Dagur - 28.03.1990, Page 3

Dagur - 28.03.1990, Page 3
Miðvikudagur 28. mars 1990 - DAGUR - 3 fréttir Hljóðið er gott í norðlenskum saltfiskframleiðendum þessa dagana: Hungraðir í saltfisk greiða Miðjarðarhafsbúar hátt verð - helsta vandamálið er kvótinn og skortur á hráefni Hljóðið í saltfiskframleiðend- um er óvenju gott þessa dag- ana, enda fæst gott verð fyrir fískinn og hann fer jafnharðan á markað. Sæmundur Olason, hjá Fiskverkun KEA í Gríms- ey sem saltar allan afla sem hún tekur á móti, segir að nú sé allt annað upp á teningnum með rekstur fískverkunar en fyrir réttu ári síðan. Rúnar Sig- valdason, hjá Sigvalda Þor- leifssyni í Ólafsfírði, tekur undir þetta og segir að eina vandamálið sé skortur á hrá- efni. „Þetta hefur gengið mjög vel alveg síðan í haust og við fáum þokkalegt verð fyrir fiskinn. Þá er ekki síst mikilvægt að við fáum fljótt greitt fyrir fiskinn. Vanda- málið er að það vantar hráefni," sagði Rúnar í samtali við Dag. Sólbergið hefur lagt upp mest af afla sínum hjá Sigvalda Þorleifs- 1 syni en það er nú í siglingatúr og áætlar að selja í Þýskalandi á morgun. Því hafa verið fengin nokkur tonn að láni frá Dalvík, en vegna þess að Múlinn er lok- aður heilu og hálfu vikurnar hef- ur fiskmiðlunin gengið brösug- lega. Rúnar bindur vonir við að hátt verð haldist á saltfiskinum fram eftir árinu og gangi það eftir telur hann að lítið verði um verkun Italíuskreiðar í vor. Á sl. vori var nánast hvert einasta kóð verkað í skreið fyrir Italíu, en enn sem komið er hefur ekki tekist að selja nema hluta hennar. Rúnar segir að Fiskverkun Sigvalda Þor- leifssonar eigi enn eftir um 60% af Italfuskreið síðasta árs. „Staðan hefur breyst mjög mikið frá því í fyrra. Verðin hafa hækkað rnjög mikið og sem Istendur er skortur á markaðnum þannig að menn losna hratt viö afurðirnar," segir Magnús Gunn- arsson, hjá Sölusambandi íslenskra fiskframleiðenda. Hann segir að eftirspurnin eftir saltfisk- inum virðist jafn mikil í öllum helstu viðskiptalöndum okkar viö Miðjarðarhaf. Magnús segir að helsta ástæð- an fyrir þessari jákvæðu breyt- ingu á helstu saltfiskmörkuðum okkar sé minna framboð á salt- fiski og minnkandi saltfiskbirgð- ir. „Ég er að gera mér vonir um að þetta muni halda áfram fram eftir ári. Það veltur þó að nokkru leyti á því hvort kemur mikill fiskur inn á markað frá nýjum aðilum, eins og t.d. Alaskamönn- um. En staðan er mjög góð í dag og mér finnst sjálfsagt að menn nýti sér það,“ segir Magnús Gunnarsson. óþh f athugun er að stofna útvarps- stöð fyrir „stór-Dalvíkursvæðið“ Áhugi er fyrir stofnun útvarps- stöðvar á Dalvík fyrir „stór- Dalvíkursvæðið“, eins og einn hvatamanna, Kristinn Hauks- son, komst að orði í samtali við Dag. Tveir undirbúningsfundir hafa verið haldnir um stofnun útvarps- stöðvar og hafa margir sýnt mál- inu áhuga. Á síðari fundinum sl. mánudagskvöld var ákveðið að koma á fót áhugamannafélagi um útvarpsstöð á Dalvík. í hlut þess kemur á næstu dögum að sækja um leyfi til Útvarpsréttarnefndar til útvarpsreksturs, athuga með húsnæði og fleira. Kristinn býst við að á næstu dögum muni skýr- ast hvort af rekstri útvarpsstöðv- ar verður. Stærsti koslnaðarliður við stofnsetningu útvarpsstöðvar seg- ir Kristinn að séu kaup á 100 vatta sendi. Þetta óntissandi tæki til útvarpssendinga þarf að fá er- lendis frá og er áætlað að það kosti um 600 þúsund krónur. Þá er gert ráð fyrir nokkrum kostn- aði vegna leigu á húsnæði. Hins vegar er miðað við sjálfboða- vinnu við sjálfar útscndingarnar. Ef af stofnun útvarpsstöðvar verður á Dalvík má ætla að fyrir tilstilli 100 vatta sendis nái útsendingar stöðvarinnar eyrum hlustenda á Dalvík, Árskógs- strönd, í Hrísey og Svarfaðardal. Kristinn segir hugmyndina að senda út á kvöidin og hefur Bylgjan sýnt áhuga á senda dagsskrá sína í gegnum dreifi- kerfi hugsanlegrar útvarpsstöðv- ar á öðrum tímum sólarhrings. óþh íslandsbanki: Útibússtjóri fer frá Blönduósi til Húsavíkur Útibússtjóraskipti eru á næstu grösum hjá útibúum Islands- banka á Húsavík og Blöndu- ósi. Kári Arnór Kárason, sem starfaði hjá Alþýðubankanum frá stofnun útibúsins á Húsayík 1986, lætur af störfum en Örn Björnsson, útibússtjóri á Blönduósi, tekur við starfínu. Útvegsbankinn á Siglufirði var lagður niður undir því nafni um áramótin eins og aðrir bankar sem stóðu að samrunanum í íslandsbanka. Sigurður Hafliða- son hefur stundað bankastörf í 24 ár. EHB Örn Björnsson. 136 fermingarböm í Akureyrarkirkju Kári Arnór lætur af störfum um næstu mánaðamót, en hann fer til starfa hjá Lífeyrissjóðnum Björgu, sem er sameiginlcgur líf- eyrissjóður aðildarfélaga ASÍ í Þingeyjarsýslu. Undanfarin ár hefur Kári starfað í hálfu starfi hjá Björgu, og valdi þann kost að segja starfi sínu hjá bankanum lausu en takast á hendur fullt starf hjá lífeyrissjóðnum. Örn Björnsson var ráðinn úti- bússtjóri Alþýðubankans við stofnun útibúsins á Blönduósi 1986, og hefur gegnt starfinu síðan. Hann tekur við útibús- stjórastarfinu á Húsvík fljótlega. Sigurður Hafliðason, sem hef- ur verið útibússtjóri á Siglufirði frá árinu 1977, er útibússtjóri íslandsbanka í bænum, en Eitt hundrað þrjátíu og sex ungmenni munu fcrmast í Akureyrarkirkju um páskana, frá pálmasunnudegi 8. apríl til skírdags, 12. apríl. Fermingarguðsþjónustur verða fjórar í Akureyrarkirkju. Ferm- ingarathafnir hefjast á Pálma- sunnudag kl. 10.30, cn fyrir hádegi þann dag eru auglýstar fermingar 28 fermingarbarna. Eftir hádegi á Pálmasunnudag hefst síðari guðsþjónustan kl. 13.30, og þá verður 21 ungmenni fermt. Fermingar eru einnig á skírdag, bæði fyrir og eftir hádegi. Fyrri athöfnin hefst kl. 10.30, þá fermast 47, en eftir hádegi fermast 40. Ekki fermast öll fermingar- börn Akureyrarsóknar uni pásk- ana, því tveir drengir fermast næsta sumar. Þrjú fermingarbörn með lögheimili í Akureyrarsókn fermast í Reykjavík um páskana. EHB Eínbýlishús á Akureyri tíl sölu Til sölu einbýlishúsið að Oddagötu 3b, Akureyri. Húsið er 5 herbergja 104 fm og kjallari. Timburhús, klætt með ryðfríu stáli. I mjög góðu ástandi. Upplýsingar gefur Ragnar Pálsson í síma 96-22175. Arnarneshreppur Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninganna sem fram eiga aö fara 26. maí 1990 liggur frammi á Ásláksstöðum frá 25. mars til 22. apríl 1990. Kærur vegna kjörskrárinnar skulu hafa borist til sveitarstjórnar Arnarnesshrepps eigi síöar en 11. maí 1990. Ásláksstöðum, 23. mars 1990. Oddviti Arnarnesshrepps. --------------------------------------------'N Svalbarðsstrandarhreppur Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga sem fram eiga að fara þann 26. maí 1990 liggur frammi í Sam- vinnubankanum Svalbarðseyri frá 25. mars til og með 22. apríl 1990. Kærur vegna kjörskrárinnar skulu hafa borist til hreppsnefndar Svalbarðsstrandarhrepps eigi síðar en 11. maí 1990. Svalbarði 21. mars 1990. Oddviti. Saurbæjarhreppur Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga í Saur- bæjarhreppi sem fram eiga að fara 26. maí 1990- liggur frammi á skrifstofunni á Syðra-Laugalandi frá 25. mars til og með 22. apríl 1990. Kærur vegna kjörskrárinnar skulu hafa borist til sveitarstjórnar Saurbæjarhrepps eigi síðar en 11,- maí 1990. Hleiðargarði 24. mars 1990. Oddviti. .. I SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA ÁNORÐURLANDI EYSTRA SUMARBUÐIR FYRIR ÞROSKAHEFTA Sumarbúðir fyrir þroskahefta verða starfræktar að Botni í Eyjafirði á komandi sumri með líku sniði og undanfarin ár. Áætlað er að sumarbúðirnar starfi á tímabilinu frá 20. júní til 20. ágúst. Dvalartími verður lengst 4 vikur en styst 1 vika fyrir einstaklinga. Rétt til umsóknar hafa íbúar í umdæmum Svæðisstjórna á Norður- landi eystra og vestra. Umsóknum um sumardvöl að Botni skal komið á skrifstofu Svæðisstjórnar málefna fatlaðra, Stórholti 1, Akureyri, fyrir 10. apríl n.k. á sérstökum eyðublöð- um er þar fást. Þeir sem þess óska geta fengið eyðu- blöðin send með því að hringja í síma 96-26960 og 95-35002 á venjulegum skrifstofutíma. Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Norðurlandi eystra. Gleymið ekki að gefa smáfuglunum. ------------ -------

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.