Dagur - 05.04.1990, Side 11

Dagur - 05.04.1990, Side 11
Fimmtudagur 5. apríl 1990 - DAGUR - 11 Leikhópurinn æfir lokasönginn. Tónlist í leikritinu er eftir Árna Hjartarson en bróðir hans, Kristján Hjartarson, bóndi á Tjörn í Svarfaðardal (lengst til hægri), spilar undir á gítar. Leikfélag Dalvíkur frumsýnir annað kvöld í Ungó: „Sveitaþriller“ með rómantísku ívafi Leikfélag Daivíkur frumsýnir annað kvöld í Ungó á Dalvík, föstudagskvöldið 6. apríl, kl. 21 rammíslenskt leikrit, „Um hið átakanlega, sorglega og dularfulla hvarf ungu brúð- hjónanna Sigríðar og Indriða daginn eftir brúðkaupið og leitina af þeim.“ Höfundar þessa leikrits, sem trúlega ber einn lengsta titil er uin getur í íslcnskri leiklistarsögu, eru Ingihjörg Hjartardóttir (Hjart- ar E. Þórarinssonar á Tjörn í Svarfaðardal), Sigrún Óskars- dóttir, Unnur Guttormsdóttir og Hjördís Hjartardóttir. Leikstjóri er Jakob Bjarnar Grétarsson. „Um hið átakanlega ..." var sérstaklega skrifað fyrir leikara í áhugaleikhópnum Hugleik í Reykjavík, en höfundar hafa gef- ið leyfi til að strika í handritið og laga að þörfurn hópsins. „Breytt- ur hópur kallar á ákveðnar breyt- ingar í handriti,“ sagði Jakob Bjarnar, þegar Dagur hafði tal af honunt í stund milli stríða á æfingu í Ungó í vikunni. Æfingar á verkinu hófust um miöjan febrúar og því hefur æf- ingatörnin verið stíf, eins og gjarnan vill verða hjá áhuga- leikhópum. Jakob Bjarnar segir að æfingar hafi gengið vel, þegar á æfingatímann hafi liðið hafi hópurinn orðið samstilltari með hverjum deginum og vonandi skili öll sú vinna sem fólk hafi Iagt á sig í góðri sýningu. Að sögn leikstjórans er leikrit- ið rammíslenskt. Sveitaróman- tíkin í öllu sínu veldi sé eins og rauður þráður í gegnum verkið Jakoh Bjarnar Grétarsson, leik- stjóri, scgir sínu fólki til. með ýmsum kynlegum útúrdúr- um. „f>að mætti kannski skil- greina verkið sem sveitaþriller með rómantísku ívafi," sagði Jakob Bjarnar. „Leitin er þunga- miðjan," útskýrir hann, „og hún varpar ljósi á innræti leitar- manna,“ bætir hann við. Jakob Bjarnar er ungur Hafn- firðingur og hefur verið í nántunda við leiklistina frá því hann var polli. Hann hefur tekið þátt í fjölda skólasýninga í Hafn- arfirði og hjá Leikfélagi Hafnar- fjarðar. Þá hefur Jakob Bjarnar unnið mikið við aðstoðarleik- stjórn í Þjóðlcikhúsinu og Iðnó og nú síðast leikstýrði hann Fúsa froskagleypi hjá Lcikklúbbnum Sögu á Akureyri. Leikendur í „Unt hið átakan- lega . . . “ eru 14, bæði gamlir „refir“ í leiklistinni og leikarar að stíga sín fyrstu fjalarskref. Bald- vin Magnússon leikur nú aftur með Leikfélagi Dalvíkur eftir 24 ára fjarveru. Aðrir leikendur eru Steinþór Steingrímsson, Albert Ágústsson, Helga Stefánsdóttir, Bit kir Bragason, Arnar Símonar- son, Helga Björk Eiríksdóttir, Yrsa Hörn Helgadóttir, Sigur- björn Hjörleifsson, Emelía Sverrisdóttir, Jóna Ragúels, Sig- ríöur Guömundsdóttir, Borghild- ur Guðmundsdóttir og Ylva Mist Helgadóttir. Um undirleik sjá Daníel Hilmarsson og Kristján Hjartarson, en tónlist í sýning- unni er eftir Árna Hjartarsson (frá Tjörn í Svarfaðardal). Unt lýsingu sjá þeir Kristján Hjartarson og Árni Björnsson, leikmynd hönnuðu Kristján Hjartarson og Jakob Bjarnar Grétarsson, búninga hönnuðu Þórunn Þórðardóttir, Björk Ott- ósdóttir og Guðlaug Björnsdótt- ir. Förðunarmeistari er Kristjana Arngrímsdóttir, um leikhljóð sér Einar Arngrímsson, Elín Gunn- arsdóttir sér um hárgreiðslu og aðstoðarleikstjóri og sýningar- stjóri er Sigríður Huld Jónsdótt- ir. Frumsýning er eins og áður segir annað kvöld kl. 21, en næstu sýningar verða á laugar- daginn 7. apríl, mánudaginn 9. apríl og þriðjudaginn 10. apríl. Allar sýningarnar hefjast kl. 21 í Ungó. Þetta eru einu sýningarnar fyrir páska. óþh „Ja, disse kager smager utrolig godt...“ Arnar Símonarson bregöur sér í gervi danskrar frúar og fer létt með það. Myndir: óþh Þtö gerið betrí matarkaup ÍKEANETTÓ Blanda 0,2 I. 30 Kókómjólk 1/4 I. 38 Flóru kakó 400 gr. 170 Flóru kakókvikk 500 gr. 181 Tilboð: Sanitas gosdrykkir Appelsín 11/2 I Appelsín 2 I Pepsí 11/2 I Pepsí 2 I Maltöl 1/2 I Athugið opið virka daga frá kl. 13.00-18.30. Laugardaga frá kl. 10.00-14.00. KynnSst NEITTÓ-VGrði £& KEA NETTÓ MrT f#ö/dali#id W _________ r Muniö afmælistilboðið á myndavélum, Kodakmyndböndum og Kodakfilmum. Við tökum gæðin fram yfir hraðann. Hafnarstræti 98, sími 23520 Hofsbót 4, sími 23324 GÆDA FRAMKOLL UN

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.