Dagur - 28.03.1990, Blaðsíða 11

Dagur - 28.03.1990, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 28. mars 1990 - DAGUR - 11 Launasjóður rithöfunda: 103 hlutu starfslaun Lokið er úthlutun starfslauna úr Launasjóði rithöfunda fyrir árið 1990. I lögum og reglugerð sjóðs- ins segir að árstekjum hans skuli varið til að greiða íslensk- um rithöfundum starfslaun samsvarandi byrjunarlaunum menntaskólakennara. Þessi laun eru nú kr. 70.950 á mán- uði. Starfslaun eru veitt samkvæmt umsóknum. Höfundur sem sækir um og hlýtur starfslaun til þriggja mánaða eða lengur skuldbindur sig til að gegna ekki fastlaunuðu starfi meðan hann nýtur starfs- launa. Tveggja mánaða starfs- laun má veita vegna verka sem hafa birst á næsta almanksári á undan og þeim fylgir ekki kvöð um að gegna ekki fastlaunuðu starfi. Alls bárust stjórninni að þessu sinni umsóknir frá 181 rithöf- undi. Sóttu þeir um 944 mánað- arlaun auk mánaðarlauna til ótiltekins tíma sem 8 þeirra sóttu um. Fjárveiting til sjóðsins nam sem svarar 326 mánaðarlaunum en það er 11 mánaðarlaunum færra en úthlutað var sl. ár. Starfslaun til sex mánaða hlutu að þessu sinni 13 höfundar, fimm mánaða starfslaun hlutu 5 höfundar, fjögurra mánaða starfslaun hlutu 12 höfundar, þriggja mánaða starfslaun hlutu 29 höfundar og tveggja mánaða starfslaun hlutu 44 rithöfundar. Alls hefur því verið úthlutað starfslaunum til 103 rithöfunda. Öllum umsóknum hefur verið svarað og skrá um úthlutun verið ^ afhent menntamálaráðherra. AKUREYRARBÆR TILBOÐ Akureyrarbær óskar eftir tilboðum í smíði á 2 færanlegum kennslustofum. Útboðsgögn verða afhent á byggingadeild Akur- eyrarbæjar, Kaupangi v/Mýrarveg frá kl. 10.00 miðvikudaginn 28. mars n.k. gegn 2000 kr. skila- gjaldi. Tilboð verða opnuð miðvikudaginn 3. apríl n.k. kl. 11.00 á sama stað, að viðstöddum þeim bjóðend- um sem þess óska. Ný bók um sólargeislun á Íslandi Út er komin ný bók er nefnist Orkan kemur frá sólinni eftir Birgi G. Frímannsson, verkfræð- ing. I bókinni, er ber undirtitilinn Sólargeislun á íslandi, er í fyrsta sinn gerð grein fyrir áhrifum geislunar frá sólinni hér á landi í auðskildu og samanþjöppuðu máli. Auknar vinsældir glerþaka og margskonar yfirbygginga úr gleri eða plasti gera þá kröfu á hendur hönnuðum, byggingaraðilum og öðrum er slíkum mannvirkjum tengjast, að reikna út áhrif sólar- ljóss. Fram til þessa hefur verið stuðst við upplýsingar erlendis frá er einungis gefa til kynna geislun í heiðskíru veðri. Þar sem heiðskírir dagar eru aðeins um 1,5 að meðaltali í mánuði hérlendis eru töflur erlendis frá ófullnægjandi. í bókinni er að finna töflur er sýna geislunina fyrir hverja klukkustund 15. hvers mánaðará átta lóðrétta fleti aðaláttanna og á láréttan flöt. Samsvarandi töfl- ur sýna ennfremur heildargeisl- unina gegnum gler 15. dag mán- aðar þegar flötunum er hallað um 90, 75, 60, 45, 30, 15, eða 0 gráð- ur frá láréttu. Til hægðarauka eru teiknaðir ferlar fyrir alla þessa fleti (49 alls) er sýna sólargeislunina í wh/fm fyrir hvern mánuð, bæði í heið- skíru veðri og við ríkjandi skýjafar hérlendis án glers eða gegnum gler. Loks er gerð ítarleg grein fyrir gundvelli útreikning- anna og 15 veðurathugunarstöðv- ar bornar saman við Reykjavík. Bókin er seld í góðri plast- möppu og kostar 2.000 kr. Dreif- ingu annast Almenna bókafélag- ið. „Snillingarnir“: Djass og blús í Sjallanum Fimmtudaginn 29. mars verður sannkölluð djass- og blúsveisla í Sjallanum. Þar korria fram „Snill- ingarnir" og eru þar engir aukvis- ar á ferð eins og sjá rná af þessari upptalningu: Pálmi Gunnarsson (bassi), Rúnar Georgsson (saxófónn), Magnús Eiríksson (gítar), Sigurður Reynisson (trommur), Karl Sighvatsson (orgel), Eyþór Gunnarsson (hljómborð) og Ell- en Kristjánsdóttir (söngur). Húsið verður opnað kl. 20.30 og stendur djass- og blúsveislan til kl. 01.00. HAFP , MtÆTTI SLYSAVARNAFÉLAGS ISLANDS HEILDARVERÐMÆTI VINNINGA KR. 18.000.000, DREGIÐ VERÐUR FÖSTUDAGINN 6. APRÍL 1990. 'fíSlgSi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.