Dagur


Dagur - 05.04.1990, Qupperneq 16

Dagur - 05.04.1990, Qupperneq 16
Þessa dagana er mikið spáð í páskaegg, og er yngri kynslóðin sérstaklega iðin við það. Starfsfólk verslana hefur nóg að gera við að raða þessari brot- hættu en eftirsóttu vöru í hillurnar. Myndin er tekin í Kjörmarkaði KEA í Hrísalundi af Maríu Þórðardóttur, afgrciðslustólku. Mynd: ehb Enn lok og læs hjá Fóðurstöðinni á Dalvík: Eyfirskir bændur mótfallnir einni fóðurstöð á Sauðárkróki innsiglun fleiri fóðurstöðva vofir yfir Ef ekki verður tekin ákvörðun um það í dag í landbúnaðar- ráðuneytinu og Byggðastofnun að leysa úr fjárhagsvanda Fóð- urstöðvarinnar á Dalvík, sem leitt geti til opnunar hennar, má fastlega gera ráð fyrir að á fundi á morgun taki loðdýra- bændur við Eyjafjörð ákvörð- un um að lóga öllum minka- og refastofninum á svæðinu án tafar. Fóðurstöðin á Dalvík er enn lokuð og því hafa bændur fengið fóður frá fóðurstöðinni Melrakka á Sauðárkróki. Það verður hins vegar á þrotum í kvöld. Hvað þá tekur við veit enginn og ekki ligg- ur fyrir ákvörðun um frekari flutninga á fóðri frá Sauðárkróki. Samkvæmt upplýsingum sem Dagur hefur aflað sér eru loð- dýrabændur við Eyjafjörð því mjög mótfallnir að kaupa fóður frá einni sameiginlegri fóðurstöð á Sauðárkróki fyrir Skagafjörð og Eyjafjörð. Benda þeir á að flutningskostnaður, sem leggjast myndi ofan á fóðurverðið, yrði gífurlegur, auk þess sem erfið færð undanfarna vetur á Öxna- dalsheiði og í Öxnadal hafi sýnt að á þessa samgönguleið er ekki að treysta. Þá segja þeir að ekki megi gleyma því að fjárhagsstaða Melrakka sé f molurn og megi alveg eins búast við að hún verði tekin til gjaldþrotaskipta. Það er ekki aðeins Fóðurstöðin á Dalvík og Melrakki sem standa frammi fyrir miklum fjárhags- vanda. Allar aðrar fóðurstöðvar í landinu eru á gjörgæslu og hafa menn miklar áhyggjur af því að til lokana kunni að koma víðar en á Dalvík. Samkvæmt heimild- um Dags skuldar fóðurstöðin á Selfossi umtalsverðar upphæðir í opinber gjöld og verði skuldirnar ekki greiddar einhvern næstu daga er búist við að hún verði einnig innsigluð. Á bls. 2 í Degi í dag er birt opið bréf Ævarrs Hjartarsonar, ráðunautar hjá Búnaðarsam- bandi Eyjafjarðar, til sýslu- mannsins í Eyjafjarðarsýslu um innsiglun Fóðurstöðvarinnar á Dalvík. í bréfinu átelur Ævarr sýslumann harðlega fyrir þessa aðgerð og vitnar m.a. til þess að í stað þess að koma í veg fyrir að loðdýrin fái fóður beri honum samkvæmt forðagæslulögum að sjá til þess að þau líði ekki skort. óþh Blönduhlíð: Nýr vegur í sumar Vegagerðin á Sauðárkróki hel'- ur boðið út framkvæmdir við Blönduhlíðarveg. Vegarkafl- inn nær frá Uppsölum að Skeljungshöfða. Utboðið nær til uppbyggingar vegar, grjót- garða og heimreiða. Utboðs- frestur er tvær vikur og áætluð Útgerðarfélag Norður-Þingeyinga: Björgunaraðgerðir á síðustu stundu - skuldir lækkaðar um 200 milljónir og Stakfellið rekið áfram Útgerðarfélagi Norður-Þing- eyinga hefur verið bjargað fyr- ir horn á síðustu stundu og í gær var verið að reyna að koma í veg fyrir síðara nauð- ungaruppboð á Stakfellinu sem fram átti að fara í dag. Skuldir ÚNÞ vegna Stakfells- íns námu um 500 milljónum en með víðtækum björgunarað- gerðum hafa skuldirnar verið iækkaðar um 200 milljónir og eftir þessar aðgerðir á að vera mögulegt að reka Stakfellið. Daníel Árnason, sveitarstjóri Þórshafnarhrepps, sagði í samtali við Dag í gær að vissulega væru Þórshafnarbúar ánægðir með að geta haldið togaranum, enda væri hann nauðsynlegur þáttur í átvinnulífinu í byggðarlaginu. Daníel upplýsti í hverju björgun- araðgerðirnar væru fólgnar. Hlutafjársjóður kemur inn í Hraðfrystistöð Þórshafnar með liðlega 100 milljónir króna í formi B-hlutdeildarskírteina. Hraðfrystistöð Þórshafnar eykur hlutafé sitt í Útgerðarfélagi Norður-Þingeyinga um 100 millj- ónir. Þá fær ÚNÞ vaxtaleiðrétt- ingu í Ríkisábyrgðarsjóði upp á 20 milljónir, byggðastyrkur nem- ur 15 milljónum og niðurfelling á almennum viðskiptaskuldum er metin á 45 milíjónir. Skuldir ÚNÞ lækka því alls um 200 millj- ónir. Daníel sagði að þarna væri á ferðinni hlutafjáraukning í Hrað- frystistöð Þórshafnar en Hrað- frystistöðin leggur jafnframt eig- infjárstöðu sína undir til að bjarga Útgerðarfélaginu. Þarna er verið að treysta samspil út- gerðar og vinnslu til hráefnis- öflunar. Hraðfrystistöðin yfirtekur ekki rekstur ÚNÞ, eins og ein hug- myndin hafði hljóðað upp á, Útgerðarfélagið verður áfram til sem slíkt en á hinn bóginn verður yfirstjórn fyrirtækjanna tveggja sameinuð. SS verklok eru um miðjan októ- ber. Hafist verður handa við mal- bikun á Blönduhlíðarvegi frá Víðivöllum að Uppsölum í sumar. Sá kafli var undirbyggður og grótgarðar gerðir síðastliðið sumar. Gamli Blönduhlíðarvegurinn, sem sá nýi á að leysa af hólmi, hefur löngum verið varásamur og vegfarendum verður það væntan- lega mikið fagnaðarefni þegar hann verður aflagður. Á honum eru nú þrjár varasamar brýr auk fjölda blindhæða. Ein þessara brúa er brúin yfir Bóluá. Fjöldi óhappa hefur orðið við hana undanfarin ár. Vegurinn fyrir ofan Silfrastaði er einnig vara- samur. Þar voru margar útaf- keyrslur síðastliðið suntar. kg Fjárhagsáætlun Ólafsíjarðarbæjar samþykkt: Höftiin efst á framkvæmdalista - 12 milljónir til nýja íþróttahússins Fjárhagsáætlun Ólafsfjarðar- bæjar var samþykkt á bæjar- stjórnarfundi sl. þriðjudag. Heildartekjur bæjarsjóðs eru áætlaðar rúmar 154 milljónir króna, en gjöld í rekstri eru áætluð 130 milljónir króna. Tekjur umfram gjöld eru því 24 milljónir króna. Sameiginlegar tekjur bæjarins, þ.e. skattatekjur, framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og fl. eru upp á 120 milljónir króna. Þegar tillit er tekið til þjónustu- gjalda eru tekjurnar áætlaðar rúmar 154 milljónir króna. Höfnin er efst á framkvæmda- listanum í ár. Gerður verður grjótgarður, samkvæmt líkan- prófun, og til hans renna 24 millj- ónir. Ríkið greiðir stóran hluta þeirrar upphæðar. Til fyrsta áfanga íþróttahússins og til að ljúka við hönnun þess verður var- ið 12 milljónum. Gangstéttagerð fær 3,7 milljónir króna, en ætlun- in er að ganga frá gangstéttum við Hlíðarveg, Ólafsveg og e.t.v. víðar. Til frágangs nýja grasvall- arins verður varið 1,5 milljón króna, 2,8 milljónum til endur- bóta á Tjarnarborg og 1,5 ntilljón til endurbóta á neðri hæð Barna- skólahússins. óþh Norðurlandsumdæmi eystra: Sex stöður skólastjóra lausar til umsóknar Sex stöður skólastjóra við skóla í Norðurlandsumdæmt eystra hafa verið auglýstar til umsóknar og er umsóknar- frestur til 1. maí nk. í tveim tilfellum fer skólastjóri í eins árs launað orlof og í einu til- felli er um launalaust leyfí til eins árs að ræða. Þá eru til umsóknar fjölmargar kenn- arastöður í grunnskólum á Akureyri og í 21 skóla víðs- vegar á Norðurlandi eystra. Þær skólastjórastöður sem um ræðir eru í Grunnskóla Grímseyjar, Grunnskóla Sval- barðshrepps í Norður-Þingeyj- arsýslu, Grunnskóla Saurbæjar- hrepps í Eyjafirði, Stórutjarna- skóla í Suður-Þingeyjarsýslu, Hrafnagilsskóla í Eyjafirði og Húsabakkaskóla í Svarfaðar- dal. í Grímsey fer núverandi skólastjóri í árs launalaust lcyfi og skólastjórarnir í Hrafnagils- skóla og Stórutjarnaskóla hverfa frá störfum í eitt ár í launað orlof. Nokkrar kennarastöður eru lausar á Akureyri og víðar á Norðurlandi. Skólarnir utan Akureyrar eru Grunnskóli Húsavíkur, Barnaskóli Ólafs- fjaröar, Grunnskólinn á Dalvík, Grunnskóli Grímseyj- ar, Húsabakkaskóli, Grunn- skólinn Hrísey, Árskógarskóli, Þelamerkurskóli, Grunnskóli Hrafnagilshrepps, Grunnskóli Saurbæjarhrepps, Laugalands- skóli, Hrafnagilsskóli, Grunn- skóli Svalbarðsstrandar, Greni- víkurskóli, Stórutjarnaskóli, Litlulaugaskóli, Hafralækjar- skóli, Grunnskólinn Kópaskeri, Grnnnskólinn Raufarhöfn, Grunnskólinn Svalbarðshreppi og Grunnskólinn Þórshöfn. Þær upplýsingar fengust á Fræðsluskrifstofu Norðurlands- umdæntis eystra að fjöldi lausra kennarastaða við skóla í umdæminu væri svipaöur. og undanfarin ár. Hins vegar væru lausar stöður skólastjóra fleiri en oft áður. óþh

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.