Dagur


Dagur - 28.03.1990, Qupperneq 2

Dagur - 28.03.1990, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 28. mars 1990 Menntaskólinn á Akureyri: Hannes Hólmsteinn með íyrirlestur í kvöld -1 fréffir Einn helsti postuli frjálshyggj- unnar á íslandi, Hannes Hólm- steinn Gissurarson, verður með fyrirlestur í Mennta- skólanum á Akureyri í kvöld. Til stóð að Hannes Hólm- steinn og Svavar Gestsson, menntamálaráðherra, yrðu báðir á fundinum og ræddu um „fram- tíðarlandið, frjálshyggju eða fé- lagshyggju,“ en ráðherra forfall- aðist og því var fundinum breytt í fyrirlestur Hannesar Hólmsteins. Að fundinum standa HÍMA, Hægri menn í MA, LOMMA, Lenín og marxistar í MA og MFH, Málfundafélag Hugins. óþh Landssamband iðnaðarmanna og Meistarafélaga byggingarmanna: Opna sameiginlega skrifstofu á Akurewi Um næstu helgi mun Lands- samband iðnaðarmanna og Meistarafélag byggingarmanna á Norðurlandi í sameiningu opna skrifstofu á Akureyri. Skrifstofan verður til húsa að Geislagötu 12 og mun hún bjóða upp á samskonar þjón- ustu og veitt er félagsmönnum og fyrirtækjum á skrifstofu Landssambands iðnaðarmanna í Reykjavík, en sambandið hefur fram til þessa aðeins haft bækistöðvar í höfuðborginni. Að sögn Þorleifs Jónssonar framkvæmdastjóra Landssam- bands iðnaðarmanna verður skrifstofunni ætlað að þjóna öllu Norðurlandi og er stefnt að því að þar vinni fastir starfsmenn í einu og hálfu starfi. „Þetta verð- ur skref í þá átt að við teygjum okkur enn betur til landsbyggðar- innar því við lítum á okkur sem samband sem nær til alls lands- ins. Til þessa liggja ýmsar ástæð- ur. Aðilar í iðnaði úti á lands- byggðinni eiga erfiðara með að sækja þjónustu til okkar höfuð- stöðva en þeir sem búa á höfuð- borgarsvæðinu en sem kunnugt er er hvers konar þjónusta í mun ríkara mæli þar en á landsbyggð- inni. Með opnun skrifstofu á Akureyri teljum við okkur koma til með að ná betur til okkar manna en ella.“ Sem dæmi um þjónustu verður veitt aðstoð við hvers konar vandamálum sem kunna að koma upp hjá félagsmönnum, t.d. lög- fræðilegum eða rekstrarlegum atriðum. Þá leita menn gjarnan aðstoðar hjá LI áður en þeir leita til opinberra aðila um ýmis konar efni. „Við bjóðum upp á nám- skeið og fræðslufundi um ýmis efni og mun skrifstofan á Akur- eyri vinna að því að kanna hvort áhugi er á slíku fyrir norðan. Þá mun skrifstofan upplýsa félags- menn á svæðinu um hvaða málefni eru til umfjöllunar hverju sinni hjá Landssambandinu og gert er ráð fyrir að starfsmaður eða -menn heimsæki skrifstofuna á Akureyri með reglulegu millibili en þar verða á ferðinni sér- fræðingar á ýmsum sviðum sem verða til taks í ákveðinn tíma,“ sagði Þorleifur. VG Lionsmenn ásamt læknum og röntgentækni. Halldór sýslumaður Kristinsson, formaður klúbbsins í hjartalínurits- tækinu. Sjúkrahúsið í Húsavík: Fékk hjartalínurita að gjöf Lionsklúbbur Húsavíkur ákvaö, í tilefni af 25 ára afmæli sínu, að gefa Sjúkrahúsinu í Húsavík tækjagjöf. Fyrir val- inu varö hjartalínuriti sem afhentur var sl. miðvikudag. Það var formaður klúbbsins, Halldór Kristinsson, sýslumaður Þingeyinga, sem afhenti tækið að viðstöddum nokkrum Lionsfé- lögum, læknum og blaðamönn- um. Ólafur Erlendsson, fram- kvæmdastjóri Sjúkrahússins, þakkaði gjöfina og sagði að klúbburinn hefði fært sjúkrahús- inu margar stórgjafir á undan- förnum árum. Nýja tækið var reynt með því að Filippía Guð- brandsdóttir, röntgentæknir, tók hjartalínurit af sýslumanni, og síðan var viðstöddum boðið upp á veitingar. IM Framkvæmdir við byggingu Hamars, félagsheimilis Þórs að heíjast á ný: Verður hægt að taka hluta hússins í notkun á 75 ára afmælisdegi félagsins? - það er ýmislegt hægt að gera með samstilltu átaki Bygginganefnd íþróttafélags- ins Þórs, boðaði til fundar á mánudagskvöld í Hamri, félags- heimili Þórsara og var þar saman kominn fjöldi félaga. Tilefnið var að kynna stöðu mála við byggingu Hamars en framkvæmdir þar hafa legið niðri í rúmt ár. Mikill áhugi er fyrir því á meðal bygginga- nefndarmanna að halda fram- kvæmdum áfram og stefna á að taka einhvern hiuta hússins í notkun þann 6. júní n.k., á 75 ára afmælisdegi félagsins. Framkvæmdir voru stöðvaðar á sínum tíma þegar ljóst var að nánast ekkert framlag fengist frá ríkinu. Síðan þá hefur verið reynt að halda í horfinu og það litla fé sem bygginganefnd hefur haft úr að spila verið notað til greiðslu skulda. Bygginganefndarmenn vona nú að heldur sé að rofa til. Von er á smá slettu frá ríkinu, eins og þeir orða það en það sem bundn- ar eru mestar vonir við er samn- ingur sem fyrirhugað er að gerður verði nú alveg á næstunni milli Þórs og Akureyrarbæjar í sam- ræmi við breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Það er þó ljóst að félagið á ekki von á neinum stórum upp- hæðum, þannig að mikillar sjálf- boðavinnu er þörf, ef mögulegt á að vera að taka hluta húsnæðisins í notkun í júní og þess í stað verði hægt að nota væntanleg fjárfrainlög til efniskaupa, eftir að skammtímaskuldum hafa ver- ið gerð skil. Er það von bygginganefndar- manna að félagsmenn í Þór, jafnt iðnaðarmenn sem handlangarar og aðrir sem áhuga hafa á að koma húsinu í notkun sem fyrst, bretti nú upp ermarnar og leggi ■RR...... Glæsilegt fiskborð með hreint ótrúlegu úrvali af fiski Ýsa ★ Þorskur ★ Lúða ★ Lax ★ Skötuselur ★ Tindabykkja ★ Blálanga ★ Rauðspretta ★ Fiskfars ★ Rækjufars ★ Ýsa í rækjusósu ★ Ýsa í humarsósu ★ Gráðostfyllt stórlúða ★ Fiskipaté, 4 tegundir. KYNNUM SALTFISK fimmtudag frá kl. 15.( og föstudag frá kl. 15 KEA Hrísalundi Opið mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga frá kl. 9-18. Föstudaga frá kl. 9-19. Laugardaga frá kl. 10-14. Lágt vöruverð Veríð velkomin. þessu máli lið. Bygginganefnd félagsins skipa þeir Hallgrímur Skaptason, Guð- mundur Sigurbjörnsson og Gísli Kristinn Lórenzson. -KK Grímsey: Karlpeningur- innísánun vegna skorts ástúlkum Línuveiði hefur gengið með eindæmum vel á Bjargeyju II í Grhnsey að undanförnu og hefur hún aflað um 90 tonn frá áramótum. Mest af þcssunt afla hefur hún náð í febrúar og mars. Óli Ólason festi kaup á Bjarg- eyju í fyrra og þetta er hans fyrsta línuvertíð á henni. Aflann leggur hann upp hjá Fiskverkun KEA í Grímsey. Að sögn Sæmundar Ólasonar, verkstjóra, hefur þar verið nóg að gera að undanförnu. Hann segir að betur hafi gengið á línunni en netum, en sá netafiskur sem hafi fengist sé mjög góður, stór og feitur. Hjá Fiskverkun KEA eru 14 starfsmenn, þar af 10 farand- verkamenn úr landi. Að sögn Sæmundar er svo merkilegt með það að þrátt fyrir töluvert atvinnuleysi í landi sæki kven- fólkið ekki í vinnu í Grímsey, til mikillar mæðu fyrir ólofaða pilta í eynni. Hins vegar hafi gengið vel að fá pilta úr landi í vinnu, ólofuðum kvenpeningi í Grímsey til mikillar ánægju. óþh

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.