Dagur - 19.04.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 19.04.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Fimmtudagur 19. apríl 1990 Vélsmiðjan Vík hf. á Grenivík: fréttir F Framleiða seiðaskiljur í rækjutroll í Vélsmiðjunni Vík hf. á Grenivík hafa verið smíðaðar þrjár seiðaskiljur fyrir rækju- troll. Um er að ræða grind sem sett er framarlega í rækjutroll, og aðskilur smáfisk frá rækj- unni sem fer í pokann. I Nor- egi hefur notkun þessa útbún- aðar verið lögleiddur þegar um innfjarðarveiði á rækju er að HofsÓS: Hofsósingar íslandsmeistarar - maraþondans í sextíu tíma Sex krakkar í Grunnskólanum á Hofsósi settu íslandsmet í maraþondansi um páskana. Krakkarnir dönsuðu samfellt í sextíu klukkustundir. Upphaf- lega hófu ellefu dansarar dansinn. Fimm heltust úr lest- inni eftir um sólarhrings dans en sex þeirra stóðu uppi sem Islandsmeistarar í maraþon- dansi. Á meðan á dansinum stóð söfnuðu nemendur áheitum í ferðasjóð. Alls söfnuðust um hundrað þúsund krónur. Að dansinum loknum fóru krakkarn- ir í kirkju og gengu þau til altaris eftir sextíu tíma vöku. Dansarnir voru í sjöunda, áttunda og níunda bekk Grunnskólans á Hofsósi. Hvert farið verður í skólaferðalag er ekki enn ákveðið. Dagur óskar krökkunum góðr- ar ferðar og til hamingju með fslandsmeistaratitilinn í mara- þondansi. kg Innréttingar Fataskápar, eldhús- og baðinnréttingar. Gerum föst verötilboö. Trésmiðjan Tak Réttarhvammi 3, sími 24038. (áður TV innréttingar). Skátar og foreldrar athugið! Að vana verður skátamessa á sumardaginn fyrsta að þessu sinni er hún í Glerárkirkju og hefst kl. 11.00. Gegnið verður frá skátaheimilinu í Glerárkirkju kl. 10.30. Skátafélagið Klakkur. AKUREYRARB/íR Skemmtun Skemmtun veröur í Húsi aldraöra laugardag- inn 21. apríl kl. 14.00. Skemmtiatriði - kaffiveitingar - dans. Félagsstarf aldraðra - Akureyrarbær. r &atmar V\ Alhliða rafverktakar Draupnisgötu 7 r • Pósthólf 125 • Sími 96-27410 HÚSEIGENDUR Er ástand raflagna í húsi yðar ábótavant? Tökum að okkur allar viðgerðir og nýlagnir í raflögnum. Rafmar hfv sími 27410 ræöa. Starfsmenn Víkur hf. hafa smíðað þrjár seiðaskiljur, en ekki selt neina enn sem komið er. Pær eru af tveimur stærðum, sú stærri er um 1,5x1 meter að stærð. Jakob Þórðarson, fram- kvæmdastjóri, segir að fleiri verði ekki smíðaðar nema eitt- hvað fari að seljast af þessum búnaði. Grindur eru úr áli, og soðnar saman með álsuðu. Tveir nemendur við sjávarút- vegsháskólann í Tromsö í Noregi rituðu nýlega grein í Fiskifréttir, þar sem sagt var frá notkun Norðmanna á seiðaskiljunni. Jakob Þórðarson benti á að oft kæmi fyrir að rækjuveiðar í inn- fjörðum væru bannaðar tíma- bundið hér á landi vegna smá- fiskadráps. Seiðaskiljan leysi þetta vandamál, enda væru Norðmenn búnir að lögleiða hana. „Það hafa engir skoðað þetta hjá okkur ennþá, en við erum með eina skilju til sýnis og sölu hjá Sandfelli hf. á Akureyri. Miðað við reynslu Norðmanna ætti að vera grundvöllur fyrir að selja þetta hér á landi,“ segir Jakob. Vinna í Vík hefur ekki verið ýkja mikil í vetur, en verkefni smiðjunnar eru fyrst og fremst viðhald báta og fiskiskipa. Þrír snjóblásarar hafa verið seldir frá fyrirtækinu, en Vík hf. framleiðir slík tæki eftir pöntun sveitarfé- laga og annarra aðila sem áhuga hafa. EHB Sala ÁTVR fyrsta ársQórðunginn: Sala á aJkóhóli dregst saman Fyrstu mánuði þessa árs hefur sala á alkóhóli í lítrum talið dregist saman um 8,11%. Heildarsala áfengis í lítrum tal- ið jókst þó um rúmlega 100 þúsund lítra að bjór meðtöld- um sem er aukning um 5,97% en þrátt fyrir það innbyrtu íslendingar um 20 þúsund færri alkóhóllítra en á sama tíma í fyrra. Þegar Iitið er á einstakar teg- undir kemur í Ijós að um veruleg- an samdrátt í sölu sterkra vína er að ræða í flestum tilfellum. Til dæmis dróst sala á viskí saman um 21,5%, brennivíni um 16,5% og vodka um 15,3%. Svipaða sögu er að segja af svokölluðum Íéttum vínum. Sala á rauðvíni dróst saman um 23,5%, hvítvíni um 24,8% og rósavíni um 27,0%. VG Nýir eigendur hafa tekið við rekstri á Örkinni hans Nóa við Ráðhústorg. Frá vinstri nýju eigendurnir, Júlíus Snorrason og Linda Ragnarsdóttir, svo og fyrri eigendur, Guðrún Helgadóttir og Jóhann Ingimarsson, ásamt Rann- veigu Benediktsdóttur starfsstúlku. Mynd: kl Akureyri: Örkin skiptir um eigendur Hin gamalgróna húsgagna- verslun á Akureyri, Örkin hans Nóa, hefur nú skipt um eigendur. Jóhann „Nói“ Ingi- marsson hefur rekið verslunina um árabil en nýverið keypti Júlíus Snorrason, bakara- meistari, Örkina af Nóa. Júlíus er einn af fjórum sonum Snorra Kristjánssonar sem rekið hafa Brauðgerð Kr. Jónssonar, en fyrir nokkru keyptu tveir yngstu bræðurnir hlut þeirra eldri í fyrirtækinu og hafa þeir síðar- nefndu því ekki komið nálægt rekstrinum um skeið. Júlíus ætlar nú að hasla sér völl á sviði hús- gagnaverslunar með kaupunum á Örkinni hans Nóa. SS Janúar-mars: Heildaraflinn á Norður- landi meiri en í fvrra V - afli smábáta eykst um 81% milli ára Þótt aflabrögð á Norðurlandi í marsmánuði síðastliðnum hafi verið Iélegri en í sama mánuði í fyrra þá er heildaraflinn þrjá fyrstu mánuði ársins mun meiri á sama tímabili 1989. Frá janúar til marsloka bárust 171.897 tonn að landi í norð- lenskum höfnum á móti 106.162 tonnum í fyrra. Þessi aukning er loðnunni að þakka. Togarar veiddu 19.463 tonn þrjá fyrstu mánuði ársins á móti 21.547 í fyrra. Bátarnir veiddu 151.817 tonn á móti 84.274 og smábátarnir veiddu 617 tonn, þar af 602 af þorski, á móti 341 tonni á sama tíma í fyrra. Afli smábáta á Norðurlandi hefur þannig auk- ist um 81% milli ára. Lítum á aflatölur yfir einstakar tegundir á þessu tífnabili, Sviga- tölur tákna aflann 1989: Þorskur 19.226 (23.544), ýsa 828 (1.144), ufsi 1.402 (1.117), karfi 1.036 (1.000), steinbítur 311 (179), grálúða 670 (399), skarkoli 42 (55), annar botnfiskur 243 (199); botnfiskur samtals 23.758 (27.637). Loðna 145.557 (77.616), rækja 2.063 (899), hörpudiskur 519 (10). Þarna sést glöggt hvað loðnuveiðar voru betri í upphafi þessa árs miðað við í fyrra og þá Íiefur rækjan tekið mikinn kipp, svo og hörpudiskurinn. Aukning rækjuafla rriilli ára á Norðurlandi er 129% og er sú aukning mest áberandi á Norðurlandi vestra. SS Niðursuðuverksmiðja K. Jónssonar: Einar Eyland ráðiim markaðsstjóri Einar Eyland, framleiðslu- stjóri í fatadeild Álafoss á Leikfélag Sauðárkróks: Frumsýnir Jóa á sunnudag Leikfélag Sauðárkróks hefur tekið til æfinga leikritið Jóa eftir Kjartan Ragnarsson. Sjö leikarar taka þátt í sýningunni sem Árni Blandon leikstýrir. Alls starfa rúmlega tuttugu manns við sýninguna sem verður frumsýnd í byrjun Sumarsæluviku Skagflrðinga þann 22. apríl. Með aðalhlut- verkið, hlutverk Jóa, fer Skúli Gunnarsson. Leikritið um Jóa samdi Kjart- an Ragnasson í tilefni af ári þrpskaheftra. Aðalpersónan Jói er einmitt þroskaheftur strákur og greinir leikritið frá hlutskipti hans í lífinu. Að sögn Árna Blandon leik- stjóra er innihald verksins sam- skipti nútíma-mannsins við þroskahefta. „Aðal þema verks- ins er sú staðreynd að nútíma- maðurinn hefur ekki tíma fyrir þroskahefta. Hann fórnar sínum tíma ekki fyrir aðra en sjálfan sig,“ sagði Arni Blandon. Leikritið Jói verður sýnt nokkrum sinnum í Sæluvikunni og ef til vill farnar einhverjar leikferðir. kg Akureyri, hefur verið ráðinn markaðsstjóri Niðursuðuverk- smiðju K. Jónssonar á Akur- eyri. Einar hefur störf hjá verksmiðjunni í sumar. Staða markaðsstjóra er ný hjá verksmiðjunni. Einar kemur til með að hafa yfirumsjón með því markaðsstarfi fyrir verksmiðjuna sem verið hefur í höndum Sölu- samtaka lagmetis, jafnframt því að vinna að öflun nýrra markaða. Á skömmum tíma hafa þrír menn í stjórnunarstöðum hjá Álafossi sagt upp störfum en auk Einars láta innan skamrns af störfum þeir Ingi Björnsson fjár- málastjóri, sem ráðinn hefur ver- ið framkvæmdastjóri Krossanes- verksmiðjunnar, og Aðalsteinn Helgason aðstoðarforstjóri, sem tekur við framkvæmdastjórn Kristjáns Ó. Skagfjörð hf. í Reykjavík í sumar. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.