Dagur - 19.04.1990, Blaðsíða 1

Dagur - 19.04.1990, Blaðsíða 1
73. árgangur Akureyri, fímmtudagur 19. apríl 1990 74. tölublað Blönduós: Fjölbreytt Húna- vakahafln Ilúnavaka byrjaöi á Blöndu- ósi í gærkvöld. Húnavaka stendur fram á laugardag en þá lýkur henni meö dansleik þar sem Hljómsveit Geir- mundar Valtýssonar leikur fyrir dansi. í dag er sumar- skemmtun Grunnskólans á Blönduósi og tvær myndlist- arsýningar verða einnig opnaöar í dag. Húnavaka hófst meö Vöku- draumi Ungmennasambands- ins. Vökudraumurinn cr skemmtidagskrá þar sem Rósa Ingúlfsdóttir er kynnir og fram koma margir góðir skemmti- kraftar. Samkórinn Björk og Karla- kór Bólstaöahlíðarhrepps svngja á söngskemmtun á föstudagskvöld. Þrír dansleik- ir veröa á Húnavöku og ætla húnvetnskir aö gera sér margt fleira lil skemmtunar. kg Andrésar Andar leikar settir í gær Andrésar Andar leikarnir voru settir á Akureyri í gær. Leikarnir eru þeir 15. í röð- inni en þeir voru fyrst haldn- ir árið 1976 og hafa þeir ver- ið árviss viðburöur síðan. Þátttakendur á leikunum nú eru 742 talsins frá 14 stöðum á landinu og er þetta lang stærsta skiðamót sem haldið er á íslandi á hverju ári. í gærkvöld gengu þátttak- endur og fararstjórar í skrúö- göngu frá Lundarskóla og nið- ur í íþróttahöil þar sem sctn- ingarathöfnin fór fram. Þar var andakt í umsjá séra Péturs Þórarinssonar og flutt voru ávörp. Þá var kveiktur móts- eldur og athöfnin endaöi síöan með flugeldasýningu. Kcppni hefst í dag en dag- skrá leikanna er aö finna á bls. 15. JHB Gleðilegt sumar. Mynd: KL Samkomulag um kaup hestamanna á refaskálanum í Ytra-Holti framan Dalvíkur: „Þama eignumst við eyfirska reiðhölT - segir Ingvi Baldvinsson, formaður hestamannafélagsins Hrings „Við höfum í þessu húsi stór- kostlega möguleika. Þarna eignumst við eyfírska reiðhöll sem áreiðanlega á eftir að verða hestamennskunni hér á svæðinu til mikillar eflingar,“ segir Ingvi Baldvinsson, for- maður hestamannafélagsins Hrings á Dalvík og í Svarfað- ardal, en hestamcnn á þessu svæði hafa fest kaup á refa- skálanum á jörðinni Ytra- Holti, skammt framan Dalvík- ur, sem áður tilheyrði loðdýra- búinu á Böggvisstöðum, sem nú er gjaldþrota. Hestamenn gerðu Landsbanka Islands til- boð upp á 8,5 milljónir króna í húsið og skömmu fyrir páska gekk bankinn að tilboðinu. Hestamenn frá Dalvík kaupa hver og einn hluta í húsinu fyrir hesthús en afgangurinn af hús- inu, þ.e. sameiginleg aðstaða verður í eigu og umsjón hesta- mannafélagsins Hrings. Húsið er 170x8 metrar að stærð og því ljóst að möguleikar á aðstöðu innan dyra eru mjög miklir. í gærkvöld var haldinn fundur með hestamönnum á Dalvík þar sem þeir áttu að skrá sig fyrir kaupum á hlutum í húsinu en fyr- ir þann fund höfðu rösklega 20 manns skráð sig fyrir hlut. „Við vonumst til að þessi kaup verði fyrst og fremst fjármögnuð af einstaklingunum með kaupum á hólfum fyrir hesta sína og þannig lendi ekki nema lítill hluti kostn- aðar á félaginu sjálfu," segir Ingvi. Nú þegar er hreinlætisaðstaða í húsinu og innréttuö kaffistofa en hestamenn gera ráð fyrir að inn- rétta fundarsal og stór hluti af húsinu verður opinn salur sem notaður verður fyrir þjálfun hrossanna. Þessi aðstaða opnar því mikla möguleika á að reka reiðskóla árið um kring. Þessu til viðbótar hafa hestamenn í huga að koma upp þvottaaðstöðu fyrir hrossin. „Við þetta teljum við að bylt- ing verði í hestamennsku á svæð- inu. Við væntum þess að þetta skapi líka annað andrúmsloft gagnvart hestamönnum þegar svo glæsileg félagsaðstaða verður komin. Þetta skref verður til að efla félagsandann mjög mikið," segir lngvi. JÓH Ferðamannastraumurinn í Mývatnssveit: Steftiir í enn eitt metárið Samningur í burðarliðnum um kaup Krossaness á ótryggu rafmagni frá Rafveitu Akureyrar: Getur sparað verksmiðjunni umtalsverðar Qárhæðir árlega - raforkusala Rafveitunnar eykst jafnframt um þriðjung - segir Jón Pétur Líndal, sveitarstjóri Rafveita Akureyrar og Krossa- nesverksmiðjan eru með í burðarliðnum samningsdrög um kaup Krossaness á ótryggu rafmagni af Rafveitunni. Að sögn Vals Knútssonar raf- magnsverkfræðings hjá Raf- tákni hf. er hér um að ræða allt að 30-35 GWh á ári, sem er u.þ.b. þriðjungur af orkunotkun Akureyrarbæjar í dag. Verðið yrði þó mun hagstæðara til verksmiðjunnar en til hins almenna notanda þar sem um er að ræða ótryggt rafmagn. Samningurinn er á svipuðum nótum og samningar Landsvirkj- unar við stóriðjurnar í landinu, þ.e. að Rafveita Akureyrar skuldbindur sig í þessu tilfellli til þess að útvega verksmiðjunni orku þegar hún er tiltæk í kerf- inu. Með þessum orkukaupum er talið að verksmiðjan geti sparað umtalsverðar fjárhæðir í rekstr- arkostnaði árlega, svo jafnvel skiptir milljónum króna. „Gufan til að þurrka loðnu- mjölið hefur frarn til þessa verið framleidd með olíu en það sem við erum að gera með þessum samningi, er að skipta út innfluttri olíu fyrir rafmagn sem er fram- leitt hér í landinu og það finnst okkur vera mikilvægt atriði," sagði Valur ennfremur. -KK „Miöað við þær fyrirframbók- anir sem komnar eru þá verður mikil umferð ferðamanna hér í sumar. Að mínu mati stefnir í enn eitt metið,“ segir Jón Pét- ur Líndal, sveitarstjóri Skútu- staðahrepps, í samtali við Dag. Skútustaðahreppur hefur umsjón með tjaldstæðinu og svefnpokagistingu í Reykjahlíð og borist hafa margar pantanir frá ferðaskrifstofum fyrir sumarið. Jón Pétur segir einnig eftirtektar- vert að „vertíðin" byrji fyrr í ár og endi seinna því nokkuð hefur verið bókað fram í nóvember- rnánuð. Einhverjir ferðamenn vilja vera vissir unt að komast í gistingu sumarið 1991 því þegar hafa borist nokkrar pantanir fyrir þann tfma. Jón Pétur segir það einnig nýbreytni að pantað sé með svo miklum fyrirvara. Á tjaldstæðinu í Reykjahlíð voru skráðar um 25.000 gistinæt- ur í fyrra en cins og nú var svefn- pokapláss einnig nýtt vel. JÓH Hestamaðurinn á batavegi Hestamaðurinn, sem varð fyrir höfuðáverka er hann féll af hesti sínum skammt frá Espi- hóli í Eyjafirði á föstudaginn langa, og dvelur nú á Borgar- spítalanum í Reykjavík, var kominn til ineðvitundar í gær' miðvikudag. Samkvæmt upplýsingum frá Borgarspítalanum, var búið að flytja manninn af gjörgæsludeild og er hann kominn til meðvitund- ar. „Um batahorfur að öðru leyti er lítið að segja á þessu stigi. Tíminn einn svarar því,“ að sögn viðmælanda á deild A3. ój

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.