akureyrar og Kristján
Ólafsson hdl.
Víðimýri 4, Akureyri, þingl. eigandi
Siguröur Halldórsson, föstud. 30.
mars '90, kl. 13.30.
Uppboðsbeiðendur eru:
Skuli J. Pálmason hrl. og Eggert B.
Ólafsson hdl.