Dagur - 05.04.1990, Blaðsíða 15

Dagur - 05.04.1990, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 5. apríl 1990 - DAGUR - 15 l___________'Þróttir j Yfírburðir Blombergs og Renauds í sviginu - á alþjóðlegu móti í Bláflöllum Thorbjörn Blomberg frá Sví- þjóö og Goud Renaud frá Frakklandi uröu sigurvegarar á alþjóðlegu móti í svigi sem fram fór í Bláfjöllum sl. þriðju- dag. Blomberg var í sviðsljós- inu á Vetraríþróttahátíðinni eins og menn muna og var hann rúmri einni og hálfri sek- úndu á undan næsta manni í karlaflokknum sem var Örn- ólfur Valdimarsson frá Reykjavík. Renaud hafði einnig nokkra yfirburði í kvennaflokknum þrátt fyrir að Guðrún H. Kristjáns- dóttir hafi veitt henni harða keppni í fyrri ferðinni en Guðrún átti næst besta tímann eftir þá ferð, aðeins nokkrum sekúndu- brotum lakari en Renaud. Guð- rúnu gekk hins vegar ekki jafn vel í síðari ferðinni og hafnaði að lokum í þriðja sæti. Karlar: 1. Thorbjörn Blomberg, Svíþj. 1:37,27 2. Örnólfur Valdimarsson, R.vík 1:38.86 3. Matjaz Cujes, Júgósl. 1:40.36 4. Pavli Cebulj, Júgósl. 1:40.56 5. Valdemar Valdimarsson, Ak. 1:40.62 Konur: 1. Goud Reanud, Frakkl. 95,41 2. Carin Lindberg, Svíþj. 97,02 3. Guðrún H. Kristjánsdóttir, Ak. 97,43 4. Ulla Carlsson, Svíþj. 98,40 5. Ásta Halldórsdóttir, ísaf. 98,83 Carin Lindberg frá Svíþjóð hefur verið í sviðsljósinu í skíðaheiminum síðustu daga. Hún varð önnur á alþjóðlega svigmótinu í Bláfjöllum. Myml: KL ;!iE#*^' .riiP''*' Örnólfur Valdimarsson varð annar í sviginu á þriðjudag. Mynd: KL Dalvík: RC-Cola mót í mini-golfl Laugardaginn 14. apríl verður haldið RC-Cola mót í mini- golfí í félagsheimilinu Víkur- röst á Dalvík. Mótið mun standa yfír allan daginn og verða leiknar 36 holur. Keppt verður um vegleg verðlaun sem RC-Cola gefur. Pátttökutilkynningar í mótið þurfa að berast í síðasta lagi á skírdag og er tekið á nróti þeim í Víkurröst í síma 61354. Mini- golfið á Dalvík verður opnað á morgun og verður opið alla daga fram að mótinu að föstudeginum langa undanskildum. Laugardalshöll: Unglingameistaramót í fímleikum Unglingameistaramót íslands í fimleikum verður haldið þriðju- daginn 10. apríl nk. Keppendur sem taka þátt í mótinu verða um 30 talsins. Mótið verður haldið í Laugardalshöll og hefst kl. 19:30. Mótshaldari er fimleikadeild íþróttafélagsins Gróttu. Knattspyrna: Tveir nýir leikmenn í raðir Leiftursmanna - undirbúningur fyrir sumarið í fullum gangi Leiftri frá Ólafsllrði bættist nokkur liösstyrkur fyrir skömmu þegar tveir nýir leik- menn gengu í raðir félagsins. Hér er um að ræða þá Örn Torfason, bróður Ómars Torfasonar, þjálfara Leifturs, sem kemur úr Víkingi og lék Knattspyrna: Árni ekki með í suinar 12 leiki í 1. deildinni fyrir það félag á síöasta keppnistímabili, og Kristján Haraldsson sem er ungur leikmaður úr herbúöum KR. Örn og Kristján leika báðir á miðjunni. Ákveðið hefur verið að engir útlending- ar leiki með liðinu í sumar en það var í athugun um tíma. Að sögn Rúnars Guölaugsson- ar, formanns knattspyrnudeildar Leifturs, er undirbúningur kom- inn í fullan gang. Liðið hefur far- ið þrisvar suður og leikiö þar æf- ingaleiki og fór m.a. um síðustu helgi. Þá lék liðið gegn ÍA á Akra- nesi og sigraði 2:0 og síðan gegn Dalvík á gervigrasinu í Reykja- vík en Dalvíkingar voru einnig á feröalagi í Reykjavík um helg- ina. Þeim leik lauk með 6:2 sigri Lcifturs. Rúnar sagði það valda nokkr- um erfiðleikum að stór hluti hópsins dvelur í Reykjavík á vet- urna og nú cru þar um 10 manns sem æfa undir stjórn Ómars Torfasonar. Afgangurinn af mannskapnum æfir heima á Ólafsfirði undir stjórn Rúnars en Ómar er ekki væntanlegur til Ólafsfjarðar fyrr en í maí. Árni Stefánsson, knattspyrnu- maðurinn kunni sem lék með Þórsurum um árabil og þjálf- aði og lék með Leiftri á síðast- liðnu sumri, hefur ákveðið að taka sér frí frá knattspyrnunni. Árni sagði í samtali við Dag að sér finndist nóg komið af knatt- spyrnu í bili. „Þetta er orðið ágætt. Það er kontinn tími til að taka sér frí og slappa aðeins af,“ sagði Árni. Hann sagðist ekki vera búinn að ákveða hvort hann legði skóna endanlega á hilluna, það yrði bara að koma í ljós. Árni byrjaði að leika með meistaraflokki Þórs árið 1977 og lék 234 leiki nteð liðinu og síðar um 50 leiki fyrir Leiftur. Árni Stefánsson tekur sér frí frá knattspyrnunni í sumar. Undirbúningur er nú kontinn í fullan gang hjá Leiftursinönnum. Meistaraflokkur Tindastóls: Belgíuferð um helgina Meistaraflokkur Tindastóls knattspyrnu fer í æfínga- og keppnisferðalag til Belgíu um helgina. Farið verður til Lok- eren í Belgíu og dvalið þar í æfíngabúðum í vikutíma. Leiknir verða fjórir æfínga- leikir við belgísk þriðju- og fjórðudeildarlið. Æfingar verða tvisvar á dag meðan á dvölinni í Lokeren stendur. Tuttugu og tveir leik- menn og nokkrir stjórnarmeð- limir úr Tindastóli fara utan. Hefð er komin á Belgíuferðir Tindastólsliðsins og er þetta í þriðja skiptið sem farið er til Lokeren. Ferðina hafa leikmenn sjálfir fjármagnað með söfnunum í vetur. „Ferðin verður með svip- uðu sniði og undanfarin ár. Liðið verður við æfingar í vikutíma og leiknir verða þrír til fjórir leikir við lið í belgísku deildinni," sagði Stefán Logi Haraldsson forntað- ur knattspyrnudeildar Tinda- stóls. kg

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.