Dagur - 05.04.1990, Page 7

Dagur - 05.04.1990, Page 7
Fimmtudagur 5. apríl 1990 - DAGUR - 7 „Ég er ánægð að fá bara fyrir efninu Sísí á Húsavík: Blómamyndir á Billiardstofu Atvinnuleysi hefur verið að stinga fastar niður fótum í vetur, en fólk í þessum lands- fjórðungi á að venjast. En það er ákaflega misjafnt hvernig þolendur þess bregðast við. Sumir sem missa vinnu sína og fá ekki annað starf leggjast í þunglyndi, aðrir leggjast við sjónvarpið, enn aðrir leggjast í barneignir, sem þeir máttu ekki vera að því að sinna áður, sumir drífa sig í námið sem þeir áttu eftir að Ijúka. Sísi fór að mála myndir. Sigríður Sigurjónsdóttir á Húsavík er búin að vera atvinnu- laus síðan í haust. Pað á ekki við hana Sísí að sitja auðum höndurn og hún hefur málað fjölda mynda að undanförnu, mýnda sem hún vill kalla veggspjöld, eru eftirsóttar og prýða nú þegar fjölda heimila á Húsavík og víðar. Sísí hefur sótt tvö myndlistar- námskeið og hugmyndaflugið skortir hana ekki. Það er ekki í fyrsta sinn í vetur sem hún gerir ýmiskonar myndir og skreytingar en nú gefst betri tími til slíkra hluta en oft áður. Að undanförnu hefur Sísi haldið tvær óformlegar sýningar á myndum sínum, fyrst í kaffi- stofu Fiskiðjusamlags Húsavíkur og síðan hjá Gerði á Billiardstof- tM* t %: ,..................................................................................... * ; Nokkrar mynda Sísíar á hinni óformlegu sýningu. unni, og myndirnar renna út eins og heitar lummur, enda verðlagið ekki hátt. „Það eru margir að tuða yfir lágri verðlagningu við mig, en mér finnst rneiri list að prjóna lopapeysur heldur en að gera þessar myndir. Allir vita að prjónakonur fá rétt fyrir garninu og sáralítið fyrir vinnu sína, svo ég er ánægð að fá bara fyrir efn- inu,“ sagði Sísí í viðtali við Dag. Sísi var spurð um tildrögin að því að hún fór að koma myndun- um sínum á frantfæri. Hún sagði að í haust hefði bróðir sinn flutt í bæinn og haft yfir að ráða heil- miklu af auðum veggjum, hún hefði þvi' farið að færa honum myndir og fljótlega hefði hann verið búinn að fá nóg og farið að hvetja sig til að konta ntyndunum á frantfæri víðar. Nokkrar mynd- ir hefðu verið sendar suður í Kolaportið og selst, og þar með var kontin kveikjan að því að þetta væri hægt. Margar myndanna sem notið hafa mestra vinsælda kaupend- anna eru blómamyndir, og sagði Sísí að ekki veitti af að fólk fengi svolítið af birtu og blóntum í til- veruna, í öllum þessum snjó. Ja, það væri ekki leiðinlegt að takast á við tilveruna ef allir væru jafn jákvæðir og litaglaðir og Sigríður Sigurjónsdóttir, hvort sem þeir væru með eða án atvinnu þá stundina. 1M FRAMHALDS- AÐALFUNDUR í samræmi viö ákvörðun aöalfundar Eignar- haldsfélagsins Iðnaðarbankinn hf., sem haldinn var hinn 17. janúar s.l., er hér með boðað til framhaldsaðalfundar í félaginu, sem haldinn verður í Súlnasal Hótel Sögu, Reykjavík, hinn 25. apríl n.k. og hefst kl. 16.00. Dagskrá: Aðalfundarstörf skv. ákvæðum greinar4.06. í samþykktum félagsins. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í íslandsbanka, Lækjargötu 12, 2. hæð, frá 18. apríl n.k. Ársreikningur félagsins, ásamt til- lögum þeim, sem fyrir fundinum liggja, verða hluthöfum til sýnis á sama stað. Tillögur, sem hluthafar vilja leggja fyrir fundinn, þurfa að hafa borist stjórn félagsins í síðasta lagi 17. apríl n.k. Stjórn Eignarhaldsfélagsins Iðnaðarbankinn h.f. Gleymið ekki að gefa smáfuglunum. kfarfmjft stááoátyM viMur d NorMmdi, m ttú þ fm od mb stöastw é iáa jidtt í fessum sttersta Bófomtar^aði sem fiaíi^rirt ft^ur verið norttot háh Aídrá 6ctratiÖwð á dmtókum bókrn, bókapöfáum 05 riteöfttum Stóri tófoimaiMirimi «,1**» Gfa'drqatu 32 • -Smu 96-23262 Nitq bak V& ftúsið

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.