Dagur - 19.04.1990, Blaðsíða 16
Náttúrufræ ðistofnun Norðurlands:
Taka erlendir aðilar þátt í
uppbyggingu stofiiunarinnar?
Yiðræðunefnd um málefni
Náttúrufræðistofnunar Norð-
urlands mun kanna möguleik-
ann á þátttöku erlendra aðila í
uppbyggingu Náttúrufræði-
stofnunar Norðurlands á Ak-
ureyri.
Bæjarstjórn Akureyrar sam-
þykkti á síðasta fundi að heimila
nefndinni þetta.
Arni Steinar Jóhannsson,
Félag rækju- oghörpu-
diskframleiðenda:
Verðmæti firam-
leiðshmnar 5,6
mijarðar í fyrra
Verðmæti framleiðslu rækju-
og hörpudiskafurða nam á
síðastliðnu ári um 5,6 millj-
örðum króna, sem er um millj-
arði meira en árið á undan,
en upphæðin er svipuð ef
verðmætið er reiknað á sama
meðalgengi milli ári. Þetta cr
um 10% af sjávarvörufram-
leiðslunni. Til samanburðar
voru loðnuafurðir tæplega
8% og síldarafurði 3,4%.
Þessar upplýsingar koma
fram í fréttabréfi frá Félagi
rækju- og hörpudiskframleið-
enda. Þar kemur einnig fram að
nokkur samdráttur hefur verið í
rækjuveiðum frá metárinu
1986.
Heildarafli rækju á árinu
1989 varð um 26.700 tonn, sam-
kvæmt bráðabirgðatölum Fiski-
félags íslands. Petta var sam-
dráttur um 3.000 tonn frá árinu
1988 en á því ári minnkuðu
veiðar úthafsrækju um 9.000
tonn frá því sent þær voru á
árinu 1987. Kvóti, sem ntiöaður
var við 36.000 tonna afla á árinu
1988, var minnkaður í 23.000
tonn á sl. ári. Þessi úthafsrækju-
afli náðist þó ekki og varð
aðeins utn 22.100 tonn á árinu.
Veiöi innfjarðarrækju jókst
um 1.000 tonn og varð um 4.600
tonn. Mikil veiði var á helstu
miðunum í ísafjaröardjúpi,
Húnaflóa og á Skagafirði, en
ntiðin við Eldey og í Öxarfirði
voru lokuð sem fyrr. SS
umhverfisstjóri Akureyrarbæjar,
varpaði þessari hugmynd fram á
fundi viðræðunefndarinnar í síð-
asta mánuði. Nefndarmenn tóku
vel í hugmyndina og samþykktu
að leita eftir heimild frá bæjar-
stjórn til að kanna viðbrögð
erlendra aðila.
Árni Steinar sagði í samtali við
Dag að þess væru dærni að er-
lendir háskólar eða sjóðir styrki
uppbyggingu á stofnun eins og
Náttúrufræðistofnun Norður-
lands og hann teldi rétt að kanna
þetta mál. „Þetta gerist ekki
nema á löngum tíma og þarf ítar-
legrar skoðunar við,“ sagði Árni
Steinar. „Allt hangir þetta saman
við það að stóri draumurinn er að
byggja nýtt hús Náttúru-
fræðistofnunar Norðurlands á
Akureyri,“ bætti hann við. óþh
Framkvænidir eru nú liafnar við byggingu nýrrar skoðunarstöðvar Bifreiðaskoðunar íslands við Frostagötu á Akur-
eyri. Aðalverktaki er byggingarfyrirtækið Áðalgeir Finnsson hf. en stefnt er að því að taka stöðina í notkun á fyrri
liluta næsta árs. Mynd: kl
Fermingargjafir í dagsljósinu:
Sæmilega gott hljóð í kaupmömmm á Akureyri
húsgögn virðast vinsælli en áður
Verslun á Akureyri í kringum
fermingarnar hefur verið
býsna blómleg og því þokka-
legt hljóð í kaupmönnum
þessa stundina. Sérstaklega
hefur þessi árstími komið þeim
kaupmönnum vel sem selja
fermingarföt og hinar hefð-
bundnu fermingargjafir.
Að sögn heimildarmanns Dags
hafa menn í verslunarrekstri á
Akureyri borið sig fremur illa að
undanförnu og fyrir þá er sá tími
kærkominn er börnin staðfesta
kristna trú, enda siður að gefa
veglegar gjafir í tengslum við
þann atburð.
En hvaða fermingargjafir eru
vinsælastar í ár? Svo virðist sem
litlar breytingar hafi orðið þar á
frá síðustu árum. Þó má nefna að
húsgögn, s.s. skrifborð og skrif-
borðsstólar, hafa átt miklu fylgi
að fagna nú. „Menn gerast
praktískir þegar kreppir að,“
sagði einn viðmælenda Dags.
Einnig rná nefna hljómtæki,
sjónvarpstæki, tölvur, skíða-
útbúnað og bækur. Áður var sígilt
að gefa úr en vinsældir þess hafa
dalað á fermingargjafamarkaðin-
um. Þó er alltaf töluvert keypt af
armbandsúrum og vasareiknivél-
um til fermingargjafa.
Ragnar Sverrisson, kaupmað-
ur í JMJ, er formaður Kaup-
mannafélags Akureyrar. Hann
sagði að það væri sæmilega gott
hljóð í kaupmönnum nú í kring-
um fermingarnar og nefndi hann
sem dæmi að góð sala hefði verið
SkagaQörður:
Gæsin komin í fjörðinn
Norðurland:
- flest tún enn á kafi í snjó
þau á næstu dögum ef vel
viðrar. Óvenju inikill snjór er í
Skagafirði og flest tún ennþá
undir snjó og klaka. Ekki er
því mikla beit fyrir gæsina að
hafa.
Grágæsir eru farnar að sjást á
túnum í Skagafirði. Heiðar-
gæsin og helsinginn eru ekki
komin en væntanlega koma
Góð kirkjusókn í dvmbil-
viku og á páskum
Er leitað var frétta af kirkju-
sókn í dymbilviku og uin
páska, þá var hún víðast mjög
góð, enda færð með besta móti
og sóknarbörn áttu greiða leið
að kirkjum sínum.
Kirkjusókn í Akureyrarpresta-
kalli svo og Glerárprestakalli var
mjög góð alla dagana. í þessum
prestaköllum fermdust á þriðja
hundrað börn og messur og helgi-
stundir voru vel sóttar. Sr. Pétur
Þórarinsson var með helgistund í
Hlíðarfjalli undir berunt himni í
hríðinni hvar margmenni var
enda fjöldi skíðagesta mikill að
Skíðastöðum. Að sögn sr. Bolla
Gústavssonar var kirkjusókn í
Laufásprestakalli eftir vonum í
dymbilviku og á páskum góð.
Kirkjusókn á Dalvík var hefð-
bundin og ágæt og sömu sögu má
segja úr flestum prestaköllum
norðan heiða. ój
Að sögn Björns Mikaelssonar
yfirlögregluþjóns á Sauðárkróki
mun lögreglan hafa hefðbundið
eftirlit nreð gæsaskyttum sem
ætla að taka forskot á sæluna sem
byrjar 20. ágúst í haust.
„Við verðum eins og gráir
kettir í öllum skurðum, á gæsa-
skyttuveiðum en að vísu óvopn-
aðir," sagði Björn Mikaelsson.
Ekki er líklegt að gæsaskyttur
hreyfi sig mikið fyrst um sinn.
Allir skurðir eru fullir af snjó og
aumingja gæsin á nóg með að
finna sér auða túnbletti til að
bíta, þó hún þurfi ekki líka að
vera að passa sig á gæsaskyttum.
kg
í húsgögnum og skartgripum.
Sjálfur sagðist Ragnar hafa selt
mikið af föturn á fermingardrengi
og hann hafði heyrt að ferming-
arföt á stúlkur hefðu einnig selst
vel.
Ekki kvaðst Ragnar með góðu
móti geta borið saman fermingar-
untsvif í verslunum nú miðað við
undangengin ár, en viðmælendur
blaðsins töldu víst að ekki hefði
vcriö um samdrátt að ræða. Þá
eru ekki öll kurl komin til grafar
því peningagjafir munu vcra
vinsælastar meðal fermingar-
barna og þeir peningar eiga
kannski eftir að skila sér í auk-
inni verslun. SS
Öxar^örður:
Könnun á hagkvæmni
hitaveitu í Öxarfirði
- nóg vatn fyrir Kópasker
„Málið er á algjöru frumstigi
og varla komið á umræðu-
grundvöll, en við höfum
vatnið, það er það eina sem við
höfum nóg af,“ sagði Björn
Benediktsson, oddviti í Sand-
fellshaga, aðspurður um fyrir-
hugaða lagningu hitaveitu í
Öxarfirði, og jafnvcl til Kópa-
skers og Raufarhafnar.
Ulfar Harðarson frá Flúðum
hefur verið að athuga hagkvæmni
á lagningu hitaveitu um Öxar-
fjörð, efst í Kelduhverfi, til
Kópaskers og Raufarhafnar. Við
Skógalón í Öxarfirði var boruð
hola 1988 og gaf hún 40 I á sek. at'
96 gráðu heitu vatni, í fjórtán
mánuði, en þá var henni lokað.
„Við gátum ekki lcngur horft á
vatnið renna svona engum til
gagns,“ sagði Björn. Björn sagði
að margt væri óljóst varðandi
lagningu hitaveitu þó rnálið hefði
aðeins verið skoðað væri það
varla kontið á umræðugrundvöll.
í Öxarfirði væri langt á milli bæja
og erfitt við þetta að eiga, en
Kópasker virtist ekki koma illa
út. Frá borholunni að Kópaskeri
eru um 15 km, en frá þeirri lögn
og til Raufarhafnar 26 km. Syðst
í Öxarfirði er skóli og sundlaug
sem dýrt er að reka og efst í
Kelduhverfi er barnaheimili,
verslun og ferðamannaþjónusta.
Hitaveitumálið er þó ekki komið
á það stig að farið sé að ræða við
hlutaðeigandi aðila, að sögn
Björns. 1M
Sumri fagnað
í sól og blíðu
Norölendingar fagna sumrinu í
sannkölluðu sumarveðri í dag.
Magnús Jónsson veðurfræð-
ingur spáði björtu veðri um allt
Norðurland í dag og hlýrra en
verið hel'ur síðustu daga.
Oft er talað um að það viti á
gott fyrir sumarið ef sarnan frjósa
sumar og vetur og sagði Magnús
síðdegis í gær að útlit hafi verið
fyrir næturfrost um allt land.
„Eg reikna með að vorið komi
hjá ykkur af alvöru á föstudag
því möguleiki er á að hitinn fari
upp í 10 stig samfara stífri sunn-
anátt. Þið eigið því von á góðri
liláku og útlit er fyrir að svona
haldist veður næstu dagana. Veð-
urlagið er því greinilega að breyt-
ast,“ sagði Magnús Jónsson.
JÓH