Dagur - 05.04.1990, Side 14

Dagur - 05.04.1990, Side 14
14 - DAGUR - Fimmtudagur 5. apríl 1990 Hentugar og góðar fermingargjafir BAKPOKAR FRÁ VANGO 65 I og 75 I - Níösterkir Eigin þyngd aðeins 1100-1350 grömm SVEFNPOKAR FRÁ VANGO Klassapokar með regnheldu ytra byrði Þola frá +5°C til -20°C 6 gerðir - Fallegir litir STANGVEIÐIVORUR FRA DAIWAþ Kaststangir - Flugustangir Kasthjól — Fluguhjól — Veiðivesti o.fl. f , rt.. Fluguhnýtingasett V SendumJ póstkröfu EYFJORÐ Hjalteyrargötu 4 - Sími 22275 Auglýsendur athugið Síðasta blað fyrir páska kemur út fimmtudag- inn 12. apríl (skírdag). Skilafrestur á smá- auglýsingum er fyrir kl. 5 þriðjudaginn 10. apríl og 2ja dálka og stærri fyrir kl. 14 þriðju- daginn 10. apríl. Miðvikudaginn 18. apríl er fyrsta blað eftir páska. Skilafrestur á smáauglýsingum fyrir kl. 11 þriðjudaginn 17. apríl og fyrir 2ja dálka og stærri fyrir kl. 11 þriðjudaginn 17. apríl. Auglýsingadeild, sími 24222. Halldór Jónsson frá Akureyri fékk viðurkenningu fyrir fyrsta fiskinn. Dorgað í Ljósavatni Það var mikið um dýrðir á Ljósa- vatni í Suður-Þingeyjarsýslu á laugardaginn um síðustu helgi. Þá efndi ferðaskrifstofan Nonni á Akureyri í samvinnu við Björn Sigurðsson dorgveiðiáhugamann til herlegrar dorgveiðikeppni á vatninu. Fimmtíu og tveir þátt- takendur mættu til leiks, ungir sem aldnir, og má segja að dorg- veiðikeppnin hafi verið sannköll- uð fjölskylduveisla. Veður var mjög gott og dró ekki úr ánægju þátttakenda. Veiðiklærnar drógu um 30 fiska upp á ísinn og voru veitt verðlaun fyrir fyrsta fiskinn sem veiddist, stærsta fiskinn og þá fékk yngsti keppandinn sértök verðlaun. Halldór Jónsson frá Akureyri fangaði fyrsta fiskinn, stærsti fiskurinn beit á agn Þorgeirs Halldórssonar Arnarstapa Ljósa- vatnshreppi. Yngsti keppandinn var Karl Halldór Reynisson, 6 ára, frá Akureyri. Þá voru veitt sérstök aukaverðlaun til fjögurra manna fjölskyldu, sem dorgaði stanslaust frá kl. 9 til 16. Verð- launin voru í formi júgóslavnesks kvöldverðar á heimili Helenu Dejak. Pétursborg í Glæsibæjar- hrepni. Dorgveiðikeppnin þótti tak- ást það vel að aðstandendur keppninnar hafa ákveðið að halda aðra keppni dagana 28. og 29. apríl nk. Ætlunin er að dorga báða dagana. Líklegt er að veitt verði á Mývatni eða Másvatni. Karl Halldór Reynisson frá Akureyri var yngsti keppandinn í dorgveiði- keppninni, aðeins 6 ára, og fékk að launuin sérstök verðlaun. Hér er hann á vélsleða með föður sínum, Reyni Karlssyni. Það voru ekki allir útlærðir veiðimenn sem mættu til leiks á Ljósavatni. Ungir sem aldnir horfðu vonaraugum ofan í vakir á ísnum og biðu eftir að stórhvclin bitu á agnið.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.